Alþýðublaðið - 28.10.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.10.1920, Blaðsíða 1
O-eíið út af Alþýðwílokknum. 1920 Fimtudaginn 28. október. 248 tölubl. fregnir a| Húisum. Síðustu mánuðina hafa borist flingað margar fréttir af því, að stjórn rússneska verklýðsins (bolsi- víkastjórnin) væri á fallanda fæti, nppreist væri hér og þar í landinu, bolsivíkaherinn væri að leysast í sundur o. s. frv. Þeim, sem kunnugir eru Rúss- iandsmálum, þóttu þessar fregnir ðtrúlegar, enda hsfir engin þeirra verið staðfest síðar, og líklegast eru þær allar tiiorðnar í þeim til- gangi, er nefndur er í ummælum þeim, eftir „Daily Herold“, sem tilfærð eru hér á eftir. Þann 7. okt. sendi Rosta (frétta- stofa rússnesku verklýðsstjórnar- innar í Stokhólmi) út svohljóðandi skeyti frá Moskva, dagsett 6. okt.: „Allar fregnir um uppreistir í Rússlandi eru hreinn og beinn Vppspuni. Þvert á móti sýair hver borg og hvert þorp uppoffrandi vilja til þess að styðja verkiýðs- stjórnina (sovjetstjórnina) í baráttu hennar fyrir frelsi og friði. Fregnin að verkfall hafi verið hafið við norðvestur-járnbrautina er al- gerlega tilhæfulaus, og jafn til bæfulaus er fregnin um verkfall við Semenoff verksmiðjurnar, og að verkamenn þar hafi drepið al- þýðuleiðtogana. Frásögnin um að Trotskij sé særður er heilaspuni. Andinn i hernum (bolsivlkahernum) ágætur, og að baki hersins er ^nnið kappsamlega að þvf, að út- ^úa herinn sem bezt undir það, geta gereyðilagt Wrangel á ^ornandi vetri." Þann 12. okt. sendi Rosta (í Sth.) út svohljóðandi skeyti frá ^íoskva, dags. 10. okt.: »Frétt sú 'frá Varsjá, sem herm- Ir að raótstöðumenn bolsivíka hsfi ^orgina Nisjnij Novgorod á valdi sínu og hafi myndað þar stjórn Hndir yfiríorustu Tjernoffs, er al- ferlegg gripin úr lausu lofti. Borg -^essi er, eins og aðrar borgir Rússlands," undir stjórn verklýðs- stjórnarinnar í Moskva." í broddgrein, sem nýlega stóð f „Daily Herald", stóð meðal annars þetta: „Fregnir frá Khöfn og Helsing- fors (höfuðstað Finnlands) herma að sovjetstjórnin (rússneska verk- lýðstjórnin) sé að velta úr valda- sessi. Verkaiýðurinn gerir upp- reist, hermennirnir gera samsæri gegn henni, Budenny (hinn frægi bolsivíkaherforingi) er tekinn til fanga. Trotskij er særður." Hann er vel þektur tónninn í öllum þessum fréttum. Við höfum heyrt hann svo oft og oft áður, alt frá því nóveraber 1917, er rússneski verkiýðurinn (bolsivíkar) kornst til válda, því þá var sagt að það liði [ekki hálfur mánuður áður en stjórn þeirra yrði steypt. Félagar vorir við tímaritið „The New Republik" (Nýja líðveldið) hafa talið saman Iygafregnir, er bárust um heiminn um Rússland, á tímabilinu frá nóvember 1917 til nóvember 1919, og látið okkur í té talandi tölur. Níutíu ðinnum á þessum tveim árum hefir sú fregn borist um Evrópu og Ameríku, að sovjet- stjórnin (bolsivfkastjórnin) væri rétt komin að því að falla. Fjörutíu sinnum hefir sú frega gengið, að nú væru gagnbyltingarmennirnir (Koltschak, Denikin, Judenitsch) að gersigra bolsivíka. Fjórum sinnum hefir sú fregn gengið, að Lenin og Trotskij væru að undir- búa flótta sinn. Tvisvar hefir verið sagt að Lenin hefði lagt niður völd. Þrisvar hefir verið sagt að búið væri að varpa hoaum í fang- elsi. Og eitt skifti að búið væri að drepa hann. Fregnir þessar hafa altaf verið látnar út ganga í vissum tilgangi, sem sé þeim, að draga friðar- samningana við rússnesku verk- lýðsstjórnina á langinn, og til þess að draga kjark úr verkalýðnum í vesturhluta álfumsar. Ef verklýðs- stjórnin væri komin rétt að því að falla, hvað þýddi þá að vera að gera samninga við hana, það er sá hugsanagangur sem á bak við liggur, og flest auðvaldsblöðitt eru altaf reiðubúin til þess, að flytja þessar fréttir. Þessar nýjustu fréttir frá Rúss- landi ber því að skoða með þess- ar áðurnefadu margendurteknu, lygafregnir í baksýn. Á þeim má sjá hve sennilegar þær eru." „Vit og strtt“. Menn ráku upp stór augu £ fyrra veíur er sú fregn flaug eins og eldur í sinu um allan mentað- an heim að Gyðingurinn Einstein hefði gert uppgötvanir sem um- turnuðu þyngdarlögmáli Newtons, sem síðan 1685 hafði verið eini hyrningarsteinn eðlisfræðinnar. Er- lendis var um sinn varla um ann- að talað en þessa merkilegu upp- götvun, — jafnvel Lloyd George og Clemenceau gleymdust um stundarsakir. Tímarit mentaþjóð- anna keptust hvert við annað um að skýra málið, ýmist fyrir al- menningi eða fyrir vísindamönn- um, og bækur voru hver eftir aðra gefnar út í sama augnamiði. A íslandi var hljóðast um þetta, enda voru þeir víst teljandi er svo væri ljóst hvað hér hefði gerst að þeir gætu skýrt efnið fyrir öðrum, þó mun eigi hafa skort áhugann hér, eins og bezt kom í Ijós á sfðastliðnu sumri er hin á- gæta alþýðubók eftir Helge Holst: Vort fysiske Verdensbillede og Einsteins Relativitetsteori kom hingað, því þó að bókaverzlun Gyldendals sendi álitlegan forða til umboðsraamis síns, Ársæls Árna- sonar, er mælt að hann hafi þó eftir fáa daga örðið að síma eftir viðbót. Og ennþá selst kverið meira en flestar aðrar erlendar bækur. En þó að afieiðingarnar af upp-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.