Alþýðublaðið - 28.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.10.1920, Blaðsíða 2
2 flLÞYÐUÖLAÐSí) Æ.fgreiOsssia, blaðsins er í 'Aiþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgöíu. Sími Ö88. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi ki. XO árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ein kr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 cm. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. götvun Einsteins prófessors verði án efa víðtækar fyrir eðlisfræði og stjörnuvísindi og kunni svo að segja að gerbreyta skilningi manna á efnisheiminum, þá er ekki næsta líklegt að þeirra muni gæta mik- ils í daglegu iífi manna. Öðru máli er þar að gegna um nokkur önnur afrek sem vísindin nú virð- ast vera að inna af hendi, t. d. rannsókhir Sir Ernest Rutherfords á deilanleika frumeindanna. Með þeim rannsóknum má vel vera að sé að fæðast miklu stórkostlegri bylting á sviði hagnýtra vísinda en nokkur maður að svo komnu getur gert sér í hugarlund. Sama er að segja um uppgötvanir ann- ars ensks vísindamanns, F. N. Maude, ofursta, er nýlega hefir verið mikið talað um í enskutn blöðum. En hann þykist hafa koll- varpað anhari af hingað til gild andi undirstöðureglum náttúruvís- indanna, sem sé þeirri, að ekkert afl verði framleitt fyrir minna en jafngildi sitt, eða með öðrum orð- um að þegar eitthvert afl er fram- leitt þá sé í rauninni ekki um annað að ræða en að einu aflinu sé breytt í annað. Gufuaflið, sem knýr eimskipið áfram, hefir legið geymt í kolunum; afl það, sem besturinn eyðir til þess að draga kerruna, hefir verið falið í fóðri því er hann er alinn á, o. s frv. Maude ofursti þykist nú hafa fund- ið ráð til þess að framleiða meira afl en til þess var varið að fram- leiða það. Ef staðhæfing hans reynist rétt, þá hlýtur hún að leiða það af sér, að líkamleg vinna verði er stundir líða fram að miklu leyti óþörf. En hvað sem nú verður ofan á um uppgötvun þá er hér ræðir um, þá er það nú skoðun margra merkra vísindamanna, að þess muni ekki verða langt ‘ að bfða að líkamleg vinna verði að mestu óþörf, Að svo muni einhverntíma verða, efast nú varla nokkur hugs andi maður um. Svo að segja daglega leggur mannsandinn und- ir sig nýjar lendur. Það er geysi legur munur á því, hve miklu minna mannlegt erfiði þarf nú en fyrir 100 árum til þess að fram- leiða hin sömu auðæfi á einstakl- ing hvern. Enski lávarðurinn Le- verhulme heldur því fram að nú mundi það með öllu óþarft að nokkur manneskja þar í landi ynni meira en 4 klt. á sólarhring — ef rétt og réttlátlega væri að farið. Að svipaðri niðurstöðu komst hinn nafnkunni enski hagfræðing- ur Sir Leo Chiozza Money. Þó hafa enskir verkamenn ekki kraf- ist skemri vinnudags en þess sem nú er búið að iögleiða þar — sem sé 8 klukkustundir. Það er því varla hægt að segja að kröf- ur þeirra um lengd vinnutfmans fari fram úr því sem sanngjarnt er. (Frh) Rottu-herjerðiti. Undirbúningur undir rottueyð- inguna í bænum er nú hafinn, og var í dag byrjað að brytja brauð og vökva það í Ratini, og verð- ur það lagt út næstu daga í þann hluta bæjarins, sem forstjóri þessa verks, Knudsen, ákveður, sem að líkindur verður inst á Laugavegi. Rottunefndin hefir ákveðið að halda fund vikulega, en hefir þess á milli falið þeim Gísla Guðmunds syni gerlafræðingi og Agústi Jó- sefssyni heilbrygðisfulltrúa að að- stoða Knudsen í öllum framkvæmd- um og ráða menn til þess að leggja eyðingaefnið í hús bæjar- ins og á þau svæði sem þurfa þykir. Þegar eyðingarefni er lagt í hús, verða húseigendur beðnir að skrifa undir viðurkenningu á þvf, að útleggingarmaður hafi lagt í hús hans, og síðan verða húsin skrásett, og svo yfirfarið á eftir hver árangur hafi orðið af eitr- uninni. Nefndin gerir ráð fyrir, að hús- eigendur og aðrir bæjarmecu verði henni hjálplegir f öllum efnum viðvíkjandi þessu máli, svo að árangur af starfinu verði jafn- góður hér og hann hefir orðið hjá öðrum þjóðum. Framkvæmdarstjórn rottueyð- ingarinnar hefir bækistöð sfna í húsi Búnaðarfélags íslands við Lækjargötu, og þaðan verður hernaðinum stjórnað. €rlenð simskeyii. Khöfn, 27. okt. Frá Svínm. Frá Stokkhólmi er símað, a® ráðuneyti sé nú myndað í Svíþjóð; de Geer er forsætisráðherra og Wrangel greifi utanrfkisráðherra. Frá Griklíjum. Ráðuneytið hefir kvatt Pauf konungsson til konungs. Svar frá honum ófengið. Alexander kóng: á að grafa á föstudag. Nýr „sannleiknr" um bolsivíka^ Þýzka blaðið Lokal Anzeiger segir, að fulltrúar sovjetstjórnar- innar hafi selt gimsteina fyrir S1/^ miijón marka (884 þús. kr.) til þess að útbreiða kenningar sínar. (Ath. f sambandi við þetta greinina á 1. síðu: „Fregnir af Rússum."). Verkamuuril i Sanmðrku. Khöfn, 27. okt. Sambandsfélag verkalýðsins í Danmörku hefir samþykt tillögur um fyrirkomulag á verkamanna* ráðum, og sent það atvinnurek- endaíélaginu til álits og umsagn- ar. (Skv. samkomnlagi við verka* Iýðinn í vor eiga verkamannaráð að lögleiðast þar í landi).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.