Morgunblaðið - 13.02.1990, Side 4

Morgunblaðið - 13.02.1990, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 1990 HANDKNATTLEIKUR Eins og að koma til nýrrar Rúmeníu; fólk er hamingjusamt, hlær og talar saman - segir þekktasti handknattleiksmaður Rúmena, Vaseli Stinga, um heim- komuna eftir byltinguna sem gerð var í desember VASELI Stinga er þekktasti handknattleiksmaður Rúmeníu hin síðari ár. Heimsþekktur íþróttamaður, en fór þó ekki varhluta af ógnarstjórn Nicolaes Ceauscus, fyrrum einræðisherra, frekar en aðrir. Stinga hefur leikið í vetur með spænska liðinu Valen- cia, og kom til heimalands síns í fyrsta skipti eftir byltinguna fyrir fáeinum dögum. „Allt er breýtt. Miðborg Búkarest er í rúst, stór hluti hennar brunninn og mikiar skemmdir á húsum eftir skothríð. En það ánægjulega er hve fólkið er orðið öðruvísi. Ég fann hve andrúmsloftið var breytt. Áður var fólk niðurdregið, brosti ekki og virkaði leitt. Nú er það hamingjusamt, hlær og talar saman á götum úti. Þegar ég kom heim um daginn fannst mér eins og ég væri að koma til nýrrar Rúmeníu," sagði Stinga í samtali við Morgunblaðiðá sunnudaginn. g iginkona Stinga var með hon- Skapti Hallgrímsson skrifar um á Spáni þegar byltingin braust út. „Sex ára sonur okkar var hins vegar heima í Rúmeníu, ekki í Búkarest sem betur fer, heldur hjá foreldrum mínum í Hunedoara, um 300 kílómetrum frá höf- uðborginni. Okkur leið hins vegar illa yfir því að heyra ekki í þeim, við náðum ekki símasambandi fyrr en eftir hálfan mánuð og vissum ekkert hvernig þeim leið,“ sagði hann. Eins og aðrir utan Rúmeníu fylgdist Stinga með atburðum þar í sjónvarpi. Og leið illa. „Við horfð- um á vini okkar mótmæla á götum úti, en vissum ekki nánar um af- drif þeirra. Allt gat greinilega gerst. Síðan kom í ljós að nokkrir vinir okkar dóu, meðal annars fyrirliði rugby-landsliðsins sem var mjög góður vinur minn. Það var hræði- legt að horfa upp á þetta.“ Fjölskyldan eftir heima Stinga fór til Spánar á haust- dögum í fyrra. Fjölskyldan varð hins vegar eftir heima. „Ég var einn fyrstu tvo mánuðina. Þegar ég fór var konunni minni neitað um leyfi til að fara úr landi. Fékk þvert nei hjá yfirvöldum, og ekki kom til greina að sonur okkur fengi að fara. Yfirvöld voru greinilega hrædd um að ég myndi stijúka; kæmi ekki aftur heim ef fjölskyldan fengi að koma. Konan fékk svo að koma til mín eftir tvo mánuði, án barnsins." Nú eru hins vegar breyttir tímar. Þegar Stinga fer næst til Spánar, eftir heimsmeistarakeppnina í Tékkóslóvakíu, verður hann ekki einn á ferð, eiginkonan og sonurinn verða honum samferða. íj'ölskyldan sameinast á ný. „Eg hef gert nýjan samning við Valencia til tveggja ára, og eftir þann tíma sný ég aft- ur heim til Rúmeníu. Hvað ég tek mér fyrir hendur þá veit ég ekki. Það verður tíminn að leiða í ljós. Ég mun þó örugglega ekki stofna stjórnmálaflokk eins og nú er vin- sælt. Ég hef ekki áhuga á að verða stjórnmálamaður.“ Leikmaðurinn segir ástandið í heimalandinu hafa batnað til muna eftir byltinguna, en það sé þó ekki orðið nægilega gott. „Ég hef hins vegar trú á að það verði gott eftir kosningarnar í vor. Það er mikið af stjórnmálaflokkum í landinu þessa stundina — komið hafa fram góðar hugmyndir í lýðræðisátt. Komið verður á þingi, og þegar þessir flokkar fara að vinna saman held ég að ástandið verði gott. Kommúnistaflokkurinn er enn til en ég hygg að meðlimir hans séu hræddir við að tala, því allir eru á móti flokknum! Fólk var búið að fá meira en nóg eftir 25 ára stjórn Ceausescus. Ég held hins vegar að fólk hafi trú á þeim sem nú stjórna. Fólk vill breytingar, en kröfurnar eru óraunsæar heyrist mér. Það vill geta lifað við sömu skilyrði og fólk á Vesturlöndum. Strax. Það vill eignast allt í hvelli. Slíkt er hins vegar ekki mögulegt. Breytingarn- ar geta ekki orðið svo skyndilega. Lífið í Rúmeníu verður eins og fólk vill með tímanum en menn verða að átta sig á því hve ástandið var orðið slæmt í landinu, efnahags- ástandið er hræðilegt.“ Stinga tók reyndar fram eina breytingu sem þegar væri orðin að veruleika, og ekki litla: „Fólk hefur fengið ferða- frelsi. Það getur farið hvert sem er, hvenær sem er. Fólk getur líka opnað einkafyrirtæki og gert nán- ast hvað sem það vill. Þeir sem bolmagn hafa geta til dæmis keypt bifreið erlendis frá. Það var bannað áður. Menn urðu að kaupa rúm- enska bíla og biðin eftir þeim gat .verið allt upp í átta ár! „Brjálæðingur" Stinga hristir höfuðið þegar minnst er á Ceausescu. „Úff.“ Ein- ræðisherrann var við völd í 25 ár, og framan af þeim tíma sagði Stinga að ástandið hefði ekki verið svo slæmt. „En síðustu árin var Ceausescu eins og brjálæðingur." Hann nefnir dæmi að eitt sinn þeg- ar byrjaði að snjóa að vetrarlagi hafi Ceausescu bannað að fólk væri á ferli í bifreiðum, og það ástand ríkti í þrjá mánuði meðan mesti snjórinn var! „Það vissi eng- inn hvers vegna. Hann bannaði fólki að keyra bíla sína og þá gat enginn hreyft mótmælum!" „Ástandið ömurlegt" „Þetta er allt satt — ástandið var ömurlegt," segir hann aðspurður um sögur af rafmagnsskorti og fleira í þeim dúr. „Við höfðum reyndar alltaf rafmagn í Búkarest, en alls staðar annars staðar í landinu var rafmagnið tekið af á kvöldin og ekki sett á fyrr en næsta dag. Fólk átti sama og ekkert að borða. Það var til matur í búðum en það voru fáir nema vinir yfir- manns verslunarinnar sem fengu eitthvað þar. Venjulegt fólk, sem ekki hafði sambönd, leið hryllilegan skort. Sambönd við verslunarmenn, og það að geta greitt þeim undir borðið, var eina leiðin til að fá eitt- hvað.“ Mjög mikið er framleitt af mat- vælum í Rúmeníu, en nánast öll framleiðslan' var flutt úr landi til að afla tekna fyrir ríkið. „Nú er þetta breytt, og ástandið í verslun- um orðið betra. Rúmenska þjóðin fær á ný að neyta þess sem hún framleiðir. Menn Ceausescus í verslununum, sem hygluðu vinum sínum eru á bak og burt.“ Menn í erfiðleikum með að framfleyta fjölskyldum sínum „Venjulegur maður vann 7 daga í viku, fékk aldrei frí. í verksmiðjum var vinnudagurinn frá 7 að morgni til 3 síðdegis og fyrir þessa sjö daga vinnu voru greidd mjög lág laun. Húsnæði, rafmagn og gas voru hins vegar mjög dýrt þannig að næstum öll launin fóru í að greiða það. Maður með konu og tvö börn gat því engan vegin fram- fleytt fjölskyldu sinni svo vel væri. Eftir vinnutíma var lítið við að vera fyrir fólk. Sjónvarpsútsendingar voru ekki nema tvær klukkustundir á dag, frá kl. átta til tíu á kvöldin. Þar af fór annar klukkutíminn í að sýndar voru myndir af Ceausescu; ræðum hans og fleira í þeim dúr. Nú höfum við besta sjónvarp í heimi,“ bætir Stinga svo við og hlær hátt. „Fólk getur séð allt _sem það vill, til dæmis fréttir frá Ítalíu og fleiri nálægum löndum." Heppnir Stinga segir íþróttamenn alltaf hafa getað séð fjölskyldum sínum fyrir mat og öðrum nauðsynjum. „Við bjuggum í sjálfu sér ekki við betri aðstæður heima fyrir en við erum heppnir því við ferðumst mik- ið og gátum keypt gjafir erlendis handa þeim sem réðu ríkjum í versl- unum. Við keyptum hluti sem úti- lokað var að fá í landinu; til dæmis sígarettur, kaffi, lyf, sápur og 'sjampó." Annar rúmensku leik- mannanna sagði framanrituðum að landsliðsmennirnir hefðu einnig oft selt almenningi vörur sem þeir hefðu keypt erlendis, hann nefndi kjöt auk kaffis og fleira. Yfirvöld hefðu vitað af þessu en látið það óáreitt, þar sem þetta væru talin óopinber hlunnindi íþróttamanna. Og tollverðir hefðu aldrei gert neitt í málunum, þó ekki hafi mátt koma með þessa hluti inn í landið. Rétt aö taka Ceausescu hjónin af lífi Stinga telur rétt af forráðamönn- um hersins að hafa látið tekið Nic- olae og Elenu Ceausescu af lífi, eftir að herdómstóll dæmdi þau til dauða. „Hefði það ekki verið gert Vaseli Stinga í fyrsta leik sínum á íslan; Vaseli Stinga Fæddur í borginni Hunedoara, sem þekkt er fyrir járniðnað. Stinga er þijátíu og þriggja ára gamall. Heimilishagir: Giftur Ecaterinu Stinga, og eiga þau einn son, An- drei Stinga, sem er 6 ára. Ferill: Stinga hóf að leika með Steaua í Búkarest 1977 og var í herbúðum liðsins. allt þar til í fyrra, þar til hann gerði samning við Valencia á Spáni. Hann lék því með Steaua í 12 ár. Á þeim tíma varð liðið 10 sinnum rúmenskur meistari og tvisvar bikarmeistari. Liðið lék tvisvar til úrslita í Evrópukeppninni, 1988 og 1989, í bæði skiptin gegn sovésku meisturunum SKA Minsk og töpuðu Stinga og félagar í bæði skiptin. Þá komst liðið tvívegis í undanúr- slit Evrópukeppninnar, 1986 og 1987. Landsliðið: Besti árangur liðsins með Stinga innanborðs var er það náði þriðja sæti á Ólympíuleikunum í Moskvu 1980 og sama árangri á Ólympíuleikunum 1984. Hann lék 253. landsleik sinn í gærkvöldi í Laugardalshöll. í leikjum þessum hefur Stinga skorað rúmlega 1.600 mörk. hefðu vandræðin haldið áfram mun lengur. Öryggissveitir hans hefðu barist allt til síðasta manns. Það var því hárrétt ákvörðun að drepa Ceausescu hjónin, því eftir það dró úr skothríðinni í Búkarest og al- menningur þorði aftur að fara út úr húsum eftir að skyggja tók.“ Grunuðu aö hann ætlaði að strjúka í blöðum í Rúmeníu í síðustu viku var greint frá því að Öryggislög- regla einræðisherrans hefði haft möguleika á að hlera alls 10 milljón símtæki í landinu. Hlerunartækin voru þannig útbúin að það var hægt að hlera samtöl manna þó þeir væru ekki að tala í símann, nóg var að þeir væru að tala saman í námunda við símtækið. Stinga nefnir dæmi er öryggislögreglan taldi sig hafa hlerað það að hann hyggðist flýja land. „Þetta var 1981 og ’82. Þá fór landsliðið í ferðir til Spánar, Sviss og fleiri lýðræð- isríkja. En ég sat heima því öryggis- lögreglan sagði: Þú ferð ekki með góði minn, því höfum heyrt að þú viljir stijúka!“ En hugsaði Stinga einhvern tíma um það: „Nei,“ segir hann stutt og laggott. Öryggislögregla Ceausescu var mjög öflug eins og komið hefur fram í fréttum. „Hún gat gert það sem hún vildi. Gat eyðilegt feril íþróttamanns þó hann væri mjög góður. Það skipti ekki máli, bara ef öryggislögreglunni datt það í hug.“ Oryggislögreglan með í för Þegar íþróttamenn fóru í keppn- isferðir til útlanda var ætíð maður frá öryggislögreglunni með í för. Stinga segir leikmenn hafa verið á varðbergi því „ferðafélaginn“ hafi fylgst vel með við hveija þeir töluðu og hvað þeir gerðu. Hlutverk hans var einnig að sjá til þess að enginn úr hópnum reyndi að flýja. Menn hlynntir Ceausescu voru hátt settir í íþróttahreyfingunni meðan hann var við völd, en „þeir hafa nú þurft að finna sér annað að gera,“ segir Stinga. Forseti handknattleikssambandsins, sem skipaður var af flokknum, er til dæmis hættur og Germanescu, sem gegndi embættinu áður, er kominn aftur. Aðspurður hvort forseti sam- bandsins hefði verið á B-keppninni í Frakklandi í fyrra, sagði Stinga: „Hann? Nei, nei. Hann hafði engan áhuga á handbolta, og við sáum hann aldrei. Flokkurinn bara gerði hann að forseta..." 1 sfl 1>'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.