Morgunblaðið - 20.02.1990, Side 1
BELGIA
BADMINTON
HANDKNATTLEIKUR
Arnór varamaður
Arnór Guðjohnsen kom inn á 71. mín. í leik
Anderlecht og Charleroi um helgina sem
Anderlecht vann auðveldlega 5:0. Staðan var 4:0
þegar hann kom inná. Arnór hefur ekki verið í
náðinni hjá þjálfaranum að undan-
Frá Bjarna förnu. Hann var tekinn út af í leik
Markússyni Anderlecht og Antwerpen í lok jan-
iBelgiu úar og fór síðan í eins leiks bann
sem hann tók út um síðustu helgi
gegn Lokeren. í síðustu viku mátti hann því leika
á ný gegn FC Liege í bikarkeppninni. En hann
var aðeins 15. maður og kom því ekki inná í 1:0
tapi Anderlecht. Um helgina sat hann svo á bekkn-
um mest alian leikinn.
Arnór kom inná fyrir Georges Grun í leiknum
um helgina og lék sem bakvörður. Luc Nilis leikur
í stöðu Arnórs, í peysu nr. 8, og hefur staðið sig
mjög vel að undanförnu og gæti það verið ástæð-
an fyrir því að Arnór kemst ekki að.
KNATTSPYRNA: FYRSTA MARK ÞORVALDAR í ENGLANDI / B 2
1990
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR
BLAÐ
Þorsteinn.
Broddi.
Öruggur
sigur karla-
liðsins gegn
BelgíuáHM
ÍSLENDINGAR hófu keppni á
heimsmeistaramóti landsliða í
badminton í Austurríki í gær,
með því að karlaliðið sigraði
Belga og kvennaliðið tapaði
fyrir Búlgörum, auk þess að
hirða auðfengin stig er lið Perú
mætti ekki til leiks.
Sigur íslenska karlaliðsins á
Belgíu í gær var öruggur, 4:1.
Broddi Kristjánsson og Þorsteinn
Páll Hængsson unnu báðir í einliða-
leik en Guðmundur Adolfsson tap-
aði hins vegar í einliðaleik. íslend-
ingar sigruðu síðan í báðum viður-
eignunum í tvíliðaleik, annars vegar
Broddi og Guðmundur og hins veg-
ar Árni Þór Hallgrímsson og Árni
Þorvaldsson.
Stúlkunum var dæmdur sigur
gegn Perú, en andstæðingurinn
mætti ekki til leiks sem fyrr segir.
Síðan mættu íslensku stúlkurnar
stallsystrum sínum frá Búlgaríu,
og lutu í lægra haldi, 1:4, í leik sem
var jafn þrátt fyrir allt. Þremur
viðureignum töpuðu íslensku stúlk-
urnar í oddalotu: Elísabet Þórðar-
dóttir og Guðrún Júlíusdóttir í ein-
liðaleik, og Birna Petersen og Elísa-
bet í tvíliðaleik. Þórdís Edwald og
Guðrún Júlíusdóttir sigruðu hins
vegar í tvíliðaleik.
Konráð endur-
kjörinn forseti
KONRÁÐ Bjarnason var endur-
kjörinn fo'rseti Golfsambands Is-
lands til tveggja ára á Golfþingi,
sem fram fór í Reykjavík um helg-
ina. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn
til tveggja ára voru Ómar Jóhanns-
son, Gunnar Þórðarson og Rós-
mundur Jónsson. Fyrir voru Gísli
Sigurðsson, Samúel Smári Hregg-
viðsson og Hannes Valdimarsson.
Varamenn voru kjörnir Inga Magn-
usdóttir, Hannes Þorsteinsson og
Hallgrímur Ragnarsson.
Valsmenn dæmdir í
sex mánaða bann?
Gengu af leikvelli til að mótmæla dómgæslu og eiga yfir höfði sér leikbann
VALSMENN eiga á hættu að
vera dæmdir í sex mánaða
keppnisbann í handknattleik
eftir að hafa gengið af velli í
leik gegn Gróttu á alþjóðlegu
handknattleiksmóti Stjörnunn-
ar um helgina. Samkvæmt regl-
um HSÍ er liðum þetta óheimilt
og mesta refsing við því er sex
mánaða keppnisbann.
Valsmenn gengu af velli þegar
skammt var til leiksloka og
staðan 18:15, Gróttu í vil. Þá höfðu
tveir af átta leikmönnum V als feng-
ið rautt spjald og Valsmenn ákváðu
að ganga af velli í mótmælaskyni.
Að sögn Kjartans Steinþach,
formanns dómaranefndar HSI, var
mótið haldið með samþykki HSÍ og
þátttöku U-21 árs landsliðsins og
telst því mót á vegum HSÍ. í C-lið
18. greinar reglugerðar HSÍ um
handknattleiksmót segir: „Flokk,
sem hættir leik, áður en dómari
gefur merki um að leiktími sé lið-
inn, má setja í leikbann allt að sex
mánuði, bæði flokkinn í heild og
hvern einstakan leikmann og dæma
allt að kr. 10.000 í sekt“.
Valsmönnum var vísað úr keppni
og leikurinn dæmdur þeim tapaður,
0:10, samkvæmt reglum HSI. Mál-
inu var síðan vísað til Sambands-
stjórnar HSÍ sem vísaði því til Dóm-
stóls HSÍ og verður það tekið fyrir
á næstunni.
„Samkvæmt reglum HSÍ gætu
Valsmenn fengið allt að sex mánaða
leikbann og á þessu móti var leikið
eftir reglum HSÍ. Ég veit hinsvegar
ekki hvað dómstóllinn gerir,“ sagði
Kjartan. „Ég held að það sé ekki
HM-klippingin íár?
ALFREÐ Gíslason vakti athygli viðstaddra í síðari leiknum
gegn Sviss í Laugardalshöll á föstudagskvöld fyrir nýju
klippinguna, ekki síður en þrumuskotin. Meðal þeirra sem
hrifust af burstaklippingu Álfreðs var Jens Meyer, marka-
hæsti leikmaður Svisslendinga í báðum ieikjunum. Meyer
linnti ekki látum fyrr en Alfreð samþykkti að útvega hon-
um eins klippingu. Eftir sameiginlega æfingu liðanna á
laugardagsmorgun var Villi Þór rakari, sem átti heiðurinn
af þessari „HM-klippingu“ Alfreðs, kallaður til og hafði
hann hendur í hári svissnesku stórskyttunnar á stofu sinni.
Á myndinni að ofan fylgjast feðgarnir Alfreð og Elvar
með „aðgerðinni" og skv. myndinni hér til hliðar ætti að
vera ljóst að hárið verður a.m.k. ekki að þvælast fyrir
augum landsliðsmannanna tveggja í leikjunum í HM.
Morgunblaöið/Skapti Hallgrímsson
fordæmi fyrir þessu hér á landi en
ég man að þetta gerðist einu sinni
í Evrópukeppni. Þá var sovéskt lið
sem gekk af leikvelli að skipun
þjálfarans. Liðið var dæmt úr
keppni og þjálfarinn í ævilangt
bann, að mig minnir,“ sagði Kjart-
an.
Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals,
sagðist lítið vilja tjá sig um málið.
„Maður lætur ekki bjóða sér hvað
sem er og okkur var einfaldlega
nóg boðið með framkomu dómar-
anna,“ sagði Þorbjörn.
FRJALSAR
Fjölþraut: *
Gísli sló
eigið ís-
landsmet
GÍSLI Sigurðsson, UMSS, setti
um helgina íslandsmet ífjöl- ,
þraut frjálsra íþrótta innan-
húss. Hann bætti eigið met um
103 stig. Þóra Einarsdóttir,
UMSE, sigraði ífjölþraut
kvenna og Geirlaug Geirlaugs-
dóttir jafnaði metið Í50 metra
hlaupi kvenna.
Gísli Sigurðsson hlaut samtals
3.770 stig. Unnar Vilhjálms-
son, HSÞ, varð annar með 3.506
stig og Auðunn Guðjónsson, HSK,
þriðji með 3.364 stig.
Þóra Einarsóttir, UMSE, varð
fjölþrautarmeistari kvenna, hlaut
3.351 stig. Hafdís H. Höskulds-
dóttir, Ármanni, hafnaði í öðru
sæti með 3.105 sig og Geirlaug B.
Geirlaugsdóttir, Ármanni, í þriðja
sæti með 3.086 stig. Geirlaug jafn-
aði metið í 50 metra hlaupi er hún
hljóp á 6,3 sek.
Mótið fór fram í Baldurshaga á
laugardag og var framhaldið að
Laugai-vatni á sunnudag. Keppend-
ur voru níu klukkustundir frá
Reykjavík til Selfoss á laugardags-
kvöldið vegna ófærðar, en góð færð
var frá Selfossi að Laugarvatni.