Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 3
B 3
MORGUNBLAÐK) IÞROTTIR ÞRIÐJUDÁGUR 20. FEBRÚAR 1990
HANDKNATTLEIKUR / ALÞJÓÐLEGA MÓTIÐ í GARÐABÆ______________■ FIMLEIKAR
Konráð gerði
ellefu mörk
gegn Grótlu
KR-ingarfengu 100.000 krónurlyrirsigurinn
KR sigraði Gróttu í úrslitaleik,
29:22, á alþjóðlega handknatt-
leiksmótinu sem Stjarnan úr
Garðabæ stóð fyrir um helgina.
Stjarnan sigraði landslið
Bandaríkjanna 29:23 í leik um
3. sætið.
ÆT
Urslitaleikur mótsins var með
daufasta móti og leikmenn
frekar áhugalitlir. Gróttumenn
höfðu undirtökin lengst af og stað-
BKBHH an í leikhléi var
Höröur 15:13 fyrir þá. Þessi
Magnússon munur hélst framan
skrifar seinni hálfleik, en
þá fór KR-vörnin að
þéttast og Gísli Felix Bjarnason að
verja. KR náði að jafna 20:20 og
seig síðan hægt og bítandi framúr
og sigraði örugglega, 29:22. Til
gamans má geta þess að Grótta
skoraði aðeins tvö mörk síðustu
Konráð Olavson var bestur KR-
inga, skoraði 11 glæsileg mörk. Þá
var Páll Ólafsson dijúgur. Páll
Björnsson og Halldór Ingólfsson
voru bestir í liði Gróttu, skoruðu
17 af 22 mörkum liðsins.
Dómar leiksins voru Stefán Arn-
aldsson og Rögnvald Erlingsson.
Þeir dæmdu af skörungsskap eins
og þeirra er von og vísa.
Mörk KR: Konráð Ólafsson 11, Páll Ólafs-
son eldri 8/5, Sigurður Sveinsson 3, Stefán
Kristjánsson 3, Þorsteinn Guðjónsson 3,
Páll Ólafsson yngri 1.
Mörk Gróttu: Halldór Ingólfkson 10/5,
Páll Björnsson 7, Svafar Magnússon 4, Stef-
án Amarson 1.
Alls tóku sex lið þátt í mótinu;
KR, Grótta, Bandaríkin, U-21 árs
lið íslands, Valur og Stjarnan.
KR-ingar fengu kr. 100.000 í verð-
laun fyrir sigurinn. Annað sætið
gaf kr. 50.000 og þriðja sæti kr.
tuttugu mínútur leiksins. 25.000.
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
Halldór Ingólfsson, leikmaður Gróttu, með knöttinn í úrslitaleiknum. Til
varnar er KR-ingurinn Bjarni Ólafsson.
KNATTSPYRNA
Jón fer til Grindavíkur
Jón Sveinsson, miðvallarleikmaður úr Keflavík, hefur gengið til liðs
við Grindvíkinga, sem leika í 2. deild í sumar. Jón, sem er 26 ára á
að baki 54 leiki í 1. deild, með ÍBK og KA. Jón hóf ferilinn með
Grindvíkingum, en hefur einnig leikið með Val á Reyðarfirði, Reyni í
Sandgerði, ÍBK og KA.
Oruggt
hjá Fjólu
Sigraði í 1. þrepi
fimleikastigans
Fjóla Olafsdóttir, úr Ármanni,
sigraði í fyrsta þrepi fimleika-
stigans í íþróttahúsinu í Digranesi
um helgina. Fjóla náði hæstu eink-
unn í þremur af fjórum greinum
og hlaut hæstu einkunn sem gefin
var, 9,50, fyrir stökk. Samtals hlaut
Fjóla 35,75 stig en Bryndís Guð-
mundsdóttir, sem hafnaði í 2. sæti,
hlaut 34,40 stig.
Björk Viðarsdóttir úr KR sigraði
í 3. þrepi, hlaut 33,65 stig og Jó-
hannes N. Sigurðsson, Armanni,
hlaut 54,85 í 3. þrepi í karlaflokki
og sigraði.
Elísabét Birgisdóttir, úr Björk,
sigraði í 4. þrepi með 35,30 stig og
í 4. þrepi í karlaflokki varð Ómar
Örn Ólafsson, úr Gerplu, sigurveg-
ari með 54,15 stig.
Einnig var keppt í unglingaflokki
í fimleikastiganum og var það fim-
leikafólk úr Ármanni, Gerplu og
KR sem hlaut flest verðlaun.
■ Úrslit / B 6
KARFA
UMFIM, KR
og Haukar
faraáfram
Leik Þórs og ÍBK
frestað um rúma viku
Njarðvíkingar unnu öruggan
sigur á Grindvíkingum í seinni
leik liðanna í bikarkeppni KKÍ og
komust þar með í ijögurra liða úr-
■BBBBBI slit. Njarðvíkingar
Frímann unnu 100:95 eftir
Úiafsson að hafa leitt í hálf-
skrifar leik 5^.45.
Það var ljóst fyrir
leikinn að róðurinn yrði erfiður fyr-
ir Grindvíkinga þar sem Njarðvík-
ingar byijuðu leikinn með 19 stiga
forskot úr fyrri leiknum. Leikurinn
var jafn framan af og liðin skiptust
á forystunni fram yfir miðjan fyrri
hálfleik. Njarðvíkingar náðu síðan
yfirhöndinni fyrir leikhlé og í seinni
hálfleik juku þeir forystuna og
höfðu mest yfir 86:65. Grindvíking-
ar minnkuðu bilið en ógnuðu samt
ekki sigri Njarðvíkinga sem unnu
eins og fyrr segir með 100 stigum
gegn 95.
Dómgæslan í leiknum var sér
kapítuli út af fyrir sig og væri
hægt að skrifa langan texta um
hana. Dómarar leiksins voru hrein-
lega ekki í takt við það sem gerðist
á vellinum og það hlýtur að vera
svekkjandi fyrir leikmenn sem
leggja á sig miklar æfingar að fá
dómgæslu eins og boðið var upp á
í leiknum.
Stig UMFG: Ron Davis 28, Guðmundur
Bragason 17, Steinþór Helgason 14, Marel
Guðlaugsson 12, Bergur Hinriksson 11, Rúnar
Ámason 6, Hjálmar Hallgrímsson 4, ólafur
Þór Jóhannsson 3.
Stig UMFN: Patrick Releford 30, Teitur
Örlygsson 26, Jóhannes Kristbjörnsson 16,
Agnar Ölsen 8, Helgi Rafnsson 5, Friðrik
Rúnarsson 4, ^.stþór Ingason 4, Rúnar Jóns-
son 4, Friðrik Ragnarsson 3.
Ekki var mikil spenna í hinum
tveimur leikjunum í átta liða úrslit-
um bikarkeppninnar um helgina.
KR-ingar tryggðu sér rétt til að
leika í undanúrslitum með því að
vinna ÍR stórt, 100:60. Páll Kol-
beinsson skoraði flest stig KR, eða
23. Haukar unnu einnig stórsigur,
134:72, á b-liði Njarðvíkur.
Leik Þórs og Keflavíkur var
frestað. Hann fer fram á Akureyri
27. febrúar.
BLAK / ÚRSLITAKEPPNIÍSLANDSMÓTSINS
„Fingur-
brotið“ lið
meistara
KA byrjar
ekki vel
NÚVERANDI íslandsmeistarar
KA íkarlaflokki riðu ekki feitum
hesti frá viðureignum sínum
um helgina, er úrslitakeppni
íslandsmótsins í blaki hófst.
Meistararnir töpuðu báðum
leikjum sínum, gegn Þrótti og
ÍS í Reykjavík.
Morgunblaöið/Guðmundur Þorsteinsson
Katrín Pálsdóttir ÍS skellir í leiknum gegn KA. Félagi
hennar, Þórey Haraldsdóttir fylgist spennt með framvindu
mála.
Morgunblaðið/Guðmundur
Þorvarður Bragi Sigfússon, fyrirliði Stúdenta, skellir
á hávörn KA-manna, þá Stefán Magnússon og Magnús
Aðalsteinsson.
Það er greinilegt að KA-menn
geta ekki verið án miðjumanns
síns, Stefáns Jóhannessonar, og
augljóst að fingurbrot hans hefur
^■■■■1 veikt KA-liðið til
Guömundur muna. Stúdentaliðin
Þorsteinsson byijuðu aftur á móti
skrifar vel 0g unnu báða
leiki sína, en á óvart
kom þegar Stúdínur lögðu ný-
krýnda deildarmeistara Breiðabliks
að velli.
Þróttur vann KA 3:2, ÍS vann
HK 3:1 og ÍS vann KA 3:1. í
kvennaflokki vann ÍS UBK sem
fyrr segir, 3:2, Víkingur vann KA
3:0 og IS vann KA 3:2.
Karlalið Þróttar, sem hefur sýnt
margt misjafnt í leikjum vetrarins,
virðist vera að koma til. KA-liðið
var nokkuð slakt í leiknum gegn
Þrótti, leikurinn varð aldrei spenn-
andi og annar ósigur KA gegn
Þrótti varð staðreynd.
Deildarmeistarar ÍS byijuðu illa
í leiknum gegn HK og virkuðu Stúd-
entar áhugalitlir. HK-menn voru
aftur á móti vel/ með á nótunum
og sigruðu í fyrstu hrinu, 15:13. í
annarri hrinu tóku Stúdentar sig á
og sigruðu 15:8 og einnig í þeirri
þriðju, 16:14, eftir að HK hafði náð
vænlegri stöðu, 13:8. Eftirleikurinn
var svo auðveldur í íjórðu hrinu,
Stúdentar unnu 15:5. HK-piltarnir
áttu möguleika í leiknum en óstöð-
ugleiki þegar mest á reyndi gerði
vonir þeirra að engu.
Síðasti karlaleikur helgarinnar,
viðureign ÍS og KA, varr ekki ris-
mikill og mikið var um mistök á
báða bóga. FLA-menn voru heldur
mistækari og á köflum virtist liðið
eiga í vandræðum með að gefa
upp. Það er hlutur sem liðið verður
að laga ef það ætlar sér að ná
lengra í keppninni. ÍS sigraði 3:1
(15:10, 15:10, 8:15, 15:12).
Þróttarar mæta HK í kvöld í
íþróttahúsi Hagaskóla kl. 18.30 og
þá kemur í ljós hvort Þróttarar
fylgja í kjölfar Stúdenta í barátt-
unni um Islandsmeistaratign.
Tveir sigrar Stúdína
Stúdinur byijuðu illa í leiknum
gegn UBK og virtist allt stefna í
3:0 sigur deildarmeistaranna. En
hið óvænta gerðist, Stúdínur gáfust
aldrei upp þó á móti hefði blásið,
efldust eftir því sem á leikinn leið
og uppskáru sigur í fimm hrinu leik,
3:2 (10:15, 13:15, 15:10, 15:2,
15:11). Breiðabliksstúlkurnur eru
með mjög öflugt lið og geta meira
en þær sýndu, en mótspyrna
Stúdína virtist koma þeim í opna
skjöldu.
Víkingsstúlkurnar, sem eru van-
ar velgengni á undanfömum árum,
virtust hungraðar í leiknum gegn
KA. í sl. viku þurftu þær að sjá á
eftir deildarmeistaratitlinum til
UBK. Þær voru því harðákveðnar
í að sigra og svo varð einnig raunin
í þremur hrinum gegn engri (15:4,
15:2, 15:13).
Síðasti kvennaleikur helgarinnar
var viðureign ÍS og KA. Stúdínur
unnu 3:2 (10:15, 15:12, 11:15,
15:13, 15:10).
KORFUBOLTI KVENNA
Haukastúlkur slógu KR úr bikarkeppninni
Maukar komust í 4-liða úrslit
bikarkeppni kvenna í körfu-
knattleik, eftir tvo sigra á KR.
Haukastúlkurnar burstuðu fyrri
leikinn, 72:41, á
Vanda laugardaginn.
Sigurgeirsdóttir Síðari leikurinn fór
skrifar fram í gærkvöldi,
og Haukarnir sigr-
uðu þá með aðeins eins stigs
mun, 41:40.
Sigurinn í fyrri leiknum var
öruggur eins og tölurnar bera með
sér. Haukastúlkur höfðu yfir í
leikhléi, 36:19. Liðið lék góða vörn
og hefur yfir mikilli breidd að
ráða.
Sigrún Skarphéðinsdóttir var
stigahæst í Haukaliðinu méð 21
stig. Hafdís Hafberg kom næst
með 17 og Herdís Gunnarsdóttir
gerði 13 stig.
Lilja Björnsdóttir var best KR-
stúlkna og var stigahæst með 10
stig. Guðrún Gestsdótir kom næst
í stigaskorun með níu stig.
Herdís Gunnarsdóttir var svo
stigahæst Hauka í gærkvöldi með
10 stig og Guðbjörg Norðfjörð
gerði níu. Hjá KR var Lilja Björns-
dóttir stigahæst með 17 stig,
Kolbrún Ívarsdóttir gerði 14.
Dómararnir mættu ekki og
þurfti að kalla út aðra í þeirra
stað. Þess má geta að þetta er
fjórði leikur Hauka í röð þar sem
■ekki hefur verið hægt að byija á
réttum tíma vegna dómaraskorts.