Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREXJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990 KNATTSPYRNA / ENGLAND „Gaman að vera loksins kominn á markalistann“ - sagði Þorvaldur Örlygsson, sem skoraði íyrsta deildarmark sittíyrir Nottingham Forest um helgina „ÞAÐ er gaman að vera loksins kominn á markalistann," sagði Þorvaldur Örlygsson, sem skoraði fyrsta deildarmark sitt fyrir Nottingham Forest á laug- ardaginn gegn Chelsea. orvaldur kom Forest yfir á 54. mínútu, en_ Chelsea jafnaði skömmu síðar. „Ég var á vappi inn í vítateig Chelsea og skallaði í net- ið eftir að hafa fengið háa sendingu frá vinstri. Þetta var gott mark og vel að því staðið. Það var þó klaufa- legt að vinna ekki leikinn því Chelsea skoraði hálfgert heppnis- mark þar sem skotið var í vamar- mann og inn,“ sagði Þorvaldur. Þetta var annað mark Þorvaldar fyrir liðið, en fyrsta markið gerði hann í æfingaleik gegn Auxerre í Frakklandi og var það einnig gert með skalla. „Eg hef ekki verið mjög sterkur skallamaður hingað til en kannski er það að breytast. Það var kominn tími til að skora því ég hef gert mikið af því á æfingum að undanfömu. Annars var leikurinn ekkert sérstakur, völlurinn mjög blautur og þungur og því ekki við miklu að búast.“ Um frammistöðu_ sína í leiknum sagði Þorvaldur: „Ég er ánægður með markið og að við töpuðum ekki leiknum. Sigur hefði gefið okk- ur þriðja sætið og hefði það óneitan- lega verið betra. Annars hefur þetta gengið vel hjá okkur, en það em þrettán leikir eftir í deildinni og því getur allt gerst enn.“ Nottingham Forest á að leika síðari leik sinn í undanúrslitum deildarbikarsins gegn Coventry næsta sunnudag, en Forest vann fyrri leikinn á heimavelli 2:1. „Þessi leikur verður mjög erfiður þó við höfum eitt mark í veganesti. Coventry er sterkt á heimavelli og leggur allt undir í þessum leik.“ Þorvaldur hefur leikið 12 leiki með liðinu frá því í desember og hefur aðeins tapað einum leik. Hann er nú búinn að koma sér fyrir í íbúð í Nottingham sem er í eigu félags- ins og segir hann það góða breyt- ingu frá hótellífinu áður. Þorvaldur Örlygsson gerði eina mark Forest gegn Chelsea. foém FOLK ■ JOHN Barnes meiddist í leik Liverpool og Southampton um helgina og óvíst er hvort hann get- ur leikið með liðinu næstu vikur. ■ BOBBY Frá Bob Mimms, markvörð- Hennessy ur Tottenham, hef- lEnglandi ur verjð seldur til Aberdeen og um helgina lék hann fyrsta leik sinn með nýja félaginu er það gerði jafn- tefli við Celtic, 1:1. ■ GARY Robson, ieikmaður WBA, fótbrotnaði um helgina, eftir samstuð við danska leikmanninn Kent Nielsen hjá Aston Villa. Þetta ætti þó ekki að koma á óvart því annar hrakfallabálkur er í ætt- inni, Bryan Robson fyrirliði Man- chester United og enska landsliðs- ins. Vlade Divac fór á kostum gegn Lakers. Divac sá um Boston Los Angeles Lakers sigraði Bost- on Celtics 116:110 í leik helgar- innar í NBA-deildarinnar. Leikurinn þótti einn sá besti í vetur og var jafn og spennandi Frá Gunnarí allan tímann en frá- Valgeirssyni í bær frammistaða Bandaríkjunum Júgóslavans Vlade Divacs tryggði Lak- ers sigurinn. Boston byijaði vel og var yfír nær allan leikinn en í fjórða leikhluta fór lið Lakers í gang. Divac gerði mikilvæg stig og á lokamínútunum, þegar Lakers hafði fjögurra stiga forskot, varði hann glæsilega snið- skot frá Kevin McHale, Lakers náði boltanum og skoraði. „Hann hefur komið okkur skemmtilega á óvart og er mun betri en við þorðum að vona,“ sagði Pat Riley, þjálfari Lakers, um Divac. Lakers er enn með besta hlut- fallið í deildinni, hefur sigrað í 37 af 49 leikjum sínum. í Austurdeild- inni er Detroit efst en liðið hefur sigrað í 12 leikjum í röð en það er met hjá félaginu. Larry Bird hjá Boston komst nálægt því að jafna met Calvin Murphy í vítaskotum. Murphy hitti úr 78 vítaskotum í röð en Bird brást bogalistin í 71. skotinu í leik gegn Houston. Murphy var meðal áhorf- enda á leiknum og fagnaði ógurlega þegar boltinn skoppaði af hringn- um! Tom Chambers hefur leikið mjög vel í vetur og í vikunni setti hann persónulegt met er hann gerði 51 stig í öruggum sigri Phoenix á Golden State, 131:113. Chambers gerði 40 stig í fyrri hálfleik en slak- aði aðeins á í þeim síðari, enda sig- urinn öruggur. KNATTSPYRNA / ENGLAND Arsenal var nálægt meti! Steve Bould gerði sjálfsmark eftir 15 sekúndur í tapi gegn Sheffield Wednesday ARSENAL hefur ekki sigrað á Hillsborough, heimavelli Sheffield Wednesday, í 21 ár og Steve Bould, varnarmaður Arsenal, sá til þess að engin breyting yrði á því. Hann var nálægt þvi að setja met er hann gerði sjálfsmark eftir 15 sek- úndur en það var eina mark leiksins. Það voru þó bikarleikimir sem athygli flestra beindist að og fjögur lið, Liverpool, Manchester United, Aston Villa og Crystal Palace, náðu að FráBob tryggja sér sæti í Hennessy fjórðungsúrslitum /Englandi en tveimur leikjum lauk með jafntefli. Manchester United sigraði New- castle, 2:3 í sögulegum leik. Mark Robins gerði fyrsta markið en Mark McGhee jafnaði fyrir Newcastle. Danny Wallace kom United yfír að nýju á 60. mínútu en Newcastle jafnaði með umdeildu marki fjómm mínútum síðar. Mick Quinn braut greinilega á Jim Leighton en dóm- Brian McClair gerði langþráð mark fyrir United gegn Newcastle. arinn lét leikinn ganga áfram og Kevin Scott skoraði í autt markið. En leikmenn United vom ekki af baki dottnir og hinn markafælni Brian McClair gerði sigurmarkið á 77. mínútu en þetta var fyrsta mark hans í rúma fjóra mánuði. „Það er ekkert lið sem getur stöðvað Liverpool og ef liðið leikur eðlilega ætti það að vera öruggt með bikarinn," sagði Sammy Lee á laugardaginn, eftir leik Liverpool og Southampton. Hann lék lengi með Liverpool en kom inná sem varamaður hjá Southampton gegn gömlu félögum sínum. Liverpool sigraði ömgglega, 3:0, og hafði mikla yfirburði, einkum í síðari hálfleik. Ian Rush gerði 19. mark sitt og Peter Beardsley 14. mark sitt en Steve Nicol átti síðasta orðið. Oldham náði óvæntu jafntefli gegn Everton, 2:2, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir. Gra- eme Sharp og Tony Cottee gerðu mörk Everton á 21. og 26. mínútu en Oldham jafnaði á fímm mínútna kafla, snemma í síðari hálfleik. Þess má geta að Oldham hefur leik- ið 34 leiki í röð á gervigrasinu án þess að tapa. „Ég held að við ættum að vinna á heimavelli og ég er mjög ánægður með markið. Það var svona til að borga fyrir slæma meðferð á gömlu félögunum," sagði Tony Cottee eftir leikinn. Hann lék áður með West Ham en liðið tapaði fyrir Oldham í vikunni, 0:6. Crystal Palace sigraði Rochdale 1:0 en sá sigur hefði getað verið mun stærri. Keith Welsh, mark- vörður Rochdale, átti hinsvegar stórleik og varði oft glæsilega. Tony Daley átti frábæran leik með Aston Villa gegn WBA. Hann gerði seinna markið á glæsilegan hátt en það fyrra gerði Derk Mount- field. Aston Villa hefur komið mjög á óvart og eftir leikinn sagði Mount- field, sem lengi lék með Everton, að stefnan væri sett á tvöfaldan sigur. „Ég hef aldrei kynnst öðrum eins liðsanda og ég veit að við get- um sigrað í deild og bikar,“ sagði Mountfield. ■ Úrslit / B 6 ■ Staðan / B 6 KNATTSPYRNA Maradona gerði 10O. mark sitt fyrir Napólí DIEGO Maradona gerði 100. mark sitt fyrir Napólí er liðið sigraði Róma, 3:1, í ítölsku deildarkeppninni á sunnudag- inn. Marco van Basten hélt uppteknum hætti og skoraði annað mark AC Mílanó í 2:1 sigri á Cremonese. AC Mílanó heldur toppsætinu ídeildinni, hefur hagstæðara markhlutfall en Napólí. Napólí, sem tapaði tvívegis fyrir AC Mflanó í bikarkeppninni í síðustu viku, virðist vera að ná sér á strik aftur. Róma fékk þó óska- byijun er Sebastiano Nela skoraði úr aukaspymu eftir aðeins fjórar mínútur. Það var svo ekki fyrr en í síðari hálfleik sem Napólí tók leik- inn í sínar hendur, eða eftir að varn- armaður Róma, Stefano Pellegrini, hafði verið rekinn útaf fyrir ítrekuð brot á Maradona. Maradona skoraði fyrsta mark Napólí á 55. mínútu úr vítaspyrnu. Þetta var 100. mark hans fyrir Napólí frá því hann kom til félags- ins 1984. Brasilíumaðurinn Careca bætti öðru marki við sex mínútum síðar. Careca fiskaði síðan víta- spymu á 72. mínútu, sem Maradona skoraði úr af öryggi. Á sama tíma unnu Evrópumeist- arar AC Mílanó 2:1 sigur á Cremo- nese, sem er í neðri hluta deildarinn- ar. Það var knattspyrnumaður Evr- ópu, Marco van Basten, sem gerði sigurmarkið. Jan Wouters afgreiddi PSV Jan Wouters, fyrirliði Ajax, gerði tvö mörk fyrir Ajax í síðari hálfleik gegn hollensku meisturunum PSV Eindhoven og tryggði þannig sigur, 3:2, er liðin mættust á sunnudag- inn. Wouters jafnaði 2:2 um miðjan síðari hálfleik og gerði síðan sigur- markið níu mínútum fyrir leikslok að viðstöddum 45 þúsund áhorfend- um á Ólympíuleikvanginum í Amst- erdam. PSV, sem hefur verið hollenskur meistari síðustu fjögur árin, er enn í efsta sæti deildarinnar, en Ajax er í fjórða sæti aðeins tveimur stig- um á eftir og á einn leik til góða. 27 sinnum heljarstökk Hugo Sanchez gerði bæði mörk Real Madrid í 2:1 sigri á Malaga í spænsku deildinni á sunnudaginn. Hann er langmarkahæstur sem fyrr, hefur gert 27 mörk á tímabii- inu, sem þýðir að hann hefur 27 sinnum farið heljarstökk. Real Madrid, sem vann Barcelona 3:2 í síðustu viku, hefur nú sex stiga forskot í deildarkeppninni. Rayo Vallecano átti aldrei mögu- leika gegn Barcelona á heimavelli sínum. Barcelona gerði þrjú mörk á 16 mínútna kafla í fyrri hálfleik og þá voru úrslitin ráðin. Óvænt í Frakklandi Sjö lið úr 1. deild eru úr Ieik eftir fyrstu umferð frönsku bikar- keppninnar sem fram fór um helg- ina, þar á meðal Mónakó, sem lék til úrslita í fyrra. Efsta lið deildar- innar, Bordeaux, og bikarmeistar- arnir frá í fyrra, Marseille, komust létt frá fyrstu umferð og unnu bæði andstæðinga sína 4:0. Morgunblaðið/Skapti Diego Maradona gerði 100. mark sitt fyrir Napólí um helgina. Sochaux, sem er í þriðja sæti deildarinnar, PSG, sem vann bikar- inn 1982 og 1983, Caen, Nice og Lyon töpuðu öll fyrir liðum úr neðri deildunum. Mónakó tapaði fyrri 2. deildarliðinu Avignon, 3:2 og Tou- louse tapaði fyrir Ales, sem einnig leikur í 2. deild, 1:0. ■ Úrslit / B 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.