Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 4

Morgunblaðið - 20.02.1990, Page 4
4 B MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRUAR 1990 + MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 20. FEBRUAR 1990 B 5 SUND JUDO / MATSUMAE-MOTIÐ I DANMORKU Eðvarð Þór vannbesta afrekið Arnþór Ragnarsson sigraði í sjö greinum ValurB. Jónatansson skrifar EÐVARÐ Þór Eðvarðsson vann besta afrekið á sundmóti Ár- manns sem fram fór í Sund- höll Reykjavíkur um helgina. Hann sytni 100 metra baksund á 58,51 sek. Geir Sverrisson náði besta tíma sem náðst hefur í flokki fatlaðra í 200 metra bringusundi. Arnþór Ragnarsson vann sjö greinar af þrettán og hlaut einnig skriðsundsbikarinn sem keppt hefur verið um frá því 1909. Geir Sverrisson, sem keppir fyr- ir Sundfélag Suðumesja, bætti fyrri árangur sinn verulega í 200 metra bringusundi fatlaðra er hann synti á 2.48,34 mínútum. Geir, sem vann silfurverðlaun í 100 m bringusundi á heimsleikum fatl- aðra 1988, varð sjöundi í sundinu á sunnudaginn. Arnþór Rangarsson sigraði í greininni, synti á 2.28,48 mínútum. Eðvarð Þór Eðvarðsson, SFS, sýndi það um helgina að hann er að komast í sitt besta form. Hann synti 100 metra baksund á 58,51 sek. og fékk fyrir það 808 stig sem var besta afrek mótsins í einstakri grein. Tími Eðvarðs er tveimur sek. frá íslandsmeti hans. Eðvarð Þór sigraði einnig í 200 baksundi og 200 m íjórsundi. Hann synti 200 m baksund á 2.11,15 mín. en íslands- met hans í 25 metra braut er 2.01,61 mín. ÍÞR&mR FOLK ■ BO Johansson, landsliðsþjálf- ari Islands í knattspyrnu, fór inní búningsklefa eftir leik úrvalsliðs landsbyggðarinnar og Reykjavík- urúrvalsins á gevigrasinu á sunnu- dag og þakkaði leikmönnum góðan leik. Hann sagði að 16 leikmenn yrðu valdir til þátttöku í Banda- ríkjaferðinni sem fyrirhuguð er í apríl og kæmu þeir flestir úr þessum hópi leikmanna. ■ SIGURJÓN Kristjánsson lék ekki með belgíska liðinu Boom um helgina. Liðið sigraði eitt af neðstu liðum 2. deildar 4:3. ■ HÁKON Halldórsson var end- urkjörinn formaður Júdósambands íslands á ársþingi sambandsins fyrir skömmu. Stjórn JSÍ skipa auk Hákons; Magnús Olafsson, Sig- urður Jóhannsson, Þór Indriða- son, Runólfiir Gunnlaugsson, Jón Óðinn Óðinsson og Garðar Skaftason, en tveir síðasttöldu eru nýir í stjórn. ■ MICHAL Vachum hefur verið ráðinn jandsliðsþjálfari Júdósam- bands Islands næstu tvö árin, eða fram yfir Ólympíuleikana í Barc- elona 1992. ■ GRAHAM Taylor, fram- kvæmdastjóri Aston Villa, kom leikmönnum sínum heldur betur á óvart í síðustu viku. Hann bað þá um að mæta með vegarbréfin á næstu æfingu því þeir færu í þriggja daga frí. Leikmenn biðu spenntir eftir því að komst á sólarströnd en í stað þess að aka útá flugvöll, voru allir settir í rútu og ekið til Sussex! Þar dvaldi liðið í þrjá daga spilaði vist við eldri borgara en þeir fara margir til Sussex í vetrarfríinu. Arnþór Ragnarsson, SH, sigraði í sjö greinum; 100 og 200 m bringu- sundi, 50, 100, 200 og 400 m skrið- sundi og 400 m fjórsundi. Amþór fékk bikar fyrir sigur í 100 metra skriðsundi, synti á 55,26 sek. Bryndís Ólafsdóttir, Þór, var sig- ursælust í kvennaflokki. Hún sigr- aði í fimm greinum; 50, 100, 200 og 400 metra skriðsund og 200 metra fjórsund. Urslit / B6 Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson EðvarA Þ6r Eðvarðsson sigraði með yfirburðum í 100 og 200 metra baksundi og vann besta afrek mótsins. Hér er hann að spyrna sér frá bakkanum og greinilegt að hann tekur vel á. Til hliðar er Geir Sverrisson, sem náði besta tíma sem náðst hefur í heiminum í 200 metra bringusundi fatlaðra. GLIMA / BIKARGLIMA ISLANDS Ólafur bikarmeistari í sjöunda skipti ÓLAFUR Haukur Ólafsson úr KR varð bikarmeistari Glímu- sambands íslands í sjöunda skipti á laugardaginn, en hann sigraði fyrst 1981. Keppt var í fjórum flokkum og hefur mótið verið haldið síðan 1973. Olafur Haukur lagði Jóhannes Sveinbjömsson, HSK, í tveim- ur snörpum úrslitaglímum. „Jó- hannes er erfiður andstæðingur. Hann er óragur við að beita nýjum brögðum og kemur sífellt á óvart. í fyrri glímunni lagði ég hann með hælkrók hægri á vinstri, en beitti vinstrifótar klofbragði í síðari glímunni," sagði Ólafur H. Ólafsson eftir glímuna. Ólafur sagði ennfremur: „Ég er mjög óhress með fyrirkomulagið í Hörður Magnússon skrifar Ólafur Haukur lagði Jóhannes Sveinbjömsson, HSK, í tveimur snörp- um úrslitaglímum. mótinu. Það vom aðeins sex kepp- endur í mínum flokki og hefði ég helst viljað glíma við þá alla,“ sagði Ólafur sem glímdi aðeins við tvo andstæðinga. Bræðurnir Lárus og Óðinn Kjart- anssynir úr HSK öttu kappi í flokki 10-12 ára, en faðir þeirra Kjartan Lárusson þjálfar þá. Lárus hafði betur eftir jafnar gli'mur. í flokki 13 - 15 ára voru það enn Skarphéðinsmenn sem voru á ferð. Ólafur Sigurðsson og Jóhann R. Sveinbjörnsson glímdu til úrslita og hafði Jóhann betur. Orri Björnsson, KR og Ingiberg- ur J. Sigurðsson, Víkveija, glímdu til úrslita í flokki 16-19 ára. Þeir háðu tvær skemmtilegar glímur, enda okkar efnilegustu glímumenn þar á ferð. Ingibergur hafði að lok- um sigur. Keppendur voru 28 frá fjórum félögum. BORÐTENNIS HANDKNATTLEIKUR / HM Meiðsli í her- búðum Spánveija Spánveijar, sem leika með ís- lendingum í riðli í heims- meistarakeppninni í Tékkósló- vakíu, hafa orðið fyrir blóðtöku. Spánveijar eiga í miklum erfiðleik- um vegna meiðsla leikmanna. Tveir leikmenn frá Teka hafa meiðst, Jose Villaldea fingur- brotnaði og Julian Ruiz reif vöðva FráAtlá Hiimarssyni á Spáni á fæti. Þessir tveir sterku leikmenn eru farnir úr æfingabúðunum, sem Spánveijar eru í við Madrid. Það er nokkuð öruggt að þeir verða ekki með í HM í Tékkóslóvakíu. I þeirra stað hefur verið kallað á Reino frá Caja Madrid og Bar- beito frá Barcelona. Reino er 24 ára og hefur leikið fjölda lands- leikja, en Barbeito er 21 árs nýliði. Þá eru þeir Marin, Granollers og Luison, Caja Madrid, meiddir, en þeir verða með í Tékkósló- vakíu. Spánska landsliðið lék þijá æf- ingaleiki gegn félagsliðum fyrir helgina og vann í öllum leikjunum, Atletico Madrid, 22:19, Malaga 27:13, Valencia 23:20. Rúmen- arnir Stinga og Voinea léku ekki með Valencia. Morgunblaðið/Einar Falur David Hannah frá Skotlandi sigraði Alan Griffiths frá Wales, 2:1, í úrslitum. Hannah sigraði Griffiths í úrslitum Kjartan Briem stóð í Griffiths í undanúrslitum DAVID Hannah frá Skotlandi sigraði Alan Griffiths frá Wales, 2:1, í úrslit- um boðsmóts BTÍ í íþróttahúsi Kennaraháskólans á laugardaginn. Kjartan Briem og Hilmar Konráðs- son höfnuðu í 3. til 4. sæti. jr Urslitaleikur mótsins milli Hannah, sem er besti borðtennismaður Skota, og Griffiths, sem hefur verið fremstur borðtennismanna Wales, var jafn og spennanandi og þurfti oddaleik til að fá fram úrslit. Hannah vann fyrsta leikinn 21:19 en Griffiths jafnaði í næstu með því að vinna, 13:21. Oddaleikurinn var jafn, en Hannah hafði oftast frum- ValurB. Jónatansson skrifar kvæðið. Hann komst í 14:19, en Griffiths náði að jafna 20:20 en Skotinn var sterk- ari á endasprettinum og sigraði með minnsta mun, 22:20. íslandsmeistarinn Kjartan Briem var ekki langt frá því að vinna Griffiths í undanúrslitum. Kjartan vann aðra lotuna örugglega, 21:15, eftir að hafa tapað fyrstu, 17:21. í oddaleiknum var Kjartan full bráður, tók of mikla áhættu og tap- aði^ 14:21. í hinum undanúrslitaleiknum iéku David Hannah og Hilmar Konráðsson. Skotinn sigraði nokkuð örugglega ,2:0 (21:13 og 21:12). Alls tóku 16 keppendur þátt í mótinu sem verslunin Grundarkjör styrkti. Glæsilegt hjá Bjama - lagði þrjá sterka japanska júdómenn og tvo þeirra á „ippon“ BJARNI Friðriksson júdókappi úr Ármanni var í miklum ham á Matsumae-mótinu í Kaupmannahöfn um helgina. Hann sigraði örugglega í -95 kg flokki, lagði m.a. þrjá Japani og tvo þeirra á „ippon". Sigurður Bergmann vann silfurverðlaun í +95 kg flokki. Bjarni sýndi það í Kaupmanna- höfn að hann er enn í fremstu röð júdómanna í heiminum. Hann vann Magne Eide frá Noregi í fyrstu umferð, síðan Kai Yasuhiro frá Jap- an á „ippon“, en Yasuhiro varð í öðru sæti á síðustu Asíuleikunum og er talinn næst besti júdómaður Japana í þessum flokki. I 3. umferð lagði Bjarni Japanann Yanagi Hu- deyuk, einnig á „ippon“, sem er fullnaðarsigur og gefur 10 stig. í úrslitum glímdi Bjarni við Hori Kawa frá Japan og vann á „waza- ari“ sem gefur sjö stig. Tíu kepp- endur voru í flokki Bjama. Sigurður Bergmann stóð sig vel, hafnaði í 2. sæti í +95 kg flokki. Hann glímdi til úrslita við Kaneko frá Japan og tapaði á „koka“ eða minnsta mun sem gefur aðeins þijú stig. Halldór Hafsteinsson varð þriðji í -85 kg flokki. Helgi Júh'usson og Karl Erlingsson urðu í 9. sæti í - 65 kg flokki og -71 kg flokki. Eiríkúr Ingi Kristinsson og Freyr Gauti Sigmundsson unnu enga glímu. Átta þjóðir sendu keppendur á mótið; Japan, Skotland, Færeyjar, Noregur, Svíþjóð, Finnland, íslands og Danmörk. Alls voru keppendur 90 talsins. Japanir vom sigursælir, unnu fern gull, fimm silfur og fern bronsverðlaun. Skotar komu næstir með tvenn gull^ ein silfur og þrenn bronsverðlaun. Islendingar höfnuðu í þriðja sæti þjóðanna með ein gull- og ein silfurverðlaun. Heimamenn, Danir, voru í fjórða sæti með fimm bronsverðlaun. Hákon Halldórsson Bjarni Friðriksson á efsta þrepi. Hann sigraði örugglega í -95 kg flokki. KNATTSPYRNA Landsbyggðin hafði betur Hörður Magnússon skoraði tvívegis gegn Reykjavíkurúrvalinu Urvalslið landsbyggðarinnar sigr- aði Reykjavíkurúrvalið, 3:0, í æfingaleik á gervigrasinu í Laugar- dal á sunnudag. Markakóngur ís- landsmótsins, Hörður Magnússon, gerði tvö marka landsbyggðarinnar. Kjartan Einarsson, sem leikur nú með KA, gerði fyrsta markið á 15. mínútu. Hann fékk sendingu frá fé- laga sínum Bjarna Jónssyni inní víta- teiginn og afgreiddi knöttinn örugg- lega framhjá Birki Kristinssyni, markverði. Hörður Magnússon bætti öðru marki við á 61. mínútu. Guðmundur Valur Sigurðsson, félagi Harðar í FH, gaf háa sendingu á fjærstöngina frá hægri kanti. Hörður stökk þar hæst allra og skallaði framhjá Bjarna Sig- urðssyni, sem stóð í markinu í síðari hálfleik. Hörður bætti siðan öðru marki við skömmu síðar er hann skor- aði af stuttu færi úr þvögu. Hann fékk reyndar upplagt færi til að bæta þriðja markinu við er hann komst einn í gegn undir lokin, en skot bans fór framhjá. Leikurinn var þokkalegur miðað við aðstæður. Reykjavíkurúrvalið var meira með knöttinn, en náði ekki að skapa sér færi. „Landið“ byggði á skyndisóknum og það reyndist betur. Morgunblaðið/Einar Falur Bo Johannsson, landsliðsþjálfari íslands, fylgist hér grannt með sýning- arleiknum á sunnudaginn. Með honum eru Lárus Loftsson, aðstoðarmað- ur hans og Marteinn Geirsson, sem mun þjálfa U-21 árs landsliðið. Morgunblaðið/Einar Falur Baldur Bjarnason úr Fram og leikmaður Reykjavíkurúrvalsins er hér með knöttinn. Hann reynir að komast framhjá Ólafi Kristjánssyni og Sigursteini Gisla- syni, sem léku með úrvali landsbyggðarinnar. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.