Morgunblaðið - 11.03.1990, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
C 7
börnum í langskólanám nema að
flytja suður. Og það var þá sem ég
kynntist fyrst leikhúsinu. Maður átti
náttúrulega enga aura til að kaupa
sig inn á sýningar, en pabbi þekkti
dyravörð í Iðnó og við fengum að
standa meðfram veggjunum. Og
Þjóðleikhúsið þekkti ég bara af efri
svölunum, eins og algengt var um
marga á þeim árum. Þar var maður
yfirleitt, því að í gegnum skólana
fengu krakkar að sjá sýningar fyrir
lítið verð á efri svölunum og þær
voru þá alltaf fullar.
Það er meðal annars vegna þessa
sem ég er andvíg öllum breytingum
á salnum og framhúsi Þjóðleikhúss-
ins. Með breytingununm er gert ráð
fyrir að fækka sætum og hafa þau
öll jafn dýr. Ástæðan fyrir því að
maður fór yfirleitt í leikhús hér áður
fyrr var að það voru til ódýr sæti,
og þannig finnst mér að það eigi
að vera áfram. Vandi Þjóðleikhúss-
ins felst ekki í innréttingunum.. Mat-
urinn verður ekkert betri þótt þú
fáir þér nýja eldhúsinnréttingu. Eg
er að minnsta kosti þeirrar skoðunar
að aðalatriðið sé góður kokkur í eld-
húsinu og svo auðvitað að hráefnið
sé fyrsta flokks. Ekki þar fyrir að
mér hefur alltaf fundist Þjóðleik-
húsið fallegt og ég get ekki séð og
skilið, þó ég hafi reynt að láta sann-
færa mig og velt þessu mjög fyrir
mér á alla kanta, að þessar breyting-
ar séu til bóta. Og mér finnst hræði-
legt að peningarnir skuli alltaf fara
í steinsteypuna og ytri umgjörðina,
en ekki í listsköpunina sjálfa og hin
andlegu verðmæti. Auðvitað er Þjóð-
leikhúsið bara spegilmynd af þjóð-
félaginu og þetta er allt bara and-
skotans taugaveiklun og við verðum
að fara að snúa af þeirri braut.“
Því eldri, þvi
betri
Hún spgist hafa lent í leikhúsinu
fyrir tilviljun. Fyrst lék hún í skóla-
leikritum í Laugarnesskólanum eins
og gengur og síðar í Menntaskólan-
um í Reykjavík án nokkurra áforma
um að leggja leiklist fyrir sig. Að
loknu stúdentsprófi ætlaði hún í
arkitektúr og var eitt ár í verk-
fræðideild og vann fyrir sér sem
tækniteiknari og stærðfræðikennari
í Iðnskólanum. Einnig vann hún
nokkur sumur sem flugfreyja og
kveðst hafa byggtjeikritið Flugleik
á þeirri reynslu. Ég bendi henni á
að ég hafi heimildir fyrir því að sum-
ir flugliðar hafi ekki verið yfir sig
hrifnir af þeirri túlkun og þótt sem
kveðjur Brynju til fyrrum kollega
sinna væru þar heldur kaldar.
„Þetta var nú fyrst og fremst
skopleikur þar sem hlutirnir voru
ýktir talsvert eins og gengur. Ég
held líka að mörgum flugliðum hafi
bara þótt þetta fyndið. Leikritið
samdi ég í samvinnu við Þórunni
Sigurðardóttur og Erling Gíslason
og tónlistina samdi Karl Sighvats-
son. Við frumsýndum í Cardiff í
Wales sem er kannski nokkuð sér-
stakt. Ég notaði auðvitað reynslu
mína sem flugfreyja og þannig er
það yfirleitt, að reynslan kemur fram
í verkunum þótt maður færi stund-
um í stílinn. En þessi störf, sem ég
vann hér fyrr á árum og sú reynsla
sem ég fékk af þeim, hefur skilað
sér leikhússtarfinu. Og þótt það
hljómi einkennilega þá finnst mér
stundum að Guðmundur Arnlaugs-
son, sem kenndi mér stærðfræði í
menntaskóla, hafi verið einn besti
leiklistarkennarinn minn. Hann
kenndi stærðfræðina eins og færasti
látbragðsleikari og varpaði línum og
plönum, tangentum og parabólum
aftur fyrir bak, undir fót og allt um
kring.
En svo gerðist það bara að ég
ákvað að fara út í leiklist. Ég hafði
komið fram sem dansari í Þjóðleik-
húsinu og Bidsted ballettkennari
hafði hvatt mig til að fara út á þá
braut. En ég valdi leiklistina, sem
betur fer, getum við sagt, því sem
dansari væri ég útbrunnin í dag.
Starfsaldur dansara er búinn um
fertugt, en leikarinn verður verð-
mætari því eldri sem hann verður.
I leikiistinni, og raunar fleiri listum,
er það þannig að menn útskrifast
aldrei. Það tekur leiklistarnemann
tíu ár eftir útskrift að verða leikari
og síðan er hann að bæta við sig
alla ævi eftir það.“
Að loknu námi í Leiklistarskóla
Þjóðleikhússins fór Brynja í fram-
haldsnám í París, hjá látbragðs-
meistaranum Lecoq. Éftir að hafa
leikið íjölmörg hlutverk á sviði fór
hún smám saman að snúa sér að
leikstjórn og frumraun hennar á því
sviði var hjá leikfélaginu Grímu árið
1967 á leikritinu „Eg er afi minn“
eftir Magnús Jónsson. Fyrsta verk
undir hennar leikstjórn í Þjóðleik-
húsinu var hins vegar „Eftirlitsmað-
urinn“ eftir Gogol árið 1970. Brynja
hefur leikstýrt á annað hundrað
uppfærslum við leikhús, sjónvarp og
útvarp og er nú annar af tveimur
fastráðnum leikstjórum Þjóðleik-
hússins, ásamt Benedikt Árnasyni.
Hún segir að sér hafi gengið vel sem
leikkonu áður en leikstjórinn tók
yfir.
„Þetta skiptist eiginlega í tvö
tímabil hjá mér og upp úr þrítugu
fer ég að leikstýra meira, einmitt á
þeim tíma sem mér gekk hvað best
sem leikara. En það er nauðsynlegt
að sinna hvoru tveggja því maður
vill stundum gleyma þeim vandamál-
um sem leikarinn á við að glíma.
Þegar maður fer aftur á svið rifjast
það upp og á eftir er auðveldara að
setja sig í spor leikarans. Svo hef
ég verið að skrifa leikrit og þetta
er eiginlega allt samhangandi og
bara tilviljun í hvaða formi maður
tjáir sig. Leikhúsið er svo marg-
slungið að þar mætast ótal margar
listgreinar og maður þarf einhvern
veginn að geta stokkið á milli þeirra.
Ég hef meira að segja búið til leik-
myndir, en tek það ekki að mér aft-
ur, fyrr en félagi minn, Sigurjón
Jóhannsson, tekur að sér leikstjórn
og velur mig sem leikmyndateikn-
ara.“
— Það má þá kannski segja að
leikhúsið sé runnið þér í merg og
bein?
AUÐVITAÐ ER
ÞJÓDLEIKHUSID
BARA SPEGIL-
MYADAFÞJÓÐ-
FÉLAGIMJ OG
ÞETTAERALLT
AAD8KOTAA8
IAIGAVEIKLIA
OG VID VERDIAI
AÐFARAADSMIA
AFÞEIRRI
BRAIT.
„Ég hef lifað og hrærst í þessu í
áratugi og tel mig því hafa öðlast
sterka tilfínningu fyrir öllum þáttum
leikhússtarfsins. Ég held ég fmni á
mér hvaða fólk er leikhúsfólk, og
þá á ég ekki bara Við leikarana held-
ur einnig allt hitt fólkið sem vinnur
við leikhúsið. Það er ómetanlegur
kostur fyrir hvert leikhús að hafa á
að skipa góðu leikhúsfólki, allt frá
útidyrum og inn að baksviði. Þetta
fólk hefur í sér hjartslátt leikhúss-
ins. Það er til dæmis ekki sama
hvernig dyravörður opnar og lokar
dyrum í leikhúsi. Það er ekki sama
hvernig hann tekur á móti gestun-
um. Hjartsláttur hans, eins og allra
annarra starfsmanna, verður að slá'
í takt við hjartslátt leikhússins.
í þessu sambandi dettur mér í hug
ungur sýningarstjóri í öðru húsi þar
sem ég var að vinna, sem var leik-
húsmaður af guðs náð, þótt hann
hefði lent í þessu starfi fyrir tilvilj-
un. Það var allt rétt sem hann gerði
og hjarta hans sló í takt við alla
sýninguna. Þessi maður hafði verið
stýrimaður á skipi en orðið að hætta
af einhveijum ástæðum. Hann sagði
mér meðal annars frá því að fyrrum
skipsfélagar hans hefðu orðið undr-
andi og jafnvei hneykslaðir þegar
þeir fréttu að hann væri farinn að
vinna í leikhúsi. Hann kvaðst þá
hafa farið að hugsa um hvers vegna
hann hefði valið sér þetta og komist
að því að leikhússtarfið og sjó-
mennskan, sem honum líkaði mjög
vel, væru nákvæmlega eins: „Þetta
er allt upp á líf og dauða,“ sagði
hann og það er einmitt svona sem
sannur leikhúsmaður hugsar. Starfið
í leikhúsinu er svo sannarlega upp
á líf og dauða. Leikstjórinn tekur til
dæmis að sér ákveðið verkefni og
hann leggur nótt við dag og ekkert
annað kemst að, alveg fram að frum-
sýningu. Þá hefst fæðingin og á
næsta klukkutíma ræðst hvort af-
kvæmið lifir eða deyr.“
Leikhúsumræóa
i garóhúsi
— Eiginmaður þinn, Erlingur
Gíslason, fer með hlutverk Zdenjek
skipulagsstjóra í Endurbyggingunni
og þykir standa sig mjög vel í því
hlutverki. Er ekki óþægilegt fyrir
þig að leikstýra Erlingi, manni með
slíka reynslu og þá hæfíleika sem
hann hefur. Fer hann nokkuð eftir
því sem þú segir?
„Þú meinar þá af því hann er
maðurinn minn. Við erum bæði mjög
skapmikil, en hann fer nákvæmlega
eftir því sem ég segi þegar ég er í
hlutverki leikstjórans. Hann er líka
svo góður leikari og mikill leik-
húsmaður að maður má bara þakka
fyrir að hafa hann í leikhópnum.
En þetta byggist auðvitað allt á
mjög náinni samvinnu og gagn-
kvæmum skilningi milli leikarans og
leikstjórans, hvort sem hann er mað-
urinn manns eða ekki.“
— Nú lifið þið bæði og hrærist í
leikhúsinu og hafið gert í öll þessi
ár. Er ekki heimilislífið orðið gegn-
sýrt^tf leikhúsumræðu?
„Sjáðu garðhúsið hérna fyrir ut-
an. Það er óupphitað. Til að forða
heimilinu frá þessari leikhúsumræðu-
ákváðum við að fara út í þetta garð-
hús ef við þyrftum að ræða slík
mál. En það er bara alltaf svo kalt
þar á veturna að við höldumst ekki
við og svo er leikhúsinu lokað á
sumrin. Þetta er svona hin opinbera
skýring á leikhúsumræðunni á heim-
ilinu, en auðvitað tölum við Erlingur
oft saman um leikhús."
— Kynntust þið Erlingur á leik-
sviðinu?
„Nei, og við vorum nú eiginlega
komin til „elliáranna", segi ég oft,
þegar við kynntumst. Við höfðum
ekkert leikið saman, vorum í sitt
hvorri áttinni, en við vissum hvort
af öðru eins og gengur innan leik-
hússins. Og reyndar höfum við ekki
unnið mikið saman eftir að við
kynntumst. Við vorum einmitt að
ri§a þetta upp um daginn og Erling-
ur sagði: „Það er alveg skömm að
þessu Brynja, hvað við höfum unnið
lítið saman,“ því við höfum eiginlega
bara unnið saman utan leikhússins.
Við höfum skrifað saman leikrit og
sett upp sýningar, en ótrúlega lítið
innan leikhússins miðað við það að
hann er einn af aðalleikurum Þjóð-
leikhússins. Ef til vill höfum við líka
ómeðvitað verið að veija hvort ann-
að, kannski til að halda heimilinu
saman, þannig að við værum ekki
bæði frá í einu.“
— Núertþúfyrstogfremstþekkt
sem leikstjóri, en Erlingur aftur á
móti í hópi okkar þekktustu leikara.
Er þetta eitthvað sem menn ákveða
sjálfir eða er það háð tilviljun hvoru
megin menn lenda á leiksviðinu?
„Það er kannski bæði og. Erlingur
leikstýrði meira hér áður fyrr og
mér finnst eiginlega synd og skömm
að hann skuli ekki hafa leikstýrt
meira nú á seinni árum.“
HiliUl stiU yfir
Haraldi
— Nú er þetta starf afar frá-
brugðið þessu venjulega mynstri, til
dæmis hvað varðar vinnutíma og
eins býr þarna oft mikill tilfinninga-
hiti á bak við. Telur þú það kost eða
löst að leikarar séu giftir innbyrðis?
„Ég held að það gæti varla nokk-
ur verið giftur manni utan leik-
hússins og það hlýtur að vera rosa-
lega erfitt að vera bundinn mann-
eskju sem hefur Thaliu fyrir guð
sinn, nema að vera sjálfur á sama
báti. Það fólk er aðdáunarvert sem
þolir slíkt. Og þá er ég ekki að tala
um að það sé meira fjör eða djamm
á leikurum en öðrum, heldur er þetta
bara svo hræðilega krefjandi starf
að maður skilur það ekkert eftir í
leikhúsinu.“
— Þú nefndir fjör og djamm. Nú
hefur það orð legið á ykkur leikurum
að það sé oft mikið stuð í kringum
ykkur utan leikhússins og skrautlegt
samkvæmilíf?
„Ég held nú að mesti glansinn sé
farinn af því. Ég var einmitt að tala
um það við einhvern um daginn:
„Var þetta ekki skárra í gamla daga,
er ekki orðið eitthvað fjörlaust og
gelt hérna hjá okkur. Ætli hljóti
ekki að vera meiri pótens á öðrum
vinnustöðum?" Nei, án gamans, þá
finnst mér eins og samkvæmislífið
hafi verið miklu fjörugra innan leik-
hússins í gamla daga. Það var í það
minnsta meiri sjarmi og elegans yfir
því og ég minnist sérstaklega
„grand“ samkvaéma hjá Haraldi
Björnssyni, en við Erlingur vorum
svo heppin að hann kenndi okkur
báðum. Það var mikill stíll yfir öllu
hjá Haraldi. Hann bauð okkur í garð-
inn sinn og tíndi hvítvínsflöskur út
úr runnunum og setti mann á gæru-
skinn á grasflötina. Það var alltaf
svona einhver hástemmd stemning
og gleði yfir þessu. Það er eins og
fólk hafi haft meiri tíma til að rækta
svona hluti með sér en nú er.
Kannski er það bara það, að þjóð-
félagið er orðið svo taugaveiklað að
þótt manni finnist að maður ætti
að gleðjast þá gefur maður sér ekki
tíma til þess í öllum látunum. Ég
veit það ekki, en einhvern veginn
gaf maður sér meiri tíma áður og
reyndi ekki að gleypa allt í einu eins
og mér finnst við gera núna. Mér
datt þetta líka í hug um daginn þeg-
ar ég var að tala við Havel, að þrátt
fyrir alla erfiðleikana og mótlætið
fannst mér hann á margan hátt
hafa verið öfundsverður, að hafa
haft frið til að hugsa og frið til að
vera»ekki alltaf að flýta sér.
í þessu sambandi dettur mér í hug
að þegar við Erlingur kynntumst,
snemma á starfsferli okkar, þá fór-
um við til útlanda í eitt ár til þess
að mennta okkur í leikhúsum Évr-
ópu. Við vorum skítblönk og höfðum
úr nægum verkefnum að spila hér
heima þegar við tókum okkur upp
og fórum. Við vorum bara á einum
dásamlegum Skoda-bíl, sem við
sváfum stundum í, og ferðuðumst
vítt og breitt um álfuna. Þessi
reynsla var ómetanleg. Það var eins
og eitthvert glópalán væri yfir okkur
allan tímann og við vorum yfirleitt
stödd þar sem eitthvað markvert var
um að vera. Þarna hittum við til
dæmis Havel í fyrsta skipti, kynnt-
umst leikkonunni Helenu Weigel,
ekkju Bertolds Brecht og Strehler,
einum frægasta leikstjóra í Milano.
Og við vorum á námskeiði hjá fræg-
um leikhúsmönnum í London svo
nokkuð sé nefnt. Það er svo undar-
legt þégar ég hugsa til baka, til
þessa tíma, að það er eins og við
höfum einhvern veginn alltaf lent í
hringiðu þess sem var að gerast í
leikhúslífinu í Evrópu. Seinna lagðist
ég svo í ferðalög með Inuk-hópnum
og þræddi þær leiklistarhátíðir sem
þá voru merkilegastar og það var
auðvitað alveg sérstök upplifun líka,
þótt með öðrum hætti væri.“
Aú er ég hætt
Það er stundum talað um að lista-
menn fórni sér fyrir listina og ég
spyr Brynju hvort henni fínnist hún
hafa fórnað einhveiju af sjálfri sér
fyrir leiklistina og hvort hún hafi
einhvern tíma séð eftir að hafa lagt
út á þessa braut.
„Ég get sagt þér að í hvert skipti
sem ég er búin að frumsýna þá segi
ég við sjálfa mig: „Ég skal aldrei,
aldrei gera þetta aftur. Nú er ég
hætt. Nú get ég ekki meira." —
Þetta tekur svo á mig og getur ver-
ið svo djöfullegt að manni er öllum
lokið. En svo jafnar maður sig og
fer aftur af stað.“
— En nú hefur Endurbyggingin
hlotið jákvæða umfjöllun. Slík viður-
kenning hlýtur að hvetja þig til frek-
ari dáða.
„Ég hef oftar og fyrr en með
þessu verki náð árangri þótt ég sé
vissulega þakklát fýrir þá athygli
sem það hefur hlotið. Inuk-verkið
var til dæmis miklu meiri listasigur
ef tekið er mið af þeirri eftirspurn
og móttökum sem það hlaut erlend-
is, þótt ég sé löngu orðin leið á að
vera að tíunda það. Og ef miðað er
við aðsókn, burtséð frá allri gagn-
rýni, má segja að Hárið hafi slegið
öll met, en verkið gekk í tvö ár og
hefði getað gengið í fleiri ár hefði
Glaumbær ekki brunnið. Ég les yfir-
leitt ekki blaðagagnrýni fyrr en
löngu eftir frumsýningu enda
dreymir mig oftast fyrir því hvernig
húri verður. Það eru kettir sem vitja
mín í svefni og annað hvort ráðast
þeir á mig eða láta vel að mér. Fyr-
ir Havel-sýninguna dreymdi mig tvo
fressketti og þeir voru með slaufu
bundna í skottið og gengu lúpulegir
í burtu frá mér. Þeir létu mig að
minnsta kosti í friði.“
— Ertu viðkvæm fyrir gagmýni?
„Þegar maður er búinn að eyða
mörgum mánuðum í svona einbeitta
vinnu þá verður maður bara að taka
gagnrýni eins og hún er skrifuð.
Hún getur verið leiðbeining fyrir
áhorfandann um hvort það sé þess
virði að fara á sýninguna. Hún getur
líka verið skrifuð af beiskju og jafn-
vel illgirni og stundum finnst manni
það eitt vaka fyrir viðkomandi gagn-
rýnanda að vekja á sér athygli. Ég
vil alls ekki setja alla gagnrýnendur
undir sama hatt enda skrifa þeir út
frá mismunandi forsendum, og fáir
út frá forsendum leikhússins. Eg tek
skrif þeirra því aldrei sem leiðbein-
ingu fyrir mig, því það er ég sem
er sérfræðingurinn og við í leik-
húsinu, en ekki þeir. Leikhúsgagn-
rýni er hins vegar nauðsynleg sem
leynd auglýsing, hvort sem hún er
jákvæð eða neikvæð, þótt manni
finnist stundum að blöðin hafi ekki
á nægilega hæfu fólki að skipa til
þessara hluta. Mér finnst miklu
hættulegri sú þróun sem orðið hefur
samfara aukinni samkeppni fjöl-
miðla, að það er farið að etja lista-
mönnum saman, þar sem einn lista-
maður kemur fram með opinberan
óhróður um annan. Þetta er auðvitað
til háborinnar skammar og segir
meira um þann sem eys aurnum en
hinn sem fyrir honum verður, enda
er þetta gert fyrst og fremst til að
auka sölu blaðanna. Eg held að lista-
mönnum veiti svo sannarlega ekki
af að standa saman í því að fá ráða-
menn og almenning til að skilja verð-
mæti listsköpunar, því næg eru
vandamálin sem við er að etja í þeim
efnum.“
— Þú sagðir áðan að eftir hveija
frumsýningu værir þú alltaf ákveðin
í að hætta. Hvernig ertu stemmd
núna, ertu búin að ná þér?
„Nei, nú er ég alveg ákveðin í að
hætta. Það er svo margt annað sém
mig langar til að gera. Ég gæti til
dæmis vel hugsað mér að snúa mér
alfarið að kartöflurækt. Við erum
með kartöflugarð á Eyrarbakka og
ég hef lært alveg sérstaka aðferð
til að geyma kartöflur fram á vor.
Það er ekki nóg að setja niður á
vorin og taka upp á haustin. Aðal-
kúnstin er að geyma kartöflurnar
yfir veturinn og það getur verið
býsna mikil vinna í því skal ég segja
þér.“