Morgunblaðið - 11.03.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 11. MARZ 1990
C 23
NORRÆNI KVIKMYNDASJOÐURINN
I BIO
Eins og alltaf skiptir
það bíóin í Reykjavík
miklu máli hver hreppir
Óskarinn fyrir bestu
myndina í Bandaríkjun-
um nú í lok mánaðarins.
Laugarásbíó treystir á að
Ekið með Daisy og Fædd-
ur 4. júlí raði á sig stytt-
um, Bíóhöllin/Bíóborgin
hlýtur að veðja á „Field
of Dreams“ með Kevin
Costner og Bekkjarfélag-
ið („Dead Poets Soei-
ety“), sem þegar er búið
að sýna, og Háskólabíó
veðjar á „My Left Foot“.
Tvær þessara mynda
hafa þegar verið sýndar
á íslandi en það er Ekið
með Daisy í Laugarásbíói
um gömlu suðurríkjakon-
una og bíistjórann hennar
í 25 ár og Bekkjarfélagið.
„Daisy“ var útnefnd til
flestra verðlaunanna, alls
níu, en reynslan hefur
kennt að það segir ekkert
til um endanlega útkomu.
Sumar myndir fá allar
stytturnar sem þær eru
útnefndar fyrir (Síðasti
keisarinn), aðrar fá ekki
eina einustu jafnvel þótt
tilnefningarnar séu svo
margar sem 11 (Purpura-
liturinn).
En það verður spenn-
andi að vita hvaða bíó
hlýtur Óskarinn í ár.
Hilmar hyggst
kvikmynda
Kaldaljós
HILMAR ODDSSON kvikmyndagerðarmaður hefur
í hyggju að gera bíómynd eftir skáldsögu Vigdísar
Grímsdóttur, Kaldaljós, og hefur fengið 600 þúsund
krónur frá Kvikmyndasjóði til að vinna handrit úr
bókinni.
komast eins langt, og hann
gæti með handritið á þessu
ári en ef allt fer eftir bestu
óskum og hann fær fram-
leiðslustyrk að ári býst hann
við að geta hafið kvikmynd-
un veturinn 1991, en fyrri
hlutinn er vetrarmynd, og
lokið upptökum þá um
sumarið. Þannig gæti
myndin verið tilbúin 1992.
En alit er breytingum háð.
Á núverandi verðlagi ætlar
Hilmar að myndin komi ti!
nieð að kosta á bilinu 60 til
70 milljónir króna.
„Einhverntímann sagði
Astæðan er einkum og
sérílagi sú að ég las
bókina fijótlega eftir að hún
kom út og ég var ekki búinn
að lesa nema einn kafla
þegar ég vissi að ég yrði
að gera mynd eftir henni
og það breyttist ekkert við
nánari lestur,“ sagði Hilmar
í stuttu símaspjalli aðspurð-
ur um tildrög þess að hann
réðist í gerð handrits eftir
sögunni. „Þetta er bók sem
gagntók mig tilfinningalega
frá fyrstu stundu. Ég fann
í henni sterkan samhljóm,
því í henni eru hlutir sem
mig hefur lengi langað til
að fást við og segja í mynd-
formi. Ég fann strax að
sagan hentaði mér og mér
fannst hún á einhvern hátt
skyld mér,“
Hilmar hafði fljótlega
samband við Vigdfsi „sem
tók mér ákaflega vel og gaf
mér strax leyfi til að krukka
í söguna. Hún vildi sjálf að
þetta yrði mitt mál og ég
mun sjálfur vinna handritið
a.m.k. til að byrja með.“
Sagan, sem fjallar um
drenginn Grím frá æsku úti
á landi til fullorðinsára í
Reykjavík, verður að teljast
nokkuð erfið til kvikmynd-
unar en Hilmar talaði um
að frásagnarstíll hennar
kallaði á ýmis vandamál
sem skemmtilegt væri að
fást við. „Helsta vandamál-
ið,“ sagði hann „er að fínna
Hilmar Oddsson „Sagan
gagntók mig tilfinninga-
lega.“
henni stað í -tíma og rúmi.
Hún er mjög ó(jós á þeim
sviðum; að hluta gæti hún
gerst við lok síðustu aldar
og að hluta allt að því í
samtímanum. Ég hef hugs-
að mér að láta fyrri hlutann
gerast um 1960 og seinni
hlutann í dag en kannski
er fullsnemmt að fara nánar
útí það. Sagan er ekki mjög
epísk í frásögn heldur full
af dulúðugum stemmning-
um og lýrík. sem höfðaði
ekki hvað síst til rnín. Það
verðúr gaman að reyna að
ná því andrúmslofti, tónlist-
inni í sögunni, sem mér
finnst svo fatleg.“
Hilmar kvaðst reyna að
Vígdís Grímsdóttir Gaf
leyfí til að krukka í söguna.
ég nýkominn úr námi að það
síðasta sem hvarflaði að mér
að gera væri að kvikmynda
skáldsögur og talaði um að
hlutverk bíómynda væri að
segja eigin sögu með mynd-
um en ekki myndskreyta
sögur. Það er auðvitað ekk-
ert hægt að alhæfa svona.
Það er í sögunni einlægni
og tilfínning sem ég skil og
tek mjög persónulega. Ég
held að það sé eðli kvik-
myndagerðarmanna að allt
sem þeir lesa setja þeir
ósjálfrátt á svið og mér
fannst að þama væri komið
mitt mál,“ sagði Hilmar að
lokum.
Pelli sigursæli Norrænt samstarf sem hefur heppnast.
400 milljónir á ári
BÚIST er við að hægt
verði að taka á móti
fyrstu umsóknum til
Norræna kvikmynda- og
sjónvarpssjóðsins í júní í
sumar en reiknað er með
að Norðurlandaþjóðirn-
ar leggi til hans minnst
rúmar 400 milljón krón-
ur á ári fyrstu fimm
starfsárin, þ.e.a.s. til 1.
janúar1995.
Þetta kom fram á kynn-
ingarfundi um sjóðinn
fyrir íslenska kvikmynda-
gerðarmenn sem haldinn
var í Norræna húsinu á
meðan á þingi Norðurland-
aráðs stóð í Reykjavík. Þar
kom einnig fram að hug-
myndin sé að til sjóðsins
renni hluti af tekjum mynd-
anna sem hann styrkir og
að hann taki ekki þátt í
verkefnum nema tryggt sé
fé_ frá öðrum aðilum líka.
Þa má ætla að tíu prósent
af sjóðnum verði notuð í
undirbúningsstyrki.
Einnig hefur það verið
rætt að ef sjóðurinn á að
styrkja gerð bíómyndar fyr-
ir kvikmyndahús verður að
vera búið að tryggja dreif-
ingu hennar í kvikmynda-
hús í tveimur Norðurland-
anna og því landi sem hún
er gerð í.
Ólafur Ragnarsson bóka-
útgefandi er fulltrúi íslands
í stjórn sjóðsins.
■ NÝJASTA mynd Percy
Adlons og sú fyrsta eftir
„Bagdad Cafe“ heitir Rosalie
fer í búðir eða „Rosalie Goes
Shopping“ og er með stjörn-
unni úr „Bagdad“, Marianne
Sagebrecht, í aðalhlutverki.
Hún leikurþýska húsmóður
í Arkansas í Bandaríkjunum
sem er harðákveðin í því að
versla sig til dauða í drauma-
landi neyslunnar. Með henni
leika Brad Davis úr Miðnæt-
urhraðlestinni og grínleikar-
inn Judge Rheinhold.
■ BANDARÍSKA myndin
„Music Box“ eftir Costa-
Gavras með Jessicu Lange
hlaut Gullbjörninn á fertug-
ustu kvikmyndahátíðinni í
Berlín um daginn ásamt
tékkneskri mynd eftir Jiri
Menzel sem bönnuð var í
Tékkóslóvakíu í 20 ár. Hátíð-
in var í fyrsta sinn haldin í
bæði Austur- og Vestur-
Berlín.
KVIKMYNDAKLUBBUR ISLANDS
Konan á ströndinni
3 skuggamyndir
KVIKMYNDAKLÚBBUR ÍSLANDS tekur upp á
þeirri nýbreytni að sýna samdægurs þrjár myndir í
röð 14. mars nk. sem allar eru bandarískar og flokk-
ast undir fílm /loir-stefnuna eða skuggamyndir.
Þetta eru ólíkar myndir aðalhlutverki bíræfins
eftir ólíka leikstjóra blaðamanns og loks Konan
en klúbburinn hefur þegar á ströndinni („The Woman
sýnt þær hveija fyrir sig. On the Beach“) eftir Jean
Þær eru: Byssuóð („Gun Renoirfrá 1947, semseinni
Crazy") eftir Joseph H. tíma menn hafa sagt að
Lewis frá 1949 um banka- geti vel verið athyglisverð-
ræningjapar á flótta undan
löggunni emhún er ein sú
asta og óvenjulegasta
bandaríska mynd leikstjór-
þekktasta af B-myndunum ans.
að vestan; Tromp í bak- Er ljóst að 14. mars
höndinni („Ace in the gæti auðveldlega þróast í
Hole“) eftir Billy Wilder frá skuggalega kvikmynda-
1951 með Kirk Douglas í veislu.
KVIKMYNDIR
Hvemiggetur íslensk bíómynd kostað lítið?
Smávegisum
smáræðið
EINFÖLDUSTU GAMANMYNDIR í Holly wood eru
farnar að kosta einn og hálfan milljarð íslenskra króna.
í Evrópu eru svipaðar myndir gerðar fyrir brot af
þeim peningum, á íslandi eru þær að sjálfsögðu gerð-
ar fyrir brotabrot eða minna.
Jón Tryggvason Átta milljóna bíómynd.
Alkunna er að gæði
mynda fer sjaldnast
eftir verði þeirra. Það er
alltaf hægt að gera rándýr-
ar myndir en þær geta verið
lélegastar
allra.
Vandinn'
liggur i því
að gera
bíómynd
úr næstum
algeru
peninga-
leysi sem
slær svo í gegn. Dæmi um
velheppnaða mynd af því
tæi er Kynlíf, lygar og
myndband eftir Steven Sod-
eltir Amald
Indtiðason
erbergh, sem farið hefur
sigurför um heiminn.
Talað hefur verið um að
íslensk meðalmynd úr sam-
tímanum kosti ekki undir
40 milljónum króna (t.d.
næsta mynd Friðriks Þórs
Friðrikssonar, Börn náttúr-
unnar). Ef sögusviðið nær
nokkur ár aftur í tímann eða
myndin krefst sérstakra at-
riða er verðið komið upp í
70 til 100 milljónir, sem
ógerlegt er að afla hér á
landi. Svo er auðvitað hægt
að gera myndir fyrir hundr-
uð milljóna ef peningar fást
og gaman væri að sjá einu
sinni á ævinni íslenska bíó-
mynd sem kostað hefur einn
og hálfan milljarð.
En það er líka hægt að
fara neðar. Óskar Jónasson
gerði „Sérsveitina“ fyrir
tvær milljónir en hún var
reyndar aðeins rúmur
hálftími og launagreiðslur
voru ekki innifaldar. Jón
Tryggvason leikstjóri Fox-
trott segist geta komið bíó-
myndaverðinu — miðað við
leikna mynd í fullri lengd —
niður í átta milljónir króna
að gefnum ákveðnum for-
sendum og er raunar með
eina slíka á teikniborðinu
sem ber vinnuheitið Sigga
svarta. Forsendurnar fyrir
svo ódýrri mynd eru þær,
segir hann, að hún gerist í
samtímanum, leikarar séu
fáir, skotin aðeins um 40
fyrir alla myndina svo senur
verða fáar en langar, upp-
tökur færu fram á raun-
verulegum tökustöðum með
engum smíðuðum leikmynd-
um, upptökustaðir yrðu fáir,
myndin tekin á mjög stutt-
um tíma og eftirvinnslan
skjót svo aðeins liðu sjö vik-
ur frá því upptökur hæfust
og þar til myndin yrði tilbú-
in til sýninga.