Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 4
4 B
morÖunbÍMð VIÐSttlPn/AIVINmfF
mvr
22. MARZ 1990 1
Fyrirtæki
Rekstrarafkoma Eimskips
batnaði á síðasta ári
Hagnaðurinn af reglulegri starfsemi þó tæpast viðunandi að mati forráðamanna félagsins
„HAGNAÐURINN af reglulegri starfsemi nam 44 milljónum króna
árið 1989 en var 37 milljónir árið áður. A árinu 1989 er þessi liður
því einungis 0,8% af rekstrartekjum sem tæpast getur talist viðun-
andi,“ sagði Hörður Sigurgestsson, forstjóri í Eimskipafélags Islands
i ræðu sinni á aðalfundi félagsins sem haldinn var i siðustu viku.
Það kom hins vegar fram hjá Herði að rekstrartekjur félagins án
hreinna Qármagnsgjalda jukust umfram rekstrargjöld og varð rekstr-
arhagnaður 204 milljónir á árinu 1989, en var 50 milljónir árið 1988.
Sem hlutfali af rekstrartekjum var rekstrarhagnaðurinn 3,5% árið
1989 en einungis 1% 1988.
Sölirhagnaður eigna hjá Eimskip
varð 497 milljónir króna en.hann
verður til sem mismunur á söluverði
og bókfærðu verði seldra eigna. Að
frátöldum áhrifum dótturfélaga sem
eru neikvæð um 40 milljónir varð
hagnaður Eimskips 501,6 milljónir
fyrir skatta. í reikningum félagsins
er þeirri aðferð beitt að gjaldfæra
reiknaðan tekjuskatt ársins að fullu
að flárhæð 259,9 milljónir króna en
til greiðslu á árinu 1990 koma 32,4
milljónir vegna ársins 1989. Að frá-
dregnum eignarskatti að ijárhæð
53,1 milljón er heildarhagnaðurinn
189,6 milljónir.
í skýringum í ársreikningi Eim-
skips er gerð nokkur grein fyrir liðn-
um reiknaður tekjuskattur sem al-
mennt er ekki færður með sama
hætti í íslenskum fyrirytækjum.
Þessi skattur er tilkominn vegna
söluhagnaðar eigna á árinu 1989.
Heimilt er að flýtifyma einstaka
rekstrarfjármuni í skattauppgjöri á
móti þessum söluhagnaði og með því
móti fresta greiðslu tekjuskattsins.
Hinn reiknaði tekjuskattur ásamt
endurmetinni tekjuskattskuldbind-
ingu frá fyrra ári er færður til skuld-
ar í efnahagsreikningi félagsins og
nemur tekjuskattskuldbinding alls
306 milljónum.
Rekstrartekjur héldu í við
verðbólgu
Rekstrartekjur Eimskips þ.e. að
frátöldum dótturfélögum, námu
5.844 milljónum króna á síðasta ári
sem er 22,4% aukning frá árinu áð-
ur. Miðað við hækkun byggingarvísi-
tölu sem var 22,2% voru rekstrartekj-
umar nánast óbreyttar á föstu verð-
lagi.
Rekstrargjöld Eimskips á árinu
1989 námu alls 5.641 milljón en þá
eru ekki talin með rekstrargjöld dótt-
AÐALFlfflDUR
r r
SJOVA-ALMEfflRA
TRYGGINGA HF.
VERÐUR HALDIM
6. APRÍ ÍL 1990
AÐ HÓTI 5L SÖGU
Fundurinn verður í Súlnasal
og hefst kl. 15:30 síðdegis.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
samkvæmt 17. grein félagssamþykkta.
Stjórnin
r *
SJOVA-ALMENNAR
urfélaga. í ræðu Harðar Sigurgests-
sonar kom fram að ferðaútgjöld skip-
anna hafí verið 2.335 milljónir en
þau voru 1.665 milljónir árið áður.
Hér er um 40% hækkun að ræða.
Mesta hækkun einstakra liða var á
minnkandi. Það stafar einkum af því
að .stór hluti af gámaflotanum er
fullafskrifaður og 5 skip voru seld á
árinu.
Greiðslustaðan batnaði á
árinu
í ræðu Harðar Sigurgestssonar
kom fram að greiðslustaða félagsins
batnaði á síðasta ári. Veltufjármunir
voru í árslok 1989 2.168 milljónir
króna og skammtímaskuldir 1,776
milljónir þannig að veltufjárhlutfallið
var 1,22. Árið áður var þetta hlut-
fall 1,13. Hlutfallið innbyrðis milli
áhættufjármuna og langtímakrafna
hefur breyst, sem mótast af tvennu.
Eimskip seldi þtjú skjp á árinu til
dótturfélaga og stofnaði einnig Burð-
arás sem yfirtók eignarhluti í öðrum
félögum. Þannig jukust eignarhlutir
EIGIÐ FE — Eigið fé Eimskips jókst um 33,6% eða um rúm
5% umfram verðlagsþróun á síðastliðnu ári. Að teknu tilliti til hagnað-
ar ársins 1989 og þess arðs, sem hluthafar félagsins fengu greiddan
á árinu, þá var arðsemi eiginfjár Eimskips tæp 10% árið 1989 borið
saman við 1,8% árið áður.
brennsluolíu en sá kostnaður jókst
um 40%. Rekstrargjöld vöruaf-
greiðslu lækkuðu verulega árið 1989
vegna lægri rekstrarkostnaðar véla
og tækja, aðhalds í viðhahds- og
rekstrarkostnaði mannvirkja og
fækkun starfsmanna. Sölu- og
stjómunarkostnaður jókst um 10%
frá árinu áður og var 618 milljónir
króna. Það er 10% raunlækkun á
þessum kostnaðarlið. Sem hlutfall
af rekstrartekjum Eimskips var þessi
liður 10,6% árið 1989 en 11,7% árið
. áður. Þessi lækkun stafar aðallega
að því að launakostnaður, sem er um
53% af sölu- og stjómunarkostnaði,
hefur hækkað minna heldur en al-
mennt verðlag. Að öðm leyti var
veralegu aðhaldi beitt, svo sem í
auglýsinga- og kynningarkostnaði.
Afskriftir hjá Eimskip námu 597
milljónum króna sem er 8% hækkun
frá árinu áður og kom fram hjá
Herði að þessi liður hækkaði ekki í
samræmi við verðlag þar sem af-
skriftarstofn félagsins hefði farið
í dótturfélögum úr 47 milljónum í
430 milljónir. Á móti minnka eignar-
hlutir í öðram félögum í 9 milljónir
króna en vora 435 milljónir. Skulda-
bréfa- og verðbréfaeign félagsins
nemur 814 milljónu en var 1988 118
milljónir. Þessi mikla aukning skýrist
af sölu skipanna en andvirði þeirra
lánaði Eimskip dótturfélögunum en
jafnframt af sölu eignarhluta í öðrum
félögum yfir til Burðaráss hf.
Bókfært verð varanlegra rekstr-
arfjármuna nemur 3.388 milljónum
króna, en var 3.250 milljónir í árslok
1988. Þetta er raunvirðisrýmun um
18% sem stafar aðallega af því að
mun minna var fjárfest en nam af-
skrift og sölu varanlegra rekstrar-
fjármuna, einkum skipa.
í skuldahlið efnahagsreiknings
Eimskips kemur fram að langtíma-
skuldir námu 2.154 milljónum í árs-
lok 1989 og hafa þær staðið í stað
í krónutölu frá 1988. Þetta stafar
af því að fjárfestingar voru í lág-
marki árið 1989 og afborganir langt-
FileMaker á Macintosh
Gagnlegt 5 daga námskeið um þetta skemmtilega
forrit hefst mánudaginn 26. mars. Tími 16-19.
Gagnagrunnur - Spjaldskrár - Tölvubókhald.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi 16 • Sími 68 80 90
Sanngjarnt vetrarverð
Hringdu og fáðu námsskrá
rsarísaff0
BÉiSsTAL 'Ufea
IS^TAL
A^a34-P6s«h6W8556 -
+