Morgunblaðið - 22.03.1990, Qupperneq 7
B 7
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/flTVlNNllLÍF FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990
Fyrirtæki
Ekkert knýr á um breytingu
í almenningshlutafélag
- segir Agúst Einarsson en hann situr sem utanaðkomandi aðili í forstjórastól
flölskyldufyrirtækisins Lýsis
MIKIL umræða hefur verið að
undanfornu um hlutafélög og
hefur athyglin aðallega beinst að
almenningshlutafélögunum. Æ
fleiri félög eru að opnast meðal
annars vegna óska eigenda eftir
meira flármagni inn í fyrirtækin
og því er oft tekið það ráð að
breyta þeim í almenningshlutafé-
lög. Til mótvægis er því ekki úr
vegi að kynna sér gamalgróin
fjölskylduhlutafélög og varð Lýsi
fyrir valinu, m.a. vegna Jþess að
eigendurnir, Tryggvi Olafsson
og fjölskylda hans, hafa ráðið sér
stjórnendur, sem stóðu utan Qöl-
skyldunnar. Núverandi forstjóri
er Agúst Einarsson og stjórnar-
formaður er Jón Sigurðsson.
Lýsi hf. var stofnað 1938 af
Tryggva Ólafssyni í kringum lifrar-
bræðslu, sem hann hafði reyndar
byijað á áður en fyrirtækið var
stofnað formlega. Tryggvi er nú
níræður, en situr enn í stjórn fyrir-
tækisins og er við fulla heilsu. Hann
var forstjóri allt til ársins 1982 og
þegar hann lét af störfum voru
fengnir þrír utanaðkomandi aðilar
til að stjórna fyrirtækinu. í stjórn
þess voru kjörnir þeir Jón Sigurðs-
son forstjóri Jámblendifélgsins, Jón-
as A. Aðalsteinsson hæstaréttarlög-
maður. Jafnframt var Steinar Berg
Björnsson ráðinn forstjóri.
Ágúst segir að Tryggvi hafi verið
meira og minna í fyrirtækinu til
ársins 1984, en þá hafi hann dregið
sig í hlé frá daglegum rekstri. Árið
1985 hætti Steinar Berg og fór til
starfa hjá Sameinuðu þjóðunum í
Bandaríkjunum og þá var Ágúst
Einarsson ráðinn forstjóri Lýsis.
Stefna Tryggva var að fá utanað-
komandi aðila til þess að stýra dag-
legum rekstri ásamt því að tveir
utanaðkomandi aðiiar eigi sæti í
stjórn samhliða þremur fjölskyldu-
meðlimum, þ.e. Tryggva, dóttur
hans og tengdasyni.
„Ég held að það sé mjög jákvætt
að fá utanaðkomandi menn að ein-
hveiju leyti inn í stjóm fjölskyldu-
fyrirtækis," segir Ágúst. „Ég er
ekki að segja að það sé algild regla,
en eins og þetta kemur mér fyrir
sjónir almennt þá tel ég það rétt.
Meðal annars vegna þess að þarna
kemur utanaðkomandi aðili til sög-
unnar með öðm vísi áherslur og
hugsanlega þá menntun, sem til
þarf í rekstri fyrirtækja."
— Finnst þér það há Lýsi að ein-
hveiju leyti að það sé fjölskyldufyr-
irtæki eða telur þú það kost?
„Sjálfur er ég fylgjandi því að
opna fyrirtækin meira heldur en
verið hefur. En hvað Lýsi varðar
þá hefur ekki verið nein þörf á því.
Yfirleitt er verið að opna fyrirtækin
til að ná inn nýju hlutafé til þess
að fjármagna fyrirtækin í formi
hlutafjár frekar en í formi lánsfjár,
sem er skynsamleg ákvörðun út af
fyrir sig. Við höfum ekki lent í vand-
ræðum hvað það varðar, þannig að
sú ástæða á ekki við hér.
Hinni ástæðunni til að opna fyrir-
tækin, þ.e.a.s. að fá nýja menn inn
með nýjar hugmyndir og þá með
það í huga að setja fyrirtækjunum
ný markmið, hefur verið mætt hér
með þv! að fá til starfa utanaðkom-
andi menn í stjórn. Þetta eru mjög
hæfír menn sem taka virkan þátt í
stjórn fyrirtækisins. Mjög mismun-
andi er hvernig stjórnir vinna og
maður heyrir um menn sem eru
fengnir til að sitja í stjórnum fyrir-
tækja, en skipta sér sama og ekk-
ert af rekstri þeirra. Það er ekki
raunin hér. Bæði er mikill áhugi hjá
þessum aðilum sem og öllum sem
sitja í æðstu stjórn Lýsis. Við hðfum
gengið í gegnum vaxtatímabil á
undanförnum árum með vissum
vaxtarverkjum og það hefur heppn-
ast mjög vel. Ég skal ekki sjálfur
dæma um eigin frammistöðu, en ég
tel að Lýsi hf. sé sterkt fyrirtæki í
dag, sem kemur til með að vaxa
og dafna í framtíðinni."
Samhent ijölskylda
Aðspurður um hugsanlega hags-
munaárekstra milli hans og eigend-
anna segir Ágúst að það hafi ekki
komið til. Daglegur rekstur sé alfar-
ið í hans höndum, en meiriháttar
ákvarðanir um stefnumótun séu í
höndum stjórnarinnar. Fjölskyldan
sé mjög samhent og það sé vilji
hennar að hafa daglegan rekstur í
höndum utanaðkomandi aðila og
hann hafi aldrei heyrt minnst á að
annað kæmi til greina. „Ég yrði
kannski síðastur til að frétta það,“
segir hann og hlær.
— Áttu von á að Lýsi gerist al-
menningshlutafélag?
„Það hefur engin slík umræða
átt sér stað. Við höfum vaxið mjög
ört á undanfömum árum eins og
ég sagð áður og ég vona að okkur
takist að halda áfram að skapa okk-
ur sterkari stöðu á markaðnum.
Eiginfjárstaðan er mjög góð, þannig
að það er ekkert sem knýr á um
það. En ég skal ekkert segja hvað
gæti gerst í framtíðinni."
Ágúst segir að ýmislegt hafi ver-
Á síðustu vertíð framleiddu inn-
lendu verksmiðjurnar tæp 150 þús-
und tonn af loðnumjöli fyrir 4 millj-
arða króna og rúmlega 70 þúsund
tonn af loðnulýsi fyrir 1,5 milljarða.
Búið er að selja um 80 þúsund
tonn af þeim 100 þúsund tonnum
af mjöli, sem framleidd hafa verið
á vertíðinni. Hins vegar hefur verið
selt hlutfallslega minna af lýsi á
vertíðinni, þar sem vonast er til að
lýsisverðið hækki á næstunni. Verð
á mjöli og lýsi hefur verið nær
ið að gerast frá þeim tíma sem hann
tók við forstjórastarfi, ýmsar stórar
ákvarðanir verið teknar. Þeir hafi
farið í auknum mæli inn á neytenda-
markað í Evrópu og séu nú að upp-
skera árangur mikillar vinnu hvað
varði markaðssetningu á neytenda-
vörum erlendis. Hann segir að upp-
bygging rannsóknarstofu hafi verið
byijuð áður en hann hóf störf. „En
ég hef ekki síður lagt á það áherslu
og jafnvel meiri en áður hafði verið
gert, að byggja upp fullkomna rann-
sóknaraðstöðu og gæðaeftirlit með
menntuðu starfsfólki, þannig að við
verðum sjálfum okkur nægir t.d.
hvað varðar mælingar, sem við höf-
um fram til þessa í ríkum mæli
þurft að fá gerðar annars staðar.“
Var ráðinn til þriggja
fyrirtækja
Hann segist í raun hafa verið
ráðinn til þriggja fyrirtækja í upp-
hafi, þ.e. Lýsis hf. og dótturfyrir-
tækja þess sem voru Hydrol hf. og
Lýsi og mjöl hf. í Hafnarfirði. Á
árinu 1988 var Hydrol sameinað
Lýsi og eru fyrirtækin nú rekin í
nafni Lýsi hf. I september sl. var
rekstur Lýsis og mjöls hf. í Hafnar-
firði sameinaður rekstri Síldar- og
fiskimjölsverksmiðjunnar hf. í
Reykjavík. Þetta nýja fyrirtæki hef-
ur hlotið nafni Faxamjöl hf. „í báð-
um framangreindum tilvikum hefur
Bandaríkjadalir fást fyrir prótínein-
ingiina af mjöli, eða um 29.900
krónur fyrir tonnið, og um 250
dalir fást fyrir tonnið af lýsi, eða
um 15.250 krónur.
Aflahæstu loðnuskipin síðdegis á
þriðjudag voru Hilmir SU með
28.743 tonn, Helga II RE 25.777
tonn, Júptter RE 22.326 tonn, Sig-
urður RÉ 20.117 tonn og Höfrung-
ur AK 20.071 tonn. Verksmiðjurnar
hafa greitt um 3.700 króna meðal-
sameining þegar skilað verulegum
árangri," segir hann.
— Hveijir eru helstu markaðir
ykkar erlendis?
„Við seljum víða um heim, en
helstu kaupendur eru bresk lyfjafyr-
irtæki. Við seljum mest af neytenda-
vörum okkar undir bresku vöru-
merki og því miður kemur okkar
eigið nafn hvergi fram á umbúðun-
um, sem er súr biti sem við þurftum
að kyngja. Við höfum þó látið okkur
hafa það, enda höfum við kannski
uppskorið á undanförnum tveimur
árum að sú stefna að reyna ekki
einvörðungu að koma okkar eigin
vörumerkjum á framfæri erlendis,
heldur ekki síður að bjóðast til að
pakka undir vörumerkjum annarra,
hafi borið þennan árangur. Við erum
á þennan hátt að hasla okkur völl
á breska markaðnum, sem er stærsti
lýsismarkaður í heimi.“
Innkaupavenjur evrópskra
fyrirtækja eru að breytast
Lyfjafyrirtækin skipta í auknum
mæli við Lýsi og segir Ágúst að
farið sé að gera sífellt meiri og
meiri kröfur til fyrirtækja í þessum
iðnaði, sem nái til gæðaeftirlits,
menntunar starfsfólks, fjárhags-
stöðu o.fl.
Hann bendir á að innkaupavenjur
fyrirtækja í Evrópu séu mikið að
breytast í tengslum við innri markað
verð fyrir tonnið af loðnu á haust-
og vetrarvertíðinni, þannig að heild-
araflaverðmæti Hilmis er á annað
hundrað milljónir króna.
Á hádegi á þriðjudag hafði verið
tilkynnt um 86.992 tonn af loðnu
til Síldarverksmiðja ríkisins á Siglu-
firði frá upphafi haustvertíðar,
70.752 til Eskifjarðar, 60.793 til
SR á Seyðisfirði, 60.757 til Síldar-
vinnslunnar á Neskaupstað, 48.634
til Fiskimjölsverksmiðju Vest-
mannaeyja, 43.373 til Raufarhafn-
ar, 37.727 til Þórshafnar, 32.512
til Fiskimjölsverksmiðju Einars Sig-
urðssonar í Vestmannaeyjum,
30.248 til Hafsíldar á Seyðisfirði,
27.855 til Reyðarfjarðar, 23.882 til
Akraness, 21.835 til Grindavíkur,
14.537 til Bolungarvíkur, 14.234
til Hafnar í Hornafirði, 13.407 til
Evrópubandalagsins. Einnig hafi
það haft áhrif þegar Thatcher hafi
komist til valda, þá hafi hún komið
af stað gífurlegu gæðaátaki í Bret-
landi. Það sé t.d. skilyrði hjá hinu
opinbera að fyrirtæki sem eru með
vottuð gæðakerfi gangi fyrir í út-
boðum. Það hafi valdið því að mjög
mikill fjöldi breskra fyrirtækja hafi
komið sér upp slíku. Afleiðingin sé
sú að þau krefjist þess af birgjum
sínum að þeir hafí einnig vottuð
gæðakerfi. „Eitt þessara fyrirtækja
sem við pökkum fyrir hefur krafist
þess af okkur að við verðum komin
með vottað gæðakerfi í árslok 1992.
Við erum mjög langt komnir með
að ná því marki. Við byijuðum á
því að koma okkur upp gæðastaðli
í árslok 1987 og við væntum þess
að við getum fengið — einna fyrstir
fyrirtækja hér á íslandi — vottun,
sem uppfyllir þessa staðla.
Það er þetta átak sem við höfum
gert í gæðamálum hjá okkur og sú
staðreynd að við höfum menntað
starfsfólk, sem getur talað á jafn-
réttisgrundvelli við vísinda- og
tæknimenn frá öðrum löndum, sem
hefur kannski orsakað það, að staða
okkar er tiltölulega sterk í dag.“
Undirbúningur fyrir 1992
Talið berst að 1992 og þeim kröf-
um sem gerðar verði til Islendinga
þegar innri markaðurinn verður
kominn á. Og hvort stjórnendur fyr-
irtækja séu yfirleitt farnir að búa
sig undir samkeppnina. Ágúst segir
að það sé að verða veruleg vakning
hjá íslenskum fyrirtækjum og sér-
staklega þó á síðustu mánuðum.
„Þeir bresku aðilar sem við eigum
viðskipti við leggja mikla áherslu á
það að okkar vottun fari fram hjá
breska staðlaráðinu. Það er stað-
reynd að íslendingar eiga mjög tak-
markaðan fjölda af hæfu fólki sem
þekkir kröfur staðlanna og getur
komið inn í fyrirtækin og unnið
þetta áfram. Það eru þó einstaka
aðilar sem hafa lagt þetta fyrir sig
en þeir munu vera fullbókaðir langt
fram í tímann. Það er nauðsynlegt
að mennta upp nýja stétt manna,
sem getur séð um uppbyggingu
gæðakerfa í fyrirtækjum. Iðnaðar-
ráðherra heur nefnt að lagafrum-
varp sé í undirbúningi varðandi að
koma upp vottunarstofu hér innan-
lands, sem gæti orðið á síðari hluta
þessa árs eða fyrri hluta þess næsta.
Ég hef litla trú á að svo verði. Það
þarf mikið að gerast ef það á að
standa.
Ég geri mér sjálfur grein fyrir
því hvað það er mikilvægt að fá
þjálfað starfsfólk, sem hefur burði
og getu til þess að taka út fyrir-
tæki samkvæmt þessum stöðlum.
Fyrst þarf það að uppfylla staðlana
sjálft og það tekur sinn tíma. Þess-
ir staðlar koma í raun í staðinn fyr-
ir lög og reglur sem eru nú í gildi
innan Evrópubandalagsins. Ég held
að þeir sem verða fljótir að tileinka
sér og koma sér upp þessum stöðlum
komi til með að verða sterkari eftir
en áður.“
Reykjavíkur, 7.347 til Ólafsfjarðar,
6.024 til Sandgerðis, 4.625 til
Krossaness við Akureyri, 5.910 til
Vopnafjarðar, 3.862 til Hafnar-
fjarðar og 1.934 til Njarðvíkur.
Sjávarútvegur
*
Utflutningsverðmæti loðnu-
afíirða rúmir 4 milljarðar
ÍSLENSKU loðnuskipin höfðu veitt um 652 þúsund tonn af loðnu
síðdegis á þriðjudag, þannig að þá áttu þau eftir að veiða um 108
þúsund tonn af loðnukvóta sínum. Þau hafa landað 25 þúsund tonn-
um af loðnu erlendis á vertíðinni en 10.500 tonnum til frystingar
og hrognatöku. Innlendu verksmiðjurnar hafa því fengið um 614.500
tonn af loðnu til bræðslu á vertíðinni og úr þessu magni er hægt
að framleiða um 107 þúsund tonn af mjöli og um 60 þúsund tonn af
lýsi. Útflutningsverðmætið er nú um 4,1 milljarður króna.
óbreytt frá áramótum. Um 7