Morgunblaðið - 22.03.1990, Side 10

Morgunblaðið - 22.03.1990, Side 10
10 6 cr MORGUNBLAÐIÐ VlÐSKIPTl/flTVlWWULÍr FIMMTUDAGUR 22. MARZ 1990______________________________________ r "im* r.(. ar':urTTM/n r r.f f yi+f Hiv1 - 'fTCr" 13 f VW T o ■ f 7 , rT-> r r,,, -J, Hlutafélög Fjölmiðlafyrirtæki til sölu Um 95 milljónir króna eru óseldar af hlutafjárútboði Fróða hf., en margir telja að verð hlutabréfanna sé of hátt eftir Óla Björn Kárason ÞEGAR Magnús Hreggviðsson eigandi Frjáls Framtaks, ákvað á síðasta ári að skilja á milli byggingaframkvæmdanna í Smára- hvammslandi og útgáfústarfseminnar með því að stofha hlutafélagið Fróða, og gera það að almenningshlutafélagi sem tæki yfir bóka- og tímaritaútgáfú, hafði hann í huga að mynda meirihluta í nýja fyrirtækinu ásamt nokkrum fyrirtækjum og stofnunum. Frjálst Fram- tak ætlaði sér og á 32 milljónir króna eð.a 19,7% af 162 milljón króna hlutafé Fróða. Meirihluti hefúr hins vegájr ekki verið myndaður, eins og til stóð, enda aðeins búið að selja 3jÉ milljónir króna og þar af hafa starfsmenn keypt fjórar milljónir króna. Magnús telur hins vegar að þetta sé viðunandi árangur. Verðbréfaþing íslands veitti Fróða hf. heimild til þess í október á liðnu ári að annast sölu á hluta- bréfum fyrirtækisins sjálft. Magnús segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að þetta hafi verið mikil traustyfirlýsing af hálfu þingsins, sem hafi fellt sig við öll gögn sem Fróði fékk því í hendur. Eiríkur Guðnason, formaður stjónar Verð- bréfaþingsins, segir hins vegar að samþykkið sé enginn gæðastimpill á hlutabréfin, enda sé það ekki í verkahring þingsins. Engin ábyrgð í fréttatilkynningu Verðbréfa- þingsins 12. desember síðastliðins kemur þetta raunar skýrt fram en þar segir meðal annars: „Nýlega birti Verðbréfaþing íslands auglýs- ingu um heimildir sem stjórn þess hefur veitt nokkrum fyrirtækjum til að annast sjálf útboð eigin mark- aðsverðbréfa án milligöngu verð- bréfafyrirtækja. Að gefnu tilefni skal það tekið fram að auglýsingin fól ekki í sér sérstaka traustyfirlýs- ingu þingsins á slíkum bréfum. Athygli var vakin á því að væntan- legir kaupendur skyldu hafa greið- an aðgang að öllum tiltækum upp- lýsingum sem varpa geti ljósi á verðmæti þréfanna. Það er afar mikilvægt að kaupendur kynni sér stöðu útgefandans og að kaupendur sitji við sama borð þegar bréf eru boðin almenningi til kaups.“ Þá segir jafnfram í áðumefndri tilkynningu: „Vert er að taka skýrt fram að stjóm Verðbréfaþings hef- ur engin tök á að meta hvort það verð sem kann að vera sett upp fyrir slík bréf sé við hæfi og að hún tekur enga ábyrgð á sig í því efni.“ Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins leitaði Magnús til tveggja verbréfafyrirtækja, Verðbréfa- markaðars Iðnaðarbankans (nú Is- landsbanka) og Fjárfestingarfélags íslands, og bað þau að annast söl- una á hlutabréfunum. Þessi fyrir- tæki sáu sér ekki fært að taka verk- efnið að sér, þar sem upplýsingarn- ar um rekstur og efnahag sem lágu fyrir vom ekki taldar nægilega ítar- legar og traustar. Magnús segir í viðtali við blaðið að ákveðið hafi verið að Fróði annaðist þessa sölu sjálfur, þar sem hann vildi að gert yrði sérstakt söluátak. Sem var gert meðal annars með því að senda út um 50 þúsund kynningarbækl- inga fyrst og fremst til áskrifenda tímarita sem Fróði (Fijálst Fram- tak) gefur út. Haft var samband við marga einstaklinga í gegnum síma og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var þeim boðið að greiða hlutabréfin með greiðslu- kortum, meðal annars með rað- greiðslum. Morgunblaðið hefur hins vegar fyrir því traustar heimildir að verð- bréfafyrirtækin hafí ekki vilja ann- ast söluna af fyrrgreindum ástæð- um og eins vegna þess að þau óttuð- ust að verð hlutabréfanna væri of hátt. Eignir oíimetnar? Það eru nokkur atriði í stofnefna- hagsreikningi Fróða hf. sem þafa valdið mönnum áhyggjum. Úti- standandi viðskiptakröfur er færðar á 96,2 milljónir króna, en sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ætti þessi liður að vera nokkuð nærri lagi. Magnús bendir raunar á að stofnefnahagsreikningurinn sé áritaður af löggiltum endurskoð- enda, sem ætti að tryggja að rétt sé fært til bókar. Ragnar J. Bogason, löggiltur endurskoðandi, áritar rekstrar- reikning bóka- og tímaritaútgáfu Fijáls Framtaks fyrir 1987-89 og einnig stofnefnahagsreikning Fróða hf. Hann var spurður um það hvað fælist í áritun stofnefnahagsreikn- Hefheyrtað menn gætu hugsað sér að fá Fróða hf. fyrir lítið - segir Magnús Hreggviðsson, stjómarformaður um þá gagn- rýni að hlutabréf Fróða séu seld of háu verði „Það er alveg ljost að í hvert sinn sem einhver er að kaupa hluta- bréf, vill hann kaupa bréfin á sem allra lægstu verði, það eru eðlileg viðbrögð þess sem er að kaupa,“ svarar Magnús Hreggviðsson, stjórn- arformaður Fróða hf. og Fijálst Framtak þegar hann er spurður um hvort hlutabréf í Fróða hf. séu seld of háu verði. Fróði hf. yfirtók bóka- og tímaritaútgáfú Fijáls Framtaks \ ársbyijun, en fyrirtækið hefúr fengið heimild hjá Verðbréfaþingi íslands, að selja hlutabréf sjálft án milligöngu verðbréfafyrirtækja. Magnús svarar í viðtali við viðskiptablaðið spurningum um stöðu Fróða og þeirri sem gagnrýni sem komið hefúr fram. Magnús er spurður að því hvernig útistandandi viðskiptakröfur upp á 96,2 milljónir króna séu metnar. „Þessi stofnefnahagsreikningur er endurskoðaður og í því felst að end- urskoðandinn hefur gert ítarlega könnun á tilvist þeirra eigna sem þar eru tilgreindar," svarar Magnús. „Það er búið að fara yfir allar kröf- ur sem möguleiki er á að innheimt- ist ekki og þær teknar út og skildar eftir hjá Fijálsu Framtaki." Tímaritabirgðir og bókabirgðir eru metnar alls á 13 milljónir króna. Hvemig eru þessar birgðir metnar, - eru þetta gömul tímarit? „Við gefum út 140 tölublöð af tíma- ritum á ári og við eigum mikið af eldri blöðum," segir Magnús og bendir á að eldri rit gangi mismikið út en þau séu notuð í áskriftarsöfn- un. „Nýjir áskrifendur fá gefins eldri tölublöð. Við eigum birgðir til að mæta því.“ Filmusafn er metið á níu milljónir króna? „Það er ótrúlega mikið af endurnotkun á filmum. Við erum með mikið skjalasafn yfir filmur sem er mjög viðamikið og vel flokkað. Með því að geta gripið til þessa getum við sparað mikinn kostnað." Magnús bendir á að mikil notkun sé á filmum vegna auglýsinga. Húseign á 47 milljónir Magnús er því næst spurður um fasteign í Smárahvammslandi sem er færð sem eign í efnahagsreikn- ingi fyrir 47 milljónir króna. Þetta hús er ekki búið að byggja. Hvernig er þessi tala, 47 milljónir króna fund- in út? „Fijálst Framtak er búið að gera samning um byggingu á þremur húsum, allt að 12.000 fermetrum sem verða byggð á þremur árum,“ svarar Magnús. Fróði hefur keypt tvær hæðir og innanhúsarkitekt skipulagt allt innanhúss. „Fróði ger- ir samning við Fijálst Framtak. Þetta er skuldbindandi samningur fyrir Fróða. Út frá góðri reiknings- skilavenju væri hægt að færa þetta með tvennum hætti. Annars vegar væri hægt að setja inn í efnahags- reikning fjárhæðina og hins vegar skuldbindinguna á móti. Eða færa þetta ekki í efnahagsreikningin til eignar og skuldar og láta nægja að geta um í skýringum að samningur hafi verið gerður. Sú leið leið sem valin var að færa samning um fast- eignina til eignar og skuldar gefur skýrari mynd en ella og er varkár- ari.“ En hefur greiðasla farið fram? „Nei,“ svarar Magnús og bætir við: „I ársreikningi er samningurinn er samningurinn færður til eignar og skuldar en greiðslur eru ekki hafnar og hefjast ekki fyrr en fasteignin er afhent. Ef byggingin yrði ekki byggð og samningurinn gengi til baka myndi þetta jafnast út. Ef húsið væri ekki fært þá breytist eig- inhlutfallið úr 50,6% í 60% og það væri villandi að mínu mati. Þetta er samningur sem búið er að gera. Húsið hefur verið hannað að utan og innan, en það er ekki búið að byggja það. Auðvitað væri það þægi- legra fyrir okkur að setja það ekki inn þar sem eiginfjárstaðan yrði betri. En við vinnum ekki þannig." I efnahagsreikningi .er færður stofnkostnaður upp á 122 milljónir króna, þar af er stofnkostnaður tímarita 89 milljónir króna. Hvernig er þessi kostnaður metinn? Magnús svarar þessu með því að fullyrða að það myndi kosta a.m.k. 200 milljónir króna að byggja fyrir- tæki eins og Fróða frá grunni. „Við höfum keypt fimm fyrirtæki í útg- áfustarfsemi á undanfömu sjö og hálfu ári. Fjögur af þessum fimm fyrirtækjum voru rekin með miklu tapi. Þau hafa verið sameinuð í eitt fyrirtæki, sem hefur aukið markaðs- hlutdeild úr 40% í um 70%.“ Magnús segir að sameinuð skili þessi fyrir- tæki góðri arðsemi. „Þau eru miklu arðbærari eining sameiginlega,“ segir hann og bætir við að kaupverð þeirra hafi verið framreiknað miðað við verðlag í september á liðnu ári og það sé grundvöllurinn að matinu. „Mér er alveg ljóst að hér er ekki um faglega nálgun að ræða, en það má líka segja að ef um faglega nálg- un hefði verið að ræða þá hefði mátt spyija um arðsemina á undan- fömum árum. Ef maður hefði gefið sér 12-14% arðsemi þá hefði þessi tala átt að vera hærri. Það sem vakti fyrir mér og virðist ekki vera ósann- gjarnt var að uppreiknað kaupverð þessara fyrirtækja næðist til baka.“ Rekstrarhagnaður Ef litið er á rekstrarreikning fyrir árin 1987 til 1989, þá eru öll árin án fjármagnsliða. Magnús er spurð- ur að því hvort hann geti upplýst um raunverulega afkomu fyrirtækis- ins eftir skatta, fjármagnstekjur og -gjöld. „Ekki af útgáfustarfsem- inni,“ svarar hann. „Fijálst Framtak hefur stundað útgáfustarfsemi, fast- eignastarfsemi með útleigu á rúm- iega fjögur þúsund fermetrum, og landvinnslu (land development). Fjármagnsliðir em í blöndu og ég hef ekki eymamerkt beint fjár- magnsgjöld og -tekjur vegna hvers liðar.“ En hvaða skuldir yfirtekur Fróði hf. þá? „Það sem skiptir máli er að stofn- efnahagsreikningurinn er samsettur þannig að vaxtatekjur af útistand- andi viðskiptakröfum og vaxtagjöld vegna vaxtaberandi skulda eiga að FROÐI —— Magnús Hregg- viðsson segir að búið sé að selja hlutabréf fyrir 35 milljónir króna og þar af hafi starfsmenn keypt bréf fyrir 4 milljónir. Auk þess á Fijálst Framtak hlut upp á 32 milljónir króna þannig að óselt hlutafé er 95 milljónir króna. vera í jöfnuði," segir Magnús og bætir við þegar hann er beðinn að skýra þetta betur út: „Útistandandi kröfur sem bera vaxtatekjur eru í kringum 65-70 milljónir króna. Langtímaskuldir sem bera vexti eru svipuð fjárhæð, eða um 65 milljónir króna. Þannig að vaxtatekjur og vaxtagjöld eru í jöfnuði. Þar sem þetta er í jöfnuði á rekstrarhagnað- urinn að geta verið nokkurn veginn samkvæmt niðurstöðu rekstrar- reiknings fyrir tekjuskatta. Það sem skiptir máli er að vaxtatekjur og -gjöld hefðu sléttast út ef hlutafé hefði verið hið sama og hjá Fróða hf., 162 milljónir króna á liðnu ári.“ 95 milljónir óseldar Því næst er Magnús spurður að því hvernig staðið verði að sölu hlutabréfa í Fróða á næstu mánuð- um, en fyrirtækið fékk heimild hjá Verðbréfaþingi íslands til þess að annast söluna án milligöngu verð- bréfamiðiara. „Verðbréfaþingið skoðaði öll okkar gögn sem við lögð- um fyrir,“ svarar Magnús. „Við er- um annað fyrirtækið sem hefur fengið þessa heimild, hitt er Hluta- bréfasjóðurinn. Þetta er mjög mikil traustyfirlýsing vegna þess að þeir ingsins og : „Ég staðfesti hann miðað við kaupsamning. Það var gerður kaupsamningur milli Fróða hf. og Fijáls Framtaks. Ég stað- festi að efnahagsreikningurinn sem í samræmi við hann.“ Og fastaljár- munir eru inní þeirr staðfestingu? „Já, í sjálfu sér staðfesti ég það að þeir hafi verið keyptir samkvæmt kaupsamningi, en ég legg ekki mat á verðmæti þeirra, - það er tvennt ólíkt," svaraði Ragnar. „Áritunin staðfestir að þetta er i samræmi við kaupsamning, en ekki það að ég hafi farið í það að meta hvað þessar eignir eru og hvað stendur á bak við þær, þ.e.a.s. óáþreifanlegar eignir,“ svaraði Ragnár þegar hann var spurður um það hvort hann mæti ekki með árit- uninni það hvort eignir eru rétt færðar. Ragnar segir að það sé huglætt mat hversu verðmiklar óá- þreyfanlegar eignir eru, það hafi ekki skapast nein ákveðin hefð fyr- ir mati á slíkum eignum, s.s. við- skiptavild: „Þetta er bara huglægt mat milli kaupanda og seljanda. Það er ekki í valdi endurskoðanda að leggja mat á þetta.“ Fasteign í Smárahvammslandi er eignfærð upp á 47 milljónir króna, en þetta hús hefúr enn ekki verið byggt. Hins vegar hefur Fróði hf. gert samning um smíði þessa húss, og Magnús segir að ekki sé óeðlilegt og raunar rétt samkvæmt góðri reikningsskilavenju að færa þennan samning bæði til eignar og skuldar. Ef það væri ekki gert væri eiginfjárstaða fyrirtækisins sýnd mun betri en ella. felldu sig við öll gögn sem við lögð- um fyrir þá. Þetta skiptir miklu máli því þama er verið að breyta fyrirtæki einstaklings í almennings- hlutafélag. Við vildum fara í sölu- átak með hlutabréfin bæði með aug- lýsingum og með kynningu. Niður- staðan varð sú að við vildum gera þetta sjálf.“ Magnús segir að búið sé að selja hlutabréf fyrir 35 milljónir króna og þar af hafi starfsmenn keypt bréf fyrir 4 milljónir. Auk þess ætlar Fijálst Framtak að eiga hlut upp á 32 milljónir króna þannig að óselt hlutafé er 95 milljónir króna. Ekki meirihluti í viðtali við viðskiptablað Morgun- blaðsins 2. nóvember síðastliðinn sagði Magnús að bæði fyrirtæki og stofnanir kæmu til liðs við Fróða. Hefur þetta orðið að veruleika eða kom einhver bakkippur? „Það hefur enginn afturkippur komið,“ svarar Magnús og bendir á að aðstæður hafi verið erfiðar undir lok ársins: „Við vorum að kynna fyrirtæki sem var búið að stofna og átti ekki að hefja starfsemi fyrr en 1. janúar. Þá var mikil svartsýni ríkjandi í þjóð- félaginu í árslok 1989. Einnig var mikið umrót í kringum Stöð 2, ann- að stór fjölmiðlafyrirtæki, sem hafði neikvæð ahrif á sölu hlutabréfa hjá okkur.“ Magnús tekur hins vegar fram að meirihluti hafi ekki enn verið myndaður. Varð Magnús ekki var við þá gagnrýni þegar byijað var að selja hlutabréfin að þau væru seld of háu verði? „Það er alveg ljóst að í hvert sinn sem einhver er að kaupa hluta- bréf, vill hann kaupa bréfin á sem allra lægstu verði, það eru eðlileg viðbrögð þess sem er að kaupa,“ svarar Magnús, „ég hef að sjálf- sögðu heyrt að menn gætu hugsað sér að koma inn í arðsamt fyrirtæki með um 70% markaðshlutdeild og fá Jiað fyrir lítið." I kynningarbæklingi sem Fróði sendi frá sér vegna hlutabréfasöl- unnar er lögð rík áhersla á skatta- hlið hlutabréfakaupa. Af hveiju var ekki lögð meiri áhersla á arðsemi bréfanna fyrst þetta fyrirtæki er jafnarðvænlegt og Magnús telur? „Hveijum var þessi bæklingur ætl- aður,“ svarar Magnús. „Hann var fyrst og fremst ætlaður einstakling- um. Það sem skiptir þá miklu er að þeir eru með arðsemi sem nemur tugum prósenta þegar skattaafslátt- urinn er tekinn inn í.“ óbk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.