Morgunblaðið - 22.03.1990, Blaðsíða 12
12c; B H
MORGUNBIÍAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF flröMTU'ÐAÍMR 22. MARZ 1990
Bílar
V-þýzkar bílasmiðjur
hasla sér völl í A-Þýzkalandi
STÆRSTU bílasmiðjur Vestur-Þýzkalands eru nú í óða önn við að
undirbúa bílasmíði í Austur-Þýzkalandi í samvinnu við þarlendar
bOasmiðjur. Reiknað er með að þessi samvinna leiði til mestu fjár-
festinga vestrænna fyrirtækja í Austur-Evrópu til þessa.
Það eru Volkswagen og Adam
Opel (dótturfyrirtæki bandaríska
stórfyrirtækisins General Motors)
bílasmiðjumar vestur-þýzku sem
lengst eru komnar í undirbúningi
framleiðslu í Austur-Þýzkalandi.
Volkswagen vonast til að geta haf-
ið samsetningu á VW Polo síðar á
þessu ári, og Opel er að hraða
undirbúningi að samsetningu sinna
bíla þar, en ekki er ákveðið hvaða
gerðir verða fyrir valinu. Líklegast
verða það Opel Kadett/Vauxhall
Astra. Þá hafa fulltrúar Daimler-
Benz samið við austur-þýzk yfir-
völd um samvinnu við að endur-
bæta smíði vöru- og langferðabíla
í Austur-Þýzkalandi. Þessi þijú
vestur þýzku fyrirtæki em einnig
að endurskipuleggja sölu bílavara-
hluta gegnum umboðsmenn um
allt Austur-Þýzkaland.
Volkswagen
í byrjun er fyrirhugað að Volks-
wagen Polo verði settur saman í
Trabant bílasmiðjunum skammt frá
Zwickau. Er áætlað að kostnaður
verði upphaflega um 350 milljónir
marka (rúmlega 12,6 milljarðar
króna) og að settir verði saman um
50 bílar á dag. Svo er ætlunin að
gera framleiðsluna fjölbreyttari og
hefja samsetningu fleiri gerða
Volkswagen bfla auk Audi bifreiða
og Sea.t frá bílasmiðjum VW á
Spáni. Á framleiðslan að vera kom-
in upp í 400 bíla á dag fyrir lok
ársins 1992. Lokasporið verður svo
að koma upp fullkominni bflasmiðju
í Austur-Þýzkalandi með um 500
bíla dagsframleiðslu árið 1994, og
á framleiðslan að geta tvöfaldazt
árið 1995 eða 1996. Heildárkostn-
aður Volkswagen við þessar fram-
kvæmdir er áætlaður um 5 milljarð-
ar marka, eða rúmlega 180 millj-
arðar króna.
Opel
Fulltrúar frá General Motors og
Adam Opel hafa samið við Automo-
bile Werke Eisenach (AWE) um
stofnun nýs sameignafélags til að
smíða Opel bfla í Austur-Þýzkal-
andi. Fyrst um sinn verða bflarnir
settir saman í smiðjum AWE í Eis-
enach, em þar eru nú smíðaðir
Wartburg bflar. Ætlunin er að
smíðaðir verði 150.000 Opel-bílar
á ári í Eisenach, og talsmenn GM
segja að fyrirhugað væri að Opel
ætti meirihluta í Opel-AWE fyrir-
tækinu.
Nýja sameignarfélagið verður
aðili að innkaupa- og sölukerfum
Opel bflasmiðjanna, og þegar hafa
verið gerðir samningar við 38 um-
boðsmenn sem eiga að starfa fyrir
Opel í Austur-Þýzkalandi.
Daimler-Benz
Fulltrúar Daimler-Benz hafa
gert samkomuiag við ráðamenn hjá
IFA-Kombinat Nutzfahrzeuge um
samvinnu fyrirtækjanna. IFA er
með aðsetur í Ludwigsfelde
skammt frá Berlín og smíðar þar
vöru- og hópferðabifreiðar. Ætla
fyrirtækin tvö að vinna saman að
smíði þessara gerða bifreiða, og
nær samvinnan einnig til hönnun-
ar, þróunar og markaðsmála. Seg-
ist stjórnandi IFA, Lothar Heinz-
mann, reikna með.að Daimler-Benz
eignist smám saman meirihluta í
fyrirtækinu þegar fyrirhuguðum
breytingum í efnahagsmálum
Austur-Þýzkalands ljúki.
Heimild: Financial Times.
BÍLAVERKSMIÐJUR — Volkswagenog Adam Opel bíla-
smiðjumar vestur-þýzku eru lengst komnar í undirbúningi framleiðslu
bfla í Austur-Þýzkalandi í samvinnu við heimamenn.
Fiskimjöl
Samvinna Kína og Chile
SKÝRT hefúr verið frá því í Santiago, höfuðborg Chile, að kínversk
yfirvöld hafi hug á að byggja tvær fiskimjölsverksmiðjur í Chile
í samvinnu við þarlend útgerðarfyrirtæki. Er þetta enn eitt dæ-
mið um vaxandi samskipti landanna. Stutt er síðan Kínverjar lögðu
fram andvirði 20 milljóna dollara (um 1.200 milljónir króna) til
kaupa á fískinyölsverksmiðju í Chile, og reiknað er með að geng-
ið verði frá samningi um smíði nýju verksmiðjanna fyrir mitt þetta
ar.
Chile er stærsti fiskimjölsút-
flytjandi heims, og miklu fjár-
magni hefur verið varið þar í landi
til að bæta prótíninnihald mjöls-
ins. Hafa Kínveijar keypt mikið
af mjöli til dýrafóðurs, og eignar-
hlutur í bræðslunni auðveldar þeim
að auka innflutninginn.
Ríkin tvö hafa einnig átt sam-
vinnu um málmvinnslu, og fer sú
samvinna einnig vaxandi. Árið
1988 unnu tveir koparframleið-
endur frá Chile að því að koma
upp koparröraframleiðslu í Beijing
(Peking) í samvinnu við kínversk
yfirvöld, og nú eru Kínveijar að
kanna möguleika á útflutningi
málmvinnslutækja til Chile. Þá eru
samningar lang komnir um sam-
vinnu ríkjanna við gullgröft í
Norður Chile.
í Santiago er loftmengun mikið
vandamál, og stafar mengunin
ekki sízt frá umferð 12.000 stræt-
isvagna, sem flestir eru komnir til
ára sinna. Þar gætu Kínveijar
komið til hjálpar. Nýlega gerði
sendinefnd skipuð fulltrúum eig-
enda langferðabifreiða og strætis-
vagna víðreist í leit að bifreiðum
búnum góðum mengunarvörnum.
í Kína var þeim kynnt 23 sæta
bifreið með sérstökum mengunar-
búnaði frá Englandi sem nefndar-
mönnum leizt mjög vel á. Um
7.000 félagar eru í samtökum
langferðabílaeigenda í Chile, og
telur formaður samtakanna líklegt
að félagsmenn fallist á að reyna
að endurnýja bílaflota sína með
þessum kínversku bifreiðum.
Heimild: Financial Times.
EB-PUNKTAR
Kristófer Már Kristinsson, Brussel
Belgar vilja athugun
á kjomorkuverum ÍA-Evrópu
í KJÖLFAR lokunar tveggja kjarnorkuvera í Austur-Þýskalandi
vegna þess að þau uppfylltu ekki lágmarkskröfur sem gerðar eru á
Vesturlöndum hala belgísk stjórnvöld beint því til framkvæmdastjórn-
ar Evrópubandalagsins (EB) að hún finni leiðir til að skoða og meta
öryggi í kjarnorkuverum í Mið- og Austur-Evrópu.
KJARNORKUVER — Beigísk stjórnvöld hafa beint því til
framkvæmdastjórnar Evrópubandalagsins að hún finni leiðir til að
skoða og meta öryggi í kjarnorkuverum í Mið- og Austur-Evrópu.
Belgamir vilja að framkvæmda-
stjórnin beiti sér fyrir tafarlausri
lokun þeirra vera sem ekki standist
fyllstu öryggiskröfur en grunur
leikur á að þau séu mörg. Fram-
kvæmdstjóm EB hefur vísað málinu
til Alþjóða kjamorkumála stofnun-
arinnar í Vínarborg en hyggst jafn-
framt beita áhrifum sínum til þess
að öryggismál kjamorkuvera verði
tekin föstum tökum.
Evrópuþingið
Þing Evrópubandalagsins sam-
þykkti í síðustu viku, við fyrstu
umræðu, tillögur framkvæmda-
stjórnar bandalagsins um takmörk-
un á tóbaksauglýsingum í aðild-
arríkjum EB. I meðförum þingsins
var tillögunni breytt á þann veg að
lagt er til að bannað verði að aug-
lýsa tóbak í blöðum, tímaritum, á
veggspjöldum, í kvikmyndum og á
nokkum annan hátt. Framkvæmda-
stjórnin hafði lagt til að auglýs-
ingar yrðu bannaðar í efni sem
ætlað væri ungu fólki og að öðru
leyti skilyrtar á þann hátt að í öllum
auglýsingum kæmi fram á ótvíræð-
an hátt skaðsemi tóbaksreykinga.
Tillaga heilbrigðisnefndar þingsins
var samþykkt með 170 atkvæðum
gegn 111, 17 þingmenn sátu hjá.
I umræðum um tillöguna bentu
andstæðingar hennar m.a. á að það
væri sýndarmennska að kenna tób-
aksauglýsingum um reykingar,
beina ætti spjótunum að tóbaks-
framleiðendum. Aðrir óttuðust að
með samþykktum af þessu tagi
væri EB að fara inn á varasamar
brautir ríkisafskipta. Tillagan verð-
ur tekin til annarrar umræðu í
næsta mánuði.
Bann við tóbaksaug-
lýsingum í Belgíu
Á síðasta ári tóku gildi í Belgíu
lög sem banna auglýsingar á tób-
aksvörum. Bannið nær til allra fjöl-
miðla og vegg- og vegspjalda. Fyr-
ir tveimur árum samþykkti belgíska
þingið bann við reykingum í öllum
opinberum byggingum, s.s. járn-
brautarstöðvum og neðanjarðar-
stöðvum. Hvort sem rekja má
minnkandi reykingar til vaxandi
meðvitundar fólks um skaðsemi
reykinga eða boða og banna af
ýmsu tagi er Ijóst að Belgar reykja
minna en áður. Hins vegar auglýsa
tóbaksframleiðendur engu minna
en þeir gerðu. í stað þess að aug-
lýsa tóbak auglýsa þeir helst eld-
færi og útilíf. Einn tóbaksframleið-
andi auglýsir jafnvel sérstaklega
að hvorki sé minnst á sígarettur
né sjáist þær í auglýsingum hans!
Annars eru persónugervingar ein-
stakra tóbakstegunda búnir að vera
svo snar þáttur í lífi fólks að þeir
einir nægja til að minna á tegund-
ina. Slitinn skósóli, hrikalegt lands-
lag, áleitin tónlist; eða torfærutröll
á allskonar túttum í röðum að yfir-
vinna á hetjulegan hátt, í steríó
torfærur sem vart fyrirfinnast á
Arnarvatnsheiði. Kúrekinn í leð-
urstígvélunum, með hattinn slút-
andi að höggva jólatré fyrir fjöl-
skylduna eða að faðma sætuna sína
við réttarvegg. Hvergi er minnst á
sígarettur eða tóbak, kannski birtist
kveikjari með vörumerki framleið-
andans, sem greinilega framleiddi
eitt sinn tóbak. Oftar er þó vöru-
merkið málað á bílhurð, flugvéla-
væng eða jafnvel skósóla. Auðvitað
er langt síðan tóbaksframleiðendur
hvöttu beinlínis til reykinga í aug-
lýsingum sínum, neytendur ein-
stakra tegunda áttu að samsama
sig tilteknum manngerðum eða
lífsmáta þó svo að flestir hafí senni-
lega reykt, og reyki vegna þess að
þeim finnst gott. Goðsagnir lifa
góðu lífí og verða á skjánum um
langa hríð að beijast við óblíða
náttúru í óbyggðum eða við réttar-
vegg. Það þyrfti því sennilega að
banna auglýsingar yfírleitt.
Evrópuþingið vill aðild
að ráðstefim um stofti-
sáttmála EB
Þingmenn á Evrópuþinginu
ítrekuðu í síðustu viku enn frekar
stuðning við sameiginlegan gjald-
miðilsmarkað aðildarríkja EB.
Þingið styður jafnframt fyrirhug-
aða ráðstefnu aðildarríkja EB um
nauðsynlegar breytingar á stofn-
sáttmála bandalagsins til þess að
af gjaldmiðilssamstarfinu geti orð-
ið. Þingið vill hins vegar að ríkis-
stjórnarráðstefnan taki fyrir fleiri
atriði og þá sérstaklega að sam-
vinna aðildarríkjana á sviði utanrík-
ismála verði jafnframt látin ná til
öryggismála. Þá vill þingið að hlut-
verk EB á sviði félagslegra réttinda
verði staðfest og atkvæðagreiðslum
þar sem meirihluti ráði verði beitt
oftar í ráðherraráðinu. Þingið vill
fá umsagnarrétt um skipanir dóm-
ara við Evrópudómstólinn og sömu-
leiðis endurskoðendur EB. Þingið
telur jafnframt að kjósa beri forseta
framkvæmdastjómarinnar á þing-
inu og bera eigi einstákar tilnefn-
ingar í framkvæmdastjórnina undir
atkvæði þingmanna. í samþykkt-
inni er lögð á það áhersla að ráð-
stefnan afgreiði á tvímælalausan
hátt framtíð EB þannig að ljóst
verði við það unað að eitt eða fleiri
aðildarríki, í minnihluta, geti um
langa framtíð staðið í vegi fyrir
nauðsynlegri framvindu í Evrópu.
Þeim ríkjum sem ekki vilji taka
þátt í enn nánari samvinnu innan
EB standi alltaf sá kostur til boða
að vera utan við.