Morgunblaðið - 23.03.1990, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MARZ 1990
17
Veðurdagurinn 1990 er í dag:
700 banaslys á sjó vegna
stórvirða árin 1947-1980
VEÐURDAGURINN, sem Alþjóða veðurfræðisto&iunin helgar bar-
áttumálum sínum, er í dag, 23. mars og verður hann helgaður viðn-
ámi gegn náttúruhamförum. Veðurstofa íslands hefúr tekið saman
töflur um manntjón vegna náttúruhamfara þar sem fram kemur
að dauðsföll af völdum snjóflóða, vetrarhríða og umferðarslysa sem
rekja má til slæmra veðurskilyrða eru tíðari hér á landi en að tiltölu
í öðrum löndum.
Morguriblaðið/Sigurgeir
Unnið við frystingu loðnuhrogna í Vestmannaeyjum.
Nærri 700 banaslys urðu á sjó
við ísland vegna stórviðra á tíma-
bilinu 1947-1980. Á sama tímabili
fórust 499.000 manns af völdum
fellibylja í heiminum sem jafngildir
V estmannaeyjar:
Efltir er að ftysta 1.100
af2.0001 hrognakvóta
V estmannaeyj u m.
FRYSTIHUSIN fjögur í Eyjum hafa nú fryst um 900 tonn af þeim
2 þúsund tonna hrognakvóta, sem húsin hafa. Verðmæti hrogn-
anna, sem fryst hafa verið, er um 90 milljónir króna, þannig að
verðmæti þess, sem ófryst er, er um 110 milljónir.
Á vertíðinni er búið að bræða minnkað með degi hveijum.
lok vertíðar höfðu verið fryst þar
560 tonn.
Grímur
25 dauðsföllum á hverja 250.000
íbúa jarðarinnar. Hér á landi koma
fellibyljir varla fyrir en stórviðri
eru afar mannskæð, einkum á
meðal sjómanna.
Páll Bergþórssom veðurstofu-
stjóri segir að um 800 íslensk skip
og bátar væru hér að veiðum að
jafnaði við landið að sumarlagi og
því lægi mikið við að Veðurstofan
væri í stakk búin til að geta spáð
fyrir um óvæntustu veðrabrigði.
Frá 1947-’80 fórust 450.000
manns af völdum jarðskjálfta sem
jafngildir 23 dauðsföllum á hveija
250.000 jarðarbúa. Hér á landi er
talið að um 100 manns hafi farist
af völdum jarðskjálfta frá upphafi
íslandsbyggðar sem samsvarar um
þremur mönnum á 34 árum. Páll
Berþórsson bendir á að lengst af
þessu tímabili hafi ekki verið til
48 þúsund tonn af loðnu í Fiski-
mjölsverksmiðju Vestmannaeyja
og 32 þúsund tonn í Fiskimjöls-
verksmiðju Einars Sigurðssonar.
FES átti í gær, þriðjudag, um
1.200 tonn af hráefni en FIVE
eitthvað minna. Frí var í báðum
verksmiðjunum um síðustu helgi
en starfsfólk verksmiðjanna hefur
fengið helgarfrí einu sinni áður
eftir áramótin.
Loðnuveiði hefur gengið treg-
lega að undanförnu og vonir
manna um að kvótinn náist hafa
í Hraðfrystistöðinni er búið að
frysta 450 tonn af 800 tonna kvóta
hússins. í hinum frystihúsunum,
Fiskiðjunni, ísfélaginu og Vinnslu-
stöðinni, er búið að frysta um 450
tonn af 1.200 tonna kvóta.
Þó enn hafi ekki náðst að frysta
nema tæpan helming af þeim
hrognakvóta sem fi-ystihúsin í Eyj-
um hafa sögðu fi’ystihúsamenn að
þeir héldu enn í vonina og sem
dæmi tóku þeir að í fyrra hefði
aðeins verið búið að frysta 80 tonn
í Hraðfrystistöðinni 20. mars en í
Alþjóðlega bænavikan:
Guðsþjónusta í Aðventkirkjunni
SAMKIRKJULEGRI bænaviku
um einingu kristinna manna
verður fram haldið með guðs-
þjónustu í Aðventkirkjunni kl.
20.30 í kvöld.
Predikari við guðsþjónustuna er
dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup.
Ritningarlestra flytja Ólafur Jó-
hannsson, fulltrúi Hvítasunnu-
manna, Anna Marie Reinholdtsen,
kapteinn, af hálfu Hjálpræðishers-’
ins og Jón Valur Jensson fyrir hönd
Kaþólskp kirkjunnar á íslándi. Eric
Guðmundsson, forstöðumaður Sjö-
unda dags aðventista stýrir athöfn-
inni.
(Fréttatilkynning frá Samstarfsnefnd
kristinna trúfélaga á íslandi.)
Háskólakórinn heldur tón-
leika í Langholtskirkj u
Háskólakórinn hefúr undanfarin ár haldið tónleika í Langholts-
kirkju í Reykjavík undir lok starfsársins og verða tónleikarnir i
þetta sinn í dag, föstudaginn 23. marz. Einnig verða haldnir tónleik-
ar í Hafúarborg í Haftiarfírði á sunnudaginn.
Nýr stjórnandi, Guðmundur Óli
Gunnarsson, tók við Háskólakórn-
um síðastliðið haust af Árna Harð-
arsyni. Guðmundur Óli stundaði
nám í Hollandi um sjö ára skeið
og lauk þar prófi í hljómsveitar-
stjórnun. Hann hefur komið víða
við og meðal annars stjórnað sin-
fóníuhljómsveit í Utrechtborg í
Hollandi um þriggja ára skeið. í
vetur stjórnar Guðmundur Óli, auk
Háskólakórsins, Nýja músíkhópn-
um og Kammersveit Reykjavíkur
og er einnig meðal stjórnenda ís-
lensku hljómsveitarinnar.
Hefð er fyrir því hjá Háskóla-
kórnum að flutt sé nýtt íslenskt
tónverk ár hvert. í þetta sinn er
frumflutt nýtt verk eftir Þorstein
Hauksson, samið sérstaklega fyrir
Háskólakórinn nú í upphafi árs.
Verkið kallar Þorsteinn Sapientia
en tónlistin er samin við niðurlag
ljóðaflokksins Psychomachia eftir
Prudentius þar sem ijallað er um
viskuna. Ljóðaflokkur þessi er um
sextán hundruð ára gamall en
hann snýst um hildarleik góðs og
ills þar sem viskan sigrar að lokum
og ræður ríkjum að eilífu. Þetta
verk Þorsteins er eins konar fram-
hald tónverksins Psychomachia
sem hann sámdi fyrir sópran og
selló og frumflutt var á síðasta ári.
Á efnisskrá Háskólakórsins er
einnig meðal annars tónlist finnska
tónskáldsins Einojuhani Rautav-
aara við ljóð eftir Féderico Garcia
Lorca. Einnig má nefna verk fyrir
talkór og slagverk eftir Ernst Toch
en auk þess skipa þjóðleg íslensk
lög stóran sess í efnisskránni. Þar
eru meðal annars útsetningar eftir
tvo fyrrverandi stjórnendur Há-
skólakórsins, þá Árna Harðarson
og Hjálmar Helga Ragnarsson.
Tónleikar Háskólakórsins í
Langholtskirkju á föstudaginn
heíjast klukkan 20.30 en tónleik-
arnir í Hafnarborg á sunnudaginn
klukkan 17.00.
(Fréttatilkynning)
Aðventkirkjan
neitt þéttbýli í landinu þannig að
tjónið sýnist tiltölulega lítið. Þétt-
riðnu mælinganeti hefur verið
komið upp á Suðurlandi en Páll
sagði að jarðskjálftaspár væru enn
sem komið er skammt á veg komn-
ar.
Að jafnaði verða hér árlega 6-8
dauðaslys í umferðinni þar sem
slæm veðurskilyrði koma við sögu.
Þetta samsvarar nærri 250 bana-
slysum á þriðjungi aldar, sem er
tífalt meira en af völdum fellibylja
eða jarðskjálfta í heiminum.
Þá hafa 200 sinnum fleiri farist
af völdum snjóflóða hér á landi að
tiltölu á árunum 1947-1980 en í
öðrum löndum. Ætla má að hér
hafi farist 50 manns á hveijum
þriðjungi aldar síðustu 100 ár.
Honda *90
Civic
3ja dyra
16 ventla
Verð fró 746,- þúsund.
GREIÐSLUSKILMÁLAR
FYRIR ALLA.
[0
VATNAGÖRÐUM 24, RVlK., SÍMI 689900
LAUSBLAÐA-
MÖPPUR
írá Múlalundi... i
... þær duga sem besta bók.
Múlalundur i
Sf Ml: 62 84 50 £
•
IJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL V0RLAUKA 0G FRÆA AF ÝMSUM GERÐUM 0G Á GÓÐU VERÐI
ÍTIÐ VIÐ 0G KYNNIÐ YKKUR ÚRVALIÐ 0G MÖGULEIKANA HJÁ FAGMÖNNUM.
ÍEYNSLA - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA
SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA
SMIÐJUVEGI 5, 200 KÓPAVOGUR, SÍMI 43211