Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1990 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD „Ég fann mig vel - sagði Guðjón Árnason, sem var besti leikmaður FH gegn Val í þessum leik“ „ÉG fann mig vel í þessum leik enda er maður búinn að und- irbúa sig mjög vel fyrir þennan dag“, sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH og besti maður liðs- ins, eftir leikinn við Val. Stemmningin í húsinu var rosa- lega mikil og góð. Áhorfendur studdu vel við bakið á okkur og þó svo áhorfendur hér í Hafnarfirði hafi oft verið góðir Skúli held ég að þeir hafi Unnar aldrei verið eins og Sveinsson j (jag “ Þegar Guðjón var spurður um „Svíaaðferðina" sagði hann: „Við höfum ekki verið full- komlega ánægðir með leiki okkar í vetur. Þó svo við höfum verið að vinna leiki þá hefur okkur ekki fundist við leika vel. Við ákváðum því fyrir leikinn gegn Stjörnunni að reyna að fagna hveiju marki eins og það væri sigurmark. Menn muna hvernig það gafst gegn Stjörnunni og í dag gekk það líka upp. Þetta' setur ákveðna stemmn- ingu í liðið og ég er ekki frá því að menn hafí meira gaman af því sem þeir eru að gera með þessari aðferð“. Morgunblaðið/Einar Falur Guðjón Árnason, fyrirliði FH, var besti leikmaður valiarins gegn Val. Hann skoraði alls níu mörk. A mynd- inni til hliðar er Jón Erling Ragnars- son að myndast við að gefa línusend- ingu inn á Þorgils Óttar. Gísli Óskars- son reynir að trufla Jón Erling og Valdimar Grímsson virðist vera með Þorgils Óttar í strangri gæslu. Bjöm hetjaKA Björn Bjömsson, markvörður, var hetja KA-manna er þeir sigruðu ÍR-inga á Akureyri, 18:17, á laugardag. Þegar nokkrar sek- gm úndur voru til leiks- Reynir loka voru KA-menn Eiríksson einu marki yfir og í skrífar sókn, en misstu knöttinn klaufalega. IR-ingar geystust fram völlinn og á lokasekúndu Ieiksins átti einn þeirra gott langskot sem Björn varði með tilþrifum og tryggði sínum mönnum þar með sigurinn. KA-menn náðu undirtökunum strax í upphafi leiks og að 20 mín. loknum höfðu þeir gert 10 mörk gegn 6 mörk- um ÍR-inga. Þá kom leikkafli sem flestir vilja sennilega gleyma sem fyrst, mistök á mistök ofan á báða bóga. Þegar gengið var til hálfleiks hafði KA fímm marka forskot, 12:7. ÍR-ingar mættu galvaskir til síðari hálfleiks og skoruðu fjögur fyrstu mörkin. Munurinn þá eitt mark. Þeir náðu svo að jafna í fyrsta skipti síðan staðan var 1:1, er tíu mín. voru iiðnar af síðari hálfleik, 14:14. Það sem eft- ir lifði leiksins var jafnt á með liðunum en eins og áður sagði var það Bjöm sem tryggði KA stigin tvö. Björn var bestur KA-manna. Hann hefur staðið í skugga Axels Stefáns- sonar í vetur, mest setið á bekknum í allan vetur, en kom nú inn á um miðjan fyrri hálfleik og varði alls 12 skot í leiknum. Hjá IR var Ólafur Gylfason bestur. Minnstu munaði að sagan endurtæki sig Minnstu munaði að sagan frá því í leik HK og Víkings í fyrri umferð 1. deildarinnar í hand- knattleik endurtæki sig á sunnu- dagskvöldið. HK Skúli Unnar stal öðru stiginu í Sveinsson Laugardalshöll á skrifar síðustu sekúridum leiksins í desember og náði jafntefli, 22:22, en að þessu sinni náðu Víkingar sigri, 23:22. Víkingar komust í 4:0 í byijun en náðu ekki að fylgja þeirri góðu byijun eftir og HK-menn komust eftir 23 mín. í, 8:7, en jafnt var í leikhléi, 10:10. Það sama var upp á tengingnum: Víkingar náðu fjög- urra marka forskoti, 12:16, og þeg- ar þijár mín. voru eftir höfðu þeir fjögurra marka forskot, 18:22. HK brá þá á það ráð að leika maður á mann-vörn og bar það þann árangur að Kópavogsliðið náði að minnka muninn í 20:22 áður en besti maþur Víkinga, Birgir Sig- urðsson, náði að skora 23. mark Víkings er ein mín. var eftir. HK skoraði tvö síðustu mörkin, þar af Bjarni markvörður þeirra Frostason það síðasta með skoti yfir endilegan völlinn. Það sem einkenndi leikinn fyrst og fremst var hve skyttur liðanna höfðu sig lítið í frammi. Birgir var bestur Víkinga. Dagur Jónasson lék vel eftir að hann kom inn á í síðari hálfleik og ekki má Hrafn Margeirs- son, markvörður, gleymast en hann varði mjög vel. Hjá HK var fyrirlið- inn, Óskar Elvar Öskarsson, bestur. „Óska FH til hamingju" „ÉG vil byija á að óska FH- ingum innilega til hamingju með sigurinn og væntanlegan Islands- meistaratitil," sagði _ Valdimar Grímsson eftir leikinn. „Ég held að þetta hafi verið skemmtilegur úr- slitaleikur, bæði fyrir okkur leik- menn og ekki síður áhorfendur. Það versta við svona leiki er þegar leik- menn leggja sig 110% fram en síðan koma dómarar og eyðileggja leikinn með fáránlegri dómgæsju síðustu fimm mínútur leiksins. Ég er ekki með þessu að segja að dómararnir hafi endilega verið gegn okkur. Það er ekkert annað en mæta af krafti í bikarkeppnina og þar á ég von á að sömu lið leiki til úr- slita. FH og Stjarnan verður að vísu stemmningsleikur og þar getur allt gerst en ég á samt von á að við mætum FH í úrslitum. Þá vil ég fá að sjá fleiri Valsmenn á áhorf- endapöllunum. Það er sárt að leika svona mikilvæga leiki, í svona stóru húsi, og sjá svona fá stuðnings- menn. Þeir fáu sem mættu stóðu sig að vísu vel en ég vona að þeir verði fleiri á bikarúrslitaleiknum," sagði Valdimar. FH-ingar unnu toppslaginn Skúli Unnar Sveinsson skrifar FH-INGAR stigu stórt og mikil- vægt skref að Islandsmeistar- atitlinum í handknattleik er þeir unnu helstu keppinauta sína, Valsmenn, íhörkuspenn- andi leik íglæsilegu íþróttahúsi þeirra FH-inga við Kaplakrika. Ef þeir verða meistarar verður það ífyrsta sinn síðan 1985 sem bikarinn fer í Fjörðinn. Leikurinn var æsispennandi frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Strax í upphafi fannst manni FH-ingar þesslegir að þeir færu með sigur af hólmi. Ástæðan var sú að þeir fögnuðu hveiju marki eins og þeir væru orðnir heimsmeistarar, svipað og Svíar hafa gert unandfarin ár. Heima- menn voru ákveðnari og með því að nota „Svíaaðferðina" náðu þeir upp geysilega góðri stemmningu í liði sínu. Jafnræði var allan fyrri hálfleik- inn, mestur varð munurinn 7:4 fyr- ir FH, en Val tókst að jafna 9:9 fyrir leikhlé. Um miðjan síðari hálfleik komust gestirnir yfir, 15:16, og síðan 16:18 og 17:19, en heimamenn skorðu þijú mörk í röð og komust yfir 20:19. Þegar hér var komið sögu voru um ijórar mínútur til leiksloka og mikill hiti í leikmönnum. Valsmenn voru í sókn og Jakob fór inn úr vinstra horninu en Gunnar Bein- teinsson ýtti Brynjari á Jakob og hann náði ekki skoti. Dæmd var ólögleg hindrun á Brynjar og í kjöl- farið var Jakob rekinn af leikvelli fyrir að mótmæla helst til kröftug- lega. Brynjar jafnaði 20:20 en Guðjón kom FH yfir er rúm mínúta var eftir. Theodór komst í gegnum vörn FH en Bergsveinn varði meistara- lega og FH-ingar héldu boltanum það sem eftir var leiks án teljandi vandræða og á síðustu sekúndunni skoraði Guðjón síðasta mark leiks- ins. Með þessum sigri vantar FH að- eins eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér sigur í mótinu og það ætti að takast hjá þeim ef allt fer samkvæmt áætlun. Bestur í liði FH var án efa Guð- jón Árnason sem skoraði 9 mörk, af línu, fyrir utan og með gegnum- brotum. Hann lék einnig vel í vörn- inni eins og reyndar allir FH-ingar að þessu sinni. Jón Erling lék vel í vinstra horninu og var geysilega fljótur í sóknina. Guðmundur stóð Sig vel í markinu, en hann lék fyrri hálfleikinn og hluta úr þeim síðari. Bergsveinn stóð sig einnig vel í marki FH. Óskar lék vel en var ótrúlega óheppinn með skot sín. Hjá Val var Jón sterkur, sérstak- lega í fyrri hálfleik og Brynjar lék vel í sókninni en eins og venjulega misfórust of mörg skot hjá honum. Hann kom geysilega sterkurtil leiks eftir að honum var vikið af leik- velli um miðjan síðari hálfleik. Ein- ar varði vel framan af fyrri hálfleik en lítið eftir það. Finnur var að vanda sterkur í vörninni og kom mjög vel út á móti Héðni. Valsmenn voru ekki ánægðir með dómgæsluna og eftir leikinn gerðu Brynjar Harðarson og Jón Kristj- ánsson sig seka um framkomu sem vonandi á ekki eftir að sjást meira af í handboltanum hér á landi. Þeir hreinlega réðust að öðrum dómara leikisins og ef þeir hefðu ekki verið dregnir í burtu er ekki ljóst hvað hefði gerst. Spenna í Eyjum Sigurður Bjarnason tryggði Stjömunni sigur á ÍBV, 26:25, í Eyjum á sunnudaginn er hann gerði sigurmarkið úr vítakasti hálfri mínútu fyrir leikslok. Þetta var eina vítakastið sem Stjarnan skoraði úr en áður hafði liðið misnotað tvö. Eyjmenn náðu ekki að nýta sér síðustu sóknina. Sig- urður Friðriksson komst í gegn en dómarar leiksins flautuðu á brot á Eyjamönnum útá velli og Þorsteinn Viktorsson náði ekki að skora úr síðasta skoti Ieiksins. Leikurinn var jafn og skemmtilegur en Stjarnan hafði ávallt frumkvæðið. Liðið hafði þriggja marka forskot, 25:22, en góður endasprettur Eyjamanna hafði nær tryggt þeim annað stigið. Sigfús G. Guðmundsson skrifarfrá Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.