Morgunblaðið - 22.04.1990, Side 1
104 SIÐUR B/C
89. tbl. 78. árg. SUNNUDAGUR 22. APRÍL 1990 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Vytautas Landsbergis forseti Litháens:
Málamiðlun hugsanleg í
deilunni við Sovétmenn
Til greina kemur að fresta sjálfstæðisyfirlýsingunni um tvö ár
New York, Islamorada í Florida. Reuter.
VYTAUTAS Landsbergis, forseti Litháens, sagði í viðtali er birtist í gær í banda-
ríska dagblaðinu New York Times að málamiðlun í deilunni við Sovétstjórnina
væri hugsanleg. Til greina kæmi að Litháar frestuðu eiginlegri framkvæmd sjálfstæð-
isyfirlýsingarinnar en á hinn bóginn myndu landsmenn ekki á ný viðurkenna sljórn-
arskrá sovéska ríkjasambandsins.
Páfi sækir
Tékka heim
Prag. Reuter.
JÓHANNES Páll páfi annar kom í
tveggja daga opinbera heimsókn til
Tékkóslóvakíu í gærmorgun. I ræðu eft-
ir komuna fagnaði páfi lýðræðisbreyting-
unum í Austur-Evrópu undanfarna mán-
uði og sagði að kommúnisminn hefði
hrunið sem Babelsturn. Vaclav Havel,
forseti Tékkóslóvakíu og Frantisek
Tomasek kardínáli, leiðtogi kaþólsku
kirkjunnar, tóku á móti páfa.
Perez de Cuell-
ar til Albaníu
JAVIER Perez de Cuell-
ar, framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna,
mun innan tíðar halda í
heimsókn til Albaníu.
Breska útvarpið BBC
skýrði frá þessu í gær-
morgun en á undanförn-
um vikum hafa harðlínu-
kommúnistar þeir er
ráða ríkjum í Albaníu
látið að því liggja að
slakað verði á einangrunarstefnunni sem
einkennt hefur stjórn þeirra. A fimmtu-
dag greindi albanska fréttastofan frá því
að Ramiz Alia, leiðtogi landsins, hefði
lýst yfir vilja stjórnvalda til að taka upp
á ný síjórnmálasamskipti við Bandarikin
og Sovétmenn. Yfirlýsing þessi felur í
sér stefnubreytingu því fram til þessa
hafa albanskir ráðamenn fordæmt með
öllu umbóta- og opnunarstefhu M.S. Gor-
batsjovs Sovétleiðtoga.
Orðvandur
sökudólgur
JÚGÓSLAVI nokkur, Hakic Ceku að
nafiii, kom fyrir rétt í Malaga á Spáni
fyrir skemmstu en yfirheyrslan fékk
skjótan endi er í Ijós kom að maðurinn
hafði saumað saman á sér varirnar. Ná-
lina og tvinnann tók Hakic fram er hann
honum var tilkynnt að hann ætti yfir
höfði sér allt að 11 ára vist innan fangels-
ismúra. Hakic var kærður fyrir að bera
byssuhólk auk þess sem sannað þótti að
hann tilheyrði hópi vopnaðra
skrílmenna. Þegar i ljós kom að hinum
ákærða var öldungis um megn að koma
upp orði ákvað dómarinn að fresta frek-
ari réttarhöldum. Tjáskiptaörðugleik-
arnir komu þó ekki í veg fyrir að Hakic
tækist að lýsa vanþóknun sinni á verj-
anda sínum, því er hann gekk út úr rétt-
arsalnum þreif hann gleröskubakka
hveijum hann grýtti í þann lögspaka.
Málið verður að líkindum tekið fyrir að
nýju nú um hclgina.
Landsbergis kvað þau boð hafa borist frá
ráðamönnum í Moskvu að samningavið-
ræður gætu hafist lýstu stjórnvöld í Litháen
yfir því að landið teldist ekki sjálfstætt ríki
fyrr en að tveimur árum liðnum. Sagðist
forsetinn telja að málamiðlun sem þessi
gæti reynst grundvöllur fyrir viðræðum við
fulltrúa Sovétstjórnarinnar. Orðrómur er á
kreiki í Litháen um að sendinefnd er heldur
til Moskvu í næstu viku muni leggja tillögu
þessa fram er hún gengur á fund undirsáta
Míkhaíls S. Goybatsjovs, leiðtoga sovéskra
kommúnista. Á móti eru Litháar sagðir
krefjast þess að ráðamenn í Kreml skuld-
bindi sig til að virða þá ákvörðun lands-
manna að segja skilið við sovéska ríkjasam-
bandið.
í bréfi sem Landsbergis sendi Sovétleið-
toganum á föstudag sagðist hann hafa full-
an skilning á því að Sovétstjórnin ætti hags-
muna að gæta í Litháen og ítrekaði samn-
ingsvilja stjórnar sinnar. Ekki er vitað til
þess að svar hafi borist frá Moskvu en
Gorbatsjov hefur sett það sem skilyrði fyrir
viðræðum við Litháa að sjálfstæðisyfirlýs-
ingin frá 11. fyrra mánaðar verði dregin til
baka.
Marlin Fitzwater, talsmaður George Bush
Bandaríkjaforseta, sagði á fundi með frétta-
mönnum á föstudag að forsetinn hefði látið
þau boð út ganga að stóráuka bæri samráð
við vestrænar ríkisstjórnir og leiðtoga þing-
flokka á Bandaríkjaþingi. Lét talsmaðurinn
að því liggja að boðuð yrðu í næstu viku
samræmd viðbrögð Bandaríkjamanna og
bandamanna þeirra við efnahagsþvingunum
Sovétmanna gagnvart Litháum.
VELFERO,
VESÖLD
&JÖLFRJEÐI
Höfum viö þaö gott
miöaö viö aörar þjóöirf
10
Alþýóuflokkur
þolir ekki núverandi
stjórnarsamstarf
- segir Birgir Árnason fyrrum
aðstoðarmaður Jóns Sigurðs-
sonar sem nú hefur hafið störf