Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 2

Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. APRIL 199 SKIÐAMOTISLANDS Sigurgeir sterkast- urí 15kmgöngu SIGURGEIR Svavarsson frá Ól- afsfirði vann sinn fyrsta ís- landsmeistaratitil í karlaf lokki er hann sigraði í 15 km göngu á Skíðamóti íslands í Bláfjöllum á sunnudag. Sigurgeir tók forystu strax eftir fyrstu fimm kílómetrana og var þá 3 sek. á undan Rögnvaldi Ingþórssyni frá Akureyri og 20 sek. á undan Hauki Eiríkssyni frá Akur- eyri. Sigurgeir hélt uppteknum hætti næstu fimm km og jók enn forskot sitt og var hálfri mínútu á undan Hauki, sem var kominn fram úr Rögnvaldi. Sigurgeir kom síðan í mark mínútu á undan Hauki. Frábær enda- sprettur Hauks - tryggði Akureyringum sigur Akureyringar sigruðu í boð- göngu karla á Skíðamóti Ís- lands, en gengið var í Bláfjöllum í gær. Ólafsfjörður varð í öðru sæti og Siglufjörður í þriðja. Fyrir síðustu skiptinguna höfðu Ólafsfirðingar 40 sek. forskot á Akureyringa. Haukur Eiríksson, íslandsmeistari í 30 km göngu, gekk síðasta sprettinn fyrir Akur- eyri og Sigurgeir Svavarsson fyr- ir Ólafsfjörð. Haukur átti frábær- an endasprett og náði Sigurgeiri og gerði gott betur og kom 15 sek. á undan honum í mark. í sigursveit Akureyringa voru Rögnvaldur Ingþórsson, Kristján Ólafsson og Haukur Eiríksson. Fyrstu tveir keppendurnir í hverri sveit gengu með hefð- bundinni aðferð, en þriðji og síðasti með fijálsri aðferð. Skíða- færi og veður var mjög gott í Bláfjöllum í gær. Rögnvaldur gaf eftir á síðustu fimm km og hafnaði í þriðja sæti, 1,30 mín. á eftir Sigurgeiri. Þessir þrír göngumenn voru í sérflokki. Ólafur Bjömsson frá Ól- afsfirði varð fjórði, 4,30 mín. á eft- ir sigurvegaranum. Alls voru 8 keppendur sem tóku þátt í keppn- inni og vekur það athygli að aðeins einn Isfirðingur var meðal kepp- enda, Elías Sveinsson, sem jafn- framt var elsti keppandinn í göngunni. Spennandi í piltaflokki Keppnin í 10 km göngu pilta 17 - 19 ára var mjög jöfn og spenn- andi. Til marks um það munaði aðeins 17 sek. á fyrsta og fjórða sæti. Gísli Valsson frá Siglufirði sigraði var 11 sek. á undan sveit- ungi sínum, Sigurði Sverrissyni. Kristján Ólafssson frá Akureyri varð þriðji og Kristán Hauksson, Ólafsfírði, fjórði. Hinn ungi og efnilegi ísfírðingur, Daníel Jakobsson, hóf gönguna af miklum krafti og hafði mínútu í forskot eftir fyrri fímm kílómetr- ana. Hann sprakk á síðustu kíló- metrunum, en kláraði hringinn og kom síðastur í mark. MorgunblaðiíS/Bjarni Eiríksson Sigurgeir Svavarsson frá Ólafsfirði sigraði í 15 km göngu karla. Hér er hann í 30 km göngunni þar sem hann varð í þriðja sæti. Akureyr- ingar unnu flest verðlaun Akureyringar unnu flest verð- laun á Skíðamóti íslands 1990. Þeir hiutu sex gullverðlaun, níu silf- ur og þrenn bronsverðlaun. Ólafs- fírðingar komu næstir með tvenn gull, tvenn silfur og þrenn brons- verðlaun, þá Siglfírðingar með tvenn gull, tvenn silfur og ein brons- verðlaun. ísfírðingar hlutu tvenn gull og þrenn bronsverðlaun og Reykvíkingar ein gullverðlaun og þrenn bronsverðláun. Haukur Eiríksson göngukappi frá Akureyri vann flest verðlaun einstaklinga á mótiny, þrenn gull- verðlaun og ein silfurverðlaun. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Ásta Halldórsdóttir frá ísafirði varð tvöfaldur íslandsmeistari. Hún sigraði í svigi og alpatvíkeppni annað árið í röð. Stökkið færttil Ólafs- fjarðar Veðrið setti strik í reikninginn á Skíðamóti íslands, sem lauk formlega með boðgöngu í Bláfjöll- um í gær. Ekki var hægt að keppa í stökki, norrænni tvíkeppni og sam- hiiðasvigi. Ráðgert er að stökkkeppnin fari fram á Ólafsfírði um næstu helgi þar sem keppendurnir fimm, sem skráðir voru til leiks, eru allir frá Ólafsfírði og þar er jú eini stökk- pallurinn á landinu. Keppni í samhliðasvigi karla og kvenna féll niður. Hugsanlegt er að keppt verði í samhliðasvigi í Bláfjöllum um næstu helgi ef næg þátttaka fæst. Morgunblaðið/Bjarni Eiríksson Örnólfur Valdimarsson frá Reykjavík náði besta tírhanurh í báðúm úmferðum "svigsins á sunnudág. Ásta og Ömólfur endur tóku leikinn frá í fyrra ÁSTA Halldórsdóttir frá ísafirði og Örnólfur Valdimarsson úr Reykjavík sigruðu í svigi á Skíðamóti íslands á sunnudag. Ásta vann annað árið í röð og Örnólfur þriðja árið. * Asta hafði ótrúlega mikla yfirburði í fyrri umferð svigsins og má segja að hún hafi þá þegar tryggt sér sigur. Hún hafði þriggja sek. forskot á Guðrúnu IHam H. Kristjánsdóttur og gat ZalurB. því tekið lífínu með ró í Jónatansson síðari umferð. skrifar „Það iná segja að þetta hafí verið minn dagur. Það gekk allt upp hjá mér í fyrri umferð og í síðari umferð keyrði ég af öryggi og tók enga áhættu. Ég get ekki verið annað en ánægð með að vinna tvo íslandsmeístarátitla á þessu rrióti, svigið- og alpatvíkeppnina," sagði Ásta Halldórs- dóttir, sem keppir fyrir ísafjörð. Ásta, sem er 19 ára Bolvíkingur, stund- ar námi á skíðabraut MÍ á Isafirði og verður stúdent í vor. Hún hefur verið mjög sigursæl í gegnum yngri aldurs- flokkana. „Ég hef verið mikið á skíðum í vetur, en hef þó átti í bakmeiðslum. Ég vil nota tækifærið til að þakka þjálfara mínum, Hafsteini Sigurðssyni, fyrir að- stoðina í vetur, sem hefur verið ómetan- leg.“ Ásta segist ætla að taka sér frí frá námi eftir stúdentsprófið í vor. „Ég hef áhuga á að fara erlendis næsta vetur og æfa. Það er nauðsynlegt að fara erlendis til að æfa sérstakelga fyrir áramót þegar veður er verst hér heima, sagði Ásta, sem byrjaði að æfa skíði sex ára gömul. Örólfur Valdimarsson frá Reykjavík vann sinn sjönda íslandsmeistaratitil er hann sigraði í svigi þriðja árið í röð. Hann náði besta tímanum í báðum umferðum svigsins. „Ég keyrði bara þétt án þess að taka verulega áhættu. Keppnin var mjög jöfn og það mátti ekkert útaf bregða. Ég vissi það frá fyrri mótum í vetur að ef ég kæmist niður ætti ég alla möguleika á sigri,“ sagið Örnólfur. Örnólfur fór fyrri ferðina á 53,33 sek og var 0,13 sek á undan Hauki Arnórs- syni úr Reykjavík. Valdemar Valdemars- son, sem sigraði í stórsviginu, kom skammt á eftir. I síðari umferð náði Örn- ólfur aftur besta tímanum. Valdemar skaust þá upp fyrir Hauk og endaði í öðru sæti og tryggði sér sigur í alpatví- keppni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.