Morgunblaðið - 24.04.1990, Side 8
ítffrmR
FOLX
< f ♦ '
Reuter
Diego Maradona í miðjunni, Ciro Ferrara til vinstri og Ricardo Alemao
fagna sigri Napólí um helgina.
KNATTSPYRNA / ENGLAND
Fjórir hjá AC
Mílanó sáu rautt
Napólí með pálmann í höndunum
Öruggt hjá Liverpool
- segir Graham Taylor hjá Villa. 18. Englandstitill Liverpool í sjónmáli
LIVERPOOL færðist nær settu
marki um helgina —18. Eng-
landsmeistaratitill félagsins
blasir við. „Þetta virðist öruggt
hjá Liverpool, en við getum
4 hugsanlega haldið spennunni
út keppnina," sagði Graham
Taylor hjá Aston Villa eftir leiki
helgarinnar. „Ég tala ekki um
titil fyrr en eftir mót,“ sagði
Kenny Dalglish, en fjögur stig
úr þremur leikjum tryggja hon-
um og félögum í Liverpool enn
eina rósina.
Ronny Rosenthal kom Liverpool
á bragðið í 4:1 sigri gegn
Chelsea og lagið upp mark ians
Rush, sem irmsiglaði sigurinn.
„Ronny lék vel og
Frá markið var mjög
Bob gott. Hann vantar
Hennessy hins vegar meiri
leikæfingu," sagði
Dalglish um lánsmanninn frá
Standard Liege, sem hefur gert
fimm mörk í fjórum leikjum með
Liverpool. Steve Nicol gerði tvö
% mörk og var valinn maður leiksins.
Ken Bates, formaður Chelsea, sagði
að Chelsea hefði gert sitt, „en mun-
urinn á liðunum fólst í sendingun-
um. Eiga leikmenn Liverpool aldrei
misheppnaða sendingu?,“ spurði
hann.
David Platt skoraði fyrir Aston
Villa í 1:0 sigri gegn fallliði Mill-
wall og liðið á enn möguleika á
efsta sætinu. Villa á eftir Norwich
heima og Everton úti, en Liverpool
á QPR og Derby heima, en Co-
ventry úti.
Vítaspyrna á Guðna
Tottenham hélt áfram á sigur-
braut, vann Manchester United 2:1
og er í þriðja sæti. Þetta er í fyrsta
sinn í 16 ár, sem Spurs vinnu Un-
ited í báðum innbyrðis leikjunum.
Guðni Bergsson fékk 6 í einkunn,
en átti sök á marki gestanna —
handlék boltann innan teigs og
dæmd vítaspyrna. „Þú leikur aldrei
fyrir England" sungu stuðnings-
menn United og beindu orðum
sínum til Pauls Gascoignes, en hann
svaraði með frábærum leik og gerði
fyrra mark Spurs. „,,Gazza“ sýndi
AC MÍLANÓ tapaði óvænt 2:1
fyrir Verona um helgina í sögu-
legum leik, en Napólf vann
Bologna 4:2 og nægir jafntefli
gegn Lazio i' síðustu umferð til
að tryggja sér ítalska meistara-
titilinn íannað sinn á þremur
árum.
remur leikmönnum AC Mílanó,
Marco van Basten, Frank Rij-
kaard og Alessandro Costacurta,
var vikið af velli og Arrigo Sacchi,
þjálfari, fékk einnig að sjá rauða
spjaldið áður en yfir lauk í Verona
og þótti frekar strangt tekið á
málum. „Við höfum gleymt þessum
leik og hugsum aðeins um úrslitin
í bikarnum," sagði Adriano Gall-
iani, framkvæmdastjóri félagsins.
Hann bætti við föstum skotum og
orðin hittu í mark. „Við lofuðum
hver öðrum að tala hvorki um leik-
inn né titilinn, því síður um Lo
Bello dómara og alls ekki um 100
líru smápening." Napólí gerði ný-
lega markalaust jafntefli við Atal-
anta, en var dæmdur 2:0 sigur á
þeirri forsendu að smápeningi hefði
verið kastað í einn leikmann liðsins
undir lok leiksins og hann farið af
velli þess vegna.
Ruud Gullit, sem ekki hefur leik-
ið í 11 mánuði vegna meiðsla, var
með síðasta hálftímann, en endur-
koma hans féll í skuggann vegna
brottvísanna. Strax var brotið á
Gullit, þjálfarinn mótmælti og fékk
að hann er í hópi þeirra bestu,“
sagði Terry Venables.
Þorvaldur Orlygsson var ekki í
leikmannahópi Nottingham Forest,
sem tapaði 2:0 í Southampton.
Gestirnir áttu ekki skot að marki.
Arsenal varð að sætta sig við 2:0
tap á Kenilworth Road, heimavelli
Luton, en meistararnir hafa ekki
unnið þar á gervigrasinu s.l. fimm
ár. „Þetta var jafnt þar til þeir skor-
uðu, en eftir það var aðeins eitt lið
á veliinum." sagði George Graham
hjá Arsenal. „Luton hefur ekki leik-
ið betur síðan ég tók við fyrir þrem-
ur mánuðum," sagði Jim Ryan, en
liðið er enn í fallsæti.
Eigendur Crystal Palace létu
leigjendur Charlton ekki komast
upp með neit múður á Selhurst
Park og unnu fallliðið 2:0. „Við eig-
um ekki einu sinni framherja, sem
ei'u nógu góðir til að leika í 2.
deild," sagði Lennie Lawrence,
stjóri Charlton.
rauða spjaldið. Á næstu mínútu
jöfnuðu heimamenn, Rijkaard var
vikið af velli á 83. mínútu, van
Basten á 88. mínútu, sigurmarkið
kom skömmu síðar og eftir það
fékk Costacurta að fjúka.
„Þetta er búið“
I Hollandi snerist dæmið einnig
við, þegar PSV, meistari undanfarin
fjögur ár, tapaði 4:1 gegn Fortuna
Sittard. „Þetta er búið. Við gáfum
meistaratitilinn frá okkur og getum
engum kennt um nema okkur sjálf-
um,“ sagði Kees Ploegsma, þjálfari
PSV.
Ajax gerði jafntefli og eru liðin
með jafnmörg stig, en Ajax á leik
inni.
Sömu sögu er að segja frá
Frakklandi. Marseille tapaði fyrir
PSG og lét þar með efsta sætið frá
sér til Bordeaux, en meistaramir
eiga leik til góða.
Real Madrid setti markamet í
spænsku deildinni. Liðið hefur gert
97 mörk, marki meira en Barcelona
1950-51, og hefur sett stefnuna á
að fara yfír 100 mörk, en þijár
umferðir eru eftir. Hugo Sanchez
bætti tveimur mörkum í safnið, er
með 35 mörk, og ætlar að bæta
met Telmos Zarras, sem gerði 36
mörk fyrir Bilbao 1950-51.
Eyjóifur Sverrisson kom inná hjá
Stuttgart, er liðið vann Werder
Bremen 3:1. Stuttgart er í 6. sæti,
en Bayern er nær öruggt með að
veija titilinn.
SKOTLAND
Heimsmet
hjá Rangers
Trevor Steven tryggði
Rangers 1:0 sigur gegn
Dundee United og þar með var
þriðji meistaratitill Rangers á
fjórum árum í höfn. Þetta er
40. Skotlandsmeistaratitill fé-
lagsins og hefur ekkert lið í
heiminum sigrað svo oft í lands-
móti — Penarol hefur 39 sinnum
orðið meistari í Uruguay.
Graeme Souness sagði fyrir
fjórum árum, er hann tók við
liðinu, að hann ætlaði að gera
það að stórveldi í Skotlandi og
Evrópu. Hann hefur greitt um
900 millj. kr. fyrir leikmenn og
náð takmarkinu í Skotlandi, en
glæstur frami í Evrópu hefur
látið á sér standa. Hann var
samt ánægður. „Mínir menn
sýndu hvað þeir eru miklir at-
vinnumenn. Við byijuðum illa i
vetur og á tímabili var ég farinn
að efast. Eftir að við náðum
góðu forskoti í febrúar vorum
við orðnir meistarar í fjölmiðlum
og það hafði slæm áhrif á suma
leikmennina. Hins vegar hafa
þeir sýnt sitt rétta andlit í
síðustu fjórum leikjum og við
höfum sigrað með glæsibrag.“
■ BRUCE Rioch stjórnaði Mill-
wall í fyrsta sinn, er liðið tapaði
fyrir Aston Villa. Fallliðið hefur
þar með leikið 18 deildarleiki í rpð
án sigurs, sem er
Frá m_et hjá félaginu.
Bob „Ég sá leikmennina
þá ekki einu sinni með nafni,“ sagði
stjórinn.
■ BOBBY Gould hjá Wimbledon
ætlaði að taka þátt í London-
maraþoninu á sunnudag, en varð
að hætta við. „Ég get ekki verið
með, því ég verð að stjórna mönnum
mínum á æfingu á sama tíma,“
sagði hann eftir markalaust jafn-
tefli gegn Coventry. „Ég þoli ekki
svona frammistöðu — þetta var
ömurlegt,“ bætti hann við. Leikur-
inn var sá slakasti í manna minnum
og áhorfendur bjuggust við því —
aðeins 4.086 létu sjá sig og hafa
aðeins einu sinni verið færri á leik
í 1. deild síðan eftir seinni heims-
styijöld. 3.496 voru á leik Wimble-
don og Luton fyrr í vetur.
■ RONNY Rosenthal er hátt
skrifaður hjá stuðningsmönnum
Liverpool þessa dagana, en
Liverpooi verður að ákveða fyrir
15. maí hvort af kaupum verður.
Standard Liege setti 500.000 pund
á kappann, en fimm mörk í fjórum
leikjum hafa hækkað verðið, sem
er nú 750.000 pund.
■ KENNY Dalglish hefur verið
gagnrýndur fyrir að hleypa fimm
mönnum sínum ekki í landsleiki á
morgun, en Dalglish segir að
mennirnir séu meiddir. John
Barnes fór meiddur af velli á laug-
ardag og verður ekki með Eng-
landi gegn Tékkóslóvakíu. Ian
Rush er meiddur í baki og verður
ekki með Wales gegn Svíþjóð.
Ronnie Whelan og Ray Houghton
voru ekki með Liverpool gegn
Chelsea og leika ekki með Irlandi
gegn Sovétríkjunum. Steve
Nichol leikur ekki með Skotum
gegn Austur-Þjóðverjum.
■ RON Atkinson var óánægður
með tap Sheffield Wednesday
gegn QPR enda liðið enn í fall-
hættu. Hann leyfði mönnum sínum
ekki að fara inn í veitingsal leik-
manna eftir leikinn heldur skipaði
þeim beint upp í rútu eftir sturtu.
■ MARK Crossley lék í marki
Nottingham Forest gegn Sout-
hampton, en ekki Steve Sutton,
sem er aðalmarkvörður liðsins, og
vakti þetta mikla athygli.
■ GARY Bowyer jafnaði 3:3 á
síðustu mínútu fyrir Hereford gegn
Scunthorpe í 4. deildinni. Skömmu
áður kom Ian Bowyer, faðir hans
og þjálfari Hereford inná. Er þetta
í 2. sinn í ensku deildinni, sem feðg-
ar leika með sama liði — áður k m
það fyrir hjá Stockport United
árið 1950.
■ HOWARD Wilkinson hefur
verið að gera góða hluti hjá Leeds,
sem er efst í 2. deild. Liðið ætlar
upp og fari svo, er gert ráð fyrir
að seldir verði ársmiðar í forsölu
fyrir næsta tímabil fyrir um 200
milljónir kr. Kynningarskrá félags-
ins vegna 1. deildar í haust er tilbú-
in í prentsmiðju!
Urslit / B6
Staðan / B6
síðustu
höfum
GETRAUNIR: 121 111 X X 1 X X 1
LOTTO: 4 8 16 21 24 + 10