Morgunblaðið - 05.05.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAI ,1990
Kópavogur á rauðu ljósi?
eftir Gunnar
Birgisson
Undanfarna daga hafa dunið yfir
Kópavogsbúa blöð þeirra vinstri
manna í Kópavogi. Það sem helst
einkennir þau, fyrir utan hinn sam-
eiginlega rauða lit í bókstaflegri
merkingu, er það að málefnin virð-
ast týnd og tröllum gefin. í stað
þess er tekið til við óhróður og per-
sónuglósur. Ekkert af þessu er í
rauninni svaravert. Slíkur málflutn-
ingur verður að dæma sig sjálfur.
A-flokkarnir virðast nú ná allvel
saman í skrifum sínum. Þeir þylja
sömu síbyljuna um ágæti sitt, rétt
eins og þeir Jón Baldvin og Ólafur
Ragnar gerðu á rauðu og nýju ljósi
á yfirreið um landið sællar minning-
ar.
Margt er auðvitað breytt á vinstri
vængnum síðan þeir félagar riðu
um héruð. Ólafur Ragnar er hættur
að styðja framboð eigin flokks í
Reykjavík og Jón Baldvin er sömu-
leiðis búinn að leita á nýjan vett-
vang með sína pólitík.
Megum við Kópavogsbúar eiga
von á hjónabandi þessarra flokka
hér í bæ eftir kosningar, svo mjög
sem þeirra hjörtu virðast nú slá í
takt í blaðaútgáfunni?
Fjórði maður á lista krata í Kópa-
vogi blandar sér í umræður um
íþróttahöllina í Mbl. 3. maí sl. Allar
vangaveltur um kostnað detta um
sjálfar sig þegar það er staðreynd
að nýbúið er að byggja ágætt
íþróttahús fyrir 2.500 áhorfendur í
Hafnarfirði. Það kostaði 160—170
millj. Hafnarfjarðarkratar virðast
vera meiri fjármálamenn en Kópa-
vogskratar.
Nú er í byggingu á Hvaleyrar-
holti skóli fyrir 200 nemendur sem
kostar fullbúinn með hönnun um
80 millj. Hvað ætla þeir A-flokka-
menn að hafa marga nemendur í
290 millj. kr. skóla? Hvenær verður
sú byggð risin sem kemur með 800
nemendur?
Hugleiðingar meirihlutans um
kostnað á umferðarmannvirkjum
eru út í hött, því þær eru algjörlega
ógrundaðar í veruleikanum.
Það stendur því sem við sjálf-
stæðismenn höfum haldið fram að
allur undirbúningur þeirra meiri-
hlutamanna mótist af þörfum fyrir
skjótfenginn kosningavíxil og nið-
urstaðan er lottóvinningur fyrir
ríkið en ekki Kópavog.
Atvinnumál í Kópavogi
Lítið hefur verið gert í atvinnu-
málum í Kópavogi síðastliðin
kjörtímabil. Stöðnun, uppgjöf og
áhugaleysi virðist einkenna allar
athafnir þeirra meirihlutamanna í
því sem þennan mikilvæga mála-
flokk varðar. Kemur þetta berlega
í ljós í afskiptaleysi þeirra af mál-
efnum hafnarinnar hér í Kópavogi.
Til þess að smábátahöfnin okkar
á Kársnesinu geti notið sín til fulls,
þarf að byggja svokallaðan norður-
garð sem skýlir henni fyrir vestan-
áttum.
Það hefði ekki farið framhjá
áhugasömum hafnarstjóra, að und-
anfarið hefur verið unnið að miklum
sprengingum og gijótvinnslu á Arn-
arneshæð. Þessu gijóti hefur verk-
takinn ekið langar leiðir inn til
Reykjavíkur. Mun styttra hefði ver-
ið að taka því í þennan norðurgarð
hér í Kópavogi án þess að slíkt
hefði kostað bæinn mikið fé.
En hafnarstjórinn okkar, Krist-
ján Guðmundsson, hafði líklega svo
mikið annað að gera, til dæmis að
skrifast á við undirritaðan í Morg-
unblaðinu eða þá að leita að aðskilj-
anlegum ávöxtunarkröfum, að hann
steingleymdi að fylgjast með þessu
og eftir sitjum við gijót- og garð-
lausir.
Framtíð atvinnumála í Kópavogi
hlýtur að liggja með miklum þunga
í því hversu vel tekst til með upp-
byggingu hafnarsvæðisins okkar á
Kársnesi. Atvinna í landi er oftast
afleiðing af störfum í ^jávarútvegi
og útgerð. Það geta menn sann-
færst um með því að horfa til ná-
grannabæjanna, eða t.d. Akureyrar
og fleiri bæja úti á landi.
Það hlýtur því að verða eitt af
forgangsverkefnum Kópavogs-
kaupstaðar að hraða sem mest
framkvæmdum við höfnina og
koma upp viðlægi fyrir minni fiski-
skip og svo stærri skip. Vitað er
um útgerðarfyrirtæki í Kópavogi
sem myndu leggja upp hér í bæn-
um, væri það hægt. Þau landa öll
annars staðar núna. Landrými fyrir
fískverkun og hafnsækinn iðnað er
fýrir hendi í ríkum mæli á Kárs-
nesi, þannig að allar aðstæður virð-
ast vera ákjósanlegar.
Þetta er grunnforsenda þess, að
blómlegt atvinnulíf geti þrifíst í
bænum. En meirihlutinn virðist
vera á móti aukinni útgerð í bæn-
um. Nýverið hækkaði hann að-
stöðugjöld á útgerð um 97% á einu
bretti. Eru aðstöðugjöld á útgerð
nú um tvöfalt hærri í Kópavogi en
gerist í öllum öðrum sveitarfélögum
á Reykjanesi.
Skyldi þetta vera rauða eða nýja
ljósið meirihlutans í hafnarmálum
Kópavogs?
Varðandi iðnað og þjónustu þá
hefur fátt verið gert af hálfu bæjar-
yfirvalda til þess að fá ný fyrirtæki
inn í bæinn. Undirritaður leitaði til
dæmis eftir lóð undir starfsemi sína
hér í Kópavogi en fékk það svar
að Kópavogur gæti engri lóð úthlut-
að.
Það er líklega vegna þessarar
málaleitunar sem vinstri menn
nefna mig nú verktakann úr
Garðabæ, sem sé gestkomandi í
bænum, í skrifum sínum í rauðu
blöðunum. Litlu verður Vöggur feg-
inn.
Það er skoðun okkar sjálfstæðis-
manna, að hér verði lóðaframboð
Gunnar Birgisson
„Vitað er um útgerðar-
fyrirtæki í Kópavogi
sem myndu leggja upp
hér í bænum, væri það
hægt. Þau landa öll
annars staðar núna.
Landrými fyrir fisk-
verkun og haftisækinn
iðnað er fyrir hendi í
ríkum mæli á Kársnesi,
þannig að allar aðstæð-
ur virðast vera ákjósan-
legar.“
ávallt að samsvara eftirspurn allra
þeirra sem vilja byggja, hvort held-
ur er fyrir atvinnustarfsemi eða
11
íbúðabyggingar, stórar og smáar.
Að því munum við vinna.
Mér fínnst það athugandi að
Kópavogur reyni að laða til sín fyr-
irtæki með því að hafa byggingar-
lóðir tiltækar fyrir þau og hjálpi
þeim til þess að koma undir sig
fótunum hér, með því að veita þeim
einhvern gjaldfrest á byggingar-
gjöldum. Slík aðstoð gæti reynst
dijúg án þess að áhætta Kópavogs
þyrfti að vera nokkur.
Málefui aldraðra
Margt hefur verið vel gert í mál-
efnum aldraðra hér í Kópavogi á
undanförnum árum. Erum við
Kópsvogsbúar allir stoltir af því að
hér er hugsað vel um gamla fólkið
og mörg þjónusta við það betri en
víðast annars staðar. Þá hefur átak
Sunnuhlíðarsamtakanna vakið
þjóðarathygli og heiti ég á alla
Kópavogsbúa að styðja þau samtök
drengilega.
Mér hefur þó fundist alla tíð að
aldraðir séu dæmdir úr leik í at-
vinnumálum of snemma. Ég held
að margir eldri borgarar myndu
vilja sinna ýmsum léttum störfum
í þágu samfélagsins, væri þeim
gefinn kostur á. Ég nefni sem dæmi
aðstoðarstörf á leikskólum, störf
við fegrun og snyrtingu bæjarins á
góðviðrisdögum, námskeiðahald
fyrir yngra fólk í handiðnum, eða
þá ýmis kennslustörf. Aldraðir búa
yfír uppsafnaðri lífsreynslu og
þekkingu sem vert er að nýta. Hvað
ungur nemur gamall temur er enn
í fullu gildi. Mín skoðun er sú, að
tengsl yngra fólksins og þess eldra
séu í of miklum mæli að rofna og
slíkt sé hveiju samfélagi hættulegt.
Ég tel að við ættum að reyna að
leita leiða til að nýta krafta þeirra
eldri. Margt af eldri borgurum er
einmana fólk og myndi vilja starf
starfsins vegna fremur en vegna
launanna einna saman. Þetta er
ekki málefni Kópavogs eins heldur
landsins alls.
Höfundur er verkfræðingur og
skipar efsta sæti á framboðslista
Sjálfstæðisfíokks við
bæjarstjórnarkosningar í
Kópavogi.
RENAULT
Bilaumboðið hf
KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVÍK.SÍMI 686633
tW^’1 \ %íaSJSB53EKSS£5SE
n . , 1 I
li II