Morgunblaðið - 05.05.1990, Síða 27

Morgunblaðið - 05.05.1990, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAI 1990 27 Sérstakur saksóknari um Hafskipsmál: Prófsteinn á hvort landlæg spilling fai að blómstra áfram Röðin komin að verjendum eftir átta daga málflutning ríkissaksóknara JÓNATAN Þórmundsson, sérstakur saksóknari, lauk sóknarræðu sinni í Hafskipsmálinú í gær með því að segja að málið væri prófsteinn á það hvort sú landlæga linkind sem virðist ríkja gagnvart brotum á reglum um atvinnurekstur og sú spilling sem þrífst í viðskiptalífinu og opinberu fjárniálalífi fái að blómstra áfram. Niðurstaða málsins gæti haft víðtæk áhrif í átt til heilbrigðara viðskipta- og fjármálalífs. Saksóknari telur eðlilegt að samstarf þeirra Björgólfs Guðmundsson- ar, Ragnars Kjartanssonar, Páls Braga Krisljónssonar og Helga Magn- ússonar um undirbúning að brotum verði metið til þyngingar refsing- ar. Sama gildi um einbeittan brotavilja þeirra, flölda brota og það mikla íjártjón sem af hlaust. Jónatan telur ekki rök fyrir því að refs- ing þeirra verði skilorðsbundin, gagnstætt því sem gildi um aðra ákærðu. Hann mælti sérstaklega með væg- ari refsingu fyrir einn ákærðu, Sig- urþór Ch. Guðmundsson, fyrrum aðalbókara Hafskips. Enda þótt ákæruvaldið hefði ekki séð sér annað fært en að ákæra Sigurþór hefði hann átt mikilsverðan þátt í að upp- lýsa málið með þvi að skýra hrein- skilnislega frá. Hann hefði, eins og Árni Ámason og Þórður H. Hilmars- son, ekki haft persónulegan ávinning af þeim brotum sem þeir væru ákærðir fyrir. Þessir menn hefðu verið starfsmenn fyrirtækisins að taka við fyrirskipunum yfirboðara. Ófyrirsjánlegar afleiðingar ef blessun er lögð á hlut bankans Hvað refsingu bankamannanna áhrærir sagði Jónatan Þórmundsson að miklu meira máli skipti að fá fram fordæmi um refsiábyrgð heldur en hvaða refsing yrði talin hæfileg. Hann kvaðst telja það geta haft ófyr- irsjáanlegar afleiðingar ef dómstólar legðu blessun sína yfir það ástand sem ríkt hefði í Útvegsbanka íslands í viðskiptum við Hafskip en með til- liti til þeirrar röskunar sem banka- menn hefðu þegar orðið fyrir á hög- um sínum, til dæmis með stöðu- missi, og þess að engin fordæmi væru um ábyrgð manna í þeirra stöðu teldi hann eðlilegt að refsing yrði skilorðsbundin. Þá gat Jonatan Þórmundsson um mikilvægt fordæmisgildi dóms í Hafskipsmálinu, sem væri prófsteinn á nokkur mikilvæg grundvallaratriði sem sjaldan hefðu verið sett á odd- inn með jafngreinilegum hætti. Auk þess sem fyrr var getið væri það prófsteinn á það hvort dómstólar viðurkenni þær grundvallarreglur sem gildi um reikningsskil jafnt hér á landi sem um heim allan, reglur sem hér á landi séu grundvallaðar á réttarreglum og góðum reiknings- skilavenjum. Þá væri málið próf- steinn á það hvort stjórnendur hluta- félaga hafi frjálsar hendur um með- ferð fjármuna félagsins, meðferð fylgiskjala og eftirlit eins og um væri að ræða þeirra eigin persónu- legu fjármuni. I þriðja lagi sagði hann málið vera prófstein á það hvort raunverulega sé hægt að koma fram lagaábyrgð hér á landi gegn þeim sem brjóta af sér í atvinnulífinu í sambandi við rekstur atvinnufyrir- tækja og hvort þau viðurlög sem dæmd eru hafi einhver varnaðar- áhrif í framtíðinni. í fjórða lagi sagði hann málið vera prófstein á það hvort viðurkennd sé einhver laga- áhrif við stórfelldri og ítrekaðri van- rækslu við opinbera fjánnálastjórn og hver séu mörk þeirrar ábyrgðar. Áður hafði saksóknari rakið að hinir þrír aðalbankastjórar Útvegs- bankans, Halldór Á. Guðbjarnason, Lárus Jónsson og Ólafur Helgason, bæru meginábyrgð á því að haldið hefði verið hlífiskildi yfir Hafskip allt fram að gjaldþroti. Mistökin hefðu verið of mörg og geysiafdrifa- rík enda hefðu þau kostað bankann allt eigið fé sitt og riðið honum að fullu. Hann vitnaði til álits lögskip- aðrar rannsóknarnefndar um að draga mætti saman í fjóra liði helstu mistök sem bankastjórninni hefðu ■ • trrðtð ir. Ý fyrsta iagt -iTCTðr þéss ek k i verið gætt að nægar tryggingar væru fyrir skuldum Hafskips. I því sambandi gat hann þess að banka- stjórarnir hefðu haft forgöngu um að taka athugun ársreikninga og uppgjöra félagsins úr höndum hag- deildar bankans og tekist þá athug- un sjálfir á hendur. í öðru lagi hefði bankinn ekki fylgst nægilega vel með rekstri og fjárhag Hafskips. I þriðja lagi hefði bankinn dregið allt of lengi að grípa til ráðstafana til að knýja fyrirtækið í gjaldþrot og loks hefðu bankastjórar ekki goldið nauðsynlegan varhug við hinum nýja rekstrarþætti félagsins á árinu 1984, Atlantshafssiglingum, sem hefði verið þeim mun varhugaverðara framtak sem sú starfsemi hafi að öllu leyti farið fram utan lögsögu íslands og félagið hefði ekkert eigið fé átt til að mæta með áföllum. Engu að síður hefði bankastjórnin ekki látið gera sjálfstæðar athugan- ir á þessu verkefni, látið skoða það ofan í kjölinn með tilliti til arðsemi eins borið hefði að gera af ítrustu varfærni. Verðmæti skúra í Vatnsmýri jókst í takt við hækkun dollars Þá rakti saksóknari að banka- stjórarnir bæru höfuðábyrgð á þeim hætti sem Axel Kristjánsson aðstoð- arbankastjóri hafði við að taka veð fyrir lánum Hafskips, en eins og ítar- lega var rakið í blaðinu í gær, segir saksóknari hann hafa eingöngu byggt þar á upplýsingum starfs- manna Hafskips. Saksóknari sagði bankastjórum hafa verið kunnugt um þessi vinnubrögð og ekki hreyft athugasemdum þar við. Hann vék sérstaklega að veðtöku í Tívolíi Haf- skips, ökutækjum þess og lyfturum og sagði fráleitt, það sem bankinn hefði gert, að tilgreina veðið í banda- ríkjadölum og uppreikna síðan verð- mæti „einhverra skúra í Vatnsmýr- inni, gamalla vörubíla og lyftara," eftir því sem bandaríkjadalur hækk- aði í verði. Þá sagði hann að bankastjórarnir hefðu vitað eða mátt vita að yfirlit yfir mismun trygginga og skuldbind- inga Hafskips hjá bankanum gæfi skakka mynd af raunveruleikanum. Tvennt gæti skýrt það að þeir hefðu ekki hafst að. Annað hvort hefði þeim ekki verið ljóst hvað blasti við eða þeir hefðu verið ákveðnir í að kveða niður óhagstæða opinbera umfjöllum um fyrirtækið meðan reynt var að selja eignir Hafskips og bjarga hag bankans. Þá rakti Jónatan Þórmundsson einnig hvers vegna ákæruvaldið teldi að gera beri bankaráðsmönnum og endurskoðanda bankans að taka á sig með dómi ábyrgð á því hvernig viðskiptum Hafskips og Útvegs- bankans lyktaði. Hann rakti að þeg- ar 1979 hefði viðskiptaráðherra krafist þess með bréfi að bankaráðið hefði ábyrga yfirumsjón með því að bætt yrði úr stjórnun bankans, tryggingatöku og fleiru sem að amaði og komið hefði upp í tengslum við athugun á viðskiptum bankans við Hafskip. Engu að slður hefði bankaráð látið málið -afskiptalítið, og afskiptalaust að sögn sumra ráðs- manna, og ekki horfst í augu við vandann fyrr en síðsumars 1985, ársfjórðungi fyrir gjaldþrot Haf- skips. Þá sagði hann að tjón bank- ans hefði ekki orðið jafnmikið og raun bar vitni hefði endurskoðandi bankans sinnt skyldum þeim sem lög leggðu á herðar honum. Efni skýrslu endurskoðandans í upphafi árs 1986, þar sem settar voru fram ýmsar aðfinnslur, hefði ekki átt að koma honum á óvart enda hefði það aðeins verið í samræmi við það sem banka- eftirlit hefði margoft bent á. Röng ákvörðun að knýja á um gjaldþrot Að loknu máli saksóknara tók Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl., veijandi Björgólfs Guðmundssonar, til máls fyrstur verjendanna 13. Áætlað er að'ræða hans standi fram á þriðjudag. í inngangi sínum sagði hann að skoða þyrfti ákæruatriði í Ijósi þess að ytri aðstæður og um- hverfi þeirra atburða sem fóru á undan gjaldþroti Hafskips hefðu orð- ið til þess að Útvegsbankamenn brast kjart og kröfðust ótímabærs gjaldþrots Hafskips. Hann sagði að á áttunda áratugnum hefði bankinn verið orðinn svo flæktur í mál Haf- skips að þar hefðu menn ekki átt annars úrkosta en að halda Hafskip á floti í von um að fyrirtækið rétti af hag sinn og bjargaði þar með hag bankans. Bankastjórar og banka- ráðsmenn hefðu verið valdir eftir pólitískum línum og hefðu hugsað sig tvisvar um áður en þeir ákváðu að loka fyrirtæki sem veitti á þriðja hundrað manna atvinnu. Bankinn hefði staðið í sömu sporum og bjarg- ráðasjóðir þeir sem væru helsta ein- kenni íslenskrar atvinnustefnu og hefði ákveðið 1977 að gera stórátak til að reisa við hag félagsins og bjarga þannig eigin hagsmunum. 1 því skyni hefði bankinn haft for- göngu um að Björgólfur og síðar Ragnar Kjaransson réðust til félags- ins. Hann rakti ýmis dæmi til að staðfesta að alla tíð Björgólfs hjá félaginu hefði bankanum verið veitt- ar allar upplýsingar um stöðu þess, og hefðu þær ve.rið veittar sam- kvæmt bestu vitund á hverjum tíma. Allt starf Björgólfs hefði miðast við að koma fyrirtækinu á réttan kjöl til frambúðar og tryggja þannig hagsmuni bankans. Lögmaðurinn sagði að hlutafé- lagaformið ætti rætur sínar að rekja HARTOPPAR - HARTOPPAR Kynning um helgina. Keith Forshawfrá Trendman í Bretlandi og Villi rakari. Lítið inn og/eða pantið tíma. ARISTÖKRATO Sidumúla 23 sfmar 687960 og 687961 til kaupsýslumanna á 15. og 16. öid og hefði einkum verið notað til að einstaklingar gætu ráðist í stórvirki á sviði fjárfreks og áhættusams rekstrar, eins og kaupskipaútgerðar, án þess að skakkaföll og tap yrðu hveijum einstaklingi, sem að áhæt- tunni stæði, um megn. Þetta ætti við um Hafskip, sem hefði verið í mjög áhættusömum rekstri þar sem menn stæðu frammi fyrir því að hrökkva eða stökkva. Hann rakti að fyrir eggjan stjórnmálamanna hefðu fjölmargir hérlendis ráðist í áhættus- amar greinar eins og loðdýrarækt og fiskeldi. Jafnt stjórnmálamenn- irnir og þeir sem í reksturinn réðust hefðu vitað af fjölmörgum áhættu- þáttum, sem þeir hefðu sjálfir ekki á valdi sínu, en sem betur fer væri til fólk á íslandi sem þyrði að taka áhættu og keyra á hlutina í stað þess að halda að sér höndum. Hann rakti að fyrstu árin hefðu Járn- blendiverksmiðjan á Grundartanga og Álverið í Straumsvík barist í bökkum en skiluðu nú hundraða milljóna arði af því að rqenn hefðu haldið út. Það hefði verið röng ákvörðun að knýja Hafskip í gjald- þrot 6. desember 1985 í kjölfar fjöl- miðlafárs, þegar fyrirtækið átti í tímabundnum erfiðleikum en hafði aukið veltu milli ára úr 3 milljörðum að núgildi í 6 milljarða króna. Fullvíst mætti telja að Atlantshafs- siglingar hefðu tekið að skila arði 1986. Þá hefðu Hafskipsmenn verið í stakk búnir til að ná utan um er- lenda kostnaðarliði, olíuverð hefði farið lækkandi, skipaverð og farm- gjöld hækkandi. Útvegsbankinn hefði hins vegar misst kjarkinn og því hefði farið sem fór. Hann sagði það litlar ýkjur að segja að Útvegs- bankinn hefði átt Hafskip eins og það lagði sig. Ekki heil rökfræðileg brú í ákæru um blekkingar Guðmundur Ingví Sigurðsson sagði að þau ummæli saksóknara að saga samskipta Hafskips og Út- vegsbankans væri sorgarsaga, gæfu til kynna rangan skilning á íslenskri atvinnusögu og veruleika. Útvegs- bankinn hefði gengið til leiks vitandi vits og saga Hafskips undir stjórn Björgólfs Guðmundssonar væri saga bjartsýni, hugmyndaauðgi og dirfsku og því í andstöðu við allt það sem saksóknari teldi lofsvert: ofur- varkámi án nokkurrar áhættu. Þetta væri leið kjarklítilla manna til stöðn- unar. Lögmaðurinn bar saman fyr^ ákærur Hallvarðs Einvarðssonar ríkissaksoknara og ákæru Jónatans Þórmundssonar. Ákærur þeirra beindust í mörgum atriðum að mis- munandi mönnum og byggt væri á ólíkum tölum um þau brot sem fram- in hefðu verið. Þriðju útgáfuna jafn- réttháa hinum væri að finna í reikn- ingum Hafskips. Ekki væri unnt að byggja sakfellingu á slíku rugli og við blasti að sýkna menn þegar ekki væri unnt að leggja fram betri gögn sakargiftum til stuðnings. Ákært væri til að friða fjölmiðla sem heimt- uðu blóð en vafa ætti að skýra söknRj. naut í hag. Þannig slægi réttarríkið skjaldborg um rétt einstaklinga gegn áleitnu og misvitru ríkisvaldi. Hann sagðist leggja áherslu á að ásakanir um blekkingar væru til- hæfulausar. Enginn hefði verið blekktur, hvorki bankamenn né stjórnarmenn Hafskips. Þeir hefðu allir vitað eða mátt vita um stöðu félagsins. Hafskipsmenn hefðu ekki legið á upplýsingum. Fullyrðingar um slíkt stæðust ekki skoðun á ummælum Hafskipsmanna í fjöl- miðlum og víðar um að fyrirtækið reri lífróður í miklu tapi. Ekki væri heil rökfræðileg brú í því að tala um blekkingar í þessu sambandi. Björ- gólfur hefði ekki vitað betur en, gögn sem send voru bankanum, væru gerð eftir bestu vitund. Til að leggja á hann refsiábyrgð þurfi að sanna að hann hafi vitað að upplýs- ingarnar væru rangar, sem út af fyrir sig væri álitaefni. Greina þyrfti á milli þess að hann hefði látið í té upplýsingar en ekki útbúið gögn. Þá væru fullyrðingar um að rangar hugmyndir bankamanna og stjórn- armanna um rekstur og stöðu Haf- skips hefðu verið styrktar ekki í samræmi við veruleikann þar sejn bankinn hefði alltaf vitað hvað Hs* skip leið. Lögmaðurinn vék þessu næst að því að verulegur hluti ákæru væri byggður á misskilningi saksóknara og rannsóknaraðila á launakjörum forsvarsmanna í atvinnulífi hér. Þeir sem samið hefðu um launakjör Björ- gólfs og Ragnars hefðu sjálfir verið I fremstu röð athafnamanna í landinu og vitað fullvel hvaða kjör tíðkaðist að forstjórar atvinnufyrir- tækja hefðu, enda þyrftu þeir að hafa rúmar heimildir til útgjalda til að laða viðskiptavini að fyrirtæki sínu. Ákært væri fyrir fjárdrátt, sem væri samkvæmt skilgreiningu heim- ildarlaus notkun peninga annars manns til eigin þarfa. LykiloriiÉÖ væri heimildarlaus en staðreyndin væri að Hafskipsmenn hefðu haft heimildir eigenda fyrirtækisins til að ráðstafa fé þess með þeim hætti sem þeir gerðu enda hefði annað aldrei verið leitt í ljós við rannsókn eða meðferð málsins. Efþúátt happdrættisnúmer 1715529 og greiddir gíróseðilinn fyrir miðnætti miðvikudaginn 2. maí móttu sækju uukuvinninginn, Mitsubishi Colt 1300 Gl, þegor þér hentar. Misstu ekki af Aukaleiknum! Mundu oð greiða gíróseðilinn sem fyrst til að eiga kost ó aukavinningi í hverri viku! Næst veraur dregið um aukavinning miðvikudaginn 9. maí. SI’ARISIÓDUR VflLSTJÓRA • Uillll ASKATA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.