Morgunblaðið - 05.05.1990, Page 30

Morgunblaðið - 05.05.1990, Page 30
3Q MORGUÍÍBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5..MAÍ 1990 Furðuleg viðbrögð fréttamanna eftir Markús A. Einarsson Hlustendur frétta Ríkisútvarps- ins fengu dagana 27.-30. apríl sl. í verulegum mæli vitneskju um ágreining milli útvarpsráðs og fréttastofu útvarps, ágreining sem þegar má staðhæfa að stafi af van- hugsaðri yfirlýsingu fréttastofu út- varps í kvöldfréttum föstudaginn 27. apríl í lok leiðréttingar við ákveðna frétt. Um hvað fjallar málið? Eldfréttum útvarps 31. mars sl. var flutt frétt þar sem í inngangi er að finna eftirfarandi staðhæf- ingu: „Teikning af fjölnota íþrótta- húsi, sem kynnt hefur verið opinber- lega sem hönnun tiltekinnar íslenskrar teiknistofu, er í raun ljós- rit af sænskri teikningu af sýning- ar- og íþróttahöll. Upprunalegri teikningu hefur þó verið breytt nokkuð." Fréttina sá Atli Rúnar Halldórsson um. Skömmu síðar barst útvarpsráði bréf ásamt greinargerð frá viðkom- andi teiknistofu, þar sem m.a. er tekið fram að fréttastofan hafí ekki, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli, viljað leiðrétta „ærumeiðandi fréttaflutn- ing“. Er óskað ákvörðunar út- varpsráðs í þessu efni. Hver er skylda útvarpsráðs í málum sem þessu? í 14. gr. útvarpslaga segir m.a. svo: „Ríkisútvarpið skal halda í heiðri lýðræðislegar grundvallar- reglur og mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Það skal gæta fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlk- un og dagskrárgerð." í 20. gr. laganna segir síðan svo: „Ráðið setur reglur, eins og þurfa þykir, til gæslu þess að fylgt sé ákvæðum 15. gr. Ákvarðanir út- varpsráðs um útvarpsefni eru end- anlegar." í gildi eru reglur um fréttaflutn- ing í Ríkisútvarpjnu sem útvarps- stjóri og útvarpsráð bera ábyrgð á. Hefst 1. málsgrein 2. gr. þeirra reglna svo: „í fréttum sem Ríkisút- varpið flytur mega ekki felast neins konar ádeilur eða hlutdrægar um- sagnir, heldur skal gætt fyllstu óhlutdrægni gagnvart öllum flokk- um og stefnum í opinberum málum, stofnunum, félögum og einstakling- um.“ Urskurður útvarpsráðs Af framangreindu má ráða að það er eitt af hlutverkum útvarps- ráðs að úrskurða í ágreiningsmálum um útvarpslög og fréttareglur og er _sá úrskurður endanlegur. í því máli sem hér er til umræðu leitaði útvarpsráð umsagnar frétta- stofu útvarps. Barst ráðinu greinar- gerð dags. 9.4.’90 undirrituð af Atla Rúnari Halldórssyni. Hinn 20. apríl komst ráðið síðan að eftirfar- andi niðurstöðu með sex samhljóða atkvæðum: „Vegna fréttar hljóðvarps 31. mars 1990 kl. 19, telur útvarpsráð að þar hafi ekki verið gætt fyllstu óhlutdrægni varðandi kynningu VT-teiknistofunnar á hugmynd að stórri íþróttahöll. Utvarpsráð telur nauðsynlegt að þessi aðili fái leið- réttingu mála sinna og samþykkir að fréttastofan birti umbeðna at- hugasemd við fréttina." Töluverðrar tregðu gætti hjá fréttastofu útvarps að skýra hlust- endum frá þessum úrskurði og birta leiðréttingu. Gerðist það ekki fyrr en viku síðar eða föstudaginn 27. apríl í kvöldfréttunum kl. 19, en þá hafði orðið að fallast á ýmsar athugasemdir fréttastjóra við það sem birta skyldi. Leiðréttingin sem birta átti hljóðaði svo í upphafí: „Vegna samþykktar útvarpsráðs er rétt að fram komi: Af frétt út- varpsins mátti ráða að hönnun VT-teiknistofunnar á fjölnota íþróttahúsí væri í raun ljósrit af sænskri teikningu sem nokkuð hafði verið breytt. Óskar teiknistof- Hvítasunnukirkjan Ffíadeifía Vegna brúðkaups fellur bæna- stundin niður í kvöld. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 195',3 Sunnudagsferðir 6. maí Kl. 10.30 Hengill, göngu- og skiðaferð. Fjölbreytt og litríkt gönguland. Með síðustu skiða- gönguferðunum í vor. Verð 1.000 kr. Kl. 13.00 Göngu- og jarð- fræðiferð á Reykjanesi. Létt strandganga í fylgd Jóns Jóns- sonar, jarðfræðings, sem er manna fróðastur um jarðfræði Reykjanesskagans. Gengið m.a. um Valahnúka, Valbjargagjá, Reykjanestá og Háleyjabungu. Einstök ferð við allra hæfi. Verð 1.000 kr., frítt f ferðirnar f. börn og unglinga 15 ára og yngri i fylgd foreldra sinna. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austan- megin. Verið velkomin! Ath. að þriðju ferð i Afmælisgöngunni (Mosfellsheiði) er frestað til 20. maf. Uppl. i sfmsvara: 19533. Árleg fuglaskoðunarferð F( verð- ur laugard. 12. mai kl. 10. Takið þátt í Göngudeginum 27. maí. Munið ferðakynninguna i Norr- æna húsinu á miðvikudags- kvöldið 9. maí kl. 20.30. Allir velkomnir. Ferðafélag Islands. Skipholti 50b, 2. hæð Á morgun kemur í heimsókn um 40 manna hópur frá Livets Ord ( Uppsölum, Svíþjóð. Raðsam- komur byrja annaö kvöld kl. 20.30 í nýju og stærra húsnæði Orðs lífsins í Skipholti 50b, 2. hæð. Allir velkomnir á þessar samkomur. m Útivist Sunnudagur 6. maí Fuglaskoðunarferð Litið eftir fuglum á Garðskaga í fylgd Sigurðar Blöndal. Takið með ykkur kíki og fuglahandbók. Brottför kl. 10.30. Verð kr. 1.200,- Skipsstígur Gömul þjóðleið sem lá frá Njarðvikurfitjum til Grindavíkur. Gangan hefst við Stapafell og er gengið eftir varðaðri leið í Járngerðarstaðahverfi. Þetta er mjög skemmtileg leið og er meðal annars farið yfir þrenns kona hraunstraumar. Brottför kl. 13.00. Verð kr. 1.000,- Brottför í báðar ferðirnar frá BSÍ - bensinsölu. Stansað á Kópavogsháisi og við Sjóminja- safnið í Hafnarfirði. Sími/símsvari 14606. Sjáumst! Útivist. an að fram komi, að hún hannaði sjálf fjölnota íþróttahöll að erlendri fyrirmynd. Hins vegar voru tvær af 14 skýringarmyndum, sem not- aðar voru til kynningar, frá sænskri auglýsingastofu og voru birtar til frekari skýringar á notagildi með fullu leyfí.“ Það var hins vegar lokasetning athugasemdar fréttastofunnar sem telja má orsök þess hávaða sem síðan varð um málið, en hún hljóð- aði svo: „Fréttastofa útvarps tekur fram af þessu tilefni að hún stendur við frétt sína um málið frá 31. mars.“ Þessi yfirlýsing þýðir í raun að frétt, sem með lögbundnum hætti er búið að úrskurða hlutdræga, skuli standa. Fréttamenn skulu með öðrum orðum vera æðstu dómarar í eigin fréttaflutningi og eru yfír það hafnir að fara eftir útvarpslög- um. Sérstakur fúndur útvarpsráðs Í framhaldi af þessu hlaut út- varpsráð að hittast á sérstökum fundi laugardaginn 28. apríl. Þar var eftirfarandi samþykkt afgreidd með 5 samhljóða atkvæðum: „í kvöldfréttum útvarpsins 27. apríl sl. var skýrt frá bókun út- varpsráðs í tilefni af kæru VT- teiknistofunnar h/f vegna fréttar útvarpsins hinn 31. mars sl. kl. 19, en þar komst útvarpsráð að þeirri niðurstöðu að í þeirri frétt hafí ekki verið gætt fyllstu óhlutdrægni. Ennfremur var lesin stutt leiðrétt- ing vegna umræddrar fréttar. I lok þessa lestur lýsti fréttastof- an því hins vegar yfír að hún stæði við frétt sína. Með því ítrekar hún frétt, sem útvarpsráð hefur úr- skurðað hlutdræga, og brýtur þar með ákvæði útvarpslaga (15. gr., 20. gr.) og fréttareglur Ríkisút- varpsins (2. gr., 23. gr.). Utvarpsráð leggur áherslu á að fréttastofur Ríkisútvarpsins starfa sjálfstætt innan þeirra marka sem lög og reglur setja. Þegar hins veg- ar koma upp kærumál ber útvarps- ráði lögum samkvæmt skylda til að úrskurða um þau. Sá úrskurður er endanlegur eins og kveðið er á um í lögum. Með hliðsjón af því lýsir útvarpsráð framangreinda yfírlýsingu fréttastofunnar ómerka. Jafnframt biður Ríkisútvarpið VT-teiknistofuna velvirðingar á þeim óþægindum, sem mál þetta hefur haft í för með sér.“ Það er mat mitt að hefði út- varpsráð ekki brugðist við með þessum hætti hefði það í fyrsta lagi brugðist þeim skyldum sem því er ætlað að sinna lögum samkvæmt og í öðru lagi stæði þá Ríkisútvarp- ið frammi fyrir málshöfðun vegna ærumeiðinga af hálfu þeira sem í hlut eiga. Stór orð Ekki Þurfti lengi að bíða við- bragða fréttamanna. Ályktanir hafa verið samþykktar og svo stór orð hafa verið látin falla að þau geta vart talist svaraverð. Á ég þar ekki síst við viðtal sem haft var við varafréttastjóra útvarpsins í þætt- inum Dagskrá á Rás 2 mánudaginn 30. apríl. Upphrópanir svo sem Brezhnev-tími, misbeiting valds Markús Á. Einarsson „Fyrr í ályktuninni hafa fréttamenn nýtt sér slagorðið ritskoðun út- varpsráðs. En hvað vilja þeir? Þeir vilja mega ákveða sjálfir hvort þeir birta úr- skurð eða ályktun varð- andi fréttaflutning.“ ásamt yfirlýsingu um að varafrétta- stjórinn muni aldrei láta eitthvert ráð stjórna sér vekja furðu. Bæði varafréttastjórinn og formaður Fé- lags fréttarnanna líktu stjórn Ríkisútvarpsins óbeint við stjórn Austur-Evrópu áður en þar fór að birta í lofti. Skyldi almennt frétta- mat þessara manna vera með svip- uðum hætti? Það væri svo sannar- lega langt neðan virðingar frétta- stofa Ríkisútvarpsins. Hér á eftir verður vikið sérstak- lega að ályktun Félags fréttamanna en aðrar ályktanir látnar eiga sig enda eru þær í flestum atriðum ein- ungis bergmál hennar. Ályktun Félags fréttamanna á félagsfúndi 29.4.’90 Félag fréttamanna útvarps og sjónvarps hélt Iangan fund sunnu- daginn 29. apríl sl. Þaðan kom ályktun sem lesin var í kvöldfréttum sama dag. Bæði fréttamaður sá sem kynnti ályktunina svo og formaður Félags fréttamanna sem viðtal var haft við töldu ályktunina harðorða. Sá sem þetta ritar telur hana hins vegar fyrst og fremst vera vand- ræðalega. Þarna settust nokkrir fréttamenn niður og reyndu að semja ályktun sem gengur þvert á þær fréttareglur sem þeir starfa eftir í daglegu starfí. I stað þess að kynna öll sjónarmið var með góðkunnum en gatslitnum slagorð- um reynt að komast hjá kjama málsins, þ.e. þeim lögum og reglum sem fréttamönnum ber að fara eft- ir, og halda athygli manna við ann- að. Þetta er sjálfsagt að ræða nán- ar. 1. Samþykkt útvarpsráðs er í upphafí ályktunarinnar nefnd vald- beiting. Að sjálfsögðu er þar ekki vikið að ákvæðum útvarpslaga, enda yrði þessi staðhæfíng þá að engu. Sama gildir um mjög svo ósanngjörn mótmæli í garð útvarps- stjóra síðar í ályktuninni. Þess verður sjaldan vart í fréttum að fréttamenn Ríkisútvarpsins ve- fengi úrskurði ýmissa dóma, ráða eða nefnda sem framkvæmdir eru lögum samkvæmt. Gildir annað um fréttamenn sjálfa? Eru þeir yfír lög og reglur hafnir í þeim örfáu tilvik- um, er úrskurður er þeim í óhag? 2. „Félag fréttamanna hafnar KVLNFÍLAGID 'J/ HLIMAEY jp Hið árlega veislukaffi kvenfélagsins Heimaeyjar verður haldið á Hótel Sögu, Súlnasal, á morgun, sunnudaginn 6. maí, kl. 14. Aldraðir sérstaklega boðnir velkomnir. Stjórnin ritskoðun útvarpsráðs ...“ Skyldi ekki einhver hafa heyrt þetta áður? Hér er um rangindi að ræða. Ut- varpsráð hefur aldrei afskipti af fréttum Ríkisútvarpsins fyrir fram. Þetta er vindhögg, en hvað hefur gerst á fréttastofnunum und- anfarna daga? Nálgast það ekki ritskoðun, er embættismenn verða að semja við fréttastjóra um hvaða atriði leið- réttingar skuli birt? Skyldi engum hafa orðið það umhugsunarefni að fréttamenn hafa sjálfir lagt mat á eigin mál og eigin fundi undanfarna daga? Nálgast það ekki ritskoðun að fréttastjórar vilja ráða því hvaða úrskurðir útvarpsráðs verða birtir, en að því er vikið síðar í ályktuninni? 3. I 3. málsgrein ályktunarinnar segir svo: „Með yfírlýsingu út- varpsráðs er fréttastofan neydd til að ómerkja frétt sem hún stendur staðfastlega við, enda hefur fréttin á engan hátt verið hrakin efnis- lega.“ Um þetta er það eitt að segja að umrædd frétt hefur verið úr- skurðuð hlutdræg. Fréttamenn hafa einungis viljað ræða um rétt eða rangt en reyna skiljanlega að draga athygli frá þeirri staðreynd að svo má orða frétt að hlustandi dragi ályktanir einhveijum þeim aðila sem fréttin fjallar um til miska. Það er ekki af tilviljun að hugtakið óhlutdrægni er nefnt í útvarpslög- um. Þegar hefur verið nefnt að í fréttum Ríkisútvarpsins....mega ekki felast neins konar ádeilur eða hlutdrægar umsagnir .. 4. Enn segir í ályktuninni að Félag fréttamanna vilji láta á það reyna hvort útvarpsráði sé heimilt að þvinga fréttastofurnar til að birta ályktanir eða upplýsingar þvert gegn vilja fréttastjóra. Fyrr í ályktuninni hafa frétta- menn nýtt sér slagorðið ritskoðun útvarpsráðs. En hvað vilja þeir? Þeir vilja mega ákveða sjálfír hvort þeir birta úrskurð eða ályktun varð- andi fréttaflutning. Það mun ekki standa á góðri frétt sé úrskurður þeim í hag, en svo virðist sem þeir vilji vera yfir það hafnir að birta úrskurð sér í óhag. Traust fréttastofa Ríkisútvarpsins Lokaorð ályktunar fréttamana eru athyglisverð. Þar segir: „Með afskiptum ráðsins er verið að rýra álit beggja fréttastofa Ríkisút- varpsins, sem skoðanakannanir sýna að njóta trausts almennings." Það er rétt að báðar fréttastofur Ríkisútvarpsins njóta trausts meðal landsmanna, en spyrja má af hveiju það stafar. Því er auðsvarað. Það er vegna mjög ákveðinna reglna um fréttaflutning sem útvarpsstjóri og úrvarpsráð bera ábyrgð á. Það er einnig vegna þeirra ákvæða í útvarpslögum að allir, jafnt ein- staklingar sem félög eða fyrirtæki geta leitað til útvarpsráðs leiki á því vafi að í frétt sé farið með rétt mál eða óhlutdrægni gætt. Frétta- menn starfa eftir þessum reglum, og sá atburður sem nú hefur orðið staðfestir nauðsyn þess að þær verði óbreyttar áfram. líöfundur er varaformaður Útvarpsráðs. ■ FRAMBOÐSLISTI óháðra á Siglufírði til bæjarstjórnarkosn- inga 26. maí nk. hefur veríð birt- ur. 1. Ragnar Ólafsson skipstjóri, 2. Ólafvir Marteinsson fram- kvæmdastjóri, 3. Bryiýa Svavars- dóttir útgáfustjóri, 4. Guðmundur Davíðsson kaupmaður, 5. Björn Valdimarsson verkefnisstjóri, 6. Hörður Júlíusson bankamaður, 7. Stefán Aðalsteinsson verslunar- maður, 8. Jakob Kárason rafvirki, 9. Örlygur Kristfinnsson kennari, 10. Steinunn Jónsdóttir bókari, 11. Friðrik Már Jónsson vélstjóri, 12. Sigurður Ingimarsson útgerð- arstjóri, 13. Steinunn Árnadóttir húsmóðir, 14. Sigurður- Baldvins- son sjómaður, 15. Lilja Eiðsdóttir verkakona, 16. Ríkey Sigurbjörns- dóttir kennari, 17. Þórhallur Jón- asson rekstrarstjóri, 18. Jónas Tryggvason fyrrverandi húsvörð- ur. Matthías H i i i i i i i i i ( i ( I ( I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.