Morgunblaðið - 13.05.1990, Side 2

Morgunblaðið - 13.05.1990, Side 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 Mynd þessi er úr kynningarkortinu og sýnir fyrirhugað íbúðahverfi í Kópavogsdal Aóalsldpulag íyrir Kópavog staðfest í til'efhi af 35 ára aftnæli Kópavogskaupstaðar sl. fdstudag hefur verið gefið út sérstakt kynningarkort af aðalskipulagi bæjarins og því dreift í hvert hús í bænum. Aðalskipulagið var staðfest í april sl., en það á að ná yfir tímabilið fram til ársins 2008. Er þetta í fyrsta sinn, sem staðfest aðalskipulag er gefið út fyrir Kópavog. Húsbréfakerfiö nær lll eldii eigna eftlr 15. maí Engri eeróhældiun spáó á markaónum Kortið sýnir m. a. landnotkun í Kópavogi en geymir jafnframt margs konar upplýsingar um bæ- inn. Þar kemur m. a. fram, að Kópa- vogur er nú fjölmennasti kaupstað- ur landsins _og íbúar þar tæplega 16 þúsund. í lok skipulagstímabils- ins, árið 2008, er gert ráð fyrir, að íbúamir verði um 24 þúsund og í Kópavogi fullbyggðum gerir aðal- skipulagið ráð fyrir, að geti búið um_32 þúsund manns. Á árunum 1980-1988 voru full- gerðar að meðaltali um 100 íbúðir árlega í Kópavogi. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir, að allt að 150-200 íbúðir verði fullgerðar þar á hverju ári til aldamóta. Á árunum 1990- 1995 verða byggingasvæðin eink- um í Kópavogsdal og hluti dalsins hefur þegar verið deiliskipulagður sem íbúðarsvæði. Þar verða raðhús og fjölbýlishús af mismunandi gerð- um og stærðum. í suðurhlíðum Di- graness á að rísa blönduð sérbýlis- húsabyggð á þessum árum. I norð- anverðri Nónhæð er einnig fyrir- huguð sérbýlishúsabyggð og gerir aðalskipulagið ráð fyrir, að hún rísi á sldpulagstímabilinu. Áætlað er, að vesturhluti Fífu- hvammslands byggist á skipu- lagstímabilinu en eystri hlutinn ekki fyrr en eftir 2008. Ekki er heldur gert ráð fyrir, að Vatnsendabyggð þéttist til neinna muna á þessum tíma. Aðalskipulagið gerir einnig ráð fyrir, að atvinnuhúsnæði eigi eftir að aukast mjög í Kópavogi. Flatar- mál þess tvöfaldist fram til ársins 2008 og verði þá um 560 þúsund fermetrar en í Kópavogi fullbyggð- um allt að 900 þúsund fermetrar. UMSÓKNUM um húsbréf hefur fjölgað mjög að undanfornu. Nú liggja fyrir um 300 umsóknir, sem verið er að taka til meðferðar hjá húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins og afgreiddar verða eftir 15. maí nk., en þann dag opnast húsbréfakerfið varðandi eldri eignir og notaðar. Þetta kom fram í viðtali við Sigurð Geirsson, for- stöðumann húsbréfadeildarinnar, nú í vikunni. Sagði Sigurður að fjölga yrði fólki í deildinni og það fengið úr öðrum deildum stofnun- arinnar, aðallega ráðgjafastöðinni og hugsanlega einnig úr lána- deildinni. Sigurður sagði, áð tæplega 180 íbúðir hefðu nú þegar verið seld- ar samkv. húsbréfakerfinu og tals- vert af þeim væri utan höfuðborgar- svæðisins á ýmsunm stöðum úti á landi. Kvaðst Sigurður ekki eiga von á þvi, að það myndi opnast nein flóð- gátt vegna breytingarinnar nú á húsnæðiskerfinu og hún myndi ekki hafa áhrif til hækkunar á íbúðar- verði. — Stór hluti þeirra, sem sækir um húsbréf, er að stækka við sig. Sá hópur er. mun minni, sem sækir um húsbréf til að kaupa sín fyrstu ibúð. Það verður því ekki bara eftir- spurnaraukning heldur framboðs- aukning líka, sagði Sigurður. — Eg vonast til að meira líf fæ- rist í markaðinn eftir 15. maí, þegar húsbréfakerfíð opnast án skilyrða fyrir eldri eignir eða notaðar, sagði Jóhann Hálfdánarson, fasteignasali hjá Eignaborg í Kópavogi. — Ég hef þó ekki trú á því, að það skelli nein flóðbylgja yfir og ég hef heldur ekki mikla trú á því, að húsbréfakerfið eigi eftir að valda verðhækkun á fasteignum. Á meðan það er ekki spenna i atvinnulífinu, þá er ekki við slíku að búast. Ef verðið myndi íjúka upp, myndi eftirspurn í húsbréfakerfinu dragast saman. Ef t. d. þriggja herb. íbúð, sem nú kostar 5,5 - 6 millj. kr., ætti eftir að hækka um hálfa tií heila millj. kr., vegna þess að nú er verður hægt að fá hærra lán, verður útkoman sú, að fólk, sem á slíka íbúð og ætlar að selja hana til að Asíðasta ári var byq'að á fjórtán íbúðum í einbýlishúsum og rað- húsum, tveimur íbúðablokkum með samtals 29 íbúðum, einni verslun og þremur húsum fyrir atvinnustarf- semi. Á þessu ári hefur nú þegar verið bytjað á 8 íbúðum í raðhúsum og tveimur iðnaðarhúsum. Þá hófust eftir áramót framkvæmdir við hús Veitustofnana og framkvæmdir við nýbyggingu grunnskólans halda áfram. Eftir að veður tók að batna hafa byggingaframkvæmdir tekið veru- legan kipp og ljóst að sumarið verð- ur líflegt. kaupa 4ra herb. íbúð, fær ekki heim- ild til að kaupa nema 3ja herb. íbúð. Engin breyting hefur heldur orðið á verði þeirra íbúða, sem seldar eru með húsbréfum. Við hér erum búnir að selja nokkrar íbúðir þannig og verð þeirra hefur hvorki verið hærra né lægra en á öðrum íbúðum, sagði Jóhann Hálfdánarson að lokum. í þeim tveimur íbúðablokkum sem byijað var á í fyrra eru tólf íbúðir eftir félagslegu kerfi. Bæjarfélagið hefur nýlega fengið staðfest lánslof- orð fyrir 8 verkamannaíbúðum og 8 íbúðum eftir félagslegu kerfi. Eftir er að finna þessum 16 íbúðum stað en félagslegu íbúðirnar áttu stóran þátt í því að bygging íbúðablokkanna hófst í fyrra. „Það er heilmikið líf í þessu,“ sagði Helgi Helgason bæjarritari um byggingamálin og Bárður Guð- mundsson byggingafulltrúi sagði að um verulega aukningu hefði verið að ræða frá 1988. — Sig. Jóns. Selfoss: Veruleg aulailng á nýbyggíngum Selfossi. HÚSBYGGINGAR hafa aukist verulega á Selfossi á síðasta ári og það sem af er þessu. Allar lóðir eru gengnar út sem gerðar voru klárar í fyrra og eftir eru örfáar inni á milli lóða í eldri hverfiim. Búið er að bjóða út gatnagerð í nýjasta hverfinu, Tjarnahverfi, þar sem gert verður klárt fyrir 23 einbýlishús og 26 íbúðir í raðhúsum. í þeim hluta er þegar búið að úthluta lóðum undir tvö einbýlishús og verktakar hafa sótt um fjögur raðhús. SMIÐJAN Vorrcrlc VIÐ VONUMST til að sólríkir og mildir dagar séu nú framund- an, dagar þeirrar veðráttu þegar gott er að vinna úti. Dagar sem góðir eru til að hreinsa til í garð- inum, áður en sláttuvéla niður fer að heyrast frá nágranna görð- um. Þetta eru oft ljúfustu dagar ársins og börnin geta fengið að leika sér og bjástra með í garðin- um. Ismiðjunni í dag vil ég einmitt beina athygli okkar að því að gleðja börnin. Ég held að það hafi verið fyrir u.þ.b. ári síðan, að í smiðjunni var grein er bar undirfyr- irsögnina: „Sjáiði husið sem hún mamma mín smíðaði“ ... Það kann að vera að teikningar sem fylgdu þeirri grein hafi verið óþarflega flóknar. Nú teiknaði ég einfaldara og minna hús, sem ég vona að einhver byggi handa börn- unum í garðinum sínum. Stærð hússins Lengd þessa húss er 120 sentí- metrar, breiddin 90 sentímetrar og veggjahæðin 68 sentímetrar en hæðin upp á mæni 115 sentímetrar. Þetta er því lítið hús og auðvelt verkefni. Þótt lítið sé, mun það gefa börn- um margvíslega möguleika til hug- myndaríkrar sköpunar v,ið leiki og þar með veita þeim ómældar gleði- stundir. Efnið í grindina: 60x38 mm. í báðar hliðamar þarf: 4 stk. 120 sm. 8 stk. 60,4 sm. 2 stk. 34,0 sm. í báða stafnana þarf: 2 stk. 78,0 sm. 4 stk. 66,2 sm. 2 stk. 114 sm. 2 stk. 39,0 sm. 4 stk. 31,6 sm. í þakið þarf útikrossvið, 2 plöt- ur, 73x134 sm, og vindskeiðar 22x60 mm. 4 stk. 71 sm. Á hornunum festast hliðar við stafna með borðaboltum 110x60 mm tveir boltar í hvert horn. Samsetning Þegar lokið er við að saga grind- arefnið niður í þær lengdir sem gefnar eru upp hér að framan, er létt verk og auðvelt að negla grind- urnar saman. Nota má 75 mm langa nagla til þess. Naglar halda ekki vel þegar þeir eru negldir inn í endatré. Ég ráðlégg því að keyptir verði 16 gluggavinklar. Vinklana skal skrúfa innan á aðalhorn veggjagrindanna. Slíkir vinklar styrkja grindurnar og halda þeim saman. Stuttu stykkin undir gluggunum ráða ijarlægðinni á milli stoðanna í hliðum hússins. Hið sama gildir um stafnana, þar ákvarða gluggastykkin fjögur hvar dyrastoðin á að festast. Vindskeiðarnar á ekki að festa á stafnana, heldur á að negla þær neðan á þakplöturnar. Þegar vind- skeiðarnar verða negldar neðan á plöturnar, er gott að leggja plöturn- ar ofan á aðra grind hliðarveggjar, Blaðalamir með löngum blöðum. e£EI en það er lengd þeirrar grindar, að viðbættum tvöföldum krossviði, sem ákvarðar málið á millí vind- skeiðanna. Grindurnar klæðast svo að utan með krossviðarplötum, sem negldar eru á grindina með 25 mm saum. Til þess að halda þakplötunum saman í mæninum er gott að kaupa tvær blaðalamir, með löngum blöð- um og skrúfa þær utan á þakplöt- urnar. Með því móti er auðvelt að leggja þakplöturnar saman þegar húsið verður skrúfað í sundur til vetrargeymslu. Málun Það er sjálfsagt að mála húsið bæði að utan sem innan. Börn hafa ánægju af litum. Litirnir mega vera hreinir og skærir en vandið val li- tanna. Best er að grunnmála allt efnið áður en grindurnar verða negldar saman. Eg á við hvíta olíugrunn- málningu. Þegar hún er orðin vel þurr má mála einstaka hluta húss- insí mismunandi litum með innan- húss vatnsmálningu, þ.e. samskon- ar málning og notuð er á íbúðir. Húsbúnaður Hér framar sagði ég að veggja- grindurnar ætti að klæða að utan með krossviðarplötum. Einhveijum getur komið til hugar að klæða fremur innan á veggina og að láta grindina sjást utan á húsinu. Þetta má auðvitað alveg eins og gefur þá einnig góða möguleika á lita- skiptingum. Sé grindin höfð á innhlið veggja geta þverslár gegnt hlutverki sem hillur. Við vitum ekki hvernig húsið verður notað, e.t.v. sem verslun, hárgreiðslu- eða snyrtistofa, banki eða hvað annað sem heimafólki hússins kemur til hugar. Ég vil því benda smiðjugestum dagsins á að útvega húsráðendum þessa litla húss einhveijar hillur, lítið börð eða koll og e.t.v. ölkassa eða aðra hentuga húsmuni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.