Morgunblaðið - 13.05.1990, Page 12

Morgunblaðið - 13.05.1990, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ FASTEIGNIR SUNNUDAGUR 13. MAÍ 1990 FA5T6IGNASALA VITA5TÍG 13 Opið í dag kl. 1-3 Maríubakki. Einstaklíb. 30 fm, sérinng. Verð 2,4 millj. Spítalastígur. 2ja herb. íb. 37 fm. Góður garður. Verð 2,8 millj. Grettisgata. 2ja herb. íb. á jarðh. ca 50 fm. Verð 2,5 millj. Mosgerði. 2ja herb. íb. ca 40 fm á 1. hæð. Verð 2,6 millj. Garðhús. 4ra herb. sérhæð 100 fm auk bílsk. Selst fokh. að innan en húsið fullb. að utan. Verð 6,7 millj. Teikn. á skrifst. Njálsgata. 5 herb. íb. í risi 85 fm. Frábært útsýni. Verð 4,6 millj. Miklabraut. 2ja herb. góö íb. 70 fm. í kj. Nýlegar innr. Sér- inng. Laus. Verð 5,0 millj. Kambasei. Raðhus á tveimur hæöum 180 fm. Inn- byggður bílsk. Verð 11,5 millj. Miklabraut. 2ja herb. íb. á 2. hæð. Ca 60 fm. Nýl. innr. Sameign nýstands. Laus fljótl. Verö 4,2 millj. Hraunbær. 2ja herb. íb. á 1. hæð 80 fm. Laus. Verð 4,6 millj. Grettisgata. 3ja herb. íb. 60 fm auk 30 fm geymslurýmis á 1. hæð. Verö 3,2 millj. Espigerði. 3ja herb. góö íb. á 2. hæð, 84 fm. Sérlega falleg sameign. Laus. Garðhús. 3ja herb. íb. 75 fm í tvíbh. íb. selst fokh. að innan en húsið fullb. að utan. Verð 4,7 millj. Kjarrhólmi. 3ja herb. endaíb. 75 fm á 2. hæð. Þvotta- herb. í íb. Skipasund. 3ja herb. íb. 60 fm, mikið endurn. Verð 4,5 millj. Vesturberg. 4ra herb. fal- leg íb. ca 90 fm. Nýtt parket. Stórar sv. Fallegt útsýni. Kleppsvegur. 4ra herb. íb. 75 fm á jarðh. Verð 4,8 millj. Klapparstígur. 3ja herb. íb. ca 115 fm í nýbygg. Fráb. útsýni. Selst tilb. u. trév. Bílskýli. Til afh. strax. Vesturgata. 4ra herb. íb. á 2. hæö 115 fm. Tilb. u. trév. Verð 6,5 millj. Tilb. til afh. strax. Laugavegur. 4ra herb. íb. á 2. hæö 100 fm t bakhúsi. Verö 5,5 millj. Rauðarárstígur. 4ra herb. íb. 100 fm. Sérinng. Verð 5,2 millj. Grettisgata 4ra herb. glæsil. íb. 140 fm. Tvennar svalir. Innr. í sérflokki. Grettisgata. 4ra herb. ib. á 4. hæð, 126 fm. Verð 6,2 millj. Snorrabraut. 110 fm sér- hæð auk bílsk. Suðursvalir. Góð- ur garður. Uthiíð. Efri hæð 112 fm auk 28 fm bílsk. Suðursv. Verð 9,0 millj. Góð lán áhv. Básendi. 5 herb. sérh. 115 fm. Makaskipti möguí. á góðu raðh. eða einbh. á góðum stað. Hraunbær. 4ra herb. íb. á 3. hæð, 110 fm auk herb. á jarð- hæð. Tvennar svalir. Fráb. út- sýni. Verð 6,5 millj. Hraunbær. 5 herb. íb. á 2. hæð ca 120 fm. Suðursvalir. Verð 6,9 millj. Kleifarsel. Endaraðh. 175 fm. Innb. bílsk. Fallegar innr. Suðurgarður. Verð 11,5 millj. Ásbúð — Gbæ. Raðh. á tveimur hæðum 170 fm m. bílsk. Flúðasel. Glæsil. raðh. á tveimur hæðum, 150 fm auk bílskýlis. Garðhús. Parh. á tveimur hæðum 195 fm. Stór bílsk. Húsiö skilast tilb. u. trév. og fullb. að utan. Teikn. á skrifst. Hálsasel. Raðhús á 2 hæð- um 170 fm auk 30 fm bílsk. Suð- urgarður. Verð 11,5 millj. Sjávargata — Álfta- nesi. Einbh. á einni hæð 190 fm. Góöur bílsk. Húsið selst fokh. að innan. Fullb. að utan. Teikn. á skrifst. Miðhús. Einbhús á tveimur hæðum ca 180 fm auk 50 fm bílsk. Húsiö skilast fullb. utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Esjugrund. Fullb. 6 herb. einbhús á tveimur hæöum 125 fm ásamt 50 fm bílsk. Gott út- sýni. Funafold. Einbhús á einni hæð 170 fm auk garðstofu. Fal- legt útsýni. Nýl. húsnæöislán. Mávanes — Gbæ. Glæsil. einbhús ca. 270 fm auk 50 fm bílsk. Sérl. fallegur garður. Skipti á minna sérbýli mögul. í Garðabæ. Fossagata. Einbhús 240 fm. 40 fm bílsk. Sérl. fallegur garður. Myndir á skrifst. Salthamrar. Einbhús á einni hæð 185 fm m/innb. bílsk. Húsið skilast fullb. að utan, fokh. að innan. Teikn. á skrifst. Skólavörðustígur. Til sölu ca 50 fm verslhúsn. við hlið- ina á nýja bílastæðahúsinu. Verð 3,5 millj. Lyngás - Gbæ. Til sölu iðnaðar- og verslhúsn. sem er 100 fm og 190 frri að stærð f nýbyggingu. Tvennar stórar ínn- keyrsludyr á hverju bili. Teikn á skrifst. Góð lán áhv. Smiðjuvegur. Til sölu 250 fm iðnaðarhúsn. Góð lofthæð. Stórar innkeyrsludyr. Uppl á skrifst. Bíldshöfði. Til sölu 211 fm húsnæði á 2. hæð. Bíldshöfði. Til sölu 165 fm skrifsthæð. Fráb. útsýni. Vantar allar gerðir eigna á skrá — Skoðum og verðmetum samdægurs Vantar fasteignir á söluskrá — mikil sala. Seljendur ath. Erum með fjölda af ákveðnum kaupendum á skrá. Leitið til okkar — við vöndum fráganginn. Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson hs. 77410. 220 helctara svæói ■ 6000-7000 manna liveiii ■ mýstárlegl sldpulag Framtíðarbyggð Reykjaúkur verö- ur á Geldlnganesi — segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, horgarfull- trúi og formaóur sldpulagsnefndar borgarinnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur og- formaður dómnelhdarinnar í hugmyndasamkeppninni um Geld- inganes. Til hliðar við hann má sjá teikningar úr þeirri tillögu, sem sigraði í samkeppninni. EKKI hefur áður verið efiit til hugmyndasamkeppni um skipu- lagningu á jafh stóru svæði hér á landi og Geldinganesi, en það er um 220 hektarar að flatar- máli. Þátttaka var líka eftir því, en alls bárust 30 tillögur í sam- keppnina og voru þrjár þeirra verðlaunaðar. Ákveðið var að kaupa Qórar aðrar og fímm til- lögur að auki fengu viðurkenn- ingu sem athyglisverðar tillögur. Alls nam verðlauna og innkaup- afé rúml. sex millj. kr. Geldinganesið er framtíðarbygg- ingarsvæði Reykvíkinga. Svo getur vel farið, að byggt verði á svæðinu fyrr en ætlað var, jafnvel fyrir aldamót, sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkur í við- tali við Morgun- hlaðið, en hann var jafnframt formað- ur dómnefndar samkeppninnar. — Samkvæmt keppnislýsingu var það viðfangs- efnið að kanna byggingarmögu- leika á Geldinganesi og áherzla á það lögð, hve sérstætt nesið er frá náttúrunnar hendi sem byggingar- svæði. — Reykjavíkurborg hefur vaxið gífurlega hratt undanfarna áratugi. Ný hverfi hafa risið nánast með undraverðum hraða og er Grafar- vogurinn nærtækasta dæmið, held- ur Vilhjálmur áfram. — Þar hafa verið byggðar um 2000 íbúðir á sex árum. íbúafjöldi borgarinnar hefur aukizt um rúmlega 14.000 frá 1980 og jafnframt hefur margvísleg þjón- ustu- og atvinnustarfsemi eflzt verulega. Þessi þróun á vafalaust eftir að halda áfram og því er brýn þörf á nýjUm byggingarsvæðum, enda lítum við að sjálfsögðu á það sem skyldu okkar að stuðla að þróttmikilli uppbyggingastarfsemi í borginni. í framtíðinni á borgin einkum eftir að vaxa'í austur og skipulagning nýrra hverfa þar er þegar í fullum gangi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er fæddur í Reykjavík 1946. Hann varð stúdent frá Verzlunarskóla íslands 1968, en fór svo í Háskóla íslands og útskrifaðist þaðan sem lögfræðingur 1974. Hann varð borgarfulltrúi í Reykjavík fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1982 og hefur m. a. verið formaður skipulags- nefndar borgarinnar frá þeim tíma. í borgarráði hefur hann setið frá 1986. — Það er skoðun mín, að sam- keppnin um Geldinganes hafi tekizt afar vel, segiv Vilhjálmur ennfrem- ur. — Það bárust margar ágætar tillögur og ég tel tvímælalaust, að byggt verði á þeim, þegar að því kemur, að gert verði deiliskipulag fyrir Geldinganes. Borgin er ekki bundin við að fara í einu og öllu eftir verðlaunatillögum. Við getum líka nýtt okkur hugmyndir úr inn- kaupstillögunum og þeim tillögum, sem fengu viðurkenningu sem at- hyglisverðar. Jaftivægi milli byggðar og umhverfis Þar sem um hreina hugmynda- samkeppni var að ræða, voru kepp- endum gefnar mjög fijálsar hend- ur. Þannig var ekki kveðið á um þéttleika byggðarinnar eða fjölda íbúða, heldur lagt í hendur kepp- enda að gera tillögur um hæfilegt jafnvægi milli byggðar og umhverf- is. Þeim var einnig fijálst að gera tillögur um nýtingu svæðisins fyrir aðrar stofnanir eða þjónustu en al- mennt er krafizt í íbúðahverfum samkvæmt aðalskipulagi. Sem kunnugt er, hlaut tillaga arkitektanna Hróbjarts Hróbjarts- sonar, Richards Ólafs Briem, Sigríðar Sigþórsdóttur og Sigurðar Björgúlfssonar _ fyrstu verðlaun í samkeppninni. í mati dómnefndar- innar kemur fram, að styrkur þess- arar tillögu felist í einfaldri megin- hugmynd, sem er lipurlega útfærð og skilar í heild góðum árangri. Eitt helzta einkenni verðlauna- hugmyndarinnar felst í því, að þjón- ustustarfsemi, verzlun og félags- starfsemi svæðisins verður innan “múrs“ eða “borgar" þriggja til sex hæða húsa, sem standa eiga uppi á hábungu Geldinganessins. Innan múrsins verður t. d. garðar, íþrótta- aðstaða, svonefnt “menningar- torg“, skólar og önnur aðstaða af því tagi. Húsin umhverfis mynda múrin og þar verða verzlanir og þjónustufyrirtæki á götuhæðinni en yfirleitt íbúðir á efri hæðunum. Þar sem útsýni frá Geldinganesi er mjög gott bæði til Reykjavíkur, fjallanna í norðri og eyjanna í Kolla- firði er gert ráð fyrir að safngötur, sem liggja út frá múrnum, verði í stefnu á kennileiti í umhverfinu. Kerhólakambur í Esju mun t. d. blasa við frá einni götunni með svipuðum hætti og Keilir frá Suður- götunni í Reykjavík. Lægri byggð með raðhúsum og einbýlishúsum tekur svo við fyrir utan múrinn og er hún umlukt hringvegi um nesið. Utan við hring- veginn tekur svo við breitt strand- belti umhverfis allt nesið. Það verð- ur látið ósnortið sem útivstarsvæði að öðru leyti en því, að göngustígar verða lagðir fyrir ofan sjávarhamr- ana. — Þegar keppnin hófst, var gengið frá forsögn varðandi þau atriði, sem dómnefrtdin taldi nauð- synlegt og raunar æskilegt, að lögð væri áherzla á við framtíðarskipu- lag þessa svæðis, segir Vilhjálmur. — Það tók töluverðan tíma að gera þessa forsögn, þannig að hún yrði vel úr garði gerð og var það verk unnið fyrst og fremst af dómnefnd- inni í samráði við borgarskipulag, borgarverkfræðing og ýmsar aðrar stofnanir borgarinnar. Á undanförnum árum hefur risið myndarleg byggð í Grafarvogi vegna þeirrar stefnumörkunar, sem tekin var 1982 um að byggja með- fram ströndinni en ekki við Rauða- vatn eins og áformað hafði verið áður samkvæmt aðalskipulagi svo- nefndra austursvæða, sem var sam- þykkt 1981. Gert er ráð fyrir, að á skipulagstímabilinu það er til 2004 dugi svæðin að mörkum Mosfells- bæjar og Reykjavíkur. Samkvæmt íbúaspá 1984 var gert ráð fyrir, að íbúafjöldi í Reykjavík 1990 yrði um 96.000. Nú er hann heldur meiri eða rúm- lega 97.000, þannig að ekki munar miklu. — íbúafjölgunin í borginni verður sennilega heldur hægari, en verið hefur undanfarin ár, segir Vilhjálmur. — Borgaryfirvöld hafa ekki enn tekið ákvörðun um, hve- nær hafizt verður handa _við að skipuleggja Geldinganesið. Á þessu ári verður aðalskipulag Reykjavíkur eftir Magnús Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.