Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 13

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 13 Framtoningen _________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Sænskur blásarakvintett sem kallast Framtoningen hélt tón- leika í Norræna húsinu sl. laugar- dag og flutti verk eftir Hindem- ith, Bo Nilsson, Kokkonen og Li- geti. Tónleikarnir hófust á Kleine Kammermusik Op. 24, nr. 2, sem er vinsælt viðfangsefni blásara, eitt af þeim verkum sem Hindem- ith samdi til að þóknast áheyrend- um, „smeðjulegast af yngri verk- um hans“ (David Evans). Verkið var þokkalega leikið en vantaði þann „danshúsa anda fyrri heims- styrjaldarinnar" (Arthur Cohn), sem einkennir verkið og kemur einkum fram í glensi og skemmti- legum skopstælingum. Annað verkið er eftir Bo Nils- son, sem var helsti framúrstefnu tónhöfundur Svía fyrir nokkrum árum. Hljótt hefur verið um hann síðustu árin. Lítið fór fyrir nýjung- um í þessu verki hans, sem ber nafið „Deja connu, Deja entendu“. Verkið er eins konar blanda, eða útþynning á þekktum stefjum og gamansemin og gerð þess heldur svona smáleg en var ágætlega leikið. Síðustu verkin, kvintett eftir Joonas Kokkonen og Sex smálög eftir György Ligeti, voru bestu verkin á tónleikunum. Kokkonen vinnur sitt verk á hefðbundinn hátt, þar sem tónferlið, samskipan tóna, þ.e. hljómanin og hrynskip- an myndar einn samfelldan tón- bálk. I „smálögunum" eftir Ligeti er hver smáþáttur byggður á einni tónhugmynd, sem ýmist er útfærð sem staðbundið þrástef eða sem eftirlíkingar. Verkið er sniðuglega unnið og skemmtilegt áheyrnar en Ligeti er talinn vera einn þeirra nútímahöfunda, sem tekist hefur að gæða tónverk sin leikrænum og tilfinningalegum þáttum og þar með losnað undan hugmyndafræðilegri kerfisokun kenninga, eða líkt og Bartok, sa- mið lifandi tónlist, sem stendur utan við og ofar öllum kenningum og vinnuaðferðum. Félagarnir í Framtoningen eru vel samæfðir og allgóður kammer- hópur og var flutningur þeirra bestur í verkinu eftir Bo Nilsson og skemmtilega útfærður í „Smá- lögunum“ eftir Ligeti. Það sem vantaði á heildarsvip tónleikanna, var hversu ósamstæð tónmyndun- in gat verið, þar sem óbóið og fagottinn voru oft sérkennilega áberandi en svo aftur á móti í veiku samspili, þá gat oft að heyra fallegt og vel útfært sam- spil. Dyngjuvegur Lítil en snotur 55 fm kjíb. Ekkert áhv. Verð 3,6 millj. Jörfabakki Falleg 90 fm íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Ný við- gert hús. Góð sameign. Verð 5,9 millj. Blöndubakki Falleg 115 fm íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. Sérþvhús. Verð 6,5 millj. Boðagrandi Falleg 100 fm endaíb. á 1. hæð ásamt bílskýli. Ugluhólar Glæsileg 110 fm íb. á 2. hæð ásamt bílskúr. Suðursv. Hraunbær Stórgl. 120 fm endaíb. á 3. hæð. Sérþvhús og geymsla innan íb. Mögul. á fjórða svefnherb. Verð: Tilboð. Álftamýri Mjög falleg 100 fm endaíb. á 4. hæð ásamt bílsk. Áhv. veðdeild 2,1 millj. Magnað útsýni. Tvennar svalir. Verð 7,8 millj. Seljahverfi Glæsileg 130 fm íb. á 1. hæð ásamt bílskýli. 4 svefn- herb. Verð 7,7 millj. Æsufell Stórglæsileg 130 fm „penthouse" ásamt blómaskála og bílskúr. Kambsvegur Falleg og skemmtileg 150 fm fyrsta sérhæð ásamt bílskúr. Kirkjuteigur Önnur 130 fm férhæð ásamt risi. Bílskúrsrétiur. Verð: Tilboð. Fossvogur Mjög gott 220 fm raðhús ásamt bílskúr. Ákv. sala. Verð 13,2 millj. Kópavogur - Vesturbær Falleg 160 fm einbýli ásamt ótöldu og óinnr. risi. Bílskúr 24 fm. 5 svefnherb. Fallegur garður. Verð 12 millj. 28 484 NðSEIGMIR " VELTUSUNDI 1 D (Min SIMI 28444 WL Daníel Ámason, logg. fast., Heigi Steingrímsson, solustjóri. Askriftarsíminner 83033 Hver er meistari fyrir framkvæmd sem ekki er fullhönnuð eða afgreidd hjá byggingarnefiid? Olögleg byggmgarft*amkvæmd effirSkúlaH. Norðdahl í næsta hefti tímaritsins Arkitekt- úr og skipulag er grein um höfundar- rétt, siðferðilegar og menningar- sögulegar skyldur. Með leyfí ritstjóra er hér birtur lokakafli greinarinnar. „Menning felst m.a. í því að skynja og skilja arflefið undangeng- inna kynslóða hvort heldur er hug- læga eða verklega. Menning felst einnig í því að skynja og skilja hyað skilur á milli ■ menningararfleifðar annarra þjóða og menningarheilda og sinnar eigin. Það verður ekki hjá því komist að tengja þessar hugleiðingar nýj- asta atburði á þessu sviði í um- hverfí okkar — ÞjóðleikHúsi íslend- inga. Höfundur hússins er látinn. Höf- undarréttur hans mun vera í höndum embættis húsameistara ríkisins og þá um leið yfirmanns þess embætt- is, þ.e. forsætisráðherra. Húsið er meðal elstu opinberu bygginga í eigu þjóðarinnar. Liðin eru um 60 ár frá því húsið var teikn- að og fjörutíu ár frá því að húsið var tekið í notkun. Nú hefur hópur manna undir forystu menntamála- ráðherra tekið sér fyrir hendur að gjörbreyta húsinu. Þeir sem þar eru Verð fró 1.290 þúsund GREIÐSLUSKILMÁIAR FYRIR ALLA HIhoivoa VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍAAI 689900 Skúli H. Norðdahl „Nú hefiir hópur manna undir forystu mennta- málaráðherra tekið sér fyrir hendur að gjör- breyta húsinu. Þeir sem þar eru ákafastir í flokki eru nokkrir lista- menn, sem að sjálf- sögðu gera kröfii til að höfimdarréttur þeirra á list sinni sé að fullu virt- ur.“ ákafastir í flokki eru nokkrir lista- menn, sem að sjálfsögðu gera kröfu til að höfundarréttur þeirra á list sinni sé að fullu virtur. Skýtur það nokkuð skökku við. Hér höggva þeir er hlífa skyldu. í þessu samhengi er ástæða til áð bera saman gerðir þeirra og at- hafnir og hvernig brugðist er við meðal gamalgróinna menningar- þjóða. í síðasta stríði var skaddaður og stórskemmdur fjöldi opinberra bygg- inga og þar á meðal fjöldi leikhúsa af sömu gerð og Þóðleikhúsið er. Hvernig er við því brugðist? Það er fómað gífurlegum fjár- hæðum, efni og vinnu við að endur- byggja þau í sinni upprunalegu mynd. Hvers vegna? Vegna þess að þessi mannvirki eru veigamikill þáttur menningar- arfleifðar þessara þjóða. Það sem meira er. að þessi leikhús þjóna best til að sýna megin þorra þeirra leik- bókmennta, sem eru kjaminn í leik- listarsögunni frá fomu fari og sem era enn að verða til. Hér er verið að rækja menningarsögulega skyldu. Þessa skyldu virðist sá hópur ekki skynja sem nú ræðst að Þjóðleikhús- inu í óþökk alls þorra almennings og þeirra er þá skyldu virða. Af þessum sökum er hér með skorað á forsætisráðherra að stöðva tilræðið við Þjóðleikhúsið með því að beita höfundarrétti þeim, sem í höndum hans er og rækja þar með siðferðislega og menningarsögulega skyldu við þjóð sína.“ Höfíindur er arkitekt. Seljahverfi Falleg 120 fm íbúð á tveimur hæðum ásamt bílskýli. Suðursvalir. Ákv. sala. oonnn húseignir VELTUSUNDI 1 O C|#1D SÍMI 28444 Daníel Árnason, lögg. fast., Jp Helgi Steingrimsson, sölustjóri. II M Oskast til leigu í Fossvogi eða nágrenni Óskað er eftir fyrir traustan aðíla 4ra-5 herb. íbúð eða húsi til leigu í nokkra mánuði eða lengri tíma. VAGN JÓNSSON <f FASTEIGNASALA SUÐURLANDSBFAUT18 SÍMI'84433 LÖGFRÆÐINGURATLI VAGNSSQN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.