Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 Afinælisganga Ferðafélagsins eftir Sigurð Kristinsson Fimmta afmælisganga FÍ er í kvöld kl. 20, Rauðukusunes — Þingvellir. Ekið verður gegnum Mosfellsbæ, áfram austur yfir heiði og staðnæmst á Rauðukusu- nesi neðan bæjar á Kárastöðum. Þar lauk 4. gönguferð og 5. gönguferð hefst, kvöldganga inn í þjóðgarðinn og um sögusvæðið. Á nesinu er greiðfær leið á gömlu hrauni. Von bráðar er kom- ið syðst á vesturbarm Almanna- gjár og honum fylgt um stund. Heitir þar Hrútagjá, síðan Lamba- gjá og Hestagjá sunnan hringsjár- innar. Þar verður stansað og ör- nefni athuguð. Héðan má sjá þá tign, sem í tindum býr en vatnið og Bláskógar neðar. Örnefni verða ekki talin upp á þessu blaði heldur minnst á ljóð eftir skáld, sem átti bernsku á næsta bæ, varð borgarbúi síðar en alla ævi barn Þingvallasveitar. Um skáld- skapargildi ljóða má alltaf deila en tilfinning fyrir náttúrunni fer ekki milli mála, svo rík er hún og raunsönn í þessu ljóði: Land með útsýn yfir auðn og klakahlekki. Land með fjallafeiknir feigð og gróðurhnekki. Þama í þrengstum götum, þar sem sporin gleymast, gull frá auðnum alda æskplýðnum geymast. Utsýn frá vesturbarmi Al- mannagjár birtir apdstæður ljóss og Iita, gróðurs og eyðingar með öllum þeim blæbrigðum er árstíðir skapa. í þeirri sýn samtvinnast uppbyggingarsaga landsins og örlagasaga íslenskrar þjóðar f 1100 ár. Árangur þeirrar fram- vindu er ferli vort á þessari öld. Frá skífunni verður gengið um Kárastaðastíg niður í gjána og eftir henni að Drekkingarhyl. Samkvæmt Stóradómi var vand- inn leystur með því að drekkja sekum konum í hylnum, aldurtili sekra karla varð á Höggstokks- eyri neðar við ána en sál galdra- fólks var hreinsuð með því að brenna það við vestustu gjána í Þingvallahrauni. Frá hylnum verður horfið gegn- um Hamraskarð og meðfram Snorrabúð, niður Hallinn, um búðarústirnar varðveittar „undir sverðinum grænum", yfir Öxarár- brú og eftir stíg upp með ánni að austan að Bisk'upabúð í Þing- vallatúni. Leggja mætti lykkju á halann að Skötutjörn en að lokum verður gengið að Byrgisbúð á Spöng og stigið í bíl við brú á Nikulásargjá. Á heimleið má rekja þjóðsöguna um vatnið í Óxará, segja frá mannskaðanum á Mos- fellsheiði og fara með ljóðið um Þingvallaveginn. Hittumst heil. Morgunblaðið/Bjarni Auður Eyvinds, stúdent af ferðabraut, tekur við prófskírteini sínu úr hendi Ingólfs A. Þorkelssonar, skólameistara. Menntaskólinn í Kópavogi: Fyrsti stúd- entinn af ferðabraut útskrifaður MENNTASKÓLANUM í Kópa- vogi var slitið við hátíðlega at- höfn í Kópavogskirkju föstudag- inn 25. maí. Fimmtíu og níu stúd- entar brautskráðust frá skólan- um. Þeirra á meðal var Auður Eyvinds, fyrsti stúdentinn af ferðamálabraut. Athöfnin hófst á því að Ingólfur- A. Þorkelsson , skólameistari, flutti skólaslitaræðu, í ræðunni skýrði hann frá því að uppbygging ferða- fræða væru ofarlega á baugi í innra starfi skólans. Áformað er að Hót- el- og Veitingaskóli íslands verði í framtíðinni til húsa í nýrri viðbygg- ingu við MK og sameinist honum þannig að Menntaskólinn í Kópa- vogi verði hvort tveggja í senn bók- mennta- og verkmenntaskóli þar sem kennslukraftar og húsnæði verði samnýtt. Þannig munu hótel og veitingagreinarnar tengjast ferðamálabrautinni. Þá afhenti skólameistari prófskírteini og viðurkenningar fyr- ir ágætan námsárangur í einstökum greinum. Flestar viðurkenningar fengu Gunnar Freysteinsson, stúd- ent af náttúrufræðibraut, og Þor- kell Sigurgeirsson, stúdent af við- skiptabraut. Viðurkenningar fyrir ferðagreinar fengu Hrafnhildur Pálsdóttir og Dagný Baldvinsdóttir. Helga^ívarsdóttir, stúdent á nátt- úrufræðibraut, lauk flestum náms- einingum eða hundrað og sextíu. Hundrað ijörutíu og ijórar einingar nægja til að ljúka stúdentsprófi. Skójakórinn söng undir sjórn Jóns Ólafssonar. Einn úr hópi ný- stúdenta, Jón Magnússon, flutti ávarp og árnaði skólanum allra heilla. Tíu ára stúdentar færðu skól- anum veglega gjöf sem Kristján Ragnarsson afhenti með ávarpi. Þá flutti Kristín Halldórsdóttir, for- maður Ferðamálaráðs, ræðu í tilefni af útskrift fyrstu stúdentana af ferðabraut. Bjöllukórinn „Pine Three Academy Bell Ringers". Bandarískur bjöllukór á Islandi BANDARÍSKUR bjöllukór „Pine Three Academy Bell Ringers" heldur tónleika í Aðventukirkj- unni Ingólfsstræti 19 á fostudag- inn kl. 20:30. Aðgangur er ókeyp- is. Bjöllukórinn hefur komið fram víða í Bandaríkjunum. Má þar nefna Radio City Music Hall, New York City, United States Capitol, Florida, Texas, Main State Capitol og Bermuda. Árið 1987 hélt kórinn 62 tónleika í Suður-Ameríku. Nú er ferðinni heitið til Júgúslavíu og Póllands með viðkomu á íslandi. Kórinn skipa 10 ungmenni sem leika fjórar áttundir með 49 bjöll- um. Stjórnandi kórsins er Doris Krueger. Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujáni og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbrcytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. hnálning'í Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir sig sjdlft —

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.