Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 17

Morgunblaðið - 30.05.1990, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 17 í minnisblaði frá iðnaðarráðu- neytinu frá 3. maí 1990 um starfs- leyfi fyrir Atlantsál segir m.a.: „I 8. kafla mengunarreglugerðar nr. 386/1989 er fjallað um veitingu starfsleyfa fyrir atvinnurekstur, sem getur haft í för með sér meng- un. Akvæðum reglugerðarinnar verður fylgt eftir því sem kostur er, en þó er stefnt að því að samn- ingur um meginskilmála varðandi útblástur og aðra þætti mengunar- vafna verði undirritaður samhliða undirritun aðalsamnings um nýtt álver. “ í greinargerð frá Hollustuvernd ríkisins til iðnaðarnefndar, dags. 3. maí 1990, segir m.a.: „Mengunarvarnir HoIIustuvernd- ar ríkisins telja, sérstaklega í Ijósi þess að stefnt er að samkomulagi um umhverfismál samhliða aðal- samningi, að nokkuð hafi skort á til þessa, að stofnunin tæki nægi- legan þátt í mótun krafna og að upplýsingar um stöðu mála hafi borist. “ Náttúruverndarráð segir m.a. í bókun sem rakin er í bréfi til iðnað- arnefndar neðri deildar, dags. 3. maí 1990: „Náttúruverndíirráð leggur áherslu á að í nýju álveri er kann að verða reist hér á landi, verði gerðar ýtrustu kröfur um mengun- arvarnir og ekki minni en gerðar eru í nágrannalöndunum. Að gefnu tilefni er lögð áhersla á vothreinsun S02 og byggir það á eftirfarandi. “ í greinargerð með frumvarpi um raforkuver (bls. 17), sagði m.a.: „Eitt helsta álitaefni varðandi mengun frá nýju álveri er, hvort krefjast skuli vothreinsunar á S02. Forsendur þess að gera kröfu um vothreinsun geta verið nokkuð aðr- ar en t.d. í Noregi og Svíþjóð, sem einkum hefur verið horft til.“ (Let- urbreyting HG). Staðarval á uppboði Einn ósæmilegasti þáttur varð- andi undirbúning álbræðslu lýtur að meðferð stjórnvalda á hugsan- legri staðsetningu verksmiðjunnar. í stað þess að ákveða staðarval slíks fyrirtækis að vel yfirveguðu ráði, eigi það að rísa á annað borð, er sveitarfélögum og landshlutum att út í keppni um fjárfestinguna. Hef- ur það m.a. leitt til þess, að einstök byggðarlög eru farin að bjóða niður framkvæmdakostnað í þágu útlend- inganna. I apríl sl. framsendi iðnað- arráðuneytið erindi frá Atlantal til nokkurra valinna sveitarstjórna, þar sem þær eru hvattar til að veita útlendingunum svör um staðbundin málefni, m.a. um viðhorf sín til umhverfismála. I þessu erindi ráðuneytisins f.h. Atlantal segir: beran mel. Einnig verður nokkuð sáð af grasfræi og áburði í flag og gerð- ar tilraunir með víðitegundir á víða- vangi. Vinnusvæðið verður Inn- Garður og unnið 25. maí. Stóru-Vogaskóli (s. 92-46655): Sáð verður grasfræi og áburði í ná- læga byggð í byijun júní. Grunnskólinn í Grindavík (s. 92-68020): Nemendur vinna að sán- ingu og uppgræðslu auk gróðursetn- ingar í nágrenni Þorbjarnar og í Selskógi. Verkefnið verður unnið í byijun júní. Holtaskóli (s. 92-11135): Gróður- settar verða plöntur á vegum „Skóg- ræktarátaks" 23. maí. Einnig verða gróðursettar 3.000 lúpínuplöntur í melana fyrir ofan Keflavík 25. maí. Grunnskóli Njarðvíkur (s. 92-14399): Gróðursetning í Sól- brekkum, lagað til og hreinsað 25. maí. Grunnskólinn í Sandgerði (s. 92-37439): Sáð verður grasfræi og áburði í kringum gijótnám ofan við bæinn. Einnig verður gerð tilraun með sáningu lúpínufræja 25. maí. Að lokum vill undirritaður þakka Landgræðslu og Skógrækt ríkisins fyrir gott samstarf við framkvæmd landgræðsludaganna okkar á Suður- nesjum. Guðleifur Sigurjónsson fær sérstakar þakkir fyrir aðstoð við efni- söflun. Höfundur er yfírkennari í Grunnskólanum íSandgerði. Ó;í U.. J)-. BÓI I ' IJISIUCÚ „Sérstök athygli er vakin á því að Atlantal-aðilarnir telja nauðsyn- legt að staðsetning verði valin með hliðsjón af því að stækka megi ál- verið einhvern tíma í framtíðinni í allt að 400.000 árstonn og að byggð verði rafskautaverksmiðja. “ Þessi bréfaskipti og annað sem að staðarvali álbræðslu lýtur varpar skýru ljósi á afleiðingar þess að fela forræði í slíku fyrirtæki í hend- ur útlendinga, sem hafa munu síðasta orðið um staðarval, ef til kemur. Fráleitt er með öllu að reisa stórfyrirtæki af þessu tagi á höfuðborgarsvæðinu og grennd eins og staðan er nú í byggðamál- um, en ja&iframt ber að varast að líta á byggingu risaálbræðslu sem lausn á erfiðleikum lands- byggðarinnar í atvinnumálum. Þar þurfa önnur ráð að koma til. I umræðu um álbræðslumálið er með villandi hætti reynt að gylla hagvöxt og aukningu ráðstöfunar- tekna vegna framkvæmda. í því sambandi er gengið út frá einskon- ar núll-lausn, þ.e. annars vegar að reist verði álver en að öðrum kosti gerist ekkert í atvinnumálum. Þeir sem þannig tala gleyma þeim fjöl- þættu möguleikum, sem hér eru á mörgum sviðum og munu þróast og dafna, ef stjórnvöld hlúa að menntun, rannsókna- og þróunar- starfi og skapa góðan jarðveg til rekstrar og athafna sem víðast á landinu. Höfundur er alþingismaður fyrir Alþýðubandalagið á Austurlandi. Stykkishólmur: Eyjaferðirnar vinsælar SUMARVERTÍÐIN er að hefjast hjá Eyjaferðum og nóg framund- an enda eru ferðirnar vinsælar hjá ferðamönnum sem koma til Stykkishólms. í þessum ferðum er komið við á merkum stöðum og stjórnendur skýra fyrir fólk- inu dásemdir eyjanna sem hver fyrir sig geymir sögu og aðrar minningar. Eyjaferðir fara margar leiðir og eru svo tilbúnar fyrir hópa að fara lengri og skemmri tíma eftir því sem um semst og farþegar geta eytt miklum tíma. En það er ekki ofsögum sagt af töfrum eyjanna og sundanna milli þeirra í Breiða- firði, en því miður hafa þær svo að segja tæmst af fólki. Það er ekki lengra síðan en fyrir tæpum 50 árum að 30 þeirra voru byggðar og samtals í eyjunum áttu þá heima yfir 400 manns. Saga þeirra er mikil í gegnum aldirnar og það er sagt að þær hafi verið matarkista mikil þegar annað brást víða um land. Flatey á sína sögu og enn eru þar mannvirki sem minna á liðna tíð. - Arni ikra rafknúin garðverkfæri fíHtfUL!) ódýrar, amerískar sláttuvélar KOMDU BEINT TIL OKKAR... ...og sparaðu þér sporin. í Sláttuvélamarkaðnum er ótrúlegt úrval vandaðra sláttuvéla. Verðið kemur á óvart. Öflug, amerísk MTD sláttuvél með 3.5 hestafla vél frá Briggs & Stratton, með rafeindakveikju og 20 tommu hníf kostar til dæmis aðeins kr. 171X00,- [gingej gæðavélar á góðu verði raf- og bensín knúnar loftpúðavélar OG LÚM2) minitraktorar ALLT A SAMA STAÐ í Sláttuvélamarkaðnum í Nútíðinni, FAXAFENI 14, SKEIFUNNI, SÍMI 685580 VERSLUN, VARAHLUTIR OG VIÐGERÐARÞJÓNUSTA Athugið að fyrirtækið er flutt . úr Kópavogi m IÍ8i8 G.A. Pétursson hf Nútíðinni F sími 68 iu( irpn h nsvri la/ ,i:ijfcny9i liö tma mu[B9n .inullö ti i iin.I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.