Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 (Jtflutningur á óunnum fiski umfram heimildir: Afiiema ber Aflamiðlun og setja kvóta á hvert skip - segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, segir það skoðun sína að afiiema eigi Aflamiðlun í haust og heimila þess i stað að ákveð- inn hundraðshluta aflakvóta hvers skips megi flytja út óunninn. Slíkt leyfi verði framseljanlegt og myndi ganga kaupum og sölum á mark- aði. Núverandi skömmtunarkerfi bjóði spillingu heim og það hafi sýnt sig að hagsmunaaðilum gangi ekki úthlutunin betur í gegnum aflamiðlunina heldur en viðskiptaskrifstofú utanríkisráðuneytisins á sinum tíma þrátt fyrir nánari tengsl við þá sem hagsmuna eigi að gæta nema síður væri. Jón Baldvin sagði að í tengslum við kjarasamninga hefði utanríkis- ráðuneytið fallist á það fyrirkomu- lag að fela hagsmunaaðilum, full- trúum útgerðar, fiskvinnslu, sjó- manna og fiskvinnslufólks, að hafa hina daglegu umsjón með úthlutun leyfa varðandi útflutning á óunnum fiski, hvort heldur í skipum eða gámum, og eftirlit með framkvæmd þess. Það hefði verið undirskilið að þessir aðilar hyggðust takmarka útflutninginn meðal annars með til- liti til atvinnusjónarmiða. „Þeir töldu sig geta unnið verkið betur heldur en viðskiptaskrifstofa ráðuneytisins vegna þess að þeir væru í svo nánum og góðum tengsl- um við þá aðila sem mestra hags- muna hefðu að gæta. Meðan leyfis- veitingin var í höndum ráðuneytis- ins linnti ekki árásum Kristjáns Ragnarssonar á framkvæmdina. I hvert sinn sem verð sveifluðust á erlendum mörkuðum voru spunnar upp sögur til þess að kenna þetta slælegri framkvæmd ráðuneytisins auk þess sem söguburður um land allt um spillingu varðandi úthlutun- ina var grasserandi. Nú er komið á daginn og þarf engum að koma á óvart að þessum aðilum sem sögð- ust vera í svo nánum tengslum við hagsmunaðila veitist erfitt að hemja gámavini sína og tryggja að menn hlýti settum reglum og má um það segja hið sama og við svörum stund- um þegar talað er um meintar óvin- sældir ríkisstjórnarinnar: Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur," sagði Jón Baldvin. Hann sagði að vandkvæði af þessu tagi væru innbyggð í öll slík skömmtunarkerfi. Sannleikurinn væri sá að hugmyndin um aflamiðl- un væri ekki góð hugmynd. Það væri ekki aðalatriðið hver fram- kvæmdi skömmtunina. Slík kerfi væru í sjálfu sér af hinu vonda og byðu upp á spillingu eða tilraunir til þess að komast framhjá kerfinu. Það segði sig sjálft. „Ég held þessi tilraun sé ekki til frambúðar. A sínum tíma voru mun betri tillögur uppi um hvernig ætti að framkvæma þetta eftir markaðs- leiðum, nefnilega með því að hver kvótaleyfishafi mætti ráðstafa ákveðnum hundraðshluta af afla sínum til útflutnings og það leyfi gæti gengið kaupum og sölum á markaði. Það myndi tryggja miklu meiri jöfnuð, bæði milli útgerða og útgerðastaða, og innbyrðis innan sjómannastéttarinnar heldur en þetta skömmtunarkerfi sem nú er á snærum LÍU. A sínum tíma strandaði þetta á því að erfitt var að koma þessu við meðan sóknar- markskerfið var við lýði, en nú þeg- ar aflamark verður almenna reglan í haust með nýjum lögum um fisk- veiðistjórnun, þá tel ég að við ætt- um að afnema þessa aflamiðlun og allt þetta skömmtunarkerfi og framkvæma þessar hugmyndir sem meðal annars nutu mikils stuðnings formanns Vinnuveitendasambands- ins,“ sagði Jón Baldvin. Sjómenn landa fiski Morgunblaðið/Sigurgeir kör í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Sigurbjörn Svavarsson, formaður stjórnar Aflamiðlunar: 20% skerðing hjá þeim sem fluttu út umíram heimildir SIGURBJÖRN Svavarsson, formaður stjórnar Aflamiðlunar, segir að útflutningsheimildir þeirra sem flutt hafa út isfisk umfram heim- ildir hafi verið skertar um 20% í þessari viku. Það sé mjög hóflegt að hans mati og margir teyi að það sé alltof vægt í sakimar farið. Það sé mál Vestmannaeyjaflotans að sigla til hafnar, Aflamiðlun ráði engu um það. „Þeir hafa tekið sér það leyfi að fara fram úr og hafa okkar úthlut- anir að engu. Af 50 útflutningsaðil- um eru þetta einu aðiiamir sem gera þetta og ég er hræddur um að margir hinna vildu sjá miklu harðari aðgerðir. Það er ekki um annað að ræða meðan einhver stjóm er á þessu en að það sé, far- ið eftir reglum og allir gangist und- ir þær. Við gefum útflutningsleyfí og ef menn eru að flytja út án þeirra þá er það auðvitað brot á lögum,“ sagði Sigurbjörn. Hann sagðist aðspurður að tolla- yfirvöld hefðu ekki svarað ennþá formlega erindi Aflamiðlunar um hvernig taka beri á útflutningi umfram heimildir. Óformlegt sam- band hafi verið haft í síðustu viku og formlegt erindi varðandi þetta sent í gær. Tollayfirvöld hefðu tek- ið því vel að allur útflutningur ætti að afgreiðast með tilskyldum leyf- um. Aðspurður hvort útflutningurinn hefði verið með þessum hætti með- an utanríkisráðuneytið fór með heimildirnar til útflutningsins, sagði Sigurbjörn ekki geta fullyrt um það almennt, en hann yissi til þess að eitt þessara fyrirtækja hefði haft þennan háttinn á meðan utanríkis- ráðuneytið fór með úthlutunina. Því miður hefði Aflamiðlun ekki gögn frá utanríkisráðuneytinu um þeirra úthlutanir og þeir vissu ekki hvaða munstur hefði verið á úthlutunum ráðuneytisins til einstakra útflytj- enda. „Vestmannaeyingar hafa sakað okkur um að hafa dregið frá þeim og fært til annarra og þeir fái ekki eins miklu úthlutað og áður var, en það var mál sem við gátum ekk- ert vitað um, því upplýsingar þar um fengum við ekki. Við úthlutum bara eftir því sem umsóknir berast og reynum að gera öllum til hæfis. Við lítum þannig á að enginn einn eigi frekari rétt en annar,“ sagði Sigurbjörn. Aðspurður um þá gagnrýni að Aflamiðlun úthlutaði ekki nógu stórum kvóta til útflutnings og að útflutningur umfram heimildir hefði ekki haft merkjanleg áhrif á verð á mörkuðunum, sagði Sigurbjörn: „Eflaust mætti úthluta og senda út meira magn, en þá er það spurn- ing hvað verðið fer niður. Það getur vel verið að það mætti senda út 10-20% meira magn, en málið er ekki svo einfalt. Aflamiðlun er vett- vangur hagsmunaðila í sjávarút- vegi. Þar er rifist nánast um hveija einustu úthlutun, þar sem fulltrúar fiskvinnslu og verkafólks halda ákveðnum sjónarmiðum fram og útvegsmenn og sjómenn öðrum. Þar er verið að komast að málamiðlun- um. Þetta er í sjálfu sér ekki af- greiðslustofnun fyrir enska mark- aðinn. Þá þyrfti enga aflamiðlun og í rauninni enga stjórn, nema kannski einn mann.“ Sigurbjöm sagði að í hverri viku væri sótt um heimildir til útflutn- ings á tvisvar sinnum meira magni í gámum eingöngu, en það sem markaðurinn úti teldi æskilegt að kæmi. „Þetta er spuming imi hversu vel sjáandi menn eru í pólitík“ - segir Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins um gagnrýni á sameiginleg fi*amboð vinstri manna og að þau hafi mistekist „Þetta er spurning um hversu vel sjáandi menn eru í pólitík. Ég spyr hvert var markmiðið með Nýjum vettvangi út frá sjónarmiði okkar Alþýðuflokks- manna? Og það er rétt að spyrja líka; hvaða líkur voru á því að Alþýðuflokkurinn styrkti stöðu Leiðrétting í grein Helga Hálfdanarsonar, Enskan er lævís og lipur, sem birtist hér í blaðinu í gær (29. maí), varð prentvilla sem gerði setn- ingu illskiljanlega. Þar átti að standa: Nú heyrist æ oftar sagt sem svo: Fólkið talaði hvert við annað (eða jafnvel: við hvert annað). Þarna er fleirtölumerkingin í eintöluorði enn að verki á enska vísu, þannig að saman ruglast „Bömin töluðu hvert við annað“ og „Fólkið talaði hvað við annað“. sína í borgarstjórn Reykjavíkj- ur, ef hann hefði boðið upp á hreint flokksframboð við þessar aðstæður?" sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, aðspurður um þau orð Guðmundar Arna Stefánssonar, efsta manns á lista Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði að það sé blindur maður sem ekki sjái að sameiginleg framboð vinstri flokkanna í kosningunum hafi mistekist. „Staðreyndimar eru þær að Nýr vettvangur er stærsta andstöðuaf- lið gegn sjálfstæðismeírihlutanum með 15% atkvæða og tvo borgar- fulltrúa. Alþýðuflokkurinn fékk í kosningunum 1986 10% atkvæða og einn borgarfulltrúa. En, segja menn, fyrrverandi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins náði ekki kjöri í 3. sætinu. Það er rétt, en á móti kemur að ég tel afar líklegt, þó reynslan verði að skera úr um það, að báðir borgarfulltriiar Nýs vettvangs muni um það er lýkur teljast fullgildir jafnaðarmenn," sagði Jón Baldvin. „Alla vega varð Nýr vettvangur til þess að Alþýðubandalagið hefur glatað forustuhlutverki sínu meðal stjómarandstöðuafla í Reykjavík sem það og forverar þess hafa notið í bráðum hálfa öld. Það hmndi úr 20% niður í 8%. Það missti tvo af þremur borgarfulltrú- um. Ef þeir kalla þetta varnarsigur að missa tvo, hefðu þeir þá kallað það stórsigur að missa þá alla. Eins og ég sagði; það er spurning hversu vel sjáandi menn era í pólitík. Það er til dæmis hægt að spyija. Út frá markmiðum okkar Alþýðuflokksmanna hefði það ver- ið metið mjög jákvætt ef Nýr vett- vangur hefði fengið til dæmis 25% atkvæða og 4-5 borgarfulltrúa? Er þá ekki hætt við að félagsskap- urinn hefði ef til vill ofmetnast og talið að nú væri komið fram nýtt stjómmálaafl í landinu til frambúð- ár? Athýglisverð -spurnin'g! Nýr vettvangur var brú yfir til okkar jafnaðarmanna fyrir þá menn sem áður vora í Alþýðubandalaginu eða höfðu flestir hverjir stutt það í kosningum. Þeim eru nú ekki vandaðar kveðjumar af forastu Alþýðubandalagsins í Reykjavík og þeir munu ekki leita til baka yfir þá brú. Með öðrum orðum Nýr vettvangur skilaði þeim árangri að styrkja stöðu jafnaðarmanna í Reykjavík verulega frá því sem hún var áður og frá því sem hún hefði getað orðið á hreinum flokkslista.“ Aðspurður sagðist hann aldrei hafa talað um einhveija fyrirhug- aða sameiningu Alþýðuflokksins og Alþýðubandlagsins. Hann hefði talað um sameiningu jafnaðar- manna og það þýddi nákvæmlega að þeir menn sem hefðu sameigin- lega lífsskoðun og lífsviðhorf og Alþýðuflokksmenn og það væri hluti Alþýðubandlagsins, að þeim væri opnuð leið til samstarfs við Alþýðuflokkinn. rmolui r/ iÁA‘> raoin úiv bn .unióæva Morgunblaðið/Sigurgeir Vænn fengur Þórður Sigursveinsson og son- ur hans Hjörleifur Þórðarson 14 ára, sem rær nú sitt annað sumar með föður sínum, kræktu í þessa 250 punda lúðu á handfæri í gær og er það óvenju vænn fengur á hand- færi. Þeir náðu ekki að inn- byrða lúðuna, hausinn slitnaði af og kræktu þeir þá í sporðinn og keyrðu með hana á síðunni af miðunum til hafnar í Vest- mannaeyjum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.