Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 30.05.1990, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 29 Búnaðarþingskosningar á Suðurlandi: B-listinn jók fylgi sitt í KOSNINGUM til Búnaðarþings, sem fram fóru á Suðurlandi sam- hliða sveitarstjórnakosningunum, jókst fylgi B-lista framsóknar- manna um 3% frá síðustu kosningum. Þrír fúlltrúar náðu kosningu af B-lista og tveir af D-lista sjálfstæðismanna, en það er óbreytt frá því sem var í kosningunum 1986. Á kjörskrá voru 1.698 og kusu 1.354, eða 79,7%. B-listinn fékk 836 atkvæði í kosningunum, éða 61,7%, og D-listinn fékk 461 at- kvæði, eða 34,0%. Auðir og ógildir seðlar voru 57 talsins. í kosningun- um 1986 greiddu 1.397 atkvæði og var kjörsókn þá 82,8%. Þá fékk B-listinn 822 atkvæði, eða 58,8%, og D-listinn 520 atkvæði, eða 37,2%. Auðir og ógildir seðlar voru þá 55 talsins. Búnaðarþingsfulltrúar á Suður- landi næsta kjörtímabil eru þeir Jón Hólm Stefánsson, Gljúfri, Páll Sig- uijónsson, Galtalæk og Einar Þor- steinsson, Sólheimahjáleigu, af B- lista, og Hermann Siguijónsson, Raftholti og Jón Ólafsson, Eystra- Geldingaholti, af D-lista. Eru þetta sömu fulltrúar og áður, að öðru leyti en því að Páll Siguijónsson kemur í staðinn fyrir Jón Kristins- son, Lambey. FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA 29. maí. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 86,00 77,00 81,70 8,274 676.003 Þorskur(smár) 40,00 40,00 40,00 0,130 5.200 Ýsa 84,00 72,00 77,86 3,926 305.673 Skötuselur 150,00 150,00 150,00 0,388 58.200 Karfi 31,00 31,00 31,00 0,425 13.175 Ufsi 20,00 20,00 20,00 0,166 3.320 Steinbítur 33,00 33,00 33,00 0,021 693 Ufsi(smár) 20,00 20,00 20,00 0,049 980 Langa 30,00 30,00 30,00 0,058 1.740 Lúða 190,00 80,00 165,87 0,722 119.756 Skata 40,00 40,00 40,00 0,006 240 Blandað 43,00 43,00 43,00 0,011 473 Samtals 83,62 14,176 1.185.453 FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur(sL) 83,00 61,00 70,15 47,834 3.355.564 Þorskur(smár) 52,00 52,00 52,00 2,788 144.960 Ýsa 124,00 54,00 73,90 50,909 3.762.391 Undirmál 37,00 32,00 34,36 1,266 43.503 Karfi 37,00 30,00 34,06 8,535 290.716 Ufsi 43,00 6,00 41,62 142,648 5.937.398 Steinbítur 36,00 34,00 34,37 1,228 42.204 Skata 80,00 80,00 80,00 0,108 8.640 Langa 44,00 39,00 40,73 2,250 91.639 Lúða 230,00 100,00 180,13 0,872 157.075 Skarkoli 48,00 41,00 42,61 0,395 16.832 Sólkoli 52,00 52,00 52,00 0,477 24.804 Skötuselur 295,00 115,00 141,70 1,287 182.370 Keila 8,00 8,00 8,00 0,030 240 Rauðmagi 120,00 115,00 116,36 0,107 12.450 Grásleppa 10,00 10,00 10,00 0,234 2.340 Samtals 53,93 260,967 14.073.126 FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 98,00 49,00 70,88 34,616 2.453.402 Ýsa 83,00 35,00 73,09 13,766 1.006.168 Karfi 37,00 33,00 36,05 0,861 31.041 Ufsi 35,00 22,00 29,85 1,692 50.499 Steinbítur 45,00 38,00 42,49 0,755 32.078 Hlýri 38,00 38,00 38,00 0,315 11.970 Langa 43,00 40,00 42,07 1,250 • 52.583 Lúða 220,00 220,00 220,00 0,058 12.670 Skarkoli 34,00 11,00 25,64 0,055 1.410 Sólkoli 88,00 79,00 83,53 0,723 60.393 Langlúra 43,00 43,00 43,00 0,931 40.033 Keila 15,00 15,00 15,00 0,200 3.000 Öfugkjafta 21,00 21,00 21,00 0,994 20.874 Skata 74,00 74,00 74,00 0,036 2.664 Skötuselur 345,00 345,00 345,00 0,408 140.760 Koli 20,00 20,00 20,00 0,081 1.620 Undirmál 38,00 38,00 38,00 0,126 4.788 Humar 1.500,- 720,00 1 .190,00 0,750 892.500 00 Samtals 83,63 57,617 4.818.543 FISKVERÐ A UPPBOÐSMORKUÐUM - YTRA VESTUR-ÞÝSKALAND 29. maí. GÁMASÖLUR í Bretlandi 29. maí. Þorskur 121,92 98,25 Þorskur 146,05 97,37 Ýsa 164,94 57,37 Ýsa 134,69 105,48 Ufsi 93,23 35,86 Ufsi 64,91 48,68 Karfi 110,44 64,54 Karfi 89,25 68,15 SKIPASÖLUR í Bretlandi 21. til 25. maí. Þorskur 125,83 189,445 23.887.314 Ýsa 133,19 57,140 7.610.211 Ufsi 48,15 40,105 1.931.134 Karfi 63,55 10,855 691.744 Koli 112,12 0,965 108.194 Blandað 106,93 15,743 1.683.356 Samtals 114,11 314,283 35.861.958 Selt var úr Guðrúnu VE í Hull, 84 tonn, meðalverð 84,84 kr., Hjörleifi RE í Grimsby, 77 tonn, meðalverð 132,30 kr., Guðmundi Kristni SU í Grimsby, 78 tonn, meðalverð 122,99 kr. og Geira Póturs ÞH í Hull, 76 tonn, meðalverð 118,87 kr. GÁMASÖLUR í Bretlandi 21. til 25. maí. Þorskur 126,09 499,174 62.940.672 Ýsa 128,25 539,049 69.131.267 Ufsi 47,25 40,796 1.927.998 Karfi 71,41 26,058 1.860.836 Koli 100,48 111,156 11.168.845 Grálúða 105,69 44,680 4.722.298 Blandað 115,60 130,301 15.063.044 Samtals 119,91 1.391,807 166.914.999 SKIPASÖLUR í Bremerhaven í Vestur-Þýskalandi 21. til 25. maf. Þorskur 94,61 34,756 3.288.153 Ýsa 144,61 2,040 295.002 Ufsi 80,35 44,374 3.365.367 Karfi í 06,65 123,934 13.217.001 Blandað 92,00 4,125 379.512 Grálúða 95,86 135,704 13.009.170 Samtals 97,86 344,933 33.754.204 Selt var úr Engey RE, 194 tonn, meðalverð 99,35 kr. og Skagfirðingi SK, 151 tonn, meðalverð 95,95 kr, ° Morgunblaðið/Björn Blöndal 40 nýstúdentar voru brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem er óvenju stór hópur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja: 95 nemendur brautskráðir Að þessu sinni hlutu 7 nemendur viðurkenningar fyrir góðan námsár- angur. Frá vinstri eru: Rúnar Gísli Valdimarsson húsasmiður, Agnar Már Olsen fyrir hagfræði, Nikulás Ægisson fyrir sögu og félags- fræði, Jón P. Haraldsson fyrir sögu og raungreinar, Guðlaug María Lewis fyrir íslensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku, Inga Sigríður Haraldsdóttir fyrir dönsku og Anna B. Geirfinnsdótfir fyrir bók- færslu. Keflavík. FJÖLBRAUTASKÓLA Suður- nesja var slitið í Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. maí að viðstödd- urn fjölda gesta. Helga Andrés- dóttir sem var að Ijúka stúdents- prófi lék á fiðlu við undirleik Gróu Hreinsdóttir við upphaf athafnar- innar. Að þessu sinni voru braut- skráðir 95 nemendur og sagði Ægir Sigurðsson skólameistari að hópurinn væri óvenju stór að þessu sinni. Nú hafa 1437 nemend- ur verið brautskráðir frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja frá upp- hafi og þar af 496 stúdentar. Sturlaugur Ólafsson aðstoðar- skólameistari lýsti starfi skólans í vetur og þakkaði góðar gjafir sem honum hefðu borist. Hann sagði að nemendur í dagskólanum hefðu ver- ið 600, í öldungadeild 130 og í náms- flokkum 70 nemendur auk þess sem Elínrós Eyjólfsdóttir við verk sín. ■ ELÍNRÓS Eyjólfsdóttir, heid- ur málverkasýningu í Eden í Hvera- gerði dagana 28. maí til 10. júní nk. Á sýningunni eru að mestu vatnslitamyndir af blómum, en hún er kunn fyrir blómamyndir sínar. Elínrós lauk námi úr málaradeild M.H.Í. árið 1987. Hún hefur jafn- framt stundað nám í Skidmore College, Saratoga Springs í New York, Bandaríkjunum á árunum 1986, 1987 og 1989. Auk þess hefur hún numið postulínsmálun í Dan- mörku og Bandaríkjunum og hefur unnið að þeirri listgrein samhliða vatnslita- og olíuverkum. Verk henn- ar hafa verið sýnd á nokkrum sam- sýningum og meðal annars í Skid- more og hjá Roger Fine Arts Cent- er Gallery — Salsbyry, Pennsyl- vania. Þetta er sölusýning, öllum opin og ókeypis aðgangur á þeim tímum sem Eden er opin frá kl. 8.30—23, alla daga. Listakonan mun vera á staðnum og vinna við list sína þannig að gestir og gangandi geta fylgst með hvernig listaverk verður tii. ■ AÐALSAFNAÐARFUNDUR Digranessóknar verður- haldinn í Safnaðarheimilinu, Bjarnhólastíg 26, fimmtudaginn 7. júní kl. 20.30. Fyrir utan venjuleg aðalfundarstörf verður kirkjubyggingarmálið til umræðu. Leiðrétting í hreppsnefnd á Stokkseyri voru 7 kjörnir en ekki 5 eins og sagt var í Morgunblaðinu í gær. Þar vantaði Gauta Gunnarsson af D-lista sem fékk 2 menn kjörna og Valgerði Gísladóttur af K-lista sem fékk 3 menn kjörna en ekki 2. Þetta leið- réttist hér með. ýmis námskeið hefðu verið haldin í skólanum. Brautskráðir nemendur að þessu sinni voru 40 stúdentar, 16 af flug- liðabraut, 12 af iðnbraut, 12 af tveggja ára braut, 6 sjúkraliðar, 3 af skipstjórnarbraut, 3 af hár- greiðslubraut, 2 tækniteiknarar og einn nemandi af annars stigs vél- stjórabraut. Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir góðan náms- árangur en þær hlutu 7 nemendur að þessu sinni. Þar bar hæst frábær árangur Guðlaugar Maríu Lewis sem fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í 5 greinum, íslensku, ensku, dönsku, þýsku og frönsku. Árangur Guðlaugar Maríu í íslensku var afbragðs góður og hlaut hún bikar Sparisjóðsins í Keflavík sem veittur er þeim nemanda sem bestum árangri nær i íslensku. Nikulás Ægisson fékk viðurkenningu fyrir sögu og félagsfræði, Jón Páll Har- aldsson fyrir sögu og raungreinar, Inga Sigríður Harðardóttir fyrir dönsku, Anna B. Geirfinnsdóttir fyr- ir bókfærslu, Agnar Már Olsen fyrir hagfræði og Rúnar Gísli Valdimars- son húsasmiður. — BB ÚR DAGBÓK LÖGREGLUIMNAR í REYKJAVÍK: 25.-27. maí Lögreglan þurfti rúmlega hundrað sinnum að hafa afskipti af ölvuðu fólkið, auk fyölda mála, sem ölvað fólk tengdist á einn eða annan hátt. Um 60 einstaklingar voru vistaðir í fangageymslum um helgina vegna ölvunaróláta, skemmdarverka, slagsmála, inn- brota og þjófnaða. 8 þeirra voru færðir fyrir dómara að morgni, en aðrir voru færðir til frekari skýrslutöku eða leyft að fara eftir að hafa sofíð úr sér áfengisáhrifin. 5 óskuðu gistingar vegna þess að þeir áttu hvergi annars staðar höfði sínu að halla. 5 umferðarslys urðu í umdæm- inu um helgina. Barn á reiðhjóli varð fyrir bifreið í Fossvogi á föstudag. Þann dag varð gangandi vegfarandi fyrir bifreið við gatna- mót Pósthússtrætis og Austur- strætis. A laugardag varð drengur á hjólabretti fyrir bifreið við Kaup- stað í Mjódd. Þá meiddist einnig ökumaður er bifreið hans valt á Miklubraut við Grensásveg. Á sunnudag lenti barn fyrir bifreið á Arnarbakka. í flestum tilvikunum var um óveruleg meiðsli að ræða. Annríki var hjá lögreglu á kosn- ingadaginn 26. eins og venja er af því tilefni. Umstangið felst í vörslu á og við kjörstaði, umferðar- stjórn, gæslu og flutningi kjör- gagna auk annarra verkefna tengdum kosningunum. Allt fór þetta vel fram, enda almenningur í sólskinsskapi. Talsverð ölvun var um nóttina. Lögreglan varð að hafa afskipti af ölvuðu fólki í heimahúsum eftir slagsmál og nokkra ölvaða einstaklinga þurfti að flytja úr miðborginni vegna ölv- unaróláta. Ölvaður ökumaður ók á ljósastaur við Reykjanesbraut við Breiðholtsbraut og þurfti að flytja tvo úr bifreiðinni á slysadeildina. 14 ökumenn eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfeng- is við akstur um helgina svo og 4 aðrir, sem lentu í umferðaróhöpp- um. 16 voru kærðir fyrir of hraðan akstur um helgina svo og fyrir önnur umferðarlagabrot. Tilkynnt var um 7 innbrot og 12 þjófnaði. Þá voru 3 staðnir að hnupli í verslunum. Tilkynnt var um skemmdarverk á 15 stöðum, en „einungis" tvö rúðubrot. 4 slys urðu á fólki í umdæminu og 4 sinnum var til- kynnt um lausan eld. 7 sinnum var tilkynnt um líkamsmeiðingar. Flestar þeirra voru afleiðingar slagsmála ölvaðs fólks. Ölvaður maður var handtek- inn í Lækjargötu eftir að hafa ráð- ist þar að lögreglumanni. Þá var annar ölvaður maður handtekinn í Lækjargötu eftir að hafa ráðist þar að fólki aðfaranótt sunnudags.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.