Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 30

Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 AKUREYRI Morgunblaðið/Rúnar Þór Þessir krakkar fengu viðurkenningu frá Skákfélagi Akureyrar, en þau fengu flest stig eftir laugar- dagsælíngar félagins í vetur. Frá vinstri Þorbjörg Þórsdóttir, Hafþór Einarsson, Magnús Dagur Asbjörnsson, Einar Jón Gunnarsson, Gestur Einarsson, Páll Þórsson, Pétur Grétarsson og Helgi Gunnarsson. Uppskeruhátíð Skákfélagsins UPPSKERUHÁTÍÐ Skákfélags Akureyrar var haldin fyrir skömmu og voru þá veitt verð- laun fyrir öll mót á vegum fé- lagins frá áramótum. Skáklífið hefur verið öflugt í vetur og hafa margir setið að tafli í Félagsheimili Skákfélagsins við Þingvallastræti. Haidnar voru æfíngar á laugardögum fyrir yngstu skákmennina og þar mættu margir, einkum fyrri part vetrar. Skákfélag Akureyrar á nú tvær sveitir í fyrstu deild deildakeppni Skáksambands íslands og ungl- ingasveit frá félaginu vann sigur í þriðju deildinni, þannig að skák- menn á Akureyri eru ánægðir með árangurinn af vetrarstarfínu. Rúnar Sigurpálsson varð Akur- eyrarmeistari á Skákþingi Akur- eyrar sem haldið var seinni hluta vetrar. Magnús Pálmi Örnólfsson varð efstur að stigum á þinginu, Sigurvegarar á Skákþingi Akureyrar, frá vinstri er Bogi Páls- son, sem varð í þriðja sæti, Rúnar Sigurpálsson Akureyrarmeist- ari og Magnús Pálmi Ornólfsson sem varð efstur að stigum á mótinu, en er ekki með lögheimili á Akureyri. en hann er búsettur á Bolung- arvík og getur því ekki orðið Akureyrarmeistari. En Magnús Pálmi þarf ekki að vera sár, hann fékk flugferð til útlanda frá Flug- leiðum fyrir árangur sinn á þing- inu. í þriðja sæti varð Bogi Páls- son. Slippstöðin og Ós hf.: Stjóm Fiskveiðasj óðs tók vel í umsókn um smíði nýs skips Á FUNDI stjórnar Fiskveiðasjóðs sem haldinn var í gær var vel tekið i umsókn Oss hf. í Vest- mannaeyjum um lán vegna smíði nýs skips, sem smíðað yrði í Akureyri; Ingvar Þor- valds son sýnir í Gamla Lundi INGVAR Þorvaldsson opnar mál- verkasýningu i Gamla Lundi, Akureyri, laugardaginn 2. júní kl. 14. Á sýningunni eru 40 verk, olíu- málverk og vatnslitamyndir og er þetta 20. einkasýning Ingvars. Sýningin er opin kl. 14—20 daglega en henni lýkur þriðjudaginn 5. júní. Slippstöðinni á Akureyri næsta vetur. Afgreiðslu var þó frestað þar til ný stjórn sjóðsins kemur saman í júnibyrjun. Már Elísson framkvæmdastjóri Fiskveiðasjóðs sagði að umsókninni hefði verið vel tekið, enda stæðu miklir fyrirmyndarmenn að fyrir- tækinu Öss hf. Þar sem um var að ræða síðasta fund þessarar stjómar hefði afgreiðslu málsins verið frest- að þar til ný stjóm kæmi saman, en það verður fljótlega í næsta mánuði. Fyrir liggur samningur á milli Óss hf. í Vestmannaeyjum og Slipp- stöðvarinnar á Akureyri um smíði á skipinu. Hljóti lánsumsókn Óss jákvæða umfjöllun hjá nýrri stjóm Fiskveiðasjóðs og samningurinn gangi eftir kemur til greina að Slippstöðin taka hið þekkta aflaskip Þómnni Sveinsdóttur VE upp í kaupin. Nýja skipið verður 37 metra langt og 8 metra breitt, skuttogari með möguleika á netaveiðum. Sig- urður Ringsted forstjóri Slippstöðv- arinnar sagði að undirþúningur vegna smíðinnar væri þegar hafínn, þar sem stefnt væri að því að helja verkið í haust. „Þetta er nauðsyn- legt verkefni fyrir okkur til að geta haldið uppi lágmarksstarfsemi næsta vetur, þetta yrði það kjöl- festuverkefni sem við þurfum til að halda starfseminni óbreyttri frá því sem nú er,“ sagði Sigurður. Lést af slysförum LITLI drengurinn sem slasaðist við Múlasiðu á Akureyri í síðustu viku lést á sjúkrahúsi á laugar- dag. Hann hét Hákon Marteinn Leifsson og var eins og hálfs árs gamall. Ekki er að fullu ljóst með hvaða hætti slysið varð, en talið er að yfír hann hafi fallið bretti undan grasþökum. Samdráttur hjá Kísiliðjimni á sölu kísilgúrs til útlanda HAGNAÐUR varð af rekstri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit á síðasta ári og nam hann 14,1 milljón króna. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var á Hótel Reynihlíð í gær. Á fúndinum var gengið frá breytingum á samþykktum fé- lagsins í samræmi við breytt lög um Kísiliðjuna, en þau gera henni kleift að sinna annarri atvinnustarfsemi en vinnslu á kísilgúr. Myndun meirihluta í bæjarstjórn: Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- bandalag* ræddust við í gær VIÐRÆÐUR fóru fram á milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubanda- lags um myndun nýs meirihluta í bæjarstjóm Akureyrar í gær. Fulltrúar flokkanna ætla að heyra í sínu fólki hvort grundvöllur reynist fyrir frekari viðræðum og ef svo reynist ætla fúlltrúarnir að hittast aftur í dag. í viðræðunum tóku þátt þeir Sigurður J. Sigurðsson og Bima Eiríksdóttir frá Sjálfstæðisflokki og Sigríður Stefánsdóttir og Heim- ir Ingimarsson frá Alþýðubanda- lagi. Sjálfstæðismenn munu hittast í hádeginu í dag og sagði Sigurður J. Sigurðsson að ætlunin væri að kanna hug manna til frekari við- ræðna þessara flokka. Yrði niður- staðan sú að mönnum litist á slíkt samstarf myndu fulltrúar flokk- anna tveggja hittast aftur 'í dag og ræða málin frekar. „Það má segja að málin hafí skýrst í þessum viðræðum en endanlega ræðst í dag hvort framhald verður á við- ræðunum," sagði Sigurður. Sigríður Stefánsdóttir fulltrúi Alþýðubandalags sagði að um óformlegar könnunarviðræður hefði verið að ræða. Alþýðubanda- lagsfulltrúarnir væru í sambandi við sitt fólk og ef menn gæfu já- kvætt svar yrði viðræðum haldið áfram. „Það er auðvitað alveg ljóst að þamá em mjög ólíkir flokkar að tala saman og ekki við því að búast að þeir verði sammála um alla hluti, en þeir gætu orðið sam- mála um mjög mikilvæga hluti sem nauðsynlegir em fyrir þennan bæ“ sagði Sigríður. Á fundi fulltrúaráðs framsókn- arfélaganna í fyrrakvöld var kjörn- um bæjarfulltrúum falið umboð til að ganga til viðræðna um myndun nýs meirihluta á Akureyri og höfðu fulltrúar flokksins samband við fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags um miðnætti í fyrrakvöld. Eftir að viðræður hóf- ust á milli þessara tveggja flokka, sagði Úlfhildur Rögnvaldsdóttir að framsóknarmenn biðu átekta og ætluðu að sjá hver framvinda mála yrði. ■' ' Rekstrartekjur félagsins vom 344,5 milljónir króna á síðasta ári, eiginfjárstaðan er sterk, en eigið fé fyrirtækisins er 632 milljónir króna. Eiginfjárhlutfallið er 94%. Heijdarskuldir eru 38 milljónir. Á síðasta ári voru framleidd 24.900 tonn af kísilgúr. Til útflutn- ings fóru 24.216 tonn, en það er 8% samdráttur frá árinu 1988. Á innanlandsmarkaði voru seld 49 tonn. Tilgangur með rekstri Kísiliðj- unnar hefur eingöngu verið að vinna kísilgúr úr botni Mývatns, en á aðalfundinum var gengið frá breytingum á samþykktum félags- ins í samræmi við breytt lög um Kísiliðjuna sem samþykkt voru á Alþingi og staðfest um áramót. Hér eftir verður félaginu auk þess sem það vinnur kísilgúr ætlað að tryggja möguleika á vexti og viðgangi fyrir- tækisins með arðvænlegum fjár- festingum í skyldum greinum og öðrum greinum atvinnurekstrar á eigin vegum, eða með þátttöku í öðrum félögum, eða stofnun dóttur- félaga, eins og segir í viðbót við 3. grein samþykkta félagsins. Róbert Agnarsson framkvæmda- stjóri Kísiliðjunnar sagði að fyrir- tækið hefði verið í samstarfí við Iðntæknistofnun um tveggja ára skeið þar sem möguleikar hefðu verið kannaðir á nýiðnaði. Varðandi þátttöku í atvinnulífinu á öðrum vettvangi en vinnslu kísilgúrs væri verið að skoða ýmsa möguleika, en ekki væri búið að ákveða neitt enn- þá. Hjá Kísiliðjunni störfuðu að jafn- aði 64 menn á síðasta ári. Seðill frá 1988 upp úr kjörkassa á Dalvík ER TALIÐ var upp úr kjörköss- unum á Dalvík aðfaranótt sunnu- dags fannst atkvæðaseðill frá for- setakosningunum árið 1988. Halldór Jóhannesson sem sæti á í kjörstjórn á Dalvík sagði að menn hefðu engar skýringar á því hvern- ig á atkvæðaseðlinum gæti staðið. Umræddur atkvæðaseðill úr for- setakosningunum t kom fram við talningu utankjörstaðaatkvæða. „Þessi seðill kom fram alveg í lokin og menn vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Við höfum engar skýr- ingar á því hvemig þetta hefur gerst,“ sagði Halldór. Seðillinn er nú ásamt öðrum kjör- gögnum innsiglaður hjá fulltrúa bæjarfógeta og sagði Halldór að ekkert yrði aðhafst í málinu fyrr en að loknum kærufresti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.