Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 39

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 39 Loðdýrabændur! Bregðið vonlausum búum ykkar eftir Magnús H. Skarphéðinsson í allri umræðunri nú um vanda loðdýraiðnaðarins er ríkinu sífellt kennt um hvernig komið er fyrir ykkur bændur sem fóruð út í þenn- an fyrirfram vonlausa hryllingsiðn- að. En það er bara ekki rétt. Núna á innan við áratug hefur meðal loðskinnaverð lækkað um 60-70% á heimsmarkaðnum. Fyrir þessu gat ríkið ekkert frekar séð en þið. Svo sökin er sameiginleg allra þeirra sem á einn eða annan hátt stuðluðu að þessari fyrirfram dauðadæmu búgrein (sem betur fer með tilliti til lífstefnunnar). En þetta er samt ekki heldur aðalmálið í stöðunni í dag. Það eru alls engar líkur á að markaðurinn lagist aftur Það sem menn og konur sem standa í þessari búgrein í dag þurfa að gera sér grein fyrir er hvort nokkurt vit sé í að reyna að klórast fram úr þessu gjörsamlega von- lausa ástandi í gi-eininni, í veikri og vonlausri bið eftir betri tíð á markaðnum. En um það er bara alls_ ekki að ræða, kæru bændur. Arið 1980 nam heildarsala allra loðskinna í veröldinni samtals um 12 milljörðum ísl. króna. Árið 1989 var þessi heildarsala komin niður í tæplega 2,8 milljarða króna, eða innan við 'A hluta þess sem það hafði verið aðeins níu árum áður. Algjörlega er út í hött að reyna að skýra þetta stanslausa verðfall skinnanna allan þennan tíma með einhveiju óvenjuhlýju árferði niðri í Evrópu síðastliðin tvö ár eins og forsvarsmenn loðskinnaðiðnaðarins hér heima hafa tönnlast í sífellu á, algjörlega upp á sitt eindæmi. Og án allrar ábyrgðar eins og vai'ðandi flestallar fyrri ráðleggingar þeirra til loðdýraræktenda hérlendis. Þó hlýindaárin hefðu jafnvel ver- ið þijú eða fjögur samfleytt í Evr- ópu þá breytir það bara engu um hina raunverulega níu ára linnu- lausa og borðliggjandi orsök verð- fallsins. Þetta verðfall var byijað löngu áður en þessar hlægilegu skýringar forsvarsmanna iðngrein- arinnar gætu hafa átt við. Það hefðu allir með lágmarks þekkingu á markaðnum getað séð fyrir. Að- eins með því að kynna sér hina raunverulegu stöðu mála um kaupin og horfurnar í greininni. Á að hlusta enn á sömu vonlausu ráðgjafana? Er nú ekki komið nóg af ráðum þessara óskabjartsýnis- og Bjarma- lands-„ráðgjafa“ í greininni? Eg held að þið bændur hljótið að geta svarað því best sjálfir. Á ykkur og flölskyldum ykkur brennur eldurinn heitast, en ekki á skrifborðsmönn- unum í kaupstaðnum. Og því síður á möppudýrunum í ráðuneytunum og víðar í höfuðstaðnum. Auðvitað verður samneyslan að koma hér strax til hjálpar og að- stoða ykkur sem og allt það fólk og fjölskyldur sem í þessu standið, við að komast út úr þeim álögum sem þessi helstefna og heliðnaður hefur leitt það og reyndar allt líf- kerfið út, í bæði efnahagslega og siðferðislega. Það sem gerst hefur er að dýra- vinir allra landa hafa náð þetta góðum árangri í baráttunni fyrir loðdýrunum, til að enda þessa hel- Magníis H. Skarphéðinsson „Árið 1980 nam heild- arsala allra loðskinna í veröldinni samtals um 12 milljörðum ísl. króna. Árið 1989 var þessi heildarsala komin niður í tæplega 2,8 milljarða króna.“ för þeirra, að markaðurinn hefui' hrunið í rúst sem betur fer að mínu mati og allra sannra lífstefnusinna. Ég veit þetta er kannski nokkuð kaldranalega sagt. En svona er nú ástandð samt. Staðreyndir liggja á borðinu: Það eru nánast engar líkur á að markaðurinn lagist nokkurn thnan til frambúðar. Einhver blæ- brigðahækkun skinnanna gæti orð- ið í fyrsta lagi eftir tvö eða þijú ár. En hvaða glóra væri að gera út 'á þann vonlausa tígultvist í þessari lönguvitleysu? Hver vill spila áfram í þessum rússneska póker? Takið upp geðslegri búgreinar bændur Ekki bara sem dýravinur heldur einnig sem bændavinur og dreifbýl- isaðdáandi þá hvet ég loðdýrabænd- ur til að bregða búi sem fyrst og koma sér upp einhverri geðslegri fyrirvinnu svo fegurra mannlíf og dýralíf nái að þróast hér ögn á hærra plani, hér á þessu rykkorni sem við búum á í alheimnum, nefni- lega hótelinu Jörð. Það er nefnilega ekki lengur um það deilt að hótelið sjálft mun ekki græða. Það fer að verða gjaldþrota vegna örtraðar og kapps gestanna (boðflennanna) um að ná sér sífellt í betri sæti. Sæti sem samt eru ekkert betri en hin sem að ytra útliti líta kannski ekki eins vel út. En markmið allra góðra og krist- inna manna hlýtur að vera: Burt með helstefnu allra landa! Höfundur er baráttumaðurgegn loðdýraræktun og hvalveiðum. Búðu sjálfum þér og fjölskyldunni sælureit f garðinum Húsasmiðjunni færðu allt efni í sólpalla, Við gerum tilboð eftir málum. Taktu nú skjólveggi og girðingar. Og í bæklingi upp tommustokkinn, mældu hvernig þú Húsasmiðjunnar um þessi efni er að finna vilt hafa sólpallinn, skjólvegginn eða hugmyndir um útlit, vinnuteikningar og efnis'stærðir sem henta best. girðinguna og komdu svo í Húsasmiðjuna eða hringdu til okkar. HUSASMIÐJAN Súðarvogi 3-5 ■ 104 Reykjavík ■ Sími 91-687700 Húsasmiðjan hjálpar þér að njóta sumarsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.