Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 41

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 1990 41 Sigrún Sigurjóns- dóttir - Minning Fædd 27. mars 1940 Dáin 18. maí 1990 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur hið sama; en orðstír deyr aldrei, þeim er sér góðan getur. (Hávamál) Ævistarf Sigrúnar frænku minnar var hjúkrun. Hennar líkum kynnast fæstir oft. Hún var ákaf- lega heil manneskja, sá alltaf björtu hliðarnar á lífinu og mönnunum. Fyrir þremur árum veiktist Sig- rún af krabbameini, barátta hennar var hetjuleg og stundum hélt ég að hún væri búin að sigrast á sjúk- dómnum. Oft óskaði ég mér þess að ný lyf yrðu fundin upp og eng- inn þyrfti að þjást af þessu lengur. Þegar höggvið er svona nærri, finn- ur maður, hversu dauðleg við ann- ars erum. Sigrún skilaði sínu og vel það á þeim annars of stutta tíma sem hún lifði. Það er huggun okkar sem hana syrgjum að hún er á góðum stað, og minningin um hana lifir. Ég bið guð að blessa Gauja, Tomma, Diddu og Kötu og veita þeim styrk og huggun. Kristín firænka Þann 25. maí, á einum fegursta degi þessa langþráða sumars, kvöddum við hinstu kveðju elsku- lega vinkonu okkar og skólasystur, Sigrúnu Siguijónsdóttur. Þessi dag- ur var táknrænn fyrir hana og hennar líf, hlýr og bjartur. Ótrú- legri baráttu við erfiðan sjúkdóm er lokið, en eftir lifir minningin um einstaka konu, sem átti svo margt að gefa. Það var vorið 1972, að K-holl hóf nám í Hjúkrunarskóla íslands, og þótti hópurinn ærið sundurleitur í byijun. Við vorum komnar mis- langt í skóla lífsins, og höfðum ólík- an bakgrunn. Þrátt fyrir að Sigrún hafi haft í mörg horn að líta er skóladegi lauk — hún átti Gauja sinn og börnin heima — þá var það hún öðrum fremur, sem sameinaði þennan hóp. Hún lagði ætíð gott til málanna og reyndi að finna ljósu punktana í heitum umræðum í setu- stofunni í HSÍ og þó ekki væri hún hávær, þá hlustuðum við allar á hana. Við útskrifuðumst 32 hjúkrunar- konur vorið ’75, og hurfum til starfa á hinum ýmsu stofnunum. En grunnurinn að þeim vinskap, er lagður var á námsárunum var traustur, og stór hluti hópsins hefur hist reglulega og átt góðar stundir saman og þar lét Sigrún sig aldrei vanta. Síðustu misserin vofði ský alvarlegs sjúkdóms yfir, en umvafin ást og kærleika Gauja og ljölskyld- unnar tókst henni að njóta lífsins þannig til hinstu stundar, að við sem eftir erum megum margt af því læra. í febrúarlok komum við „hollið“ okkar síðast saman, rétt fyrir 15 Hrunamannahreppur: Konur í meirihluta Syðra-Langholti. ÞRJÁR konur og tveir karlmenn eru í nýrri hreppsnefiid Hrauna- mannahrepps og eru konurnar því í meirihluta. Úrslit í kosningum voru á þann veg að á H-lista óháðra kjósenda var kosin Helga G. Halldórsdóttir en H-listi fékk 75 atkvæði. K-listi samtarfshóps um sveitarstjronamál hlaut 277 atkvæði og 4 menn kjörna. Loft Þorsteinsson, Kjartan Helgason, Guðrúnu Hermannsdótt- ur og Helgu Teitsdóttur. Konur eru því í meirihluta í hreppsnefnd Hrunamannahrepps. - Sig.Sigm. ára útskriftarafmælið, og fundum við þá vel að hveiju dró, einkum er hún kvaddi okkur hveija og eina, og sagði okkur að enn ein aðgerðin stæði fyrir dyrum. Sigrúnar verður sárt saknað í okkar hópi, hún var burtu kvödd allt of fljótt. Elsku Gaui og fjöl- skylda, megi allar minningarnar um elskulega eiginkonu og móður verða ykkur styrkur í sorginni. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Skólasystur í K-holli Haldin á eftirtöldum stöðum: Reykjavík: Frá 5. -15. júní, 18. - 29. júní og 13. - 24. ágúst Kópavogur: Frá 18.—29. júní Hafnarfjörður: Frá 2.-13. júlí Mosfellsbær: Frá 30. júlí—10. ágúst Akureyri: Frá 13.-24. ágúst ^o 0 a> c & cn Austfirðir: Frá 9. -16. júní. Sumarbúðir á Hallormsstað. o E < SKRÁNft IG OG UPPLYSINGAR1SIMA 2 67 22 RAUÐI KROSS ÍSLANDS TOLVU- MÖPPUR frá Múlalundi... z þar er tölvupappírinn vel geymdur. | Múlalundur SÍMI: 62 84 50

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.