Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 44

Morgunblaðið - 30.05.1990, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 félk í Jéi fréttum .. ■ mI Þetta er eitt af björgunarskipum þýska sjóslysavarnafélagsins í Bremen. Skipið var tekið í notkun 1988. Það er 27,5 metra langt. bjorgunaStorf JJ Afinæli sjóslysavarnafélags í Bremen Islensk fískiskip sigla oft til Bremen í Þýskalandi. Nýlega var þar haldið upp á 125 ára af- mæli Þýska sjóslysavamafélags- ins, eða félagsins til að bjarga skipum í neyð, eins og það heitir í orðréttri þýðingu. Eins og Slysa- varnafélag íslands á félagið i Bremen rætur að rekja til fram- taks áhugamanna um björgunar- störf, sem tóku fyrst höndum saman í Þýskalandi 1865. Nú veitir félagið vaktþjónustu allan sólarhringinn og á skip sem senda má til björgunarstarfa með öskömmum fyrirvara. Fyrir utan sérþjálfaða menn í áhöfnum björgunarskipa getur þýska félagið leitað til 220 sjálf- boðaliða sem em fúsir til að sinna björgunarstörfum. Þeir létu úr höfn 2.200 sinnum á síðasta ári og björguðu um 2.000 manns úr neyð. Frá því að félagið var stofn- að hafa meira en 50.000 manns í neyð hvaðanæva úr veröldinni hlotið aðstoð félagsins. 42 félags- menn hafa týnt lífí við störf sín. Þýska sjóslysavarnafélagið er alfarið rekið fyrir styrki og gjaf- afé frá 180.000 félagsmönnum í því. Á síðasta ári námu útgjöld félagsins samtals tæpum 700 milljónum króna og runnu þau nær einvörðungu til björgunar á sjó og til að tryggja nauðsynlega aðstöðu í landi svo að unnt væri að sinn'a björgunarstörfum með viðunandi hætti. Zsa Zsa Gabor ásamt eiginmanni sínum Frederik von Anhalt. UNDANBROGÐ Zsa Zsa reynir enn að skjótast undan afþlánun! Dómari í Beverly Hills, sá hinn sami og dæmdi Zsa Zsa Ga- bor til 120 stunda launalausrar vinnu við félagsstörf fyrir að reka lögreglu þjóni kinnhest, hefur nú varað leikkonuna við því að hann muni þyngja dóminn ef hún reyni einhver undanbrögð. Hafa að sönnu verið brögð að slíku að undanförnu. Hefur Zsa Zsa meðal annars frei- stað þess að reikna með tímann sem það tekur hana að farða sig að morgni dags, en á vikugrundvelli er það fjöldi klukkustunda. Einnig hefur hún dregið frá þann tíma sem það tekur hana að aka til og frá góðgerðastofnuninni sem hún star- far fyrir. Er talið að hin umdeilda Zsa Zsa láti sér nú segjast, því að dómarinn hefur þegar þyngt dóm- inn einu sinni, en hann bætti 60 stundum við fyrir fáeinum vikum, er hún var með alls konar undan- brögð og brellur til að komast hjá vinnunni. Frúnni hefur verið tilkynnt að næsta þynging dómsins leiði til fangelsunar. Er hún svo æf af reiði vegna þessa, að hún blés til frétta- mannafundar fyrir skömmu og sýndi með töflum og dagbókar- færslum hvernig hún fengi út að hún hefði nú þegar skilað af sér 135 klukkustundum. Helmingur þeirra stunda fór í að sanka saman áheitarloforðum með símhringing- um um allar jarðir. Yfirmaður Bern- ardi Senior-góðgerðastofnunarinn- ar sem Zsa Zsa starfar nú fyrir hefur hins vegar sagt að frúin megi alls ekki_ reikna sér þær klukku- stundir. í úrskurði dómarans segir að leikkonan eigi að starfa á meðal þeirra sem lent hafa á glapstigum eða minna mega sín í þjóðfélaginu. HLUTVERKASKIPTI Patti Hearst reynir kvikmyndaleik Patty Hearst, fjölmiðlaerfínginn frægi sem er e.t.v. þekktust fyrir að hafa gengið á mála með borgarskæruliðum hér um árið og rænt banka með þeim, hefur nú snúið sér að kvikmyndaleik. Ungfrú Hearst leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni „Cry Baby“ sem John Waters hefur leikstýrt og var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes á dögunum. Málin hafa heldur en ekki snúist við hjá Patti sem var sjálf Ieikin af leikkonunni Natöshu Richardson í kvikmynd sem fjallaði um lífshlaup ungfrú Hearst, ekki síst tímabilið er hún var í tygjum við fyrrnefndan rumpulýð. 6LÆSILEGT 2JA ÁRA FISKISKIP TIL SÖLU - Á MJÖ6 HAGKVÆMU VERUI M.S. Lisa Maria T-12-T Tromsö, Noregi, DNV +1A1, 37,5 metra línu og netaveiðiskip, byggt 1988, Portúgal, með 32.000 króka autoline-búnaði, frystingu 24 tonn/24 tíma, fullkominn vinnslubúnaður (Baader) fyrir heilfryst- ingu, flakafrystingu og saltfiskvinnslu. Aðalvél 1100 hest- öfl. Skipsskrokkur hannaður til breytinga í togveiðiskip. Nánari upplýsingar gefa: Halfdan Eilertsen, Tromsö, Noregi, sími 9047-83-85530, Úlfar Ármannsson, Vélorka, Reykjavík, sími 621222, hs. 52245. Christiania Bankog kredidkasse, Grönnegt 80, Tromsö, Norge. Patti Hearst. VIÐURKENNING Níu ára stúlka hæst í Vogum Níu ára stúlka, Guðrún Stef- ánsdóttir, var með hæstu einkunn á vorprófum frá Stóru- Vogaskóla í Vogum að þessu sinni. Hún var nemandi í 3. bekk og er samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins yngsti nem- andinn sem nær hæstu einkunn frá skólanum. Það kom- þvf í hennar hlut farandbikar, til varðveislu til næstu vorprófa, sem er veittur fyrir bestan árangur. Guðrún sagði í samtali við fréttaritara Morgunblaðsins að sér þætti gaman í skólanum, en skemmtilegustu fögin sagði hún vera handavinnu, stærð- fræði og sund. Aðspurð sagðist hún ekki hafa þurft að leggja sérstaklega mikið á sig við námið. - EG. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson Guðrún Stefánsdóttir með bikar sem var veittur fyrir hæstu ein- kunn frá skólanum. Lærið Naprapat-meðferð! Naprapat er nútímalegt meðferðarform á sviði sjúkraþjálfunar, þar sem einkum er fengist við meinsemdir í vöðvum, liðum og hrygg. Náminu er skipt upp í eftirfarandi grunnþætti: Læknisfræði: Líffærafræði, aflfræði, lífefnafræði, lífeðlisfræði taugasjúkdómafræói, næringarfræði, bæklunar lækningar, meinafræði. Sjúkraþjálfun: Raflækningar, nudd og teygjur. Handlækningar: Greining, vinnuvistfræði, líffærafræði, endur hæfíng. íþróttalækningar: Íþróttalífeðlisfræði, íþróttasálarfræði, íþrótta meiðsli. Umsóknarfrestur fyrir haustið 1990 er til 10. júní Kennsluna annast háskólakennarar, læknar og viðurkenndir sérfræðingar á þessu sviði. (4 NaprapothicSchool - skólinn sem annast alla kennslu í Naprapat-meöferð á Norðurlöndum. Observatoriegatan 19-21,113 29Stockholm Sími 8-16 01 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.