Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 45

Morgunblaðið - 30.05.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 45 UPPGJÖR Skauta- drottning’ á hálum ís Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni fréttaritara Morgunblaðsins. Katarina Witt, skautadrottn- ingin frá Austur-Þýska- landi, var til skamms tíma kölluð „fegursta andlit sósíalismans" í vestrænum fjölmiðlum. I dag er hún forsmáð af landsmönnum sínum og helsti skotspónn „gulu pressunnar" í Vestur-Þýskalandi með fjöldablaðið Bild í farar- broddi. Skautadrottningin sjálf, sem predikaði sósíalisma en lifði eins og broddborgari, á mjög erfitt með að átta sig á þessum snöggu umskiptum. Katarina Witt var aldrei ein af þeim sem gagnrýndi stjórn- kerfí Austur-Þýskalánds á með- an kommúnistar voru þar enn við völd. Það stóð aldrei á henni að láta taka af sér mynd bros- andi við hliðina á kommúnista- leiðtogum á borð við Erich Hon- ekcer eða Egon Krenz. Þau eru líka ófá viðtölin við hana sem birtust í vestrænum fjölmiðlum þar sem hún lýsti því hvað lífið væri nú dásamlegt í Austur- Þýskalandi og einræði sósíalis- mans væri hið besta samfélag- skerfí sem völ væri á. Þegar austur-þýskir borgarar flykktust í sendiráð Vestur-Þýskalands í Prag og Búdapest síðastliðið haust sagði hún í viðtali við Junge Welt, málgagn FDJ, æsk- ulýðssamtaka Kommúnista- flokksins: „Ég hef aldrei skilið af hveiju fólk vill yfirgefa Aust- ur-Þýskaland.“ Sjálf gæti hún ferðast um allan heiminn að vild og hafði verulegar tekjur af aug- lýsingasamningum við vestræn fyrirtæki. íþróttamenn á heims- mælikvarða voru hluti af austur- þýsku forréttindastéttinni og beinist reiði almennings því nú ekki síður að þeim en forystu- mönnum flokksins. Hvers konar taugar almenn- ingur í Austur-Þýskalandi ber í garð Katarinu Witt kom í ljós þegar í febrúar er hún var við- stödd frumsýninguna á myndinni Carmen (þar sem hún er í aðal- hlutverki) í Dresden. Einungis „heiðursgestirnir" klöppuðu fyrir Witt. Hin 24 ára gamla Katarina Witt dvelst nú í Bandaríkjunum og gerir það gott. Hún virðist eiga erfítt með að átta sig á atburðunum í gamla heimal- andinu og hefur í blaðaviðtali sagt að þetta allt saman geri hana sjálfa „ringlaða“. í nýlegri grein í vestur-þýsku tímariti, þar sem hún reynir að útskýra sjón- armið sín, segist hún helst ekki Katarina Witt, „stjarna" aust- ur-þýsks kommúnisma, nýtur lítilla vinsælda heima fyrir en á gilda sjóði í Bandaríkjunum. vilja hugsa um Þýskaland eins og er. I mars hafí hún verið í Þýskalandi, nánar tiltekið í Berl- ín, og þar hafi allt hótelið verið fullt af fjármálamönnum sem einungis hefðu áhuga á að græða og létu sig fólkið lítið varða. Má helst ráða af orðum hennar að hún hyggist setjast að í Banda- ríkjunum (en þar nema tekjur hennar tugum ef ekki hundruð- um milljóna íslenskra króna). Ef dæma má af því hvemig rætt er um Witt í Þýskalandi er ólíklegt að hennar verði saknað. FAGNAÐUR Þorri blót- aður í Suður-Kalif- orníu Islendingar í Suður-Kaliforníu héldu þorrablót 3. mars sl. á Holiday Inn í bænum Torrance og sóttu rúmlega 200 manns sóttu í SUMARSKAPI Um leið og við óskum landsmönnum gleðilegs sumars viljum við benda öllu áhugafólki um hagstæð viðskipti á að í Kolaportið koma að jafnaði 10-15 þúsund manns alla laugardaga. Þetta er líka allt áhugafólk um hagstæð viðskipti. T.d. er Ari litli Ijómandi ánægður að komast í gamla Viggó viðutan bók á 100 kall. Anna litla fann (og fékk) fínan dúkkuvagn á 400 krónur. Mamman keypti grænmeti og ávexti sem dugðu vel út alla vikuna og pabbinn gekk sæll og glaður út með nýtt skiptilyklasett og fannst hann hafa gert góð kaup. Þetta er örlítil dæmisaga um viðskiptin í Kolaportinu. Við bjóðum alla kaupmenn og verðandi kaupmenn velkomna og hvetjum ykkur til að hringja inn og bóka sölubása. Viðskiptunum í Kolaportinu fylgir alltaf gleði og stemmning. Síminn er 687063. Oþið frá 4—6. ATH! Það verður opið i Kolaportinu laugardaginn 2. júní eins og alla aðra laugardaga. KOLAPORTID M^RKa-ÐXíORíf ...alltafá laugardögum skemmtunina. Kom fólk frá San Diego, San Francisco og fleiri stöð- um. Meðal gesta var Halla Linker, sem er konsúll á þessum slóðum, námsfólk. Þorramatur var fenginn frá Slát- urfélagi Suðurlands og einnig var matur frá Holiday Inn og hljóm- sveit Rúnars Júlíussonar og María léku fyrir dansi. Ný stjórn var kosin í íslendinga- félaginu 1. desember sl. fyrirfélag- ið og tók hún við 3. mars sl. Hafði þá Katrín G. Johnson verið formað- ur í fjögur ár, Rúri M. Kaneen, varaformaður, og Katrín E. Warr- en, ritari. í nýju stjórninni eru: Jó- hanna Sigurþórsdóttir Lewis, for- maður; Margrét Símonardóttir Johnson, varaformaður; Lovísa Guðjónsdóttir Afzal, gjaldkeri; Þóra Thoroddsen, ritari; Aðalsteinn Jón- atansson, ritari; Heba Þórisdóttir, meðstjórnandi, Oddný Arthursdótt- ir, meðstjórnandi, og Hringur Haf- steinsson, meðstjórnandi. - Jóhanna S. Lewis ^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Verðkönnun Verðlagsstofnunar, 4. tbl., apríl 1990, 10. árg. | Verðkönnun á Ijósmyndafilmum, I f ramköllun og stækkun Framköllun og stækkun Framköllun og stækkun Eftirtaka Litfilmur, 36 mynda, 9x 13cm________ _______10x 15cm_______ Verðpermynd ___________________100ASA 12 mynda 24 mynda 36 mynda 12 mynda 24 mynda 36 mynda 9x13 cm 10x15 cm 13x18 cm KodakGold Fujicolor Amatörverslunin Laugavegi 82, Reykjavlk 487 783 1079'» 538 885 1232" 25 31 130 520 435 Bókaverslunin Veda Hamraborg 5, Kópavogi 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 165 520 Express Suðurtandsbraut 2. Reykjavík 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 450 Filman Hamraborg 1, Kópavogi 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 140 495 355 Framköllun á stundinni Lækjargötu 2, Reykjavlk 570 930 1290 594 978 1362 32 34 150 520 Framköllun á stundinni Ármúla 30, Reykjavlk 594 978 1362 34 520 Hans Petersen Bankastræti 4. Glæsibæ, Austurveri og Kringlunni, Reykjavík 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 165 520 Hraðfilman Drafnarfelli 12, Reykjavlk 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 155 520 Ljósmyndabúbin ingóKsstrœli 6, Reykjavlk 386 636 686 434 714 994 23 25 96 485 395 Ljösmyndahúsið Dalshrauni 13. Halnarfirði 645 1065 1485 645 1065 1485 37 37 165 515 Ljósmyndaþjónustan Laugavegi 178. Reykjavlk 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 165 520 Ljósmyndavörur Skipho’lti 31, Reykjavlk 599 983 1367" 611 1007 1403" 34 35 155 435 Myndsýn Depluhólum 5. Reykjavlk 633 1041 1449s* 633 1041 14495* 36 36 192 Spodmaðunnn Lóuhólum Z-6, Reykjavlk21 633 1041 1449 633 1041 1449 36 36 165 520 Sælgætis og vídeóhöllin Garðat. Garðabæ. 3) 633 1041 14495* 633 1041 14495* 36 36 192 520 Tónborg Hamraborg 7, Kópavogi3) 633 1041 144951 633 1041 14495* 36 36 192 Týti Austuretræti 6, Reykjavík 633 1041 1449 633 1041 1449 34 34 150 430 Úlfarsfell Hagamel 67. Reykjavlk 580 940 1300 604 988 1372 32 34 495 395 Hæsta verð 645 1065 1485 645 1065 1485 37 37 192 520 435 Lægsta verð 386 636 886 434 714 994 23 25 96 450 355 Mismunur l prósentum . 67.1% 67.5% 67.6% 48.6% 49.2% 49.4% 60.9% 48.0% 100.0% 15.6% 22.5% Mismunur 1 krónum 259 429 599 211 351 491 14 12 96 70 80 1) Verö á framköllun og stækkun eru tilboösverö 3) Framköllun og stækkun framkvæmd hjá Myndsýn. 2) Framköllun og stækkun framkvæmd hjá Hans Petersen. 4) Þeim sem hafa látið framkalla og stækka filmu hjá þessu fyrirtæki er boðin ný filma með 25% afslætti. 5) Innifaliö í verði á framköllun og stækkun er 36 mynda Konica litfilma.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.