Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 30.05.1990, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1990 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA Morgunblaðið/Bjarni Pétur og Atli Eðvaldsson fagna sigri landsliðsins í leiknum gegn IMoregi í Evrópukeppninni, 9. september 1987, á Laugardalsvelli. Þeir verða báðir í eldlínunni í kvöld. „Skyndisókn- ir Albana hættulegar" - segirGuðni Bergsson. „Biliðá milli landsliða minnkarstöðugt" GUÐNI Bergsson verður aftasti maður íslensku varnarinnar gegn Albönum í kvöld. „Nú byrjar alvaran. Þetta er ekki æf- ingaleikur, heldur fyrsta viðureignin í Evrópukeppninni. Allir leikir í mótinu eru mikilvægir, en þetta er einn mikilvægasti leikurinn, þvi við verðum að fá tvö stig, ef við ætlum að bæta okkur.“ Guðni áréttaði að breyting á leikskipulagi þýddi ekki að framtíðin væri beinn og breiður vegur. „Við höfum náð stórgóðum úrslitum saman ber jafnteflið í Moskvu í fyrra, en liðsheildin og baráttan hafa hingað til fleytt okkur áfram. Við verðum áfram að betjast fyrir öllu, en það eru viss tímamót hjá landsliðinu. Sterkur varnarleikur og skyndi- sóknir hafa verið aðal okkar, en stefnan hlýtur að vera að ná meiri tökum á leiknum, halda boltanum lengur og spila. Við höfum mann- skapinn til þess, en breytingin gerist ekki á einni nóttu. Fólk verður að meta stöðuna rétt og allra síst höfum við efni á að vanmeta mótherjana. Bilið á milli landsliða minnkar stöðugt og Albanía getur náð stigi af hvaða liði sem er, rétt eins og við höfum gert á góðum degi.“ Guðni sagði að óþolinmæði mætti ekki gera vart við sig. „Leikirnir gegn Austur-Þjóðvetj- um, fyrir þremur árum annars vegar og í haust sem leið hins vegar, eru okkur víti til varnaðar. Við Verðum að sækja, en megum ekki gleyma vörninni — skyndi- sóknir Albana eru hættulegar." Sigurður Grétarsson eftir að hann meiddist á æfingunni í gærmorgun. ÍÞRÖmR FOLK ■ ASGEIR Sigurvinsson og eig- inkona hans, Asta Guðmunds; dóttir, verða sérstakir gestir KSÍ á leiknum í kvöld og verður Asgeir heiðraður sérstaklega fyrir leikinn. ■ SIGURÐUR Grétarsson meiddist lítillega á æfingunni í gærmorgun. „Eg steig ofan í holu í veilinum og snéri mig á ökklan- um,“ sagði hann við Morgunblaðið. Ökklinn var þegar í stáð kældur j«g reiknaði Sigurður með að verða orðinn góður fyrir leikinn. ■ FORSALA á leikinn verður á fjórum stöðum í dag. Miðar fást í Sportvöruversluninni Spörtu, Laugavegi 49, frá kl. 9 til 16, í Kringlunni og Austurstræti frá kl. 12 til 16 og við íþróttaleikvang- inn í Laugardal frá kl. 12, en leik- urinn hefst kl. 20. ■ VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir svipuðu veðri í Reykjavík í dag eins og var í gær, suðvestan hægviðri með skúrum öðru hvoru. . Hitastigið verður 8 til 13 stig. fð YLLI Shehu verður með al- banska liðinu í dag, en hann lék ekki í síðari viðureigninni gegn Svíum í HM. Hann var hins vegar í eldlínunni í fyrri leiknum, sem fram fór í Albaníu, og var mjög góður að sögn Bo Johanssons landsliðsþjálfara. Shehu leikur -^vinstra megin í framlínunni og er, að sögn, leikmaður sem getur gert út um leiki upp á eigin' spýtur... Sköpum okkur fleiri færi Pétur gerði eitt mark í Lúxem- borg í vor, tvö gegn Bermúda og síðan eitt í Bandaríkjunum. „Það var ekkert ofboðslega leiðinlegt að skora tvö gegn Tyrkjum! En ég var auðvitað ekki að hefna mín á Sieg- fried Held á neinn hátt, heldur að gera mitt besta fyrir ísland." Held valdi Pétur ekki í lið sitt eftir að hann gaf ekki kost á sér í síðari leikinn gegn Noregi 1987 vegna brúðkaupsferðar. „Það var ánægju- legt að koma inn í liðið á ný gegn Tyrkjum. Ég leit svo á að ísland væri að beijast fyrir sæti í úrslita- keppni Evrópumótsins og þjálfari má ekki hafa „prívat“ ástæður fyr- ir því hvernig hann velur liðið. Hann verður alltaf að velja sterk- asta liðið. En það getur svo sem verið að Held hafi ekki álitið liðið það sterkasta þegar ég var með.“ Svipaðir Tyrkjum? Um leikinn í kvöld, sem hefst kl. 20, sagði Pétur: „Albanir virðast „teknískir" og fljótir. Ekki ólíkir Tyrkjum að sumu leyti. Á útivelli leika þeir algjöran varnarleik — með fjögurra manna varnalínu og einn þar fyrir aftan að auki, og beita síðan skyndisóknum. Okkur hefur ekki gengið neitt allt of vel þégár við leggjum á.h.erplu & að - með því að beita leikaðferðinni 4-4-2 í stað 5-3-2 son, sem gert hefur sjö mörk í síðustu fimm PÉTUR Pétursson hefur skorað sjö mörk í síðustu fimm lands- leikjum sínum. Hann gerði ann- að marka íslands gegn Noregi í undankeppniEvrópukeppn- innar á Laugardalsvelii 9. sept- ember 1987 en Siegfried Held stillti honum ekki framar upp í liði sínu. Það var ekki fyrr en rúmlega tveimur árum síðar, 20. september ífyrra, að Pétur klæddist landsliðspeysunni á ný — er Held var farinn til Tyrk- lands og Guðni Kjartansson við stjórnvölinn. Og þá sló KR- ingurinn heldur betur í gegn. Eins og knattspyrnuáhuga- mönnum er enn í fersku minni skoraði Pétur bæði mörkin í 2:1 sigri á Tyrkjum á Laugar- dalsvelli og hefur verið óstöðv- andi með landsliðinu síðan. , segir Pétur Péturs- íandsleikjum Morgunblaðið/Skapti Það var slegið á létta strengi á æfingunni í gærmorgun. Hér eru það Arnór Guðjohnsen, Ólafur Þórðarson og Guðmundur Torfason sem taka létta júdósyrpu! sækja, en við stefnum að því nú að pressa á þá framarlega á vellin- um. Ná að spila sóknarleik. Þetta er nýtt fyrir okkur og verður erfitt, en ég vona að fólk fjölmenni á leik- inn og styðji vel við bakið á okkur. Við þurfum alltaf stuðning hér heima; ef við fáum hann stöndum við okkur betur.“ Líst vel á 4-4-2 Pétri líst vel á að beita leikaðferð- inni 4-4-2, en undir stjórn Sigi Held beitti liðið 3-5-2 aðferð. „Þetta er betra fyrir sóknarmennina. Við höfum oft verið í því hlutverki að beijast fyrir liðið allan tímann," sagði Pétur og bætti við að síðan Johansson tók við stjórninni „nema í leiknum við Bandaríkjamenn, höf- um við framlínumennirnir fengið boltann mun fyrr fram og sköpum okkur fleiri færi. Þetta er breyting fyrir okkur og ef vel tekst til er þetta auðveldara fyrir vörnina líka. En til að svo verði er það skilyrði að allii' vinni vel saman.“ Engin pressa Þrátt fyrir gott gengi í síðustu landsleikjum sagði Pétur enga pressu á sér að skora í dag. „Það skiptir engu máli hver skorar ef við vinnum. En mér hefur gengið vel í leikjunum að undanförnu og von- ast auðvitað til þess að svo verði áfram.“ Byrjunarliðið? Byrjunarlið íslands verður tilkynnt á hádegi í dag. Líklegast er að það verði þannig: Bjarni Sigurðsson í marki, Ormarr Öi'lygsson hægri bakvörður og Gunnar Gísiason vinstra megin. Guðni Bergsson og Atli Eðvaldsson miðverðir. Kanttengiliðir verða Þorvaldur Örlygs- son, vinstra megin, og Ólafur Þórðarson hægra megin. Sigurður Grétarsson og Arnór Guðjohnsen verða þá inni á miðjunni og í fremstu víglínu Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason. Skv. þessu verða varamenn Birkir Kristinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Eyjólfur Sverrisson og Sævar Jónsson. Gunnar Gíslason hefur að vísu ekki gengið heill til skógar og treysti hann sér ekki til að leika, er sennilegt að Kristján taki stöðu hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.