Alþýðublaðið - 08.11.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.11.1932, Blaðsíða 4
4 AMS?ÐUB£!M>IÐ breyzt til batoaðlar. — Metux, sem standa ríkisstjóminni næriú, hafa þegar látið í ljós., að fljótlega inuni koma til þingrofs, ef hið nýja rikisþing felst ekki á saim- vinMu við ríkisstjórininia um stjórnarskrárbreytingu. Kosningariar fóru fram án ó- eiröa að kalla má, og voru í þvi frábrugðnar þeim kosningum, er seinast fóru fram í Þýzkalandi, þvi að þá var allvíða óeirðasamt í landinu á kosningadaginn. Leikhúsið. „Réttvísin gegn' * Mary Dngan“. Á, fimtudagiskvöldið) var hafði Leikfélagið frumsýninigu á leik- ritinu .„Réttvísin gegn Mary Du-( gan“ jeftir, ameríska höfundiunj Bayard Veiller. Leikurinn, siem er $ þrem þáttum, fer allur fram 1 réttarsal og fýsir róttarhaMi í ímorómáli. — Ung stúlka er á- kærð ifyrir að hafa drepið Blsk- huga sinn, sem fundist hefir dauð- sur í híbýlum hennar,, og kemur alt réttarháldið fram á leiksvið- inu, vitnaleiðslur, sókn og vöm análáflutningsmanna o: .s. frv. Er þetta í isjálfu sér áhrifaríkt og frá höfundarins hendi fult af snögg'um viðliorfsbreytmgum, en mest er þó auðvitað undir leik- endunum komið og samstarfi þedrra. • Hefir Indriðá Waage haft á hendi leilsstjóm, og- hefir honum tekist að sam- atfa svo leikenduma, að furðu gegnir, hve leikur þeirra er siam- feld heild. Leikurinn er há-alvar- legur, — hér er um iíf eða dauða áð tefla fyrir hina ákærðu, og margt annað vefst þar inn í, sem er bæði sorglegt og íhugunarvert, — en innan um eru grát-hlægi- legar persónur og atvik, sem létta íarginu af áhorfendum um stund. Og þessar persónur og þessi at- vik koma ekki í bága við beildar- áhrifin, heldur eins og stri'ka lind- ir þau, og er það aðallega leik- endiumum áð þakka. Mest bar á hlutverki Brynjólfs Jóhannessonar (Galway, hinn op- inberi ákærandi), og hefir hann Btundium á sér þamn Mefistofeles- svip, sem virðist oft vera óaðisikilj- anlegur föruniautur frú Jústitíu (réttvísinnar), en stundum er hann eins og persónugervingur á- kærunnar sjálfmr, — kraítmiki.U og ógnandi. Indriöi Waage (Jim- mxie, bróðirMary Dugan; hann tek- !ur að sér vörnina) sýnir vel það mannlega viðhorf, sem of oft vi.ll gleyma'st í réttarsalnum; hann er fynst og fremst maður og bróðir Og því næst málaflutoingsmaiður. Leikur lians er hreinn og einlægur Og verkar með krafti hægðarinn- ar„ Arnclís Björnsdóttir (Mary Dugan) er blátt áfram og ímann- leg í ást sinni og nilðurlægingu, látlauis og hrífandi; er þessi leiikur hennar með þvi bezta, siem húri hefir. sýnt, og hefir henni þó oft tekiist vel. West málaflutnings- maður (Valur Gíslason) og frú Rice (Emilía Borg) eru og vel leikin. Marta Kálman og Alftieð Andrésson leika skopleg hlutverk og ferst það prýðilega úr hendi. Haraldur Björnsson leikur Nash dómara tígulega og virðulega. Srnærri hlutverkin eru einnig vd leikin, og má þar t. d. nefna Dagmar Lorne (Magniea Sigurðis- son) og Pauline Agguerro (Marta Kalmian). Hunt umsjónarmlann leikur Valdimar Helgaison nxjög sannfæriandi. Leikurinn er talinn vera ádeila é ameriskt réttiarfar. Hann gæti verið ádeila á réttarfar hvar sem er. Miskunnarleysi „réttvísinniar“ er c>ft hart aðgöngu, og sjálfsagt mætti oft beita vægari aðferðum en gert er. En hinu má heldur ekki gleyma, að þessum aðferjðum er beitt til áð komast fyrjr sann- leikann, — í orðd kveðnu að minsta kosti. En enn þá síður.má gleyma því, að sjónarmið lag- anna og sjónarmið sanns sið- gæðis fana ekki alt af saman, —iog að „humianum est ertiare“ (það er mannlegt að skjátlast), Jakob Jóh. Smárl Slys við larðarfðr. Einar Jónsson, fyrxv. alþm., var greftraður að Keldum á laugar- daginn v.ar, en ekkí að Odda, svo sem önnur blöð hafa skýrt frá. Fór eitthvað af fólki héðan úr Reykjavík austur til þess að vera við jarðarförina, og segir þáð isvo fxá, að veðrið þennan dag hafi verið með eindæmum vont, af frostláúsu veðri að vera, ofsarok og rigning. „Rangæinga- búð“ svo nefnd, en það er tjiald mikið, sem Jón Ólafsson alþm. gaf Rangæingum fyrir Alþingis- hátíð, var sett upp á greftrun- arstaðnum, með því að von var fjölmennis. Þesisi miikla tjaHdbúð ^rifnaði í tætlur um kvöldið í oi viðrinu. Flutningsbdfreið austan úr Fijótshlíð með 20 farþega lenti á heimleið út af veginum við eystri brúarendann á Sýkinu, og var fall bennar á að gizka 2 m Einn maður, Guðm. Guðmiunds- son, bóndi á Núpi, slasaðist með þeim hætti, að hann tví-kjálka- brotnaðd, á miðjum kjálka öðr- um megin og uppi un'dir eyra hin- uim megin.. Annar maður, Jón Guðmundsson, bóndi á Torfa- stöðum, mun hafa laskast inn- vortiis, og leið honum ekki vel. Önnur meiðs! munu ekki hato orðið teljandi. Orsök bílslyss þessa var sú, að stýrisúmbúnaiður bilaði. Til marks um ofviðrið má geta þess, að sýslumaður Rangæinga og 20 menn með bonum kom,- ust aldrei lengija en að Varma- dál og voru þar veðurteptir lengst af dags. Talið er, að um 300 manns hafi verið við jarðarförina. Svar til Ára Þórðarsonar. Alþektur drykkjuræfill og við- skiftastigamaður, Ari nokkur Þórðarson, hefir fengið eioihvem til að skrifa fyrir sig rakalausar lygar um mig og ímynduð við- skifti mín. Er þetta birt í 285. tbl. Alþýðublaðsiiis þann 31. f. mi. Að ég sýni Ara þann sóma að lýsa hann opinberan lygana að ummælum sínum um mig í nefndu blaði kemur til af því, að ske kann að til sé einhvers staðiar. fólk — þó ótrúlegt sé —, sem þekkir ekki margra ára lyga- og svika-feril Ara, hváð þá held- ur lygi hanis og róg um roeð- borgara sína. Af því að ég hefi lesið Dóma- safn Landsyfirriéttarms frá 1915, læt ég undir höfuð leggjast að kalla Ara æruleysingja fyrir lyg- ar sínar um mig í áministu bláði, því samanber nefnt dómaisafn virðist æran ekki hafa íþyngt honum á umliðnum árum. Þetta er það einiasta svar, sem Ari fær frá mér fyrir það, sem hann hefir látið skrifa fyrir sig um mig, og það, sem hann kann hér eftir að láta skrifa. M. Jöhctnnsson, Um d&ginn og vegimi ST. MORGUNSTJARNA nr. 11, HafnarfiTði, heldur kaffikvöld I mievikudaginn 9. nóvember kl. 81/2- Stúkufélagar fjölmenniði. ST. VERÐANDI nr. 9. Skemti- fund heldur stúkan í kvöld kk 8 í G.-T.-húsinu við Vonar- stræti. Margt til skemtunar, t. d. upplestur, ednsöngur, gamanr vísur, hljó ðfærasláttur og danz. Félagar fjölmennið, komiö með nýja félaga. Verkakvennafélagið „Framsókn" heldur fund í kvöld kl.. 8V2 í alþýðuhúsinu Iðnó, uppi. Er- indi verður flutt, ef tími vinist til. En að'alefnd fundarinis verður kauplækkunarsamþykt íhaldsins í atvinnubótavinnunni, Það er mál, sem mjög snertir alla alþýðu. Er þess fastlega vænst, að félags- konur fjölsæki fundinn og mæti istundvísiega. Háskólinn. Árni Pálisson próf. byrjai' há- skólafyrirlestra sína um kirkju Is- lands á þjóðveldistímanum ann- a:ð kvöld kl. 8,30 stundvíslega í 1. kenisliustofu háskólanSi. Bæjarstjórnaifnndnr verðiur á morgun kl. 10 f. h. í Góðitemplarahúsinu, en bæjaú- ráðlsfundur verður í dag kl. 4. Meðan ' bæjai7Stjórnarfuiiduri;nM stendur yfir verður haft gjallar- horn á húsinu, svp að fólk, sem ekki kemst inn, geti heyrt ræður manna. Umræðunium verður einn- i-g útvarpað. Séra Sigurður Einarssou, flutti erindi sitt um uppeldi og trúarbragðafræðslu fyrir fullu húsi s. 1. sunnudag. Erindið fékk hinar ágætustu viðtökur og verð- ur endurtekið á sunnudaginn kemur. Ingimar Jónsson skólastjóri flutti í gær fróðilegt erindi um iðnkreppuna í Alþýðu- fræðslu safnaðanna í Franska spítalanum. Annáð kvöld talarþar Arngrímur Kristjánsson: „LíknaT- starfsemi eða alþýðutiyggingar“. 1 kvöld 'talar þar Eiríkur Magnús- son guðfræðdinemi. Sveinn frá Elivogum, hinn alkunni hagyrðingur og kvæðamaður, ætlar að halda kvæðakvöld í V.arðarhúsinu kl. 8V2 í kvöld. Nýtt islenzkt skip. Hi,ð nýja skip Eimskipafélags R'eykjavíkur, „Hekla“, kemur í dag. Þáð er um 1200 smálestir. Það kemiur frá Blyth í Engiandi méð kolafarm til Guðmundar Kristjánssonar, en niokkuð af farminum á að fara til Keflavík- ur. Póstur kemur með skipinu. Mwa® ©r að fréðfa? Nœturlœlmir verður í nótt Þórðiur Þórðarson, Marargötu 6, sími 1655. Otvarpid í dag: Kl. 16: Veður- fregnir, Kl. 19,05: Erindi: Iðnað- armál (Helgi H. Eiríksson). KL 19,30: Veðurfriegnir. Kl. 20: Frétt- ir„ KL 20,30: Erindi: Tannskemd- ir (Jón BenediktS'son tánnlæknir), Kl. 21: Tónleikar: Píanóspil (Em- ii Thoroddsen), Kl. 21,Í5: Upplest- ur (Skúli Skúlason ritstjóri). KL 21,35: Söngvél (Schubert). 80 ára) afmæli á á morgun frú Hólmfríður Jónisdóttir, Viita- stig 18. Silfnrlmwlamp eiga á rnorgun Guðro'm Klemenisdóttii’ og Guð- mundur Jakobsson; (ökumað- ur hjá Smára), Bergþómg. 20. Togmarnir. „Otur“ kom áf veiði- um í nótt með 1300 körfur ís- fiskjar. — Enskur togari kom hingað í gærkveldi vegnia ketiil- bilunar. Skipajréttir.. „Lyra“ kom f giær- morgun til Björgvinijar, kl. 9 eftár norskum tíma. „Nova“ fór héðan í gærkveldi álaiðírs norður urn land og fer þaðan utan. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui: Ólafur Friðriksison, Aíþý&uprentsmiðjan,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.