Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 1

Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 1
HANDKNATTLEIKUR Óli P. og Ólafur dæmdu bikar- úrslitin í ísrael Oli P. Ólsen og Ólafur Haraldsson dæmdu úr- slitaleikina í bikarkeppninni í handknattleik í ísrael, sem fram fóru fyrir nokkrum dögum. Félagarnir dæmdu alls þrjá leiki og fengu góða dóma. íslenskir handknattleiksdómarar hafa ekki fyrr dæmt í ísrael, en á síðasta ári gerðu hand- knattleikssambönd þjóðanna samning um að skipt- ast á dómurum vegna sérstakra verkefna árlega. í vetur komu tveir dómarar frá ísrael og dæmdu hér landsleiki. Óli lét mjög vel að dvölinni í ísrael og sagði að heimamenn hefðu tekið sérlega vél á móti þeim félögum, „en hitinn var frekar mikill,“ sagði dómarinn. SUND / ÞJALFARAMAL [ KNATTSPYRNA / 1. DEILD Cawley hætlur með landsliðið CONRAD Cawley, landsliðs- þjálfari í sundi, sagði upp störf- um frá og með deginum í gær. „Ég kann vel við mig á íslandi og kom með því hugarfari að vera f ram yfir Ólympíuleikana 1992 og jafnvel lengur, en sam- starfsvilji hjá formanni Sund- sambandsins var ekki fyrir hendi. Mér var sagt upp, en sagt að ég gæti verið til 1. sept- ember og jaf nvel lengur. Ég hef lifað i voninni um að tekið væri á landsliðsmálum af festu, en ég sætti mig ekki lengur við starfshætti formannsins," sagði Cawley við Morgunblað- ið í gærkvöldi. Conrad Cawley hóf störf sem landsliðsþjálfari 11. nóvember 1988. Hann gerði starfsáætlun til átta ára, en er nú hættur eftir 18 mánaða starf. „Það voru samstarfs- örðugleikar milli hans og stjórnar," sagði Guðfinnur Ólafsson. „Við höf- ÍPRÚm FOLK ■ LEEDS United hefur ákveðið að kaupa skoska landsliðsmanninn Gary McAllister frá Leicester. Liðið verður líklega að láta um milljón pund fyrir FráBob hann en það verður Hennessy ákveðið af sérstakri íEnglandi nefnd þarsem liðin gátu ekki komið sér saman um sanngjarnt verð. ■ ÞA hefur því verið hvíslað að Leeds ætli sér að kaupa Peter Beardsley frá Liverpool og jafn- vel verði gengið frá því í dag. Fram- kvæmdastjóri Leeds, Howard Wilkinson, hefur þegar boðið eina og hálfa milljón punda og hefur jafnvel boðist til að láta leikmann fylgja með. Þá hefur Leeds boðið Beardsley 4.000 pund á viku og er það meira enLiverpool vill greiða leikmönnum sínum. Þess má geta að Wilkinson hefur þegar keypt leikmenn fyrir tæplega sex milljónir punda. Conrad Cawley er hættur sem landsliðsþjálfari Islands í sundi. um ekki náð saman, en fjárhags- staða sambandsins hefur einnig mikið að segja. Hún er slæm og við verðum að skera niður.“ Cawley sagðist ekki skilja hvers vegna fjárhagsstaðan væri eins og hún er. „Sundsambandið fær miklar tekjur, en víst er að þeim er ekki eitt í sundfólkið. Það þarf að greiða sínar ferðir sjálft og til dæmis þar hver og einn að borga 45 þúsund vegna Frakklandsferðarinnar [sem greint er frá annars staðar á síðunni]. Ég held að ástæðan sé fyrst og fremst skipulagsleysi. Það er mikið af hæfu fólki innan sam- bandsins, en það vinnur ekki sam- an. Ég hef bent á það sem miður hefur farið og lagt til breytingar, en það hefur ekki verið vilji til að fylgja hlutunum eftir. Gagnrýninni hefur verið illa tekið og því miður er staðan eins og hún er.“ Cawley er kvæntur íslenskri konu og eiga þau þrjú börn. Hann sagði að þau myndu vera áfram á íslandi og hugsa sitt mál. „Ég get fengið starf í Englandi, en eins kemur til greina að þjálfa íslenskt félagslið, en vonandi skýrist fram- haldið fljótlega, því það er erfítt að lifa lengi í óvissu." SUND Landsliðið til Frakklands Ólafur Gunnlaugsson tekur við þjálfuninni ÓLAFUR Gunnlaugs- son, þjálfari Vestra, verður landsliðsþjálf- ari i sundi til 1. september. Fyrsta verk- efni hans verður að fara með landsliðið í æfinga- og keppnisferð til Olafur Frakklands. Haldið verður ut- an á morgun og komið heim 21. júní. Landsliðið fer til Canet í Frakk- landi þar sem sundfólkið tek- ur m.a. þátt í alþjóðlegu móti. Að sögn Guðfinns Ólafssonar, formanns Sundsambandsins, skiptir mótið miklu máli, því sum- ir munu reyna þar við lágmörk vegna Evrópumótsins og eins hef- ur landsliðinu verið skipt í a- og b-hóp og þurfa keppendur að ná vissum lágmörkum til að komast í hópana. Átta sundmenn fara til Frakk- lands: Magnús, Bryndís og Arnar Freyr Ólafsbörn frá Þorlákshöfn, Logi Kristjánsson, ÍBV, Eðvarð Þór Eðvarðsson og Ævar Jónsson frá Sundfélagi Suðumesja, Helga Sigurðardóttir, ísafírði, og Ragn- heiður Runólfsdóttir, 1A. Farar- stjóri verður Jón B. Helgason. ANGIST! Sigurður Guðmundsson, markvörður Stjörnunnar, horfir með angistarsvip á eftir knettinum í leik Stjörnunnar gegn FH á laugar- daginn. Ólafur Kristjánsson skoraði markið og var öllu hressari enda hrósuðu FH-ingar öruggum sigri, 5:1. Gamanið kárnaði þó hjá FH-ingum í gærkvöldi er þeir töpuðu fyrir Vestmannaeyingum í Eyjum. Þá fengu Stjörnumenn hinsvegar ástæðu til að brosa því þeir fögnuðu óvæntum sigri á Val. ■ Laugardagsleikirnir/B2, B3 ■ Leikirnir I gærkvöidi/B8 BHBHHBBBBHbH _ mmSSRWBDm KNATTSPYRNA: HEIMSMEISTARAKEPPNIN AITALIU / B4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.