Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 8

Morgunblaðið - 06.06.1990, Page 8
AGANEFND KSI ÍBV trónir á toppnum Baklur í tveggja leikja bann —■IMIiiWMHiill lll IIIWÍiBIM■—III ■ GUÐMUNDUR Hreiðarsson, markvörður, sat á bekknum hjá Víkingum á laugardag. Hann lék með Turu Diisseldorf í V-Þýska- landi í vetur, og var ekki orðinn löglegur með Víkingi á ný fyrr en nú. I GRÉTAR Eggertsson var varamaður hjá KR gegn ÍBV. Hann hóf að æfa með KR-ingum í vetur og ók þá tvisvar í viku frá Hvamms- tanga til Reykjavíkur eða tæplega 1.000 km vikulega. ■ BERGUR Agústsson kom inná hjá ÍBV gegn KR fyrir Ólaf Árna- son, sem meiddist á ökkla. Þetta var fyrsti leikur Bergs á tímabil- inu, en hann er nýkominn heim frá námi í Noregi. Bergur var í byij- unarliðinu í gærkvöldi. ■ FRIÐRIK Friðriksson mark- vörður Þórs lék á laugardag í fyrsta skipti gegn gömlu félögum sínum síðan hann hélt úr herbúðum Fram til náms í Danmörku haustið 1987. ■ ANDRI Marteinsson lék sinn 100. leik í 1. deild gegn Sjörnunni á laugardag. Hann hefur leikið í 1. deild með Víking, KR og FH. ■ ARNALDUR Lofísson lék sinn fyrsta leik í 1. deild með Val gegn Sfjörnunni í Garðabæ í gær. Hann er 19 ára og lék í stöðu hægri ba- kvarðar. ■ ARNI Sveinsson gerði í gær 40. mark sitt fyrir Stjörnuna gegn Val og það var ekki af verri endan- um, þrumuskot efst í bláhornið af 20 metra færi. Hann hefur alls gert 31 mark í 1. deikJ, þijú fyrir Stjörnuna og 28 fyrir IA. ■ GUÐJÓN Haraldsson er eini maðurinn, sem á sinn stól í stúku KR-inga. Hann vann sætið í happ- drætti á síðasta stúkukvöldi KR og það sker sig úr — stóllinn er rauður á fremsta bekk fyrir miðju, en aðr- ir stólar eru bláir. ■ BO Johansson, landsliðsþjálf- ari, var á leik ÍBV og FH í Eyjum í gærkvöldi. „Þetta var góður leikur og gat farið hvernig sem var, en Hlynur Stefánsson, ÍBV, stóð sig best,“ sagði þjálfarinn. ■ GRAHAM Roberts, hinn sterki miðvörður Chelsea, er líklega á leið til Bournemouth. Nú stendur yfir vorhreingerning hjá Chelsea og vill liðið losna við nokkra leik- menn. Roberts, sem lék með Tott- enham og Glasgow Rangers, hef- ur ekki fallið nógu vel inní lið Chelsea að mati stjórnenda liðsins og því vilja þeir selja hann. NÝLIÐAR ÍBV tróna nú á toppi * 1. deildar. Þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu silfurlið FH 2:1 í Eyjum í gærkvöldi. Þetta var langbesti leikurinn í Eyjum á tímabilinu, skemmtilegt spil á báða bóga og mörg marktæki- færi. Gestirnir byijuðu vel og Ólafur H. Kristjánsson skoraði í fyrstu sókn. Adolf Óskarsson hélt ekki knettinum eftir gott skot Andra Marteinsson- Sigfús ar og Ólafur fylgdi Gunnar vel á eftir. Heima- * Guðmundsson menn jöfnuðu eftir rúmlega hálftíma leik. Hlynur Stefánsson sendi út í hægra homið á Tómas Inga Tómas- son, sem gaf fyrir markið. Sigurlás Þorleifsson rétt missti af knettin- um, en það kom ekki að sök fyrir Eyjamenn, því því Þórhallur Víkingsson sendi boltann í eigið mark, 1:1. FH-ingar virtust ætla að byija seinni hálfleik eins og þann fyrri, en Guðmundur Valur Sigurðsson, sem var í dauðafæri á markteig, skaut framhjá. Skömmu síðar björ- guðu FH-ingar í horn eftir skot frá Jóni Braga Arnarssyni úr góðu færi. Á 67. mínútu munaði engu að Birgir Skúlason gerði sjálfs- mark, en Þorsteinn Bjarnason, markvörður FH, bjargaði glæsilega. Tveimur mínútum síðar átti Bjöm Jónsson hörkuskalla að marki IBV, en heimamenn björguðu á línu. Á 69. mínútu gerðist umdeilt atvik. Andrej Jerina, sem var úti í vítateig, ætlaði að stinga sér á milli tveggja FH-inga, en féll við og dóm- arinn dæmdi vítaspymu. Hlynur Stefánsson skoraði, en Þorsteinn var nálægt því að veija. „Vítaspyrn- an var út í hött,“ sagði Viðar Hall- Baldur Bjarnason, Fram, var dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ, sem kom saman til fundar í gær. Baldur fékk rauða spjaldið fyrir að bijóta á Sævari Arnasyni i leiknum gegn Þór Akureyri á laugardaginn. Sævar fékk gula spjaldið fyrir að mót- mæla dómnum, en hann hafði áður fengið gult og fór þvi einnig af velli. Sævar var dæmdur í eins leiks bann. íttíMR FOLK dórsson, annar þjálfari FH, og voru margir á sama máli. Þjálfarinn og landsliðsnefndarmaðurinn bætti við: „Dómgæslan var fyrir neðan allar hellur og.það verður að gera vissar kröfurtil dómara í 1. deild.“ Á næstu mínútu lék Hlynur skemmtilega í gegn, var einn gegn Þorsteini, sem náði að veija, og skömmu síðar átti Pálmi þmmuskot að marki ÍBV, en naumlega fram- hjá. Fimm mínútum fyrir leikslok vildu Eyjamenn fá vítaspyrnu, eftir þijú dauðafæri. Fyrst varði Þor- steinn frá Sigurlási Þorleifssyni, en hélt ekki boltanum, sem fór til Elí- asar Friðrikssonar. Hann skaut, en Þorsteinn hálfvarði aftur og enn skaut Elías, en Birgir varði með hendi í slá og yfir. „Þetta var ekk- ert annað en víti,“ sagði Elías, en Birgir vildi ekki tjá sig um málið. Sigurður Signrjónsson, sem ieikur með KS í 2. deild, var dæmdur í eins leiks bann. Davíð Garðarsson úr ÍK fékk þriggja leikja bann og Kristján Sigurðs- Baldur Bjarnason son, Reyni Árskógströnd, var dæmdur í eins leiks bann. „Skora bara glæsileg mörk“ - sagði Árni Sveinsson, fyrirliði Stjörnunnar, sem gerði sannkallað draumamark gegn Val NÝLIÐARNIR11. deild, Stjarn- an, sigruðu Valsmenn með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli sínum í Garðabæ í gærkvöldi eftir að hafa fengið skell gegn grönnum sínum á laugardag. Þetta var fyrsti sig- ur Stjörnunnar á Val í Islands- móti og jafnframt fyrsti heima- sigur liðsins í 1. deild. Það var því mikill fögnuður í herbúðum Garðbæinga eftir leikinn eins gefurað skiija. Arni Sveinsson, fyrirliði Stjörn- unnar, gaf félögum sínum tón- inn á 16. mínútu er hann gerði sannkallað draumamark. Fékk bolt- ^■■■■1 ann fyrir utan vfta- ValurB. teig vinstra megin, Jónatansson eftir að Valsmenn skrifar höfðu hreinsað frá eftir aukaspyrnu, lagði knöttinn fyrir sig og hamraði hann í efst í vinkilinn af 20 metra færi. „Ég skora bara glæsileg mörk,“ sagði Árni eftir leikinn og bætti síðan við: „Ég var búinn að vara Bjama við fyrir leikinn er ég sagði honum að passa sig á þessum þrumuskotum mínum,“ sagði hann brosandi. Ingólfur Ingólfsson bætti öðru marki Garðbæinga við á 24. mínútu. Hann fékk boltann á vítateig fyrir miðju marki og spyrnti frekar laust á mitt markið, Bjami virtist eiga auðvelt með að handsama boltann. En allt kom fyrir ekki boitinn rúll- aði yfir vinstri hönd hans og í net- ið. Klaufalegt hjá landsliðsmark- verðinum. Undir lok fyrri hálfleiks fékk Lárus Guðmunsson dauðafæri er hann skaut hátt yfír frá mark- teig. Garðbæingar voru rétt búnir að fagna öðru markinu er Valsmenn náðu að minnka muninn. Bergþór Magnússon náði knettinum eftir misskilning í vörn Stjörnunnar, lék KNATTSPYRNA / ISLANDMOTIÐ Morgunblaðiö/KGA Valdimar Kristófersson, Stjörnunni, í baráttu við vamarmenn Vals, þá Einar Pál Tómasson til hægri og Arn- ald Loftsson, sem lék fyrsta leik sinn í 1. deild. á Jón Otta og skoraði auðyeldlega í autt markið, 2:1 og þannig var staðan í hálfieik. Valsmenn pressuðu stíft í síðari hálfleik en vörn Stjömunnar var föst fyrir og Jón Otti greip vel inní. Bestu færi Vals í síðari hálfleik fengu Siguijón og Sævar, en í bæði skiptin sá Jón Otti við þeim og varði í horn. Leikurinn var ekki mjög góður, en þó sáust ágætis leikkaflar hjá báðum liðum. Garðbæingar voru mun sprækari í fyrri hálfleik og uppskáru vel. í síðari hálfleik drógu þeir sig til baka og gáfu miðjuna eftir. Það kom ekki að sök því Valsmenn nýttu sér ekki breidd vallarins heldur byggðu spilið of mikið upp miðjuna þar sem vöm Stjörnunnar var sterkust fyrir. Ný- liðarnir í 1. deild geta vel við unað, ÍBV á toppnum með 9 stig og Stjaman er komin með 6 stig. I KVOLD Tveir leikir verða í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Víkingur og ÍA mætast á Víkingsvelli og á Akur- eyri leika Þór og KR. Báðir leikirn- ir hefjast kl. 20. Athygli skal vakin á því að á Akureyri verður leikið á aðalleikvangi bæjarins í fyrsta skipti I sumar. í 1. deild kvenna er einn leikur: KR fær ÍA í heim- sókn í Frostaskjólið kl. 20. : 9 15 16 34 38 + 28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.