Morgunblaðið - 12.06.1990, Síða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990
KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA
Breiðablik
byrjar vel
Stúlkurnar í KR náðu ekki _að
fylgja eftir góðum sigri á ÍA
frá síðustu viku er þær mættu
Breiðabliki á mölinni á KR-velli á
■^■^■1 laugardag. Leikur-
Katrín inn var ekki mínútu
Fríðríksen gamall þegar
skrifar Breiðablik hafði náð
forystunni með
marki Sigrúnar Óttarsdóttur.
Guðný Guðnadóttir jafnaði fyrir KR
eftir tíu mínútna leik en fleiri urðu
mörkin ekki fyrir hlé.
í síðari hálfleik tóku Blikastúlkur
öll völd á vellinum og um miðjan
hálfleikinn skoruðu þær tvö mörk
með stuttu millibili. Kristrún Daða-
dóttir skoraði fyrra markið eftir að
Klara Bjartmarz í marki KR hafði
varið góðan skalla Ástu B. Gunn-
laugsdóttur. Ásta var aftur á ferð-
inni nokkru síðar er hún stakk vam-
armenn KR af rétt innan við miðju
og skoraði þriðja mark Breiðabliks
af miklu öryggi.
Breiðablik hefur fengið góðan
liðsstyrk fyrir sumarið og sýndi í
þessum fyrsta leik sínum að liðið
er til alls líklegt og verður vafalítið
ofarlega í baráttunni um Islands-
meistaratitilinn eftir nokkurra ára
hlé á þeim vígstöðum.
Dýr sigurVals
Valur sigraði KA á Akureyri á
laugardag með þremur mörkum
gegn engu. Hera Ármannsdóttir,
Bryndís Valsdóttir og Helga Jons-
dóttir skoruðu mörk Vals. Sigur
Vals var þó dýrkeyptur því að
Kristín Briem, aftasti maður í vörn
liðsins, meiddist illa eftir samstuð
við Hjördísi Úlfarsdóttur og er ótt-
ast að hún hafi slitið liðbönd í ökkla.
FRJALSAR IÞROTTIR
Góður árangur Mörthu
Martha Ernstdóttir náði besta árangri sínum í 3000 metra hlaupi
á alþjóðlegu móti í Antony, úthverfi Parísar á sunnudag.
Mörthuvar boðið til mótsins eftir góðan árangur í alþjóðlegu götu-
hlaupi þar síðastliðið haust. Martha varð fímmta f hlaupinu á 9.25,23
mínútum, en besti tími hennar fyrir hlaupið var 9.30,6. Sigui’vegari í
hlaupinu var portúgalska hlaupakonan Albertina Dias á 9.06 minútum.
Morgunblaðiö/RAX
Ásta B. Gunnlaugsdóttir átti góðan leik gegn KR á laugardag. Hún skor-
aði eitt marka Breiðabliks í 3:1 sigri og lagði upp annað.
GOLF
Guðmundur og
Ragnhildur unnu
Ragnhildurfór holu íhöggi á mótinu
GUÐMUNDUR Sveinbjörns-
son, Golfklúbbnum Keili, sigr-
aði á stigamóti hjá GR, Nissan
mótinu, um helgina. Ragnhild-
ur Sigurðardóttir, GR, vann í
kvennaflokki.
rír voru jafnir í karlaflokki,
höfðu notað 154 högg eftir
lokahringinn. Var þá gripið til
bráðabana. Guðmundur tryggði sér
sigur strax á fyrstu holu, en hinir
voru enn jafnir. Siguijón Arnars-
son, GR, náði svo öðru sæti á ann-
arri holu er hann vann Kristinn G.
Bjarnason, GL.
Frábær frammistaða Ragnhildar
Sigurðardóttur á 10., 11. og 12
holu seinni daginn gerði útslagið í
kvennakeppninni. Hún byrjaði þess-
ar seinni níu holur á því að ná fugli
(einu undir pari), síðan fór hún á
erni (tveimur undir) er hún fór holu
í höggi á elleftu braut og loks fór
hún þá tólftu á fugli.
■ Úrslit / B6
HANDKNATTLEIKUR
Minsk Evrópumeistari
FIMM þúsund áhorfendur
troðfylltu íþróttahöllina íBarc-
elona á laugardag og sáu frá-
bæran leik milli Barcelona og
Minsk frá Sovétríkjunum í
seinni úrslitaleik liðanna í Evr-
ópukeppni meistaraliða. Barc-
eíona sigraði 29:27 eftir að
staðan í leikhléi hafði verið
13:11.
Barcelona tapaði fyrri úrslita-
leiknum 16:21 og þurfti því að
vinna upp fimm marka forskot sov-
éska liðsins. Það reyndist Spán-
^^■■■1 veijunum ofviða og
Atli þeir náðu mest
Hilmarsson þriggja marka for-
skrifarfrá skoti f leiknum,
Spam 15:12. Spánska liðið
hafði þó yfirleitt yfirhöndina, en
undir lokin jafnaði Minsk 27:27.
Barcelona skoraði tvö síðustu mörk-
in, en það dugði ekki til og Minsk
tryggði sér Evrópumeistaratitilinn.
Besti leikmaður vallarins var án
efa júgóslavneski leikmaðurinn
Veselin Vujovic sem skoraði 10
mörk fyrir Barcelona. Portner skor-
aði einnig 10 mörk, þar af sjö úr
vítum. Spænski markvörðurinn
Rico hefur oft átt betri leik og má
segja að það hafi gert gæfumuninn,
þó svo að hann hafi alls ekki verið
slakur. Milan Kalina spilaði síðasta
leik sinn á ferlinum, eftir 5 ár í
Barcelona. Tútsjkín og Iakímovítsj
skoruðu níu mörk hvor fyrir Minsk.
Sovéska liðið skipti 4 leikmönnum
í vörn og sókn allan tímann og
gafst það liðinu mjög vel. •
ARSÞING HSI
Jón Hjaltalín Magnússon endurkjörinn formaður:
—- f
Miklar breytingar á fram-
kvæmda- og sambandsstjórn
Rekstrarhagnaður á starfsárinu tæpar þrettán milljónir króna
63 FULLTRUAR sátu ársþing
HSÍ sem fram fór í íþróttamið-
stöðini í Laugardal um helgina.
Helstu mál þingsins voru
breytingar á deildarfyrirkomu-
laginu, sérstaklega í 1. deild
karla þar sem var ákveðið að
fjölga um tvö lið, úr tíu f tólf.
Jón Hjaltalm Magnússon var
endurkjörinn formaður og þrjár
breytingar voru á fram-
kvæmdastjórn HSÍ.
Jón Hjaltalín Magnússon, for-
maður HSÍ, sagði að þingið hafi
verið vinnuþing og mjög málefna-
legt. Hann segir að fjárhagsstaða
HSI hafi batnað verulega og um
leið hefur sambandinu verið tryggð-
ar nokkuð fastar rekstrartekjur
næstu árin. Rekstrartekjur sam-
bandsins á síðasta starfsári hljóð-
uðu upp á tæpar 64 milljónir króna
og gjöld rúmlega 50 milljónir.
Rekstrartekjur umfram gjöld námu
tæpum 13 milljónum króna. Skuldir
sambandsins voru samtals 8 millj-
ónir.
Samþykkt var að gera stórátak
í fræðslu- og útbreiðslumálum sam-
bandsins og á Þorbergur Aðal-
steinsson, landsliðsþjálfari, að
fylgja þeim málum eftir ásamt út-
breiðslunefnd HSI. Á fjárhagsáætl-
un næsta starfsárs er gert ráð fyr-
ir 6 milljónum króna í þetta verk-
efni.
Félagaskipti leikmanna
Reglum um félagaskipti leik-
manna var lítillega breytt frá sem
verið hefur. Heimilt er að skipta
um félag á tímabilinu 1. júní til 15.*
júlí ár hvert. Ef félögin eru ekki
sammála um félagaskipti viðkom-
andi leikmanns fyrir 15. júlí skal
leikmaður sæta leikbanni, með sínu
nýja félagi, í allt að sex mánuði.
Ef félögin koma sér hins vegar
saman um félagaskiptin á þessu sex
mánaða tímabili, er leikmanninum
heimilt að leika með sínu nýja fé-
lagi um leið og undirskrift félag-
anna hefur farið fram.
Tillaga kom fram á þinginu um
að leyfa tvo erlenda leikmenn í
deildakeppninni. Sú tillaga fékk
ekki fylgi og því eftir sem áður
aðeins heimilt að nota einn erlendan
leikmann innanborðs í hveiju liði.
Breytingar á stjórn
Úr framkvæmdastjóm gengu
þrír fulltrúar; Þau Ólafur Jónsson,
Guðmundur F. Sigurðsson og Arn-
þrúður Karlsdóttir. I þeirra stað
voru kosin; Björn Jóhannesson,
Þórður Sigurðsson og Helga Magn-
úsdóttir, sem jafnframt er gjaldkeri
sambandsins. Aðrir í framkvæmda-
stjórn eru Jón Hjaltalín Magnússon,
formaður og Gunnar K. Gunnars-
son, varaformaður.
Sambandsstjórnin er skipuð eft-
irtöldum: Björn Jóhannesson, Davíð
B. Sigurðsson, Ólafur Jónsson,
Gunnar Þór Jónsson, Helga Magn-
úsdóttir, Þór Valtýsson, Sigurður
Haraldsson, Kjartan Steinbach,
Gunnar Kvaran, Sigurður I. Tómas-
son, Þorsteinn Jóhannsson, Erling-
ur Hannesson, Valdimar Björgvins-
son, Kristinn Sigurharðarson, Sig-
urður Ananíuasson og Þórður Sig-
urðsson.
Jón Hjaltalín Magnússon.
KARFA / NBA
Bakverðir
Detroít
fóru
á kostum
DETROIT Pistons sigraði Port-
land, 121:106, i þriðja leiklið-
anna í úrslitum um NBA titilinn
í Portland á sunnudag. Detroit
hefur því yfir 2:1 eftir þrjá leiki.
Þetta var fyrsti sigur Detroit í
Portiand síðan í október 1974,
eðaí16ár.
Þetta var besti leikur Detroit í
úrslitakeppninni nú. Staðan í
hálfleik var 58:51 fyrir Detroit.
Eftir þriðja leikhluta var staðan
90:82 og Detroit
Frá gerði fyrstu átta
Gunnari stigin í fjórða leik-
Valgeirssyni hluta og átti Port-
/ Bandrikjunum ,and afdrei mögu.
leika eftir það.
Bakverðirnir þrír hjá Detroit;
Vinnie Johnson, Dumars og Isiah
Thomas, léku frábærlega og gerðu
samtals 75 stig. Johnson gerði 15
stig í öðrum leikhluta og samtals
21 stig, Thomas gerði einnig 21
stig og Dumars var stigahæstur
með 33 stig. Jerome Kersey var
stigahæstur í liði Portland með 27
stig og Clyde Drexler kom næstur
með 24 stig.
„Það er ekki hægt annað en
hæla leikmönnum Detroit fyrir
þennan leik,“ sagði Rick Adelman,
þjálfari Portlands. „Þeir náðu fljót-
lega þægilegri stöðu og héldu henni
út leikinn. Þeir léku hreint frábæran
körfuknattleik og var þetta örugg-
lega besti leikur liðsins í vetur.“
KORFUKNATTLEIKUR
Tékki ráðinn
til Tindastols
Körfuknattleiksdeild Tinda-
stóls hefur ráðið dr. Milan
Rozanek, tékkneskan þjálfara til
úrvaldsdeildarliðs félagsins fyrir
næsta vetur. Liðið
hefur að undanf-
örnu ,átt í viðræð-
um við þjálfara frá
Tékkoslóvakíu, en
sá sem þeir höfðu augastað á í
upphafi fékk sig ekki lausan frá
liði sínu. Þess í stað var gengið
frá samningum við dr. Milan Roz-
anek sem er 49 ára Tékki með
Frá Birni
Björnssyniá
Sauöárkróki
mikla reynslu að baki í þjálfun.
Rózanek hefur undanfarin ár ver-
ið í hópi þálfara sem hafa séð um
þjálfum A-landsliðs Tékka. Þá
hefur hann síðustu tíu ár verið
varaformaður tékkneska körfu-
knattleikssambandsins.
Rozanek kemur til landsins 1.
ágúst ásamt sovéska leikmannin-
um Aleksander Sevtsjenko sem
mun leika með Tindastóíi líkt og
Morgunblaðið skýrði frá fyrir
helgi.