Morgunblaðið - 12.06.1990, Blaðsíða 5
h
MORGUNBLAÐH) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 1990
B 5
ítalir og
Vestur Þjóð-
veijar með
yfirburðalið
- segirgamla kempan ErnstHapp-
ell, þjálfarinn frægi
FRANZ Beckenbauer, þjálfari
Vestur-Þjóðverja, var sáttur við
4:1 sigur sinna manna gegn
Júgóslavíu á sunnudaginn, en
sagði að liðið þyrfti nokkra leiki
til að gera það sem til væri
ætlast. Það ætti samt ekki við
um fyrirliðann, Lothar Matt-
háus. „Þegar hann leikur svona
snýst honum enginn snúning —
þá er hann bestur í heimi.“
Beckenbauer sagði að áhersla
hefði verið lögð á sóknarleik
frá fyrstu til síðustu mínútu. „Við
getum ekki veitt okkur þann munað
að halda boltanum á okkar vallar-
helmingi eins og lið frá Suður-
Ameríku."
Þjálfarinn sagði að leikurinn
hefði verið skemmtilegur. „Það var
góð hreyfing á stundum og á köflum
brá fyrir mjög góðri knattspyrnu.“
Matheus gaf tóninn og bætti
öðru marki við áður en yfir lauk.
„Þetta var óvenjulegt, en það var
gaman að skora. Hins vegar ber
að þakka félögum mínum, því þeir
léku vel,“ sagði fyrirliðinn og bætti
við að andinn í hópnum væri allt
annar og betri en hann hefði áður
kynnst. Bæði mörkin voru glæsileg
— þrumuskot utan teigs. I síðara
skiptið fékk Mattháus knöttinn á
eigin vallarhelmingi, óð alla leið upp
að vítateig áður en hann sendi bolt-
ann í netið með þrumufleyg. Það
voru „ítalirnir" i liði Þjóðveija sem
voru í aðalhlutverkunum — Jtirgen
Klinsmann skoraði með glæsilegum
skálla eftir sendingu Andreas Breh-
me, en þeir leika báðir með fyrirliða
sínum hjá Inter Mílanó. Rudi Völl-
er, sem er á mála hjá AS Roma,
gerði svo fjórða markið af stuttu
færi eftir að markvörður Júgóslava
hafði varið þrumuskot Brehme en
ekki haldið knettinum.
Það er mál manna í Vestur-
Þýskalandi að leikurinn á sunnudag
hafi verið sá besti hjá liðinu í mörg
ár hjá liðinu í HM.
Tveir kunnir þjálfarar, Cesar
Lúis Menotti og Ernst IJappell,
liældu Þjóðveijum á hvert reipi eft-
ir sigurinn. Menotti, sem þjálfaði
Argentínumenn er þeir urðu heims-
meistarar 1978, sagði leik Þjóðveija
þann besta í keppninni til þessa.
„Þjóðveijar eru með yfirburðalið í
keppninni ásamt ítölum,“ sagði
hann. Ernst Happell, Austurríkis-
maðurinn frægi, tók í sama streng.
„Þýska liðið er það eina sem getur
slegið heimamenn út. Þetta eru tvö
iangbestu liðin í keppninni," sagði
hann þrátt fyrir að ekki hafi enn
sést til sumra liðanna.
Gestgjafarnir, ítalir, byijuðu ein-
mitt mjög vel. Sigruðu Austurríkis-
menn þó ekki nema 1:0 með marki
Schillachi eftir fyrirgjöf Gianluca
Vialli. Heimamenn höfðu gífurlega
' yfirburði og áttu að vinna mun
stærri sigur. Óðu í færum en Lind-
enberger Austurríkismanna átti
stórleik.
tlins
idum
Reuter
Tomas Brolin í baráttu við einn varnaiTnanna Brasilíu á sunnudaginn.
ÞjáHari
Kamerún
meðtvö
tromp
á hendi
svenskan fyrir GF Sundsvall og lið-
ið féil í 1. deild. En sænsku meistar-
arnir IFK Norrköping keyptu piit-
inn, hann þakkaði traustið og skor-
aði þrennu gegn IFK Gautaborg í
fyrstu umferð sænsku Allsvens-
kunnar í vor. Hann hélt áfram að
ausa inn mörkunum, gerði sjö mörk
í sjö leikjum og fékk tækifæri með
landsliðinu í æfingaleik gegn Wales
í lok apríl. Hann gerði sér lítið fyr-
ir og skoraði tvö mörk og fékk aft-
ur tækifæri í síðasta leik Svía fyrir
HM, gegn Finnum í lok maí. Þar
hélt ævintýrið áfram og aftur skor-
aði liann tvö mörk. Fæstum á óvart
fékk hann því tækifærið gegn
Brasilíu og hann þakkaði fýrir sig
með því að skora fimmta mark sitt
í þremur landsleikjum.
Eftir leikinn var Brolin um-
kringdur fjölmiðlafólki — 10 sjón-
varpsstöðvum, álíka mörgum út-
varpsstöðvum og um 100 blaða-
mönnum. Hann tók uppistandinu
með stófskri ró, eins og lionum ein-
um er lagið og sagði: „Eg er ánægð-
ur með markið og eigin frammi-
stöðu, en hvaða máli skiptir það
þegar við töpum? Nú er það leikur-
inn gegn Skotum á laugardaginn,
sem skiptir öllu rnáli. Ef við spilum
gegn Skotum eins og í seinni hálf-
leik gegn Brasiiíu, þá vinnum við.“
Olle Nordin, landsliðsþjálfari
Svía, tók í sama streng. Sagðist
mjög ánægður með seinni hálfleik
og hrósaði sérstaklega þeim Jonas
Thern og varamanninum Glenn
Strömberg, sem átti skfnandi leik
þær 20 mínútur, sem hann var inná.
Þá benti hann á að fyrirliðinn Glen
Hysen, sem missti af leiknum vegna
meiðsla, yrði til í slaginn gegn
Skotlandi, sem styrkti vamarleikinn
veruiega, en vörnin hefði verið höf-
uðverkur Svía gegnm Brasilíu.
„Erfitt að pissa“
Eftir ieikinn voru markvörðurinn
Thomas Ravelli og Joakim Nilsson
valdir tii að setjast á FIFA-klósett-
ið vegna lyfjaetirlits. Ravelli gekk
heldur illa að hrissta fram stna
prufu. Það var loks eftir þijá klukk-
utíma og tvo og hálfan lítra af vatni
að Ravelli losnaði úr prísundinni.
„Það er ansi erfitt að pissa eftir
pöntun og sér í lagi þegar eftirlits-
maður stendur yfn* manni til að
ganga úr skugga um að engin brögð
séu í tafli,“ sagði Ravelli.
VALERY Nepomniachy, þjálfari
Kamerún, segist vera með tvö
tromp á hendi fyrir leikinn gegn
Rúmeníu á fimmtudag. „Ef
Rúmenar leika eins og gegn
Sovétmönnum er ég með
ákveðna áætlun og skipti þeir
um leikaðferð erum við einnig
tilbúnir," sagði sovéski þjálfar-
inn.
epomniachy sagði að Kamerún
væri með lakasta liðið í riðlin-
um. „Rúmenar eru sterkir á miðj-
unni og það verður okkár höfuð-
verkur. Mínir menn gerðu það sem
fyrir þá var lagt gegn Argentínu,
léku agað og efldust við mótlætið,
en Maradona var ekki svipur hjá
sjón.“
Þjálfarinn sagðist hafa fundið til
méð löndum sínum, þegar þeir töp-
uðu 2:0 fyrir Rúmeníu, en hann
áréttaði að Kamerún myndi gera
allt sem hægt væri tii að sigra
Sovétmenn. „Það er erfitt, en sigur
skiptir öllu. Þetta er starf mitt. og
ég verð fyrst og fremst að hugsa
um það.“
■ JAN Ceulemans verður ekki
með Belgum gegn Suður-Kóreu í
dag. Miðheijinn hefur verið meiddur
í baki, en Marc Van der Linden
tekur stöðu hans.
■ ÍTALINN Carlo Ancelotti
meiddist gegn Austurríki og leikur
ekki með gegn Bandaríkjunum á
fimmtudag.
RÚMENSKIR stuðningsmenn
á Ítalíu fögnuðu vel og lengi eftir
2:0 sigurinn gegn Sovétmönnum
á laugardag. Um 2.000 Rúmenar
eru á Ítalíu og eru þeir sannfærðir
um að lið þeirra hafi þegar tryggt
sér sæti í 16 liða úrslitum.
■ ANDRE Kana-Biyik og Benj-
amin Massing, Kamerún, voru
dæmdir í eins leiks bann eftir að
hafa fengið að sjá rauða spjaldið
gegn Argentínu. Þá þurfa þeir að
greiða um 400.000 krónur hvor í
sekt.
■_ TALIÐ er að um 24 milljónir
á Ítalíu hafi fylgst með leik Ítalíu
og Austurríkis í beinni útsendingu
sjónvarps.
■ LANDSLIÐ Egyptalands hef-
ur undirbúið sig vel fyrir keppnina
— leikmennirnir hafa verið saman
síðustu fimm mánuði.
■ MATS Magnusson á við meiðsl
í nára að stríða, en þrátt fyrir með-
ferð eftir leikinn gegn Brasilíu er
hann ekki bjartsýnn. „Mér líður
betur, en ég veit ekki hvenær ég
get leikið næst,“ sagði miðheijinn
í gær.
ÍfQká|
m- f
Magnusson. Van Basten.
■ BELGAR voru síðasta liðið sem
mætti til leiks á Italíu, aðeins þrem-
ur dögum fyrir fyrsta leik sinn við
Suður-Kóreu. „Ástæðan fyrir því
að við komum svona seint er sú að
við ætlum okkur að vera hér lengi,“
sagði Michel D’Hoghe, forseti
belgíska knattspyrnusambandsins
við komuna til Italíu.
■ GUY Thys, þjálfari Belga, er
bjartsýnn á gott gengi liðs síns.
Hann varaði menn þó við að ván-
meta Suður-Kóreu og vitnaði í því
sambandi í leik Argentínumanna
og Kamerún. „Við erum í mjög
erfiðum riðli. Fyrsta markmið okkar
er að komast áfram eftir riðla-
keppnina og síðan að fara eins langt
og mögulegt er,“ sagði Thys.
■ MIKIL gleði ríkir í herbúðum
Kamerún eftir sigurinn gegn Arg-
entínu. Leikmenn fengu sem sam-
svarar 630 þúsundum íslenskm
króna hver fyrir sigurinn, og þeir
vita að góð úrslit gegn Rumenum
á fimmtudag tryggja þeim sæti í
2. umferð.
■ MARCO van Basten, marka-
skorarinn mikli í liði Hollands, fór
viðurkenningarorðum um lið Eng-
lendinga í samtali við blaðamenn
á laugardag. „Enska landsliðið spil-
ar ekki þennan dæmigerða enska
fótbolta. Leikur liðsins er mun betri
en svo og þeir nýta kantana mjög
vel,“ sagði van Basten sem hrósaði
sérstaklega Peter Beardsley og
sagði hann stórkostlegan leikmanrf.
Van Basten, sem skoraði þrennu í
síðustu viðureign Hollands og Eng-
Iands, kannaðist við flesta leikmenn
Englendinga. Það þótti þó kald-
hæðnislegt að hann hafði ekki heyrt
minnst á Des Walker, vamarmann-
inn snjalla, sem líklega fær það
lilutverk að gæta van Basten í við-
ureign liðanna næsta laugardag.