Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. JUU 1990
+
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 24. JUU 1990
B 5
SUND / MEISTARAMOT ISLANDS
99
Ég er mjög ánægð með
árangurínn á þessu stigi“
- sagði Helga Sigurðardóttir, sem vann titilinn besta sundkona mótsins
VEÐRIÐ var leiðinlegt, eina ferðina enn, þegar keppt var íhelstu
50 metra sundkeppni ársins — meistaramóti íslands í Laugardals-
laug um helgina — og setti óþarft strik í reikninginn. „Það er
virkilega tími til kominn að byggð verði 50 metra innilaug í
Reykjavík," sagði Óli Þór Gunnlaugsson, þjálfari landsiiðsins.
„Tímar eru auðvitað mikilvægir, en þegar sundfólkinu er kalt
og vindurinn ýfir vatnsborðið, þá er þetta mjög erfitt," sagði Óli.
Auk þess þótti Óla að sund-
fólkið, og þó sérstaklega Róm-
arfararnir, hefðu ekki lagt nógu
hart að sér. „Þau ættu að vera
mjög nálægt sínum
Conrad bestu tímum núna,“
Cawley bætti hann við.
skrifar Einungis tvö, af
þeim fimm sem fara
til Rómar, voru nærri sínum besta
árangri, og hlutu að launum titlana
besta sundkona og sundmaður
mótsins. Þetta voru þau Helga Sig-
urðardóttir (Vestra), sem synti 100
metra skriðsund á 1.00,50, og Arn-
þór Ragnarsson (SH), sem synti
200 metra bringusund á 2.26,13.
Mótið hófst á föstudaginn, þegar
Ragnar Guðmundsson sigraði í
1500 metra skriðsundi á sínum
besta tíma á þessu ári, 16.38,56.
Ragnar sagðist vera ánægður en
hafa vonast til að ná dálítið betri
tíma. Hann á íslandsmetið í grein-
inni, 15.57,54.
Ægiskonan Ingibjörg Amardótt-
ir var mjög ánægð með ár»ngur
sinn, 9.33,90, vegna þess að hún
hafði aðeins æft í 3 vikur fyrir
mótið, eftir að hafa lengi átt við
veikindi að stríða. Arnar Freyr Ól-
afsson, eini íslenski þátttakandinn
á Evrópumeistaramóti unglinga í
Frakklandi um næstu helgi, olli
vonbrigðum, þegar hann synti á
4.56,69 og bæði hann og þjálfari
hans höfðu vonasttil að betri árang-
ur næðist. Systir Amars Freys,
Bryndís, synti næst og sigraði í 100
metra flugsundi á 1.07,58, en syst-
ir hennar, Hugrún, á metið í grein-
inni, 1.05,37.
Ragnheiður Runólfsdóttir synti
100 metra og 200 metra bringu-
sund á mun lengri tímum en hún
hefur best gert. En bæði hún og
þjálfari hennar, Steve Cryer, voru
ánægð með þessi sund. „Við erum
bara að leika okkur,“ sagði Steve.
Þá varð Ragnheiður í öðru sæti í
800 metra fijálsu sundi, grein sem
hún tekur yfírleitt ekki þátt í, á
tímanum 9.43,40. Þótt Ragnheiður
einbeiti sér nú að bringusundinu, á
hún enn metið í 100 metra bak-
sundi, og þegar hún synti í þeirri
grein á SMI, var hún aðeins 72
hundruðustu úr sekúndu frá því að
slá það met. „Mér fannst þetta svo
auðvelt og varð undrandi á því hvað
tíminn var góður,“ sagði hún. Eng-
inn sundmaður komst nær því að
setja íslandsmet. Eina metið sem
sett var á mótinu, var í 4x100
metra boðsundi kvenna. Það var
sveit Ægis, skipuð þeim Huldu Rós
Hákonardóttur, Helgu Svavarsdótt-
ur, Örnu Þóreyu Sveinbjörnsdóttur
og Ingibjörgu Arnardóttur, sem
bætti fyrra met sveitar Vestra, um
1,63 sekúndur.
Magnús Magnússon (Þór) sigraði
í 100 metra skriðsundi á 54,56 og
á hæla honum kom Gunnar Ársæls-
son (ÍA) á 55,23. Gunnar sagðist
vera í sjöunda himni yfir þessum
tíma, sem fleytir honum í B-hóp
landsliðsins. Gunnar sigraði einnig
í 100 metra flugsundi á 59,90.
Þegar sú keppni fór fram, var
þjófstartað, og sökum þess að sund-
mennirnir voru ekki stöðvaðir fyrr
en eftir 50 metra sund, voru þeir
jireyttir þegar keppnin var endur-
tekin 10 mínútum síðar. „Það voru
miklir möguleikar á að slá 59,90
metið, hefðu umsjónarmennirnir
sinnt sínu starfi." Þessi setning var
höfð eftir þjálfara Gunnars, sem
var afskaplega reiður vegna þess
sem hann kallaði „slæmt skipulag."
Arnþór Ragnarsson (SH), séhi
nú æfir í Danmörku, sigraði í 100
metra bringusundi á 1.08,20 og í
200 metra bringusundi á 2.26,13.
Hann sagðist vera ánægður með
þennan árangur, í ljósi þess að hann
er kvefaður og átti erfitt með að
anda.
Færeyska liðið sigraði einungis í
einni grein, 200 metra baksundi
kvenna, sem Durita Djurhuus vann,
á 2.36,33. „Þetta er nærri mínu
besta,“ sagði hún.
má
Morgunblaöið/Einar Falur
Þau fara til Rómar. Frá vinstri, Ragnar Guðmundsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Arnþór Ragn-
arsson, Magnús Ólafsson og Óli Þór Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari.
Heimsbikarkeppnin í
Róm næst á dagskrá
í apríl á þessu ári lagði SSÍ
fram nýja áætlun í því skyni að
árangur keppenda geti orðið
betri. í áætluninni er gert ráð
fyrir að bestu sundmönnum
íslands verði skipt ítvo hópa,
A og B, ílandsliðinu. Til þess
að komast í annan hvorn hóp-
inn, þurfa sundmennirnirað
ná áveðnu lágmarki, sem í
mörgum tilvikum er hærra en
íslandsmet.
Amóti sem háð var í Dan-
mörku, setti Arnþór Ragnars-
son tvö ný met, og náði þar með
lágmarkinu í hóp A. Hann synti 100
metra bringusund á 1:06,11 (eldra
met 1:07,61) og 200 metra bringu-
sund á 2:24,33 (eldra met 2:25,95).
Nú eru því 6 sundmenn í hóp Á:
Magnús Ólafsson (Þór), Arnþór
Ragnarsson (SH), Ragnar Guð-
mundsson (Ægi), Eðvarð Eðvarðs-
son (SFS), Helga Sigurðardóttir
(Vestra) og Ragnhéiður Runólfs-
dóttir (ÍA). Öll munu þau taka þátt
í Heimsbikarkeppninni í Róm, nema
Eðvarð, sem telur sig ekki vera í
nógu góðri þjálfun.,
I hóp B eru tímamörkin auðveld-
ari viðfangs. Fimm sundmenn eru
í þeim hópi, og nýjasti meðlimurinn
er Gunnar Ársælsson (ÍA). Iiann
náði mjög góðum árangri í 100
metra skriðsundi, þar sem hann
varð í öðru sæti á tímanum 55,23
og bætti þar með árangur sinn um
1,42 sekúndur.
Eðvarð Þór Eðvarðsson, sem
náði bestum árangri íslendinga á
Ólympíuleikunum 1988, var langt
frá sínu besta, þó svo að tími hans
í 100 metra baksundi sé sá besti
sem hann hefur náð á þessu tíma-
bili. Landsliðsþjálfarinn, Óli Þór
Gunnlaugsson, sagðist vera mjög
vonsvikinn með að Eðvarð hefði
ekki æft og einnig með að hann
skyldi ekki vera meðal þeirra sem
fara til Rómar. Hann bætti því við
að tími væri til kominn að Eðvarð
tækist á við hlutina og skipaði sér
aftur á bekk með fremstu sund-
mönnum landsins.
Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir úr
Ægi og þjálfari hennar, Richard
Kursch, voru ánægð með árangur
hennar um helgina. Sérstaklega
200 metra flugsundið, þar sem hún
var aðeins 3 sekúndum frá því að
slá 12 ára gamalt íslandsmetið.
Helga Sigurðardóttir (Vestra)
sagði um tíma sinn, 1.00,50, í 100
metra skriðsundi: „Mig langar til
að slá metið 58,87 á mótinu í Róm
og ég er mjög ánægð með árangur
minn á þessu stigi undirbúnings-
ins.“
Allt íslenska sundfólkið mun nú
taka sér verðskuldað 6 vikna hlé
frá sundi, nema auðvitað fimm-
menningarnir sem halda til Rómar,
en þeir munu halda æfíngum áfram
uns þeir fara til Ítalíu þann 1.
ágúst. Síðan verða þeir eina viku
enn við æfingar og undirbúning
fyrir stærstu 50 metra keppnina í
Evrópu á þessu ári.
Fimm
Færey-
ingar
á Sund-
meist-
ara-
mótinu
Fimm sundmenn frá Færeyjum
tóku þátt í Sundmeistaramóti
íslands. Þjálfari þeirra, Aksel
Haraldsen, var mjög ánægður
með sína menn og munu þrír
þeirra halda til Heimsbikar-
keppninnar í Róm.
Þessir þrír æfa allir í Banda-
ríkjunum allt árið um kring og
eru okkar bestu sundmenn,“ sagði
Aksel og bætti við: „Eg varð mjög
hissa á að sjá hversu oft sundfólkið
þjófstartaði og skildi aðra keppend-
ur eftir í köldum næðingnum."
Honum fannst að dómarinn hefði
mátt vera strangari. Þá var hann
einnig undrandi yfir því, að ekki
skyldi keppt í 200 metra skriðsundi
og 200 metra fjórsundi.
„En það var gott að koma með
keppendur hingað á Sundmót ís-
lands. Þessi keppni er mátulega
erfið fyrir okkur," sagði Aksel.
ví-.'. • . ■
AM& .. •; ;
*• t ■■■ s,«. -í 5j
jswnwiJlá
Morgunblaðið/Einar Falur
Ragnheidur Runólfsdóttir var nokkuð frá sínu besta í bringusundinu, en var ánægð með árangurinn. „Við erum bara að
leika okkur," sagði Steve Cryer, þjálfari sunddrottningarinnar.
Amar Freyr Ólafsson á
Evrópumeistaramótið
Ragnheiður Runólfsdóttir verðlaunuð iyrir besta afrek tímabilsins
Arnar Freyr Ólafsson (Þór) fór í
gær til Dunkirk í Frakklandi, þar
sem hann mun taka þátt í Evr-
ópumeistaramóti unglinga. Þar
taka þátt strákar á aldrinum 16
og 17 ára og stúlkur 14-15 ára.
Upprennandi sundstjörnur á al-
þjóðavettvangi. Á mótum sem
þessu nást oft bestu tímar árs-
ins í Evrópu.
Amar Freyr, sem er 17 ára gam-
all, mun taka þátt í 200 metra
og 400 metra fjórsundi. Þar þurfa
keppendur að synda með fjórum ólík-
um aðferðum í réttri röð, flugsund,
baksund, bringusund og frjálst sund.
Keppendur þurfa því að vera góðir í
öllum greinunum fjórum og þess má
geta, að þetta er ein erfiðasta keppn-
isgreinin í sundi.
Arnar Freyr náði lágmarki til þátt-
töku í mótinu þegar hann synti 400
metra fjórsund á tímanum 4:41,64 í
25 metra laug á móti IMl í apríl.
(Svarar til tímans 4:47,84 í 50 metra
laug). íslandsmetið er 4:50,63, sett
af Eðvarð Eðvarðssyni árið 1987, en
Arnar Freyr á góða moguleika á að
setja nýtt íslandsmet í Frakklandi.
Hann átti möguleika á því á Sund-
móti íslands nú um helgina, en synti
þá á 4:56,69 og var mjög óánægður
með það: „Ég bjóst við að ná betri
árangri." Þjálfari hans og móðir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, var
honum sammála. Arnar fékk ekki
tækifæri til að synda 200 metra fjór-
sund, vegna þess að einhverra hluta
vegna er sú grein ekki á dagskrá
Sundmeistaramótsins.
Ragnheiður verðlaunuð
Ragnheiður Runólfsdóttir var sérs-
taklega verðlaunuð á mótinu fyrir
besta árangur Íslendings á keppn-
istímabilinu. Hún varð í 5. sæti í 100
m bringusundi á Evrópumótinu á
Spáni í desember s.l., fékk tímann
1:10,78.
ÞRIÞRAUT / ISLANDSMOTIÐ
Haukur og Bima fyrstu
íslandsmeistaramir
HAUKUR Eiríksson, Svalbarðs-
eyri,og Birna Björnsdóttir,
Garðabæ, urðu fyrstu íslands-
meistararnir í þríþraut, en
fyrsta landsmótið var haldið
við Hrafnagil í Eyjafirði um
helgina. Keppendur komu víðs
vegar af landinu og er Ijóst að
áhugi á þessari íþrótt er mjög
vaxandi.
Keppnin fór þannig fram að
fyrst voru syntir 750 metrar,
þar á eftir stukku menn á reiðfáka
sína og hjóluðurílO km og að lokum
voru 5 km hlaupnir.
í karlaflokki voru
20 keppendur og
voru gönguskíða-
menn mjög áberandi
í þeim hópi. Fyrstur með sund-
sprettinn var Hugi Harðarson, sem
sýndi mikla keppnishörku, því dag-
inn áður hafði hann dottið á æfingu
og farið úr lið á einum fingri. Á
reiðhjólinu stakk hins vegar Einar
Jóhannesson alla keppendur af sér
og var með tæplega eina og hálfa
mínútu í forskot á Huga og tvær
Anton
Benjamínsson
skrifar
Birna Björnsdóttir
mínútur á Hauk Eiríksson, þegar
hlaupið tók við. Haukur sýndi hins
vegar mikla hörku og náði þeim
Einari og Huga, þegar hlaupið var
hálfnað, og tók síðan forystuna sem
hann hélt alla leið og kom í mark
5 sek. á undan Huga. Einar kom
síðan þriðji í mark, rúmri mínútu á
GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ
Draum-
ur allra
golf-
leikara
- sagði Nick Faldo
eftir sigurinn
NICK Faldo sigraði á Opna
breska meistaramótinu ígolfi,
sem fram fór í St. Andrews nú
um helgina. Þetta var annar
sigur Faldos á „stórslemmu11
golfmóti í ár, en enginn golf-
leikari hefur sigrað á tveim
slíkum mótum síðan árið 1982.
Faldo tók lífinu með ró á
sunnudaginn og var kátur: „Að
sigra í St. Andrews, á degi eins
og þessum, er svo sannarlega
einstakt. Það er draumur allra
golfleikara."
Faldo var fimm höggum á undan
næsta manni, Payne Stewait
frá Bandaríkjúnum. Þegar keppni
hófst á sunnudaginn, var Stewart
fimm höggum á eftir Faldo, og
hafði minnkað muninn í tvö högg
þegar sex holur voru eftir. En hann
sprakk á limminu.
Faldo lék fyrstu holuna á sunnu-
daginn á einu höggi undir pari
(fugli), fékk skolla á fjórðu holu og
síðan fugl á fímmtu holu. En eftir
að hafa farið næstu sjö holur á
pari, var forskot hans á Stewart
komið niður í tvö högg, því sá
bandaríski fór fimmtu, sjöttu,
tíundu og tólftu holu á einu undir
pari. Stewart var einu yfir pari á
13. holu og sömu leiðis síðustu tvær
holurnar, á meðan Faldo fór þá 15.
á einu undir og sautjándu holuna á
einu yfir. Árangur Faldos á síðasta
keppnisdegi var 71 högg, eitt undir
pari. Samanlagt skor Faldos var
270 högg, 18 undir pari, sem er
sex höggum betra en fyrrum besti
árangur á Opna breska á St.
Andrews, sem Spánverjinn Steve
Ballesteros náði árið 1984. Fyrstu
þijá dagana hafði Faldo leikið á 67,
65 og 67.
eftir sigurvegaranum.
„Þetta var fyrst og fremst mjög j
gaman — en ég segi ekki að þetta
hafi ekki verið erfitt líka,“ sagði
Haukur. „Eftir að ég var búinn að
draga þá Einar og Huga uppi á
hlaupunum var ég nokkuð öruggur
með að hafa þá, en þó stóð þetta
nú tæpt.“ *
„Stífnar á hjólinu"
í kvennaflokki voru keppendur 5
talsins og sýndu þátttakendur að
keppni í þríþraut er ekki síður fyrir
konur en karla. Birna Björnsdóttir,
landsliðskona í sundi, tók forystu
strax í sundinu og hélt henni örugg-
lega alla leið í mark. Ásta Ásmunds-
dóttir varð í 2. sæti og Bryndís I.
Stefánsdóttir í því þriðja.
„Þetta var frekar erfitt,“ sagði
Birna. „Sérstaklega var það þó
hlaupið sem var erfitt því maður
stífnar svo á hjólinu." Birna sagðist
hafa hlaupið og hjólað síðustu vikur
en að öðru leyti ekkert búið sig •
sérstaklega undir mótið, en þetta
var í fyrsta sinn, sem hún keppir í
þríþraut.
Reuter
Nick Faldo smellir kossi á gripinn, sigurlaunin (auk dálaglegrar peninga-»
summu) fyrir sigurinn í Opna breska meistaramótinu.
Þetta var í annað sinn sem Faldo
sigrar á Opna breska meistaramót-
inu. Hann sigraði einnig í Muirfield
árið 1987, og þetta er fjórði stóri
titillinn á ferli hans. í apríl síðast-
liðnum sigraði hann á Bandaríska
meistaramótinu.
Mark McNulty, frá Zimbabwe,
átti besta skor sunnudagsins, 65
högg, og skaust þar með upp að
hlið Stewaits með heildarskorið
275. Einu höggi á eftir þeim komu
Ian Woosnam fra Wales og Jodie
Mudd frá Bandaríkjunum. Stiga-
hæsti golfleikari heims, Ástralinn
Greg Norman, lauk síðasta degi á
69 höggum og lauk keppni á 11
höggum undir pari og varð í sjötta
sæti.
Bandaríkjamaðurinn Tim Simp-
son var eini keppandinn sem náði
því að fara holu í höggi. Hann náði
þeim árangri á 11. braut sem er
155 metra löng.
Faldo lék af öryggi og aðeins
einu sinni, keppnisdagana ljóra,
lenti kúla hans í sandglompu. Hann
sagðist líta á sjálfan sig sem einn
af bestu golfleikurum heimsins.
„Jamm, það er mér nær að halda,
eftir undanfarin fjögur tímabil,"
sagði hann. „Ég hef sigrað á fjórum
stórmótum og sá fyrsti í langan
tíma til að vinna tvö slík á einu
ári.“ Hann hrósaði leiðbeinanda
sínum, David Leadbetter, og ekki
síður kylfusnót sinni, Fanny Sunes-
son. Hann játaði að hafa verið svo
spenntur fyrir síðustu umferðina,
að hann hefði vart getað komið
hádegismatnum niður.