Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1990, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRŒXÍUDAGUR 24. JÚLÍ 1990 B 3 KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Morgunblaðið/Einar Falur Hilmar Björnsson, KR, beitir öllum brögðum gegn Birgi Sigfússyni, Stjörn- unni. KRáskrið KR-INGAR eru óstöðvandi um þessar mundir og í gær lögðu þeir Stjörnumenn af velli í ágætum leik í Frostaskjóli. Það voru reyndar Stjörnumenn sem hófu leikinn betur og sóttu þeir meira fyrsta stundarfjórðung- inn en komust þó lítt áleiðis gegn sterkri vörn KR. A Guðjón 11. mínútu kom Guðmundsson fyrsta marktæki- skrifar færj leiksins þegar Rúnar Kristinsson pijónaði sig í gegnum vörn Stjöm- unnar. Rúnar var óheppinn og missti boltann aðeins of langt frá sér og markvörður Stjörnunnar náði að handsama hann. Sunnan- strekkingurinn setti nokkuð mark sitt á fyrri hálfleikinn en þó gekk leikmönnum beggja liða furðu vel að hemja knöttinn og brá fyrir ágætum samleik, einkum hjá KR- ingum. í síðari hálfleik lægði og varð leikurinn snöggtum betur leikinn af beggja hálfu. KR-ingar léku þá oft stórvel saman allt upp að marki andstæðinganna en náðu ekki að nýta færin fyrr en á 56. mínútu. Þá reyndi Gunnar Oddsson send- ingu frá miðjum velli yfír til hægri, ætlaða Ragnari Margeirssyni. Varnarmaður Stjörnunnar náði knettinum, ætlaði að leika á Ragn- ar innan eigin vítateigs en Ragnar hirti knöttinn af tám hans, lék í áttina að marki og skaut föstum jarðarbolta hnitmiðað í markhornið. Við markið drógu KR-ingar sig nokkuð aftur og lifnaði að sama skapi yfir Stjörnumönnum. Á 74. mínútu skaut Ingólfur Ingólfsson hörkuskoti að marki KR sem Ólafur Gottskálksson bjargaði í stöng. Þaðan barst boltinn fyrir fætur Valdimars Kristóferssonar, skot hans varið á línu og aftur fékk Valdimar knöttinn en skaut þá yfir markið. Þar fór forgörðum besta marktækifæri leiksins. KR-ingar léku ágætlega, voru fljótari á boltann og sterkari í návígjum. Liðið er greinilega komið á góðan skrið. Hilmar Björnsson lék oft ágætlega á hægri kanti og Ragnar Margeirsson var sterkur í fremstu víglínu. Stjörnumenn voru slakir að þessu sinni og var það reyndar skarð fyr- ir skildi að það vantaði tvo af mátt- arstólpum liðsins, Árna Sveinsson og Magnús Bergs. Sveinbjörn Há- konarson barðist vel og Ingólfur Ingólfsson sýndi að hann er góð skytta. Dómari leiksins var Sæ- mundur Víglundsson og var hann mistækur. Virtist hann ekki þekkja hagnaðarregluna, nema þá kannski aðeins af afspum. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 2. DEILD Sex mörk Fylkis íÁrbæ Skúli Unnar Sveinsson skrifar FYLKISMENN yfirspiluðu Grindvíkinga algerlega í gærkvöldi þegar liðin mættust á Árbæjarvelli. Heimamenn skoruðu sex mörk gegn engu. Guðmundur Magnússon gerði bæði mörkin sem Fylkismenn skoruðu í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur var einstefna að marki Grindvíkinga. Hörður Vals- son skoraði þriðja mark Fylkis, og Kristinn Tómasson ljórða markið. Gunnar Pétursson skoraði fimmta markið úr vítaspyrnu og Kristinn bætti því sjötta við. Breiðablik sigraði Tindastól með einu marki gegn engu í hlýrri sunn- an golu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Á þrítugustu og fjórðu mínútu skoruðu Breiða- Bjöm bliksmenn úr auka- Bjömsson spyrnu og var Grét- skrífar ar steindórsson að verki. Lokatölurnar urðu eitt mark gegn engu fyrir Breiðablik, í leik sem hefði getað farið á hvorn veginn sem var. Blik- ar voru meira með boltann, en bar- átta Tindastólsmanna var mikil og ef til vill hefðu sanngjörnustu úrslit- in verið eitt mark gegn einu. Selfoss sigraði Selfoss sigraði ÍR í frekar til- þrifalitlum leik á Selfossvelli í gær- kvöldi. Júgóslavinn Dervic gerði eina mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks úr víta- Sigurður spyrnu eftir að Jónsson Porca, landi hans, skrifar hafði verið felldur innan teigs. I fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en í þeim seinni náðu Selfyssingar undirtökum og sóttu mun meira. ÍR-ingar áttu þó skyndisóknir, sem sköpuðu hættu við mark Selfoss. Á síðustu mínútu leiksins voru ÍR- KNATTSPYRNA/ 1.DEILD KVENNA Sigur og tap hjá KA-stúlkum KA-stúlkur láku tvo leiki í Reykjavík um helgina. Fyrri leikurinn var við KR á laugar- dag og þar sigruðu gestirnir 2:1. Á sunnudag vann síðan Valur KA 5:1 á Hlíðarenda. Hjördís Úlfarsdóttir kom KA- stúlkum yfir gegn KR með glæsilegu marki beint úr auka- spyrnu snemma í fyrri hálfleik. Helena Ólafsdóttir jafnaði fjótlega fyrir KR og var staðan 1:1 í leik- hléi. Sólveig Haraldsdóttir { KA fótbrotnaði illa eftir að hafa lent í samstuði við Sigríði Pálsdóttur markvörð KR. I stað Sólveigar kom Tinna Guðmundsdóttir inná og skoraði hún sigurmark Akureyrar- liðsins. Öruggt hjá Val Valsstúlkur byijuðu leikinn gegn KA með látum og gerðu þijú mörk gegn engu fyrstu fimmtán mínú- turnar. Þær rauðklæddu bættu fjórða markinu við fyrir leikhié, en í síðari hálfleik skoraði hvort lið eitt mark. Guðrún Sæmundsdóttir gerði tvö mörk fyrir Val, þaraf annað úr víti. Sirrý Haraldsdóttir, Bryndís Valsdóttir og Ingibjörg Jónsdóttir gerðu sitt markið hver. Fyrir KA skoraði Eydís Marinós- dóttir. ingar nálægt að jafna eftir horn- spyrnu, en Selfyssingar náðu naum- lega að bægja hættunni frá. Bestur í liði Selfoss var Páll Guðmundsson og Kristján Halldórs- son var bestur í liði IR. Víðismenn unnu sinn fyrsta deildarsigur á Keflvíkingum í gær- kvöldi.Fyrra mark Víðismanna skoraði Grétar Einarsson á 36. ^■1 mínútu eftir góða Frímann sendingu frá bróður Ólafsson sínum Daníel Ein- skrífar arssyni. Steinar Ingimundarson bætti seinna marki Víðismanna við á 65. mínútu. Víðisliðið var mjög jafnt í leiknum og góð barátta var í liðinu. Daníel Einarsson var þó sá klettur sem flestar sóknarlotur Keflvíkinga strönduðu á. Keflavík- urliðið náði sér einfaldlega ekki á strik í leiknum og olli vonbrigðum. Rögnvaldur Þórðarson skrifar Ólafsfirðingar byrjuðu leik sinn gegn nágrönnunum á Siglufirði með látum. Sóttu nær stanslaust fyrstu 25 mínúturnar og Kristján Karlsson í marki KS hafði í nógu að snúast. En síðan snerist dæmið við og heimamenn tóku leikinn í sínar hendur fram til hlés. Leiknum lauk með jafntefli, einu marki gegn einu, og voru bæði mörkin gerð í fyrri hálfleik. Ólafsfirðingar skorðuðu á tíundu mínútu og var Hörður Benónýsson var þar að verki. Eftir þetta sóttu KS-ingar í sig veðrið. Hafþór Kol- beinsson jafnaði metin fyrir KS á 43. mínútu, eftir að Þorvaldur markvörður Leifturs missti boltann frá sér. Seinni hálfleikur var daufur mið- að við lætin í þeim fyrri og lítið um færi. FRJALSIÞROTTIR Guðrún Norðuiianda- meisfari í grindahlaupi GUÐRÚN Arnardóttir úr UMSK varð Norðurlanda- meistari unglinga í 100 metra grindahlaupi, á tímanum 14,11,á Norðurlandameist- aramóti unglingaliða, sem haldið var í Bergen nú um helgina. •4T Atta íslenskir unglingar héldu til keppni á mótinu, sem er árviss viðburður. Flestir íslensku þátttakendanna bættu sinn per- sónulega árangur. Þuríður Ingvarsdóttir (HSK) keppti einnig í 100 metra grindar- hlaupinu og varð í 8. sæti. Guðrún varð síðan í 6. sæti í 100 metra hlaupi, á 12,53. Einar Einarsson (Ármanni) varð fimmti í 100 metra hlaupi, á 10,95, og i 200 metra hlaujpi varð hann sjöundi, á 22,83. I 1500 metra hlaupi kvenna varð Fríða Rún Þórðar- dóttir (UMSK) í sjötta sæti, á tímanum 4.34,10, og í 800 metra hlaupi kom hún einnig sjötta í mark, á 2.14,61. Helena Omars- dóttir (FH) varð í sjöunda sæti í 400 metra grindahlaupi, á 62,91. Finnbogi Gylfason (FH) varð sjötti i 800 metra hlaupinu, á 1.57,64. Þóra Einarsdóttir (UMSE) keppti í hástökki og varð í sjöunda sæti, stökk 1,70 metra. Bjarki Viðars- son (HSK) keppti í kúluvarpi og kringlukasti og varð i sjöunda sæti í báðum greinum. Kúlunni varpaði hann 14,11 metra, en kringlunni öllu lengra, eða 35,20 metra. ■ SOVÉTMENN urðu sigurveg- arar í liðakeppni í fimleikum á Frið- arleikunum í Tacoma i Washing- ton. Þeir hlutu 176,50 stig af 180. í öðru sæti varð lið Bandaríkjanna með 172,55 stig og Kínverjar hlutu bronsverðlaun með 172,35 stig. Fjórir keppendur frá hverri þjóð reyndu með sér í liðakeppninni og besti árangur þriggja keppenda hvers liðs skar úr um stigafjölda þess. ■ DAVE Mora, 26 ára maraþon- hlaupari, sem var valinn í banda- ríska landsliðið á síðustu stundu, vann öllum á óvart maraþonhlaup Friðarleikanna á laugardag. Hánn setti persónulegt met og hljóp vega- lengdina á 2.14,49. Mora náði for- ystunni af Tansaníumanninum Robert Naali þegar sex km voru að endamarki. í öðru sæti varð Sovétmaðurinn Nikilai Tabak. Zoya Ivanova, Sovétríkjunum, varð sigurvegari í maraþonhlaupi kvenna á tímanum 2.34,38 sekúnd- um. ■ SOVÉSKU fimleikakappamir á Friðarleikunum, með Vitalíj Tsjerbo í broddi fylkingar, unnu einnig gullverðlaun í öllum keppnis- greinum í einstaklingskeppninni á sunnudag. Kínveijinn Guo Linyao og Bandaríkjamaðurinn Lance Ringnald deildu þó efsta sætinu með Sovétmönnum í keppni á tvíslá og svifrá. Tsjerbo, sem er, 18 ára, vann gullverðlaun í stökki. Hlaut einkunnina 9,92. Auk þess unnu Sovétmenn gullverðlaun fyrir gólf- æfmgar, æfingar á bogahesti og í hringjum. I RODION Gataullin frá Sov- étríkjunum stökk 5,92 metra í stangarstökki og vann gullverðlaun í þeirri keppnisgrein. Þetta er hæsta stökk ársins utanhúss. ■ SÚRÍNAMBÚINN Anthony Nesty, sem skaut Bandaríkjamann- inum Matt Biondi ref fyrir rass í 200 metra flugsundi á Ólympíuleik- unum í Seoul, endurtók afrek sitt á Friðarleikunum á sunnudag. Taugaveiklaði Nesty, eins og hann er nefndur, kvaðst aldrei hafa verið jafn taugaveiklaður fyrir keppni. „Ég gat varla beðið eftir því að keppnin hæfist og var við að væta buxurnar af eftirvænt- ingu,“ sagði Nesty. ■ KANADAMAÐURINN Paul Willianis vann gull i 5.000 metra hlaupi. Við verðlaunaafhendinguna, þegar leika átti þjóðsönginn, bilaði hljóðkerfið og Williams varð að gera sér að góðu fagnaðarhróp áhorfenda þegar hann veifaði sigur- verðlaununum. ■ 25 ÁRA gamall maður frá Se- attle setti allt á annan endann við Mount Baker þar sem siglinga- keppni Friðarleikanna fer fram. Hann staðhæfði að myndavélataska sem hann hafði meðferðis innihéldi dínamít. Sprengjusveit lögreglunn- ar var kölluð á vettvang en í ljós kom að í töskunni var aðeins mynd- bandstökuvél. Maðurinn var engu að síður ákærður fyrir tiltækið. ■ BANDARÍKJAMENN urðu í þremur efstu sætunum í 100 metra spretthlaupi kvenna. Carlette Gu- idry vann á tímanum 11,03 sekúnd- um, tveimur hundraðshlutum úr sekúndu á undan löndum sínum Sheila Echols og Michelle Finn. í 400 metra hlaupi kvenna sigraði Kúbverjinn Ana Quirot á 50,34 sekúndum. J amaikamaðurinn Winthrop Graham vann gullverð- laun í 400 metra grindahlaupi á 48,78 sekúndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.