Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 1

Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 1
h FOTBOLTI /4. DEILD HKvísað úr keppni Mætti ekki í tvo leiki ■ , 1 HK, sem lék í 4. deild Islandsmótsins í knatt- i spyrnu, fær ekki að taka þátt í fleiri leikjum og verður vísað formlega úr keppni á næstunni. Lið HK mætti ekki fullskipað til leiks gegn Hveragerði og Stokkseyri, en samkvæmt 17. grein reglugerðar KSÍ um knattspyrnumót skal liði, sem ekki mætir til keppni tvo leikdaga í móti, vísað úr mótinu. HK fær að auki 109.800 kr. sekt og aðra sekt ekki lægri en 26.850 kr. Félagið fer sjálkrafa í leikbann út tímabilið, en 'fordæmi er fyrir því að bannið hafi einnig gilt næsta keppn- istímabil. KNATTSPYRNA Amór Gudjohnsen í Val! „Væri gaman að byrja íbikarúrslitaleiknum," segir landsliðsmaðurinn Arnór Guðjohnsen, sem verður með gegn Færeyjum 8. ágúst ARNÓR Guðjohnsen kom til landsins í síðustu viku og hefur lagt inn beiðni til KSÍ um félagaskipti úr Anderlecht íVal. Arnór sagði við Morgun- blaðið að samningar hefðu ekki tekist við Anderlecht og þar sem hann fengi ekki að æfa með félaginu hefði ekki verið um annað að ræða en að koma heim. Þegar fréttist að Arnór væri á heimleið, sýndu nokkur félög áhuga, en landsliðsmaður- inn sagði að valið hefði ekki verið svo erfítt. Bikar og þrír leikir í deild? „Ég hef æft með Val flest sumur og Valsmenn hafa alltaf tekið mér vel. Fyrir mig skiptir fyrst og fremst máli að fá að æfa og spila og það væri gaman að byija á bikarúrslitaleiknum — ef Valur kemst þangað — en ann- ars er þetta spurning um þijá leiki í deildinni," sagði Arnór og áréttaði að peningar væru ekki í spilinu. Samningur Amórs við And- erlecht rann út að loknu síðasta keppnistímabili og höfðu nokkur félög augastað á honum. Glas- gow Rangers var lengi inni í myndinni, en samningar tókust ekki milli félaganna. Ekki grænt frá Anderlecht Anderlecht hefur ekki gefið grænt ljós á félagaskiptin í Val og sagði Arnór að félagið myndi ekki gera það þegjandi og hljóða- iaust. Hann hefði hins vegar farið þessa leið í og með til að setja þrýsting á Belgana, en ef samn- ingar tækjust á næstu vikum við Anderlecht eða annað erlent félag yrði ekkert af því að hann léki með Val. Aðspurður um hvort hann myndi semja á ný við And- erlecht sagði Arnór að til að svo mætti fara yrði margt að breyt- ast. „Maður veit annars aldrei hvemig hlutirnir þróast þegar fram líða stundir, en aðalatriðið er að halda sér í góðri æfingu og ekki síst með landsleikinn við Frakka í huga.“ Evrópuleikurinn við Frakka verður 5. september, en 8. ágúst verður vináttulandsleikur við Færeyinga í Þórshöfn og gefur Arnór kost á sér í þann leik. Hann sagðist hafa æft mikið sjálfur að undanförnu, en allt annað væri að vera á æfingum með liði — og nauðsynlegt. Arnór Guðjohnsen, fremstur til vinstri, leiðir Valsmenn á æfingu í gær. Morgunblaðiö/RAX f mm f «£ .? í'B 1 k SJUKRAHÚS Norrænir leikar: Borgarspítalinn sendir Sið ÆT Iþróttafélag Borgarspítalans hefur tryggt sér þátttökurétt á Norrænu sjúkrahúsaleikunum, sem haldnir verða í Malmö í sept- ember næstkomandi. Þátttakendur verða 1.500-2.000 karlar og konur, starfsfólk 50 sjúkrahúsa á Norð- urlöndum. Auk keppenda frá Borgarspít- alanum, munu starfsmenn af Landsspítalanum einnig halda til keppninnar, en alls munu um 50 íslenskir keppendur verða á mót- inu. Þeir munu keppa í handbolts karla og kvenna, blaki kvenna oj knattspyrnu karla. BIKARKEPPNI FRI Morgunblaöið/KGA Oddný Árnadóttir fær blíðar móttökur hjá Stefáni Þór Stefánssyni, þjálf- ara, eftir sigur í 100 m hlaupi. Oddný meistari í fimm greinum Skarphéðinn varð bikarmeistari Oddný Árnadóttir, ÍR, stal senunni í 1. deild bikarkeppni Fijálsíþróttasambands íslands, sem fram fór í Mosfellsbæ um helgina. Oddný, sem er 33 ára, var sigursælasti keppandinn, sigr- aði í 100 m, 200 m, 400 m og 800 m hlaupi og tryggði sveit sinni sig- ur í. 1.000 m boðhlaupi. Héraðssambandið Skarphéðinn sigraði loks í stigakeppninni, fékk 154 stig. FH sigraði í karlakeppn- inni með 88 stig, en ÍR í kvenna- keppninni með 74 stig. HSK var hins vegar í öðru sæti í báðum flokkum, sem nægði til sigurs sam- anlagt. KR sigraði í 2. deild með 154 stig og Armann varð í öðru sæti með 143 stig, en bæði unnu sér sæti í 1. deild. UMSS og UMSK falla í 2. deild. UMSB sigraði í 3. deild og UDN hafnaði í öðru sæti og flytjast samböndin i 2. deild, en HSÞ og ÚÍA fara niður. ■ Nánar / B4-B6

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.