Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 8

Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 8
ÍÞtímR GOLF / LANDSMOTIÐ AAKUREYRI Mikil barátta og spenn- andi keppni á Jaðarsvelli Ólafur, Fjóla og Róbert sigurvegarar ífyrri hluta íslandsmótsins í golfi Morgunblaöið/Rúnar Þór Sigurvegararnir, Ólafur Ingimarsson, Húsavík, Fjóla Stefánsdóttir, Akureyri, og Róbert Öm Jónsson, Reykjavík, með sigurlaunin að lokinni verðlaunaafhendingu á sunnudagskvðld. MIKIL spenna einkenndi keppnina síðasta dag íslands- mótsins í golfi í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla á Akureyri á sunnudag. Þá var einnig athyglisvert hve kepp- endur 12. flokki karla léku yfir- leitt vel og þeir bestu léku langt undir forgjöf sinni flesta daga mótsins. Aðstæður á Akureyri þá fjóra daga sem keppt var í þessum flokkum voru einstak- íega góðar, Jaðarsvöllur skart- aði sínu fegursta og veðrið var ótrúiega gott; hiti um og yfir 20 stig, lygnt og sólskin. Jónas H. Guðmundsson, GR, leiddi með þremur höggum í 2. flokki karla er keppni hófst síðasta daginn, en lék sinn lakasta hring ■■■■■■ þennan dag. Það Ágúst nýttu þeir Ólafur lnpí ^lngimarsson, GH, Jónsson 0g Sigurbjöm Þor- geirsson, GA, sér til hins ýtrasta og hrepptu 2 efstu sætin í flokknum. Fyrri 9 holurnar úrslitadaginn lék Olafur á pari vallarins og er það frábær árangur hjá kylfíngi í 2. flokki. Margir kylfingar léku sannkallaða draumahringi í mótinu og algengt var að kylfingar lækkuðu sig um 1-4 í forgjöf á þessu móti. Olafur Ingimarsson er tvítugur Húsvíkingur, sem starfar á golf- vellinum á Húsavík í sumar og byijar nám í læknisfræði við Há- skóla íslands í haust. Hann segist hafa leikið golf frá því að hann muni eftir sér, enda hafi foreldrar hans, Sigríður B. Ólafsdóttir og Ingimar Hjálmarsson, alla tíð ver- ið mjög virk í golfi. „Eg hafði ekki ieikið sérstak- lega vel í sumar þar til íslandsmó- tið hófst og aldrei náð góðum ár- angri á Akureyri fyrr en nú,“ sagði Ólafur að síðasta keppnisdeginum loknum. „Núna small þetta saman og sjgurinn er kannski enn ánægju- legri en ella þar sem ég fór ekki með neina drauma hingað til Akur- eyrar. Eg neita því ekki að ég var farinn að titra er sigurinn nálgað- ist á seinni 9 holunum og líðanin var ekki góð þegar ég lenti tvíveg- is í sandryfju fyrir framan áhorf- endaskarann á 18. holu,“ sagði Ólafur. „Sigurinn kom þægi- lega á óvart“ í 2. flokki kvenna lék Fjóla Stefánsdóttir, GA, best allra og náði að sigra með einu höggi. Kon- ur frá Akureyri urðu reyndar í þremur efstu sætunum í mótinu, Anna Freyja Eðvarðsdóttir varð í 2. sæti og Guðný Óskarsdóttir í 3. sæti. Magdalena S. Þórisdóttir, sem leitt hafði mótið fyrstu þtjá dagana, varð hins vegar að sætta síg við 4. sætið í flokknum eftir að hafa tapað þriggja holu umspili við Guðnýju. „Keppnin í flokknum var jöfn alla dagana, en síðasta daginn náði ég að leika mitt besta golf og tryggja mér sigurinn," sagði Fjóla Stefánsdóttir. „Það var kostur fyr- ir mig að vera ekki í úrslitahópn- um, heldur í næstsíðasta holli. Reyndar hafði ég ekki hugmynd um að ég hefði unnið fyrr en eftir á og sigurinn kom mér þægilega á óvart," sagði Fjjóla. Hún hefur stundað golf í þijú ar, en kynntist íþróttinni með því að draga kerruna fyrir bónda sinn, Skúla Ágústsson, sem hefur keppni í 1. flokki á morgun. Konur frá Akureyri urðu í þremur efstu sætunum og sagði Fjóla að undan- farin ár hefði konum sem stunda golf fjölgað verulega á Akureyri og vonandi yrði góður árangur núna hvatning fyrir aðrar konur á staðnum til að byija. „Hélt að ég hefði aðeins náð jöfnu“ Róbert Örn Jónsson var með 9 högga forystu á Magnús Jónat- ansson, GA, þegar keppni hófst í þriðja flokki síðasta daginn. Sigur- inn virtist því innan seilingar hjá Róbert, en keppnisharka Magnús- ar var með ólíkindum\0g jafnt og þétt saxaði hann á forystu Ró- berts. Þegar upp var staðið hafði Róbert þó haldið sínu og sigraði með tveggja högga mun. „Eg náði forystunni í þriðja flokki með draumahring á þriðja degi og var ákveðinn í að halda forystunni síðasta daginn. Magnús byijaði hins vegar mjög vel og setti Helga Sigurðsson, Nesklúbbi, fljótlega aftur fyrir sig og hélt mér við efnið frá upphafi síðasta daginn. Ég reyndi að hugsa ekki um skorið hans, heldur að einbeita mér að því sem ég var að gera, en það var erfitt þegar leið á dag- inn. Þetta virtist þó ætla að hafast þangað til ég lenti í sandgryfju á 18. braut og ég fékk þær upplýs- ingar að forystan hefði aðeins verið 2 högg fyrir síðustu holuna. Ég hélt síðan að ég hefði aðeins náð jöfnu við Magnús og yrði að fara í umspil við hann og jafnvel fleiri. Sem betur reyndust þær upplýsing- ar vera rangar og ég sigraði með tveggja högga mun. Ég var í golfi sem strákur, en síðan lítið þangað til í fyrra. Það er alveg ljóst að þessi árangur kveikir enn frekar í manni og nú er stefna að komast í 1. flokk áð- ur en sumarið líður,“ sagði Róbert Jónsson. Hann sagðist hafa æft vel fyrir mótið, en hefði þó aldrei náð að sigra ef hann hefði ekki notið aðstoðar Jóns Arnar Sigurðs- sonar sem kylfusveins síðustu tvo dagana. Aldrei fleiri þátt- takendur 308 manns taka þátt í ís- landsmótinu ígolfi á Jaðar- svelli á Akureyri. Aldrei hafa eins margir keppndur mætt til leiks í golfmóti hérlendis, mestur fjöldi áður var 301 keppandi á íslandsmótinu í fyrra. Keppni í 2. flokki karla og kvenna og 3. flokki karla er lokið og kepptu 162 kylfingar í þessum flokkum. Mesta at- hyglin beinist að flokkunum, sem hefja keppni á morgun, meistaraflökki og 1. flokki karla og kvenna. í þessum flokkum keppa 146 kylfingar og hefst keppnin klukkan 8 í fyrramálið og lýkur síðdegis á laugardag þegar 72 holur verða að baki. Einherjakeppnin: Enginn lór holuíhöggi! Hálfdán Þ. Karlsson, Golf- klúbbnum Keili, sigraði í Ein- heijakeppninni, sem fór fram á Akureyri í gær. Um er að ræða punktaholukeppni með 7/8 í for- gjöf, nokkurs konar blöndu af holu- keppni og höggleik og fékk Hálf- dán, sem er fyrrum unglingalands- liðsmaður, 37 punkta. Júlíus Har- aldsson var í öðru sæti með 36 punkta. íslandsmeistarinn Úlfar Jónsson, GK, hafnaði í þriðja sæti með 35 punkta eins og Björn Knútsson, GK, og Gunnar Jakobs- son, GA. Úlfar og Ragnar Óiafs- son voru saman, en eftir að þeir lögðu af stað komust þeir að því að þeir voru hvor með einni kylfu of mikið í pokanum. Þeir dæmdu á sig tvö högg í víti, en engu að síður fór Úlfar á pari. Keppendur voru 48 og að þessu sinni tókst engum að fara holu í höggi. Guðni Jónsson, GA, var næst því, var 10 sm frá holu á 18 braut. Daginn áður fór hann sömu holu á 11 höggum — bætti sig um níu högg! Morgunblaðið/Rúnar Þór Sól og sumar. Léttklæddir kylfingar höfðu á orði að aðstæður væru eins og í útlöndum á landsmótinu í síðustu viku. A myndinni eru þeir Pátl Pálsson, GA, Ottó Pétursson, NK, og Jón Sigtryggsson, GS, á fjórðu flöt. LOTTO: 6 10 14 25 30 + 17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.