Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 3

Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 3
B 3 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990 ítfóm FOLX H TONY Woodcock, fram- kvæmdastjóri Fortuna Köln, leik- ur kveðjuleik sinn í næstu viku. í liði hans verða m.a. Gary Lineker, Peter Shilton, FráJóniH. Tony Banks, Trev- Garöarssynií or Francis og V-Þýskalandi Xerry Butcher. I úrvalsliði Kölnar má finna leikmenn á borð við Pierre.Littbarski, Thomas Hassl- er, Bernd Schuster og Tony Schumacher. ■ SCHALKE 04, sem leikur í 2. deild, leggur allt kapp á að komast uppí úrvalsdeildina næsta vetur. Liðið hefur boðið fúlgu ijár í Harald Kohr, einn besta mann Grasshoppers, liðs Sigurður Grétarssonar, og búist er við að hann skrifi samning undir fljótlega. ■ STUTTGART hefur áhuga á að kaupa kólumbíska landsliðs- manninn Carlos Estrada. Hann iék með liðinu fyrir skömmu í leik við Stuttgarter Kickers. ■ SILVIO Berlusconi, forseti AC Mflanó, þykir klókur í viðskiptum en hann á eina stærstu sjónvarps- stöð Italíu. Fyrir skömmu keypti hann sýningarrétt á öllum vináttuleikjum Inter Mílanó fyrir rúmar 70 milljónir króna. ■ OLAF Thon þykir koma til greina sem mesti hrakfallabálkur vestur-þýsku knattspymunnar. Hann sleit liðbönd um helgina og er þetta í þriðja sinn sem slíkt gerist á rúmu ári. Hann var ný- kominn úr gifsi þegar heimsmeist- arakeppnin hófst en þar lék hann mjög vel og búist var við að hann yrði einn af bestu leikmönnum deildarinnar í vetur. KNATTSPYRNA Bikar kvenna: ÍAíúrslit Lið ÍA í knattspyrnu kvenna tryggði sér réttinn til að leika til úrslita íbikarkeppninni, með því að sigra KA á Akureyri síðastliðinn laugardag. Skaga- stelpurnar skoruðu tvisvar og sáu þær Karítas Jónsdóttir og Júli'a Sigursteinsdóttir um það. Hjördís Úlfarsdóttir minnkaði muninn fyrir KA. ÍA mætir annaðhvort Yal eða Þór í úrslitaleiknum, en þau lið keppa yndanúrslitaleik á fimmtu- daginn klukkan tuttugu. IA átti leik fyrir norðan við Þór í 1. deildinni um helgina og fór með sigur af hólmi, Ragna Lóa Stefánsdóttir skoraði sigurmark ÍA úr vítaspyrnu. 2. DEILD Fyrsti leikurinn á grasvelli ÍR m IR-ingar leika fyrsta leik sinn í 2. deild á nýja grasvellinum í Suður-Mjódd í kvöld, en þá fá þeir Tindastól í heimsókn. Fyrsta grastorfan í völl ÍR-inga var lögð 9. september í fyrra. Vall- arsvæðið er um 23.000 fermetrar, en leikvöllurinn í kvöld verður 110 m x 80 m. Fjórir leikir verða í deildinni í kvöld. KS og Víðir leika í Siglu- fírði, Grindavík og UBK í Grindavík og Leiftur og Fylkir í Ólafsfirði. Viðureign ÍBK og Sel- foss, sem vera átti í Keflavík, hefur verið frestað til 20. ágúst vegna undanúrslitaleiks ÍBK og KR í bikarnum annað kvöld, en allir leikimir heíjast klukkan 20. KNATTSPYRNA / ISLANDSMOTIÐ 1. DEILD Heppnin með Eyjamönnum gegn Þórá Akureyrí Staða Þórs ekki öfundsverð STAÐA Þórs í 1. deild er ekki öfundsverð eftir afar ósann- gjarnt tap fyrir ÍBV á Akureyri í gær. Tómas Ingi Tómasson gerði eina mark leiksins á 60. mínútu en þrátt fyrir góðan leik og upplögð færi tókst heima- mönnum ekki að koma boltan- um í mark Eyjamanna og sitja á botni deildarinnar ásamt Skagamönnum. Þórsarar hófu sókn strax í upphafi en gekk illa að skapa sér færi framan af leiknum. Á 36. mínútu átti Bjarni Sveinbjönsson þó gott skot úr Anton aukaspyrnu en Benjamínsson knötturinn straukst sknfar við utanverða stöng Eyjamanna. Skömmu fyrir leikhlé fékk Bjarni annað færi en skot hans af stuttu færi fór í varnarmann ÍBV og framhjá markinu. Síðari hálfleikurinn hófst með þungri sókn Þórs en Eyjamenn áttu þó fyrsta færið. Friðrik Sæ- björnsson átti skot í hliðarnetið eftir aukaspyrnu. Markið kom hins- vegar nánast uppúr engu. Eftir langa sendingu fram völlinn náði Tómas Ingi að stinga sér innfyrir varnarmenn Þórs og renndi boltan- um framhjá Friðrik í markinu sem hafði hikað í úthlaupinu. Eftir markið þyngdist sókn Þórsara og síðustu mínútur voru þeir einum fleiri eftir að Jóni Braga Arnarsyni var vikið af leikvelli, eft- ir að hafa stöðvað knöttinn með hendi. Góð marksvarsla Adolfs ■ BANDARÍKJAMENN tóku úrslitaleikinn við Tékka í körfu- knattleik af fullri alvöru. „Friðar- leikarnir hafa nýst okkur til fram- fara sem liðsheild," sagði Krzyzew- ski, þjálfari liðsins. En þrátt fyrir það varð bandaríska liðið að lúta í lægra haldi fyrir því tékkneska. 85 stig gegn 79, Tékkum í vil, urðu úrslit leiksins. í leiknum um þriðja sætið sigruðu Sovétmenn Brasilíu með 109 stigum gegn 103. í leik um fimmta sæti sigruðu Ástralir lið Púertó Ríkó með 116 stigum gegn 92. ■ NATALÍA Kalinína frá Sov- étríkjunum, fékk einkunnina 10 fyrir gólfæfíngamar sínar. Þetta var eina „tían“ sem dómurum fím- leikakeppninnar þótti ástæða til að gefa. B / EINSTAKLINGSKEPPN- INNI í fímleikum sigraði hin so- véska Oksana Tsjúsovítína, með 9.962 stig og landa hennar,Natalía Kalinína varð önnur, með 9.918 stig. Morgunblaðiö/Rúnar Þór Jón Bragi Arnarsson, IBV, er ekki á þeim buxunum að láta Bjama Sveinbjörnsson fara fram hjá sér. Þórsarinn Ámi Þór Árnason fylgist með. Óskarssonar kom hinsvegar í veg fyrir að Þórsurum tækist að jafna og hann varði m.a. glæsilega á síðustu mínútu leiksins gott skot frá Sigurði Lárussyni. Þórsarar léku vel í þessum leik en gott spil og góð barátta dugar skammt þegar mörkin láta á sér standa. Bjarni Sveinbjömsson var besti maður liðsins, mjög ógnandi í sókninni. Eyjamenn virtust hins- vegar ekki ná að finna sig og geta þakkað fyrir stigin þrjú. fl Staðan / B6 KNATTSPYRNA / OPNA NORÐURLANDAMOTIÐ U-16 Pálmi Haraldsson gerði fyrsta landsliðsmark sitt Pálmi Haraldsson ÍA, fyrirliði drengjalandsliðsins U-16, skoraði úr vítaspymu gegn Frökk- um í leik þjóðanna á sunnudag í Opna Norðurlandamótinu, sem fram fer þessa dagana í Finnlandi. Þetta var fyrsta landsliðsmark Pálma, sem var bestur í íslenska liðinu, en það nægði ekki, því Frakkar höfðu áður gert tvö mörk SUMARHATIÐ UIA og unnu 2:1. ísland lék fýrst gegn Englandi á laugardag og tapaði þá 2:0. Að sögn Sigurðar Stefánssonar voru mörkin, sem íslenska liðið fékk á sig í leikjunum, af „ódýrari“ gerð- inni. „Englendingar vom samt mun betri, en við áttum skilið jafntefli gegn Frökkum,“ sagði hann og bætti við að Guðmundur Benedikts- son, Þór, hefði verið besti maður vallarins í leiknum gegn Englandi, en hann fískaði m.a. vítaspyrnu, en tókst ekki að skora. Island mætir Danmörku í kvöld, en Danir unnu Norðurlandameist- ara Svía 3:2 í fyrsta leik og síðan Englendinga 2:1. Norðmenn og Finnar gerðu 2:2 jafntefli, en síðan unnu Norðmenn Svía 5:2. Drengjamet í spjótkasti Jens H. Ingvarsson kastaði 39,88 m og varstigahæstur NÝTT ÍSLANDSMET í spjót- kasti var sett á sumarhátíð Ungmenna- og íþróttasam- bands Austurlands, sem haldin var að Eiðum um helgina. Jens H. Ingvarsson, Hetti Egilsstöð- um, bætti íslandsmetið í flokki 12 ára og yngri, þegar hann kastaði 39,88 metra. Hann varð jaf nframt stigahæsti einstakl- ingurinn á mótinu, með 18 stig og 2788 afreksstig. Sumarhátíð UÍA er árlegt mót ungmenna af Austurl- andi, haldið að Eiðum. Þar keppa jafnan á 5. hundrað ungmenna úr fjóðungnum í frjálsíþróttum, sundi og knattspyrnu yngsta flokks. Að þessu sinni var þátttaka í mót- inu einskorðuð við 14 ára og yngri, en að sögn Sigurðar Aðalsteinsson- ar, formanns UIA, reyndist það nauðsynlegt, til að koma öllu mót- inu fyrir á langri helgi. Keppendur á mótinu nú voru um fímm hundr- Úð. Úrslit í stigakeppni félaga urðu þessi: Höttur (Egilsstöðum).......257 stig Austri (Eskifirði)..............136 stig Þróttur (Neskaupstað)......128 stig Einhetji (Vopnafírði)......115 stig Leiknir (Fáskrúðsf.).......104 stig Súlan (Stöðvarfirði)........104 stig Stigahæstu einstaklingar, 12 ára og yngri: Jens H. Ingvarsson (Hetti) 18 stig og 2788 afreksstig; Guðjón Hilmarsson (Einheija) 18 stig og 2683 afreksstig; Anita Pét- ursdóttir (Hetti) 18 stig. Stigahæstu einstaklingar, 13-14 ára: Valur F. Gestsson (Austra) 18 stig; Unnur Ása Atladóttir (Þrótti) 17 stig og 2601 afreksstig; Sigríður Guðmundsdóttir (Leikni) 17 stig og 2494 afreksstig; Ása Rut Einarsdóttir (Leikni) 17 stig og 2410 afreksstig; Jónína Guð- jónsdóttir (Austra) 17 stig og 2326 afreksstig.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.