Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 4

Morgunblaðið - 31.07.1990, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞREÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 31. JÚLÍ 1990 B 5 FRJÁLSAR / BIKARKEPPNI FRÍ Jöfn keppni við bestu adstædur .Morgunblaðið/RAX Sigurður T. Sigurðsson, FH, sigraði örugglega í stangarstökki. BIKARKEPPNI Frjálsíþrótta- sambands íslandsfór fram um helgina. Keppni í 1. deild fór fram á Varmárvelli í Mosfells- bæ, keppni 2. deildar í Borgar- firði og keppni í 3. deild í Aðald- al í S-Þingeyjarsýslu. Keppni var jöfn og spennandi í 1. deild, en árangur einstakra keppenda var þó ekki sériega glæsilegur. Gert var ráð fyrir að keppnin í 1. deild stæði á milli HSK, FH og ÍR. Sú varð einnig raunin; eftir fyrsta dag var HSK efst með 87 stig en FH 82 og svo fór að HSK sigraði, fékk 154 stig, FH fékk 143 og ÍR 142 stig. Mótið í 1. deild hófst á laugar- dag í blíðskaparveðri á 400 m ' grindarhlaupi kvenna, hástökki kvenna, spjótkasti kvenna og lang- ^■■1 stökki karla. í þess- Guðjón um greinum bar helst Guðmundsson til tíðinda að 12 ára skrifar gömul stúlka, Jó- hanna Jensdóttir UMSK, jafnaði íslandsmetið í stúlknaflokki í hástökki,. stökk 1,50 m. Þórdís Gísladóttir ÍR, íslands- meistari í hástökki kvenna, varð bik- armeistari er hún stökk 1,80. Is- landsmet Þórdísar er 1,87. Oddný Árnadóttir, ÍR, var óum- deilanlega maður mótsins. Hún sigr- aði í 100 m,200 m, 400 m og 800 m hlaupi og leiddi sveit sína til sigurs í 1.000 m boðhlaupi; tók við keflinu í 3. sæti um 30 m á eftir næsta manni, en sigraði. Tvær stúlkur kepptu alls í sjö greinum, þær Birgitta Guðjónsdóttir UMSE, og Bryndís Hólm ÍR. Árangur* í kastgreinum mótsins var heldur slakur, sigurkastið í kúlu- varpi var til að mynda innan við 18 metra, enda var Pétur Guðmundsson HSK, sem er í fremstu röð íslenskra kúluvarpara, fjarri góðu gamni. Bróðir hans, Andrés, hélt þó merki HSK á lofti með því að varpa kúl- unni 17,40 m. Meðal keppenda í 3000 m hindrun- arhlaupi karla og spjótkasti karla voru tveir landskunnir frjálsíþrótta- menn, Jón Diðriksson og Oskar Jak- obsson, sem ekki hafa sést í keppnum hérlendis í mörg ár. Guðmundur Karlsson, FH, í hrikalegum átökum í kasthringnum. Hann varð bikarmeistari 1990 í sleggjukasti og kastaði 58,70 m. Varðadkýla á sprettinn vegna meiðsla - sagði GunnarGuðmundsson, sem hyggur á nám og keppni í Bandaríkjunum GUNNAR Guðmundsson FH var bikarmeistari í 100 metra hlaupi á tímanum 10,91. Gunn- ar sagðist hafa fundið sig þokkalega og að sér hefði gengið vonum framar. Hann meiddist illa fyrr í sumar og var frá æfingum af þeim sökum í tvo mánuði svo sigur hans er fyrir vikið enn sætari en ella. Eg fór eitthvað yfir strikið m í æfingum í vetur og trú- lega hafa meiðslin tekið sig upp þá. Eg hef verið mest í lyftingum og sundi til að halda mér í formi. 100 metra hlaupið hefur verið auka- grein hjá mér, 400 metrarnir verið aðalgreinin. Ég sá bara fram á það í vor að ég hafði misst það mikið úr æfingum að ég varð bara að kýla á sprettinn," sagði Gunnar. Gunnar var mjög ánægður með aðstæður á Varmárvelli. „Þetta er eins og það gerist best erlendis. Ég er sérstaklega ánægður með að fá svona gott veður núna því maður hefur horft upp á það að veðrið hefur verið að eyðileggja Morgunblaðið/KGA Gunnar Guðmundsson FH mótin í sumar.“ Gunnar sagði að svo gæti farið að hann yrði við nám og keppni næsta ár í Alabama í Banda- ríkjunum. Morgunblaðið/KGA Martha Ernstdóttir ÍR endurtók afrek sitt frá í fyrra og varð bikarmeistari í 1500 og 3.000 metra hlaupi. Rögnvaldur Ingþórsson: Sigraði ífyrstu keppninni RÖGNVALDUR Ingþórsson UMSE sigraði í 3000 m hindr- unarhlaupi og lagði þar af velli ekki ófrægari kappa en Jón Diðriksson, sem nú keppti á nýfyrir ÍR eftir langa hvíld. Sigur Rögnvaldar er ekki síst glæsilegur með tilliti til þess að þetta er í fyrsta sinn sem hann keppir á móti í 3000 m hindrunar- hlaupi. Rögnvaldur er fyrst og fremst skíðagöngumaður en ekki langhlaupari. „Þetta var erfitt hlaup en jafn- framt mjög skemmtilegt. Það var góð barátta í hlaupinu og spenn- andi endasprettur. Þetta gekk bæri- lega þótt ég hafi lítið getað æft að undanförnu," sagði Rögnvaldur. Aðspurður um kepjminauta sína sagði Rögnvaldur: „Eg var sjálfur ekki farinn að stunda hlaup þegar Jón Diðriksson var upp á sitt besta en það var óneitanlega gaman að leggja jafnfrægan kappa af velli.“ ■ Úrslit/B6 Morgunblaðið/KGA Rögnvaldur, t.v., skrefmu á eftir Jóhanni Ingibergssyni FH í 3000 m hindrunarhlaupi. Rögnvaldur sigraði. Óskar Jakobsson mundar spjótið á Varmárvelli. Morgunbiaðið/KGA Aðstæður á heimsmælikvarða * - sagði Oskar Jakobsson. Hafði ekki keppt hér í átta ár Meðal keppenda í Bikarkeppni FRÍ var hin gamal- kunna frjálsíþróttakempa Óskar Jakoþsson, sem lengi átti íslandsmetið í kringlukasti. Óskar er sem kunnugt þrekþjálfari í bandarískum háskóla en þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í hér á landi í átta ár. Óskar keppti í spjótkasti og var ekki alls kostar án- ægður með árangur sinn sem var um 62 metrar. „Ég er bara að þessu mér til skemmtunar. Annars líst mér vel á allar aðstæður hér. Þetta er aðstaða á heimsmæli- kvarða og ekki skemmir veðrið," sagði Óskar. Hann sagðist lítið hafa keppt undanfarin ár, aðallega stundað lyftingar. Guðrún Arnardóttlr, UMSK, sigraði í 110 m grindahlaupi kvenna. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.