Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR SUNNUDAGÚR 26. ÁGÚST 1990
C 19
FÓLK
i fjölmiðlum
■ Jón Ársæll Þórðarson annar
tveggja umsjónarmanna morg-
unútvarps hins íslenska ríkisút-
varps, Rás 2, mun væntanlega fá
að sofa út í vetur. Morgunblaðið
hefur fyrir því áreiðanlegar
heiinildir að þessi árrisuli ríkis-
starfsmaður flytji sig um set og
muni næstkomandi vetur sjá um
þáttinn „Reykjavík síðdegis" á
útvarpsstöðinni Bylgjunni. Eins
og kunnugt er er sú útvarpsstöð
rekin af íslenska útvarpsfélaginu
sem er ekki í ríkiseigu heldur
síbreytilegri einkaeigu.
■ „Þetta líf, þetta líf,“ heitir
fastur þáttur sem fer í loftið
næstkomandi laugardagmorgun
milli níu og tólf á Rás 2. Umsjón-
armaður verður Þorsteinn J. Vil-
hjálmsson dagskrárgerðarmaður
sem lætur af störfum á dægur-
máladeild ríkisútvarpsins. Um-
sjónarmaður sagði í samtali við
Morgunblaðið að þættirnir yrðu
„blandað fréttamagasín" og
myndu draga dám af þætti sem
hann sá um
fyrir tæpum
tveimur
árum, „Dag-
bók Þorsteins
J.“ Þorsteinn
taldi iilustun á
laugardags-
morgnum
vera óplægð-
an akur sem
menn hefðu vanrækt fram til
þessa.
Þorsteinn óttast ekki að líferni
landsmanna sé með þeim hætti
að þeir vilji sofa út eftir hátíðar-
hald föstudagsins og vakna á
„kristilegum tíma“, t.d. kl. 13.
„Það er engin spurning að Is-
lendingar eru aftur farnir að
vakna á 1 augdags m o r gn u m. “
Nýtt fólk í Heimsmynd
Tímaritið Heimsmynd
kemur út í tíu þúsund
eintökum og er enn að
auka umsvifin. Að
minnsta kosti þrír nýir
starfsmenn koma til
starfa nú um þessar
mundir en fyrir eru
fimm.
MRitstjóri og aðaleig-
andi Heimsmyndar
Herdís Þorgeirsdóttir
sagði þær mannaráðn-
ingar sem nú ættu sér
stað á tímaritinu vera
nauðsynlega viðbót: „Það
dugir ekkert minna til að
koma út tímariti sem er
rúmlega 100 síður.“ —
Og í hve mörgum eintök-
um? „Tíu þúsund, og það er ekkert
leyndarmál, því við erum eitt fárra
tímarita sem tökum þátt í upplag-
seftirliti Verslúnarráðs íslands."
Nýr framkvæmdastjóri hefur
verið ráðinn að Heimsmynd Hildur
Grétarsdóttir viðskiptafræðingur.
Ennfremur hefur verið ráðinn nýr
auglýsingastjóri Ragnheiður Þyri
Sigurðardóttir og ráðgert er að
íjölga enn frekar á auglýsingadeild.
Herdís Þorgeirsdóttir sagði tíma-
rit verða að vera skemmtileg jafn-
framt því sem þau væru upplýsing-
ar og heimildir samtímans. „Við
viljum gera viðamiklar úttektir á
málunum og kafa undir yfirborðið,
og tímaritaformið gefur möguleika
á því.“
í Heimsmynd hefur fjöldi lausráð-
inna penna skrifað greinar og
þætti, t.a.m. Ásdís Egilsdóttir bók-
menntafræðingur og Guðjón Frið-
riksson sagnfræðingur ritar um
ættfræði. Fastir blaðamenn á tíma-
ritinu hafa verið ritstjórinn Herdís
Þorgeirsdóttir og Ólafur Hannibals-
son ritstjórnarfulltrúi en um næst-
komandi mánaðamót kemur einnig
til starfa Laufey Elísabet Löve sem
áður var blaðamaður hjá Alþýðu-
blaðinu.
Herdís Þorgeirsdóttir
Þess er einnig vænst að Ragn-
hildur Erla Bjarnadóttir fyrrum
framkvæmdastóri Heimsmyndar
komi aftur til liðs við tímaritið og
sinni sérstökum verkefnum. — Það
bættist við nýtt fólk víðar en á
Heimsmynd. Ragnhildur Erla eign-
aðist 14 marka dreng í maímánuði,
og er nú í barneignarfríi.
Morgunblaðið/RAX
Hildur Grétarsdóttir
og Ragnheiður Þyri
Sigurðardóttir.
Ragnhildur Erla
Bjarnadóttir
Ólafur Hannibalsson
Banni aflétt
BANNI við sýningu á pakist-
anskri vídeó-kvikmynd, þar sem
rithöfundinuin Salman Rushdie
er lýst. á neikvæðan hátt, hefur
verið afiétt í Bretlandi. Kvik-
myndin nefnist Aiþjóðlegir
skæruliðar og þar er Rushdie
þannig lýst að hann sé drykk-
felldur og skjóti múhameðstrúar-
menn. Rushdie er höfundur hinn-
ar umdeildu bókar Söngvar sat-
ans.
Breska kvikmyndaeftirlitið
bannaði dreifingu á kvikmynd-
inni í júlí að höfðu samráði við lög-
regluyfirvöld, en ákveðið var að
fella niður bannið þegar málinu var
áfrýjað. Þá hafði Rushdie lýst þvi
yfir að áframhaldandi bann gæti
spillt sambúð múhameðstrúar-
manna og annarra.
Framleiðandi kvikmyndarinnar
hyggst sýna hana í sjö stórborgum
á Englandi. Ólöglegar myndbands-
spólur með kvikmyndinni hafa veríð
seldar í Bradford og Birmingham,
þar sem margir múhameðstrúar-
menn búa, og víðar.
Ein af röksemdunum fyrir því
að bannið yrði fellt niður var sú að
kvikmyndaeftirlitið væri ekki sjálfu
sér samkvæmt. Vísað var til þess
að leyfðar hefðu verið sýningar á
annarri mynd, Nöktu byssunni, þar
sem Khomeini erkiklerkur sætti
árás og barsmíðum.
AJIt
Úlpa: kr. 4.595,-
Buxur: kr. 2.195,-
Bolur: kr. 849,-
Skónkr. 2.995,- ,
Taska: kr. 3.096,
Úlpa: kr. 5.495,-
Buxur: kr. 1.795,-
Úlpa:kr. 4.595,-
Buxur: kr. 1.895,-
Peysa: kr. 1.795,-
Úlpa:kr. 4.595,-
Peysa: kr. 1.995,-
Buxur: kr. 1.895,-
Taska: kr. 963,-
Taska:kr. 1.472,-
Taska: kr. 3.950,-
n
HAGKAUP
Póstkröfusími 30980