Morgunblaðið - 26.08.1990, Blaðsíða 25
C 25
Við kveðjum Birnu í þökk og virð-
ingu. Góð kona er gengin. Blessuð
sé minning hennar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Breim)
Gyða og Maggi
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.)
Mig langar að minnast hennar
með fáeinum orðum. Ég kom inn á
heimili þeirra sæmdarhjóna, Birnu
og Helga, aðeins 12 ára gömul, sem
vinkona dætra þeirra.
Mér var strax tekið opnum örm-
um og var heimili þeirra sem mitt
annað heimili um langan tíma.
Bima var glæsileg kona, glaðleg
og geislandi. Hún bar sterka per-
sónu, og var einstaklega falleg og
vönduð kona.
Hjónaband þeirra var afar far-
sælt. Milli þeirra ríkti gagnkvæm
ást og virðing.
Ég á Birnu margt að þakka, og
get ég fullseint þakkað þann hlýhug
sem þau hafa ætíð sýnt mér. Ég
og fjölskylda mín vottum Helga,
börnum þeirra og öðmm aðstand-
endum okkar dýpstu samúð.
Hjördís Ström
Mánudaginn 27. ágúst verður
borin til hinstu hvíldar elskuleg vin-
kona, Birna Þórðardóttir.
Ég man ætíð þegar ég sá Birnu
í fyrsta sinn. Þá var ég stödd á
Hverfisgötunni hjá Guðmundu
frænku minni, þegar Helgi sonur
hennar kom heim með Bimu kær-
ustuna sína. Fallegri stúlku hafði
ég aldrei augum litið. Við nánari
kynni lærðist mér að hún bjó yfir
ekki síðri fegurð í hjarta.
Ég þakka elsku Birnu minni allt
sem hún hefur verið mér og mun
sakna hennar sárt. Hún gaf mér
allt sem góð vinkona gat veitt, vin-
áttu og kærleika.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hjóta skalt. (V. Briem.)
Elsku Helga, börnum, barna-
börnum og öðrum ættingjum og
vinum votta ég mína dýpstu samúð.
Heba Árnadóttir
Ég kynntist Birnu 1977, bjó hún
þá á Langholtsveginum. Með okkur
tókst strax mikill og góður kunn-
ingsskapur sannra vina, ég trúði
henni fyrir mínum málum.
Bima var mikil morgunmann-
eskja og þótti mér mjög gaman að
rabba við hana. Ég átti margar
Blómastofa
Fríöfinm
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öllkvöld
til kl. 22, - einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
%
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 1990
mjög góðar stundir með Birnu og
einkum þá á laugardags- og sunnu-
dagsmorgnum, en á þessum ámm
drukkum við kaffi og reyktum fjöld-
ann allan af sígarettum. Það var
ekki rabbað um stjórnmálaástandið
eða hvernig ætti að leysa vanda
heimsbyggðarinnar, heldur um
ýmsa hluti úr hinu daglega lífi, og
þá var brosað að hinu broslega.
Birna var mikil húsmóðir og átti
sérlega fallegt og smekklegt heim-
ili. Hún kom mér fyrir sjónir sem
mikil athafnamanneskja, sama
hvað var. Það var algengt að sjá
hana vera að leysa upp málningu
af gluggum og öðru slíku, því að
allt varð að hafa réttan lit, og síðan
að mála í réttum lit. Hún var líka
mikil hannyrðamanneskja, ávallt að
sauma eitthvað fyrir jól, voru það
hinir ýmsu jólasveinar, grýlur og
leppalúðar, og fyrir páska ýmsar
páskafígúrur. Alltaf með eitthvað á
milli handanna.
Birna var heimakær og ekki gat
ég séð að henni fyndist gaman að
ferðast um landið. Henni fannst
vegirnir leiðinlegir og hún hafði
óbeit á sveit vegna slæmrar reynslu
sinnar af dvöl í sveit sem ung
stúlka. Aftur á móti hafði hún gam-
an af að ferðast til útlanda og var
mikill undirbúningur vegna brott-
farar og heimkomu.
Ég hitti Birnu í Árbæjarapóteki
í maí síðastliðnum. Ekki gat ég séð
að neitt amaði að henni þá, hún
brosti eins og henni var lagið og
var hress að vanda. En í júlí síðast-
liðnum fékk ég skilaboð um að
koma að heimsækja hana á Landa-
kotsspítala sem ég og gerði, sá ég
þá að eitthvað meira en lítið var
að. Ég átti tal við Helga og sagði
hann mér að hún væri með þennan
slæma og jafnvel ólæknandi sjúk-
dóm sem dró hana á svo skömmum
tíma til dauða. Ég votta Helga og
fyölskyldu hans mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Ragnar Guðmundsson
Það var í keilunni sem okkar vin-
skapur byrjaði. Við kynntumst
smám saman í Öskjuhlíðinni, bæði
við æfingar og keppni. Hvört heldur
það var á æfingum eða í keppni,
reyndum við alltaf að leiðbeina hvor
annarri ef illa gekk og samfagna
þegar vel gekk. Það eru orðin rúm-
lega 5 ár síðan þetta byijaði og við
vorum fáar konurnar í fyrstu, en
þeim fjölgaði smám saman þó svo
að sumar stoppuðu stutt. Én við
vorum nokkrar sem héldum ákveðið
áfram fullar áf áhuga, þó svo að
árangur væri misjafn, og var Birna
í þessum hópi. Stundum var hótað
að selja kúlu og skó, þegar verst
gekk, en áhuginn var of mikill til
þess að til þeirra aðgerða væri grip-
ið, enda meira sagt í gríni en alvöru.
Birna varð Reykjavíkurmeistari
kvenna í keilu 1986, og keppti
ásamt fleiri íslenskum keilurum á
Norðurlandamóti í Danmörku 1988.
• Birna var vel studd í keilunni,
því Helgi eiginmaður hennar og
Ingimundur sonur hennar voru líka
með frá upphafi.
Það er erfitt að trúa því að hún
Birna sé dáin. Það eru rétt um 3
mánuðir síðan hún var síðast að
keppa í keilu og á spítalanum tal-
aði hún um hvað hún hlakkaði til
að koma aftur, þegar henni batn-
aði. En það fór á annan veg.
Birnu verður sárt saknað, ekki
bara sem góðs keilara, heldur einn-
ig sem alveg yndislegrar persónu.
Minningin um Birnu, okkar ynd-
islegu vinkonu, mun ávallt lifa með
okkur. Elsku Helga, Inga, Rósu og
Þóru vottum við okkar dýpstu sam-
úð.
Solla, Dóra, Björg, Denna,
Oddný og kveðja frá
Höbbu í Orlando.
Svo gengur allt að Guðs vors ráði,
gleði og sorgin skiptast á.
Þótt vinur hnigi lík að láði
og logi tár á hrelldri brá.
Þá huggar eitt, sem aldrei brást:
Vér aftur siðar munum sjást.
(Kristján Jónsson)
Ég vil með fáum orðum minnast
Birnu Þórðardóttur. Hún háði
þunga og hetjulega baráttu við erf-
iðan sjúkdóm og hefur nú fengið
frið.
Ég kynntist Bimu snemma í vor,
á fallegu heimili þeirra hjóna í
Hafnarfirði, þar sem mér var tekið
opnum örmum. Kynni okkar voru
stutt, en jákvæður lífsvilji og styrk-
ur í veikindum hennar, veittu mér
mikið.
Nú þegar dregur að hausti og
hún hefur kvatt, á ég margar góðar
minningar; minningar um góða
konu sem mér munu. aldrei úr minni
líða.
Svana
LEGSTEIIMAR
GRANÍT - MARMARI
Helluhrauni 14, 220 Hafnafjörður,
pósthólf 93, símar 54034 og 652707.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS GUÐMUNDSSON
fyrrverandi blómasali,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 28. ágúst
kl. 13.30.
Margrét Erlendsdóttir,
Sigurlína Magnúsdóttir, Grétar Hrafn Harðarson,
Magnús Haukur Magnússon, Valborg Kjartansdóttir,
Stefanía Magnúsdóttir, Jón Sigurjónsson
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma,
BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Glitvangi 31,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 27.
ágúst kl. 15.00.
Helgi G. Ingimundarson,
Rósa Helgadóttir,
Þóra Helgadóttir,
Ingimundur Helgason, Svanhildur Pétursdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför,
AXELS BLÖNDALS,
læknis.
Sigrún Blöndal,
Hannes Blöndal, Ester Kaldalóns,
Guðrún Blöndal, Haukur Þorsteinsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför
SIGRÚNAR Á. EIRÍKSDÓTTUR,
Laufásvegi 34.
Guð blessi ykkur öll.
Dætur, stjúpbörn, systkini
og aðrir aðstandendur.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út-
för eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
GUÐBJARGAR BENEDIKTU KRISTINSDÓTTUR,
Vesturgötu 6,
Ólafsfirði.
Gylfi Jóhannsson,
Kristinn S. Gylfason, Fanney Jónsdóttir,
Stefán Veigar Gylfason, Sigríður Svansdóttir,
Steinunn S. Gylfadóttir,
Ruth Gylfadóttir, Víðir B. Björnsson,
Alda A. Gylfadóttir, Smári Sigurðsson
og barnabörn.
+
Af heilum hug þökkum við sýndan kærleik, vináttu og stuðning
í veikindum, við fráfall og útför
GUNNARS ÁKA SIGURGÍSLASONAR
bifvélavirkjameistara,
Nesbala 32,
Sérstakar þakkir til lækna og annars starfsfólks Landspítalans,
heimahlynningar Krabbameinsfélags Islands og stjórnarfélagsins
fyrir ómetanlega aðstoð, Oddfellowreglunni fyrir kærleik og stuðn-
ing og sýnda vináttu, sömuleiðis Lionsklúbbnum Eið.
Ásdis Hafliðadóttir,
Linda Björk Gunnarsdóttir,
Nina Kristín Gunnarsdóttir,
Arnfríður Tómasdóttir.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför
RAGNARS HALLGRÍMSSONAR,
Nesvegi 45,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
KristínTh. Hallgrímsdóttir,
Hallgrimur S. Hallgrímsson,
Gísli Hallgrímsson,
Sveinn B. Hallgrírhsson,
Kristján Hallgrímsson,
Gunnar Hallgrfmsson,
Helga Hallgri'msdóttir,
Guðrún Hallgrímsdóttir,
Ásgeir Hallgri'msson,
Helgi Már Alfreðsson,
Hrefna Andrésdóttir,
Jóhanna J. Jóhannsdóttir,
Alfreð Hafsteinsson,
Rósa Marteinsdóttir
og frændsystkini.
+
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
við fráfall og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR,
Safamýri 65,
Reykjavík,
sem lést 6. ágúst. Sérstakar þakkir sendum við læknum og hjúkr-
unarfólki deildar 11-E á Landspítalandum fyrir frábæra hjúkrun.
María Á. Einarsdóttir, Trausti Ólafsson,
E. Sverrir Einarsson, Sigrún Theresa Einarsdóttir,
Guðbjörg Einarsdóttir, Valdimar Valdimarsson,
Ágúst Einarsson, Hanna Valdís Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.