Morgunblaðið - 14.09.1990, Page 1

Morgunblaðið - 14.09.1990, Page 1
56 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 208. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Efnahagsmál í Sovétríkjunum: Þrjóska Ryzhkovs sögð hindra sættir Bandaríkin kunna að bjóða bætt viðskiptakjör Moskvu. Reuter. dpa. NIKOLAJ Petrakov, einn ráðgjafa Míkhaíls S. Gorbatsjovs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að mistekist hefði að ná fram málamiðlun i deilu þeirri sem upp er komin um framtíðarstefnu Sovétstjórnarinnar á efnahagssviðinu. Ráða- menn hafa sívaxandi áhyggjur af efnahagsástandinu en ráðherra í ríkis- stjórn Bandaríkjanna sagði í Moskvu að betri tíð kynni að vera í vænd- um því Bandaríkjamenn myndu hugsanlega bjóða Sovétríkjunum bætt viðskiptakjör. Stefnt hafði verið að því að knýja fram málamiðlun í deilunni sem blossaði upp eftir að Gorbatsjov lýsti sig hlynntan áætlun er kveður á urh að fijálsu markaðshagkerfi verði komið á í Sovétríkjunum á 500 dög- um. Áætlun þessi sem kennd er við hagfræðinginn Staníslav Sjatalín, hefur þegar verið samþykkt á þingi Rússlands, sem er langstærst lýð- velda Sovétríkjanna. Nikolaj Ryzhk- ov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur lagst gegn þessum hugmynd- um hagfræðingsins og lagt fram mun hófstilltari áætlun í nafni ríkisstjórn- arinnar. Gorbatsjov lét að því liggja í sjón- varpsviðtali á miðvikudag að náðst hefði málamiðlun í deilu þessari og yrði sá sambræðingur lagður fyrir þing Sovétríkjanna og allra lýðveld- anna 15. Ráðgjafinn fyrrnefndi sagði hins vegar í gær að sættir hefðu ekki náðst og gaf hann mjög eindreg- ið í skyn að þvermóðsku Ryzhkovs forsætisráðherra væri um að kenna. Sagði hann að þess í stað yrðu nokkr- ar áætlanir um umbætur á efnahags- sviðinu lagðar fyrir Æðsta ráð Sov- étríkjanna. Kvað hann þetta fyrirsjá- anlega valda nokkrum vanda þar sem þingheimur væri ekki vanur því að eiga um marga valkosti að ræða þegar til atkvæðagreiðsiu kæmi. Robert Mosbacher, viðskiptaráð- herra Bandaríkjannh, sem þessa dag- ana er staddur í Moskvu sagði í gær Kína: Amnesty sök- uð um lygar Peking. dpa STJÓRNVÖLD í Kína sökuðu í gær maimréttindasamtökin Amnesty International um að hafa hrundið af stað lygaherferð á hendur Kínverjum. Fyrr um daginn höfðu samtökin birt skýrslu um mannréttindabrot stjórnvalda í Kína og kom þar m.a. fram að dauðarefsingum hefði fjölgað mjög þar í landi að undan- förnu. Á þessu ári hefðu 500 manns, sem stjórnvöld hefðu flokk- að sem „glæpamenn" verið teknir af lífi og hefðu pólitískir fangar verið á meðal þeirra. Kváðust sam- tökin hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir að síðustu 12 mánuðina hefðu alls 1.100 aftökur farið fram í Kína og var látið að því liggja að þær kynnu að hafa verið mun fleiri. Talsmaður kínverskra stjórn- valda lýsti yfir því að ásakanir þess- ar væru rakalaus þvættingur og vændi Amnesty International um óeðlileg afskipti af málefnum, sem Kínveijum einum kæmu við. að vera kynni að sovésk stjórnvöld slökuðu á næstunni verulega á regl- um þeim sem gilt hafa um þá Sovét- borgara sem óska eftir því að fiytj- ast úr landi. Gaf ráðherrann í skyn að yrði raunin þessi myndu Banda- ríkin bjóða Sovétmönnum bestu kjör sem þeir veita í utanríkisviðskiptum sínum en þetta hefur verið eitt helsta keppikefli Míkhaíls S. Gorbatsjovs. Keuter Sýrlenskir kvendátar sýna mátt sinn og megin við útskriftarathöfn í Damaskus, sem Assad forseti var viðstaddur. Þúsundir sýrlenskra her- manna til Saudi-Arabíu Fundur utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Sýrlandsforseta talinn marka þáttaskil Nikósíu, Washington. Reuter, dpa. STJÓRNVÖLD í Sýrlandi hafa ákveðið að fjölga í herliði því sem sent hefur verið til Saudi-Arabíu til að veija landið gegn hugsanlegri inn- rás íraka. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjaruia, kom í gær til Sýrlands til viðræðna við ráðamenn þar og þykir sú heimsókn marka þáttaskil í utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Bandaríska dagblaðið The Wnshington Post kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því að Saddam Hussein íraksforseti hefði varað sendiherra Bandaríkjanna í írak við því viku áður en herlið forsetans hélt inn í Kúvæt að innrás væri yfir- vofandi. Sýrlendingar hafa, að sögn vest- rænna embættismanna, afráðið að verða við beiðni stjórnvalda í Saudi- Arabíu um að fjölga í herliðinu í landinu. Þar eru nú fyrir um 4.000 sýrienskir hermenn en heimildar- menn sögðu að í ráði væri að senda allt að 10.000 hermenn og 300 skrið- Keuter Fingraffir kóalabjarna skjalfest Yfirvöld í Ástralíu eru tekin að skjalfesta „fingraför" kóalabjarna til að koma í veg fyrir að þeir séu teknir úr náttúrulegu umhverfi sínu og fluttir í dýragarða. Þeir sem gerst þekkja til á þessu mjög svo sérhæfða sviði dýrafræða segja að kóalabirnir eigi það sameiginlegt með mannfólkinu að „fingurgómar“ hvers og eins þeirra séu öldungis einstakir. I ráði er að skrá „fingraför" 65 kóalabjarna til að sann- reyna kenningu þessa og reið sá á myndinni fyrstur á vaðið. dreka til viðbótar til landsins. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gærkvöldi til Sýrlands og mun hann eiga fund með Assad forseta í dag, föstudag. Þessi heimsókn þykir til marks um það umrót sem Persaflóadeilan hefur valdið á stjórnmálasviðinu í Mið- Austurlöndum og þykir einnig vitna um róttæka stefnubreytingu af hálfu Bandaríkjamanna. Assad Sýrlands- forseti hefur verið hatrammasti and- stæðingur ísraela í þessum heims- hluta en á undanförnum mánuðum hefur hann sýnt tilburði í þá átt að losa stjórn sína úr þeirri einangrun sem hún hefur mátt þola í araba- heiminum. Hann hefur einnig látið að því liggja að Sýrlendingar séu til- búnir að endurskoða samskiptin við Bandaríkin en stuðningur Assads við hin ýmsu samtök palestínskra hryðjuverkamanna hefur fram til þessa komið í veg fyrir það. Banda- ríkjamenn telja fullsannað að samtök hryðjuverkamannsins Ahmeds Jibrils hafi staðið fyrir fjölda ódæðisverka á Vesturlöndum. Jibril, sem heldur til í Sýrlandi, er m.a. grunaður um að hafa komið fyrir sprengju í banda- rísku þotunni sem sprakk í loft upp yfir Lockerbie í Skotlandi í desember 1988. Talsmaður bandariska utanríkis- ráðuneytisins neitaði í gærkvöldi að tjá sig um frétt dagblaðsins The Washington Post þess efnis að sýr- lensk stjórnvöld hefðu varað Banda- ríkjamenn við því að innrás í í Kúvæt væri yfirvofandi viku áður en her- sveitir íraksforseta héldu yfir landa- mærin. Hefði forsetinn m.a. sagt á fundi með sendiherra Bandaríkjanna i írak að almenningur í Bandaríkjun- um myndi ekki sætta sig við að bandarískir -hermenn yrðu sendir út í dauðann í Mið-Austurlöndum og hótað hryðjuverkum í Bandaríkjun- um. Sendiherrann, April Glaspie, hefði hins vegar lýst yfir því að bandarísk stjórnvöld hygðust ekki hafa afskipti af landamæradeilu ír- aka og Kúvæta, sem þá hafði nýver- ið blossað upp og leiddi til innrásar íraka. Sjá fréttir á bls. 16. Þúsundir dauðsfalla raktar til mengunar Genf. dpa. í LEYNILEGRI skýrslu sem unnin var á vegum Alþjóða heilbrigðismálastofnunar- innar (WHO) kemur fram að þúsundir manna deyja á ári hverju langt fyrir aldur fram í Evrópu af sjúkdómum sem raktir eru til mengunar. Skýrslan var ekki ætluð til birtingar en henni var „lekið“ til félaga í samtökum Grænfrið- unga sem gerðu innihald henn- ar opinbert. Fram kemur að víða á þéttbýlisstöðum í Evrópu er mengun langtum meiri en leyfilegir hámarksstaðlar WHO segja til um. Sagt er að þetta verði þúsundum manna að fjör- tjóni á ári hveiju auk þess sem mun fleiri þjáist af ólæknandi sjúkdómum sökum þessa. Fram kemur einnig að í ríkjum Austur-Evrópu er mengunin mest í Póllandi, Tékkóslóvakíu og Austur- Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.