Morgunblaðið - 14.09.1990, Side 10

Morgunblaðið - 14.09.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990 U-íf1' -'Á - . i , í. ■ . ■......................■:...i iá Rannsóknastofnun byggingar iðnaðarins. Byggingariðnaður ráðandi um af- komu þjóðarbús og einstaklinga Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins 25 ára eftirHákon Ölafsson Inngangur Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins (Rb) hefur nú starfað í 25 ár. Af því tilefni þótti rétt að kynna stofnunina lítillega annars vegar með þessari yfirlitsgrein og hins vegar með því að hafa opið hús nk. laugardag, þar sem menn fá tækifæri til að kynna sér nánar þá starfsemi sem þar fer fram. í þessari grein verður að sjálf- sögðu stiklað á stóru varðandi sögu, árangur starfseminnar, núverandi starfsemi og framtíðarhorfur. Sögulegt ágrip Rb var stofnuð með lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna árið 1965 og byggði hún í fyrstu á grunni frá byggingarefnarannsókn- um Atvinnudeildar háskólans. í fyrstu var stofnunin í húsi veitinga- staðarins Klúbbsins við Borgartún en 1969 fluttist starfsemin í eigið húsnæði að Keldnaholti. Þar hefur starfsemin þróast og húsnæði aukist og verður aðstaða til rannsókna nú að teljast að mörgu leyti ágæt. Rannsóknir við Rb beindust í fyrstu að notkunarhæfni steinefna til gatnagerðar, einkum slitlagsgerð- ar, og til steypugerðar, en steinefni hér á landi eru að mörgu leyti frá- brugðin þeim sem algengust eru í nágrannalöndum okkar. Þessar vegagerðarrannsóknir leiddu til verulegra þjónusturannsókna á þessu sviði fyrir vega- og gatnagerð í landinu og nú er varla lagður sá götuspotti af bundnu slitlagi að fram- kvæmdin sé ekki byggð á undan- gengnum rannsóknum við Rb. Þekkingaröflun rannsóknastarf- seminnar hefir einnig verið viðamik- ill þáttur í þróun annarrar mann- virkjagerðar í landinu. Gildir þetta t.d. um stíflu- og virkjanagerð. Þann- ig voru síðustu virkjanir okkar alís- lenskar bæði í hönnun og byggingu, og studdust við hérlendar rannsóknir eingöngu. Uggs gætti frá upphafi bygging- arrannsókna yfir því að hér væri hætta á alkalíkísilefnahvörfum í steinsteypu. Vitað var að fylliefni okkar voru víða bland-efni, sem ann- ars staðar höfðu leitt til steypu- skemmda. Aðvaranir um hættuna, studdar jarðfræði- og verkfræði- þekkingu voru virtar við Sogsvirkjan- ir og síðar, þegar aðstaða gafst til sannana á hættunni með rannsókn- um. Þessi mannvirki hafa líka þurft lítið viðhald og eru ósködduð af vá- gestinum. Þetta er mikilla fjármuna virði. Öðru máli gegndi er mælingar bentu til hætruástands á höfuðborg- arsvæðinu aðallega vegna notkunar á virkum sjávarfylliefnum. Aðvörun- um var vísað frá með tilvísun til þess að skemmdir af völdum alkalí- þenslu væru þó óþekktar í íbúðarhús- um. Alþekkt er að illa fór. Þekkingarskorturinn á þessu sviði var þó mörgum ljós og því var sæst á það árið 1967, að setja á laggimar nefnd við Rb, Steinsteypunefnd, til að skipuleggja þekkingaröflun á þessu mikilvæga sviði. Vel er þekkt að þessi nefnd hefir ekki eingöngu rætt og skipulagt rannsóknir á steypusviði heldur einnig kostað þær að verulegu leyti. Árangur hefir líka verið mikill. Unnt hefir verið að auka mikið gæði íslensks sements, þekk- ing á alkalíefnahvörfum virðist ör- ugg, steyputækni hefir verið bætt, og hagkvæmar leiðir hafa fundist til úrbóta á steypuskemmdum. Byggingarannsóknir í dag Starfsemi Rb er nú deildaskipt og fer fram á eftirtöldum sviðum: Hús- byggingatækni, vegagerð, stein- steypa, byggingarkostnaður, fræðsla/útgáfa, hagnýt jarð- fræði/jarðtækni. Á öllum sviðum er unnið að rann- sóknum, þjónustu og ráðgjöf, sem skilgreina má á eftirfarandi hátt: Rannsóknir: Vinna við verkefni sem oft eru skilgreind í samráði við hagsmunaaðila í atvinnulífinu og að hluta greidd _af þeim. • Þjónusta: Úttektir og efnisprófanir sem að mestu leyti eru unnar á kostn- að verkbeiðanda. Ráðgjöf: Fræðsla og upplýsinga- gjöf í formi rita og tækniblaða, greinaj fyrirlestra og símsvörunar. Þessa þjónustu hefur stofnunin veitt endurgjaldslaust, að öðru leyti en því að rit cg tækniblöð eru seld. Skipting í ofantalda flokka miðað við vinnustundafjölda er þessi: Rannsóknir 30% Þjónusta 35% Ráðgjöf 35% Við stofnunina eru 36 stöðuheim- ildir en að auki eru 6-7 starfsmenn verkefnaráðnir. Stofnunin er fjármögnuð með fjár- veitingu á fjárlögum og með eigin tekjum. Gerðar eru sívaxandi kröfur um sértekjur og hafa þær vaxið jafnt um margra ára skeið, en hluti fjár- laga hefur minnkað að sama skapi. Nú eru eigin tekjur yfir 50% af veltu. Eru þetta áreiðanlega efri mörk, ef stofnunin á að geta starfað sem rannsóknastofnun, en ekki einungis þjónustustofnun. Á sl. ári var heildarvelta stofnun- arinnar tæpar 104 milljónir króna og eigin tekjur þar af tæpar 58 millj- ónir eða u.þ.b. 56%. Árangur byggingarannsókna Þótt oft sé erfitt að meta árangur rannsókna í beinhörðum peningum er við hæfí að undirstrika þýðingu rannsókna á þessu sviði með því að benda á nokkur augljós dæmi um rannsóknir, sem hafa haft verulega fjárhagslega þýðingu fyrir þjóðar- búið: . • Rannsóknir við Rb á sviði vega- og gatnagerðar hafa verið forsenda slitlagsgerðar á gatna- og vegakerfi landsins. Hákon Ólafsson • Jarðtæknilegar rannsóknir við Rb hafa verið grundvöllur fyrir inn- lendri ráðgjöf á þessu sviði. • Með rannsóknum hefur verið unnt að skýra alkalívandamálið í steypu og bregðast við því á hagkvæ- man hátt. • Með rannsóknum við Rb á við- gerðum steypuskemmda hafa komið fram nýjar hagkvæmar aðferðir og efni (t.d. vatnsfælur og ný múr- einangrunarkerfi). • Með húsbyggingatæknilegum rannsóknum hefur verið stuðlað að réttri notkun byggingarefna, aukinni sendingu einangrunarglers, og hindr- aður innflutningur einingahúsa, sem ekki standast íslenska veðráttu. Hvert einstakt af framantöldum dæmum þýðir milljarða spamað fyrir þjóðarbúið. Einnig má benda á þá sjálfsögðu staðreynd að rannsókna- þjónusta er forsenda vöruþróunar í fyrirtækjum. Þá má benda á að vjsitölur þær sem stofnunin_ gefur út í samvinnu við Hagstofu íslands hafa verið og eru kjölfestan í öllum kostnaðarvið- miðunum varðandi húsbyggingar og er erfitt að ímynda sér hvernig ástandið væri ef slíkar vísitölur hefðu ekki legið fyrir. Útgáfa Rb á sérritum og tækni- blöðum er einnig í mörgum tilvikum einu tæknilegu upplýsingarnar hér á landi á byggingarsviði og eru þær notaðar í miklum mæli í byggingar- iðnaðinum og í fræðslustarfsemi. Sérrit stofnunarinnar eru nú orðin hálfur sjötti tugur og Rb-tækniblöðin á annað hundrað með 1.500 fasta áskrifendur. Framtíðarhorfur Við Rb hefur seinni ár verið starf- að skv. 5 ára áætlunum. Þessar áætlanir hafa að sjálfsögðu ekki staðist varðandi umfang starfsem- innar, en þær hafa þó markað áherslusvið og við gerð þeirra hafa menn farið í saumana á starfseminni varðandi tilgang, markmið og vænt- anlegan árangur. Við mat á framtíðarhorfum eru það nokkur atriði sem hafa mótandi áhrif: • Starfsvið stofnunarinnar er orðið hagsmunaadilar sem tengjast starfsemi rb Rannsóknir Þjónusta Rannsóknir Þjónusta Rannsóknir Þjónusta - ráðgjöf Erlendir aðilar: NBS Nordtest NIF SP, TI oþfl. R annsóknastofnun Fncðsluaðilar -Samstarf — byggingariðnaðarins Þjónusta Skólar FMI Alhliða rannsókna og þjónustustarfsemi. Ráðgjöf Byggingsþj. \ Upplýsingar Upplýsingar - samstarf Upplýsingar mun breiðara en áður var. Þannig hefur aðstaða til húsbyggingatækni- legra rannsókna stórbatnað. Sem dæmi má nefna að verið er að ljúka byggingu hljóðvers, sem opnar möguleika á að aðstoða framleiðslu- fyrirtæki við framleiðslu byggingar- eininga, sem standast þurfa kröfur um hljóðeinangrun. Oft hefur tilboð- um erlendra fyrirtækja verið tekið þar sem þeir innlendu gátu ekki lagt fram fullnægjandi gögn hvað þetta varðar. Aðstaða er ágæt til mælinga á slagregnsþéttleika glugga, hurða og annaiTa eininga og til að þróa lausnir sem halda. Unnt er að mæla brunaþol byggingarefna og álagspró- fanir í fullum mælikvarða er unnt að framkvæma. • Ný tækni við rannsóknir á harðn- aðri steinsteypu og steypuefnum hef- ur rutt sér til rúms. Hún byggir á notkun smásærra aðferða og gefur möguleika á að meta samsetningu harðnaðrar steypu betur en áður. Þannig verður unnt að sannreyna í harðnaðri steypu hvort blöndunar- hlutföll og þar með gæði steypu eru í samræmi við það sém útboðsgögn mæltu fyrir um. Þetta hefur ekki verið unnt, nema að litlu leyti, til þessa. • Viðhaldsþörf húsa fer vaxandi, vegna aukins aldurs. Virðist þetta koma mörgum á óvart en staðfeynd- in er sú að viðhald húsa krefst meira fjármagns en nýbyggingar í ýmsum nágrannalöndum okkar. Sú staða er ekki komin upp hér á landi, en engu að síður er árlega um verulegar og vaxandi upphæðir að ræða. • Viðhald og viðgerðir er annað en nýbyggingar og kreijast rannsókna til þess að hagkvæmar og endingar- góðar lausnir náist. • Gæðavitund fer vaxandi. Með auknum viðhaldskostnaði gera menn sér betur ljóst í dag en áður var að miklu skiptir að byggingarefni stand- ist lágmarks gæðakröfur. Gott dæmi er steinsteypan en hún var Iengi vel framleidd án fullnægjandi fram- Ieiðslueftirlits. Meðferð á henni á byggingarstað var oft slæm og gæð- akröfur eingöngu miðaðar við styrk en veðrunarþol var látið liggja milli hluta. Afleiðingarnar eru að sjálf- sögðu tíðar veðrunarskemmdir í steypu. í dag vita menn betur og hefur ástandið stór batnað. Ljóst er að söluhagsmunir framleiðenda eru verulega tengdir því að þeir geti á fullnægjandi hátt sýnt fram á gæði vöru sinnar, og vegur óháð ytra eftir- lit þar þungt á vogarskálunum. • Menn gera sér í vaxandi mæli ljóst að fjárhagsleg staða þjóðarbús- ins og einstaklinga er verulega tengd byggingariðnaðinum. Þannig var íjármunamyndun í byggingariðnaði á síðasta ári u.þ.b. 40 milljarðar króna. Verulegur hluti þessarar upp- hæðar var innflutningur. Til viðbótar kemur viðhald mannvirkja en þar er einnig um verulegan innflutning að ræða. Ljóst er að innlend framleiðsla sem dregur úr innflutningi er jafngildi útflutnings. Til þess að unnt sé að þróa vörur í samkeppni við innflutn- ing þarf rannsóknir. Fjárfesting í rannsóknum, ef miðað er við heildar- veltu Rb er í dag 0,25% af árlegri verðmætamyndun í byggingariðnaði og 0,01% af mannvirkjaeign lands- manna. Ljóst má vera að möguleikar á aukinni hagkvæmri íjárfestingu í byggingarrannsóknum eru miklir. M.a. með framannefnd atriði í huga, er gert ráð fyrir að byggingar- rannsóknir eflist frekar á næstu árum til hagsbóta fyrir einstakling- inn, sveitarfélög og þjóðarbúið í heild. Með nokkurri bjartsýni má jafnvel gera því skóna að við nýturn okkur þá sérstöðu að á suður- og suðvesturhorni landsins er versta veðurfar á byggðu bóli m.t.t. áraunar á byggingar og byggingarefni. Þetta má gera með því að reisa hér veð- runarstöð fyrir byggingarefni, sem erlendir jafnt og innlendir framleið- endur gætu nýtt sér. Áhugi á slíkri stöð virðist vera fyrir hendi. Lokaorð Ég læt hér staðar numið og býð menn velkomna á opið hús Rb að Keldnaholti nk. laugardag kl. 13-17 en þar geta menn kynnt sér stofnun- ina nánar og rætt við sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum. Iíöfundur er forstjóri Knnnsóknnstofnunur byggingariðnaðarins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.