Morgunblaðið - 14.09.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1990
13
Signrður Helgason
„Hjarta- og æðasjúk-
dómar munu vera ein
algengasta veikinda-
orsök hér á landi og því
mikil þörf á því að efla
þessi samtök og ráðast
í ný verkefni til hags-
bóta fyrir félagsmenn.“
ræða fyrir þjóðarbúið. Nú hefur
unnist sigur í þessu máli og hjarta-
aðgerðum verið fjölgað í þrjár á
viku og hætt er við fyrirhugaðan
samdrátt.
Sigur í þessu máli vannst því
ekki síst fýrir góða samstöðu fé-
lagsmanna. Landssamtökin fengu
ennfremur stuðning frá fjölmörgum
aðilum, t.d. var mál þetta stutt
dyggilega í leiðara Morgunblaðsins
þann 14. ágúst sl.
Ég vil því nota tækifærið og
þakka fyrir hönd Landssamtakanna
þennan stuðning, um leið og ég vil
þakka stjómvöldum fyrir að hafa
séð sig um hönd og breytt um
stefnu.
Ákveðið hefur verið að þijár
hjartaaðgerðir verði gerðar á viku
hverri og hugsanleg enn meiri fjölg-
un síðar meir.
Höfundur er formaður
Landsamtaka hjartasjúklinga.
Flateyri:
Sérfræðingar
í snjóflóða-
vörnum skoða
Eyrarfjall
Flateyri.
NÝLEGA komu til Flateyrar
franskir sérfræðingar í snjó-
flóðavörnum á vegum Richard
Hannesson hf. til að skoða Eyrar-
fjall. I framhaldi af því hefur
R. Hannesson hf. sent tilboð í
snjóflóðavárnir, annarsvegar í
Innrabæjargili og hinsvegar í
Skallahvilft.
Að sögn Kristjáns Jóhannessonar
sveitarstjóra á Flateyri, hefur verið
haldinn óformlegur fundur um mál-
ið hjá almannavamanefnd á staðn-
um og einnig kynnt almannavöm-
um ríkisins.
Menn hallast að því að skoða
einungis hluta tilboðsins þ.e.a.s.
Innrabæjargili, því að snjóflóð sem
falla úr Skallahvilft falla flest utan
við byggðina. Tilboð Frakkanna
hljóðar upp á 12-13 milljónir fyrir
utan uppsetningu. Enn er óljóst
hvað kostar að setja upp slíkar
vamir, því enginn mannskapur er
þjálfaður í það hér á landi. Áætlað-
ur kostnaður er því á bilinu 22-25
milljónir.
Gert er ráð fyrir því í tilboði
þessu, að sett verði upp girðing í
620 metra hæð, síðan komi fjórar
raðir niður í 560 metra hæð, er
þetta þriggja metra háir staurar
með stálgirðingu, sem getur safnað
allt að fjögurra metra djúpum snjó.
Staðan í dag er sú, sagði Kristján,
að Verkfræðistofa Sigurðar Thor-
oddsen á ísafirði er að skoða hættu-
matið með tilliti til áður þekktra
snjóflóðavarna hérlendis, keilu-
byggingu og íeiðigarða. Meðan sú
vinna liggur ekki fyrir verður ekk-
ert gert í málinu.
Líkur er á að eitthvað verði gert
í snjóflóðavörnum í haust en ef það
verður ofan á að þessi net verði
keypt þá er ljóst að ekkert verður
framkvæmt í haust, það vinnst ekki
tími til þess. _ Magnea.
8
2
§
alls staðar
OSRAM
JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF.
Sundaborg-13 - 104 Reykjavík - Sími 688 588
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI